Morgunblaðið - 31.10.1989, Side 16

Morgunblaðið - 31.10.1989, Side 16
16 MORG.UNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER.1989 Hvalveiðimálið - litið um öxl Nokkur atriði frá sjónarhóli minnihlutans - á Islandi eftir Þór Jakobsson íslenskir andstæðingar hval- veiða íslendinga síðustu ár skipt- ust í marga hópa. Þeir voru ands- núnir áframhaldandi hvalveiðum á ólíkum forsendum. Einnig var ákefðin misjöfn og ending gegn almenningsálitinu, þegar á leið slaginn sem í hönd fór. Þeir reyndu að sameinast með stofnun Hvala- vinafélags íslands, en raunar varð úr, að hver og einn ynni málstaðn- um lið eftir sínu höfði. Ekkert varð því úr venjulegu félagsstarfi, en þeir sem létu til sín heyra eða voru beðnir opinberlega um álit á hvala- málum kölluðu sig gjarnan félaga í Hvalavinafélaginu. Vitanlega voru þó margir andstæðingar hval- veiða sem hvergi komu nærri fé- laginu, t.d. fjöldi greinahöfunda. En það verður að játa, að and- stæðingar hvalveiða á íslandi urðu undir í áróðursstríðinu heima fyrir og voru ekki virtir viðlits, hvorki i upphafi þegar þeir þóttust sjá að íslensk stjórnvöld væru að flana út í fen né síðar þegar haldið var áfram hvalveiðum hvað sem taut- aði og raulaði. Hvalamálið varð því að rimmu íslensku þjóðarinnar og róttækustu náttúruverndarsam- taka erlendis. Málið varð þjóðernis- legt hitamál þar sem íslensk stjórn- völd slógu á strengi tilfinninga. íslendingar, „fáir, fátækir og smá- ir“, stóðu í stríði við skilningssljóa, volduga útlendinga! Ein helsta viðmiðun íslenskra andstæðinga hvalveiðanna undan- farin ár, er a Iþjóðleg samþykkt sem Alþingi íslendinga gekk að á sínum tíma: gert yrði hlé á hvalveiðum í ijögur ár, frá og með 1986. Þeir töldu Islendinga fara í kringum anda samþykktarinnar með mjög fijálslegri túlkun á grein þar í,‘'sem leyfði bráðnauðsynleg frávik frá banninu vegna rannsókna bannár- in ijögur. Það er skoðun íslenskra veiði- andstæðinga, að íslensk stjórnvöld hafi að óþörfu boðið heim Græn- friðungum og gefið þeim tilefni til að vinna gegn hagsmunum íslands erlendis, gert landið frægt að end- emum. Hefðu íslendingar virt hval- veiðibannið árin fjögur væru Grænfriðungar og starfsemi þeirra nær óþekkt hérlendis. ísiendingar hafa til skamms tíma verið áhyggj- ulausir eyjaskeggjar víðs fjarri mengun þéttbýlisins og þar af leið- andi í meðallagi áhugasamir um náttúruvernd, heima og erlendis. Gera má tilraun til að flokka andstæðinga hvalveiða á íslandi. Eftirfarandi sjónarmið ráða við- horfi þeirra: 1. Virða átti samþykkt Alþingis undanbragðalaust. 2. Sumir tóku undir þau sjónar- mið, að hvalastofnar væru í hættu og væri þá sjálfsagt að vera með í hinni alþjóðlegu tilraun með ijögurra ára hvalveiðibann. 3. Ýmsir eru kunnugir i útlönd- um og vissu betur um við- horf almennings til hvalveiða en íslensk stjórnvöld og ráð- gjafar þeirra. Þeir skildu fyrr en skall í tönnunum og sáu fyrir, að hvalveiðar íslend- inga yrðu litnar hornauga. íslensk stjórnvöld hirtu lítt um „njósnir" um hugsunar- hátt manna erlendis og ber það vitni um lélega sölu- mennsku. Yfirleitt geðjast fólki í útlöndum ekki að hval- veiðum frekar en t.d. apart- heit í Suður-Afríku. Þótt ólíku sé saman að jafna að öðru leyti, er því ekki að neita að almennur íminustur ríkir erlendis á hvaivo.—,u. í þessum þriðja hópi íslenskra hvalveiðiandstæðinga voru þeir sem óttuðust fisksöluerf- iðleika á erlendum mörkuð- um vegna hinnar óvinsælu hvajveiðistefnu íslendinga. 4. Á íslandi leynast dýravinir og voru þeir vitanlega hlynntir baráttu gegn hvífla- drápi, sem í þokkabót var stundað á veikum forsendum. 5. Nokkrir bentu á, að offram- leiðsla á kindakjöti hérlendis væri verkefni sem íslensk stjórnvöld ætti frekar að beina kröftum sínum að. 6. Það 'fór óneitanlega í taug- arnar á ýmsum, að hvalveið- ar íslendinga árin íjögur voru kallaðar orðskrípinu „vís- indaveiðar". Orðið er raunar órökrétt, en verri þótti felu- leikurinn sem að baki bjó að þeirra dómi. Öll sú orka, tími og peningar sem íslensk stjórnvöld virtust vilja leggja í sölurnar á þessu sviði vís- inda stakk mjög í stúf við áhuga stjórnvalda á vísindum yfirieitt. Fjárstuðningur við vísindi á íslandi hefur verið rýr miðað við þróuð iðnaðar- lönd. 7. Að lokum skal nefna afstöðu Þór Jakobsson „Það er skoðun ís- lenskra veiðiandstæð- inga, að íslensk stjórn- völd hafi að óþörfii boð- ið heim Grænfriðung- um og gefið þeim tilefni til að vinna gegn hags- munum Islands erlend- is, gert landið frægt að endemum.“ þeirra sem fannst metnaður stjórnvalda — og þjóðar — fremur lítilsigldur í þessum efnum. Að þeirra dómi ættu Islendingar að leggja fyrir sig eitthvað nútímalegra en leggja hvali í einelti, bráðum komið fram á 21. öld. Værum við jafn hámenntuð og af er

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.