Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐJÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 19S9 Minning’: Agústa Jónsdóttir Ágústa Jónsdóttir fæddist í Kjós í Árneshreppi í Strandasýslu 31. ágúst 1919. Hún var dóttir hjón- anna Petrínu Guðmundsdóttur og Jóns Daníelssonar. Petrína, móðir hennar, sem var Ijósmóðir, hafði verið gift áður Ágústi Guðmunds- syni en misst hann. Þau eignuðust sex börn: Símon Jóhann, Sveinsínu, Sörla, Sigríði, Guðmund og Sig- rúnu. Jón, faðir Ágústu, hafði einn- ig verið kvæntur áður en misst konu sína og átti með henni einn son, Sigurð. Petrína og Jón eignuð- ust saman þijár dætur, Ágústu, Ingibjörgu og Guðrúnu og er Ingi- björg nú ein á lífi af þeim systrum. Þegar Ágústa var tíu ára gömul dó faðir hennar og skömmu síðar var hún send til föðursystur sinnar, Rósu Daníelsdóttur, og manns hennar, Péturs Sighvatssonar, úr- smiðs og símstöðvarstjóra á Sauð- árkróki. Þar fór hún snemma að vinna á símstöðinni, allt frá þrettán ára aldri. Veturinn 1936—1937 fór hún svo í Héraðsskólann á Laugar- vatni. Þá voru aðrir tímar en nú og þegar Ágústu bauðst föst vinna við símann á Borðeyri þótti fásinna að halda áfram í skóla og hafna slíku boði svo að hún fór til Borðeyr- ar og var þar sem nemi á símstöð- inni frá 1937 til 1941. Eftir dvölina á Borðeyri fór hún síðan til Reykjavíkur og starfaði við lang- línumiðstöðina í allmörg ár en upp úr 1950 fluttist hún til bæjarsímans þar sem hún starfaði óslitið þar til hún hætti í föstu starfi fyrir þrem- ur árum, 67 ára gömul. Þó var störftim hennar við símann alls ekki lokið því að hún var liðtæk í vinnu þegar þess þurfti með og vann öðru hvoru eftir að hún hætti föstu starfi, allt til þess að hún fór á sjúkrahús sl. sumar. Ágústa fór í skurðaðgerð í júní sl. Eftir aðgerðina var hún heima um mánaðartíma en í ágústbyijun fór hún aftur á sjúkrahús þar sem hún dvaldi þar til hún dó, 22. októ- ber. Hún var þakklát og ánægð með þá umönnun sem hún nautþar. Ágústa giftist ekki og eignaðist ekki börn. Hún var afar barngóð kona og nutu börn ættingja hennar og vina þess hve hlý og gjöful hún var en yndi hennar var að gleðja aðra. Er dæmigert fyrir hugulsemi hennar, að þegar hún var sjálf orð- in svo veik síðustu dagana að hún átti erfitt með að tjá sig, var henni umhugað um að minna vini sína á að gleðja gömlu konuna sem var stofufélagi hennar. Hjá landsímanum kynntist Ágústa Ólafíu Þórðardóttur og þau kynni leiddu til þess að Ágústa bjó í nánu sambýli og góðri vináttu við Ólafíu og fjölskyldu hennar á árun- um 1954—1968. Æ síðan héldust náin og góð tengsl milli þeirra sem voru báðum mikils virði. Ágústa var mjög bókhneigð kona og haíði yndi af lestri góðra bóka. Hun var ljóð- elsk og vel hagmælt og kunni ógrynni ljóða. Ágústa fylgdi Kvennalistanum að málum og starfaði með kvenna- listakonum um nokkurra ára skeið. Þó ekki bæri mikið á henni eða verkum hennar út á við lagði hún dijúga hönd á plóginn í innra starfi og lá ekki á liði sínu. Hún lét sig ekki vanta ef mikið stóð til, var t.d. virk í síðustu kosningabaráttu og tók jafnan þátt í hinum ýmsu að- gerðum Kvennalistans. Ágústa var afar fínleg og grann- vaxin kona, snyrtilega búin. Hún var hæglát og hlédræg en jákvæð og glaðsinna og lagði sitt af mörk- um á stilltan og látlausan hátt. Kvennalistakonur munu sakna Ágústu og við sendum ættingjum hennar og vinum innilegar samúð- arkveðjur. Fyrir hönd kvennalistakvenna, Guðrún Agnarsdóttir. Ágústa Jónsdóttir kvennalista- kona er dáin. Ef einhver skyldi halda að Kvennalistinn samanstæði aðeins af þingkonum og örfáum öðrum er það misskilningur. Kvennalistinn er ijöldahreyfing alls konar kvenna á ólíkum aldri, með ólíkan uppruna, kvenna sem eiga sameiginlegar hugsjónir og eru tilbúnar að leggja sitt af mörkum til að þær nái að verða að veruleika. Líklega eru það þessar sameigin- legu hugsjónir sem gera samkennd- ina í hreyfingunni svona mikla. Vitneskjan um það hve þörfin er mikil fyrir vinnuframlag í óteljandi myndum og hvað við verðum að vera samhentar til að fá einhveiju áorkað. Það er þessi samkennd sem hefur fært mér svo margar vinkon- ur sem ég aldrei hefði kynnst ella. Ein þeirra var Ágústa. Ég kynnt- ist þessari smávöxnu, fíngerðu konu með stóru greindarlegu augun í síðustu kosningabaráttu á gömlu Hótel Vík. Hún var ein af þeim fullorðnu konum sem skiptu með sér húsmóð- urhlutverkinu á því stóra heimili sem Víkin var þá. Ég var á þeim tíma starfskona samtakanna svo við höfðum dagleg samskipti. Húsmæðurnar voru vinsælustu konurnar í húsinu. Þær sýndu okk- ur stelpunum móðurlega umhyggju. Þær stóðu ekki í sviðsljósinu en miðluðu okkur af dýrmætri reynslu sinni og dekruðu okkur með ótæm- andi kaffikönnum og meðlæti. Ég dáðist af þessurh konum sem þrátt fyrir þreytu og slit höfðu hugsjóna- neistann og lögðu svo mikið af mörkum. Ég man eftir mörgum samveru- stundum okkar Ágústu bæði á Víkinni og seinna á Laugaveginum. Hún var ekki margmál, talaði aldr- ei um sjálfa sig svo ekki þekki ég lífshlaup hennar, en því betur hlýju hennai' og lífsviðhorf. Ég minnist blómanna á borðinu mínu daginn sem ég hætti hjá Kvennalistanum og vissi ekki fyrr en daginn eftir að þau voru frá henni. Mér finnst að eftir að ég kynnt- ist henni hafi hún verið á flestum þeim fundum sem máli skiptu. Hún mun hafa mætt á síðasta félagsfund í Reykjavík, þá dauðveik og með hjúkrunai'fræðing með sér. Ég hitti hana ekki þá, en okkar síðustu samskipti voru lýsandi fyrir Ágústu. Við vorum á kvennalista- fundi og ég var þá byijuð að vinna í Kvennaathvarfinu. Hún vissi að vegna fjársveltis stóðum við í bar- áttu fyrir t.ilvist athvarfsins. Hún dró mig með sér fram í eldhús, var ekkert að orðlengja það en tæmdi veskið sitt og bað mig að koma peningunum á réttan stað. Það er vegna kvenna eins og Ágústu sem kvennahreyfingin er sterk á íslandi í dag. Við fráfall hennar finnum við fyrir missi og söknuði. Við stöldrum við, en höld- um síðan ótrauðar áfram, því við ætliim að breyta. Ég sendi aðstandendum Ágústu innilegar samúðarkveðjur. F.h. vinkvenna í Kvenna- listanum, Guðrún Jónsdóttir. Sunnudagurinn 22. október sl. var um margt sérstakur og minnis- stæður. Þennan dag héldum við upp á afmælið hans Pása og seinna þennan sama dag lagði hún Gústa okkar af stað í fei'ðina sem við öll förum í, bara misjafnlega snemma. Það var haldið afmæli þar sem hennar var sárt saknað en aldrei áður hafði hún verið fjarverandi í barnaafmæli hjá okkur. Hugur okk- ar allra var innst inni niðri á spítala, því við vissum að hveiju dró. Ég kynntist þessari stórbrotnu konu fyrir u.þ.b. 13 árum þegar ég varð hluti af íj'ölskyldunni hans Bjögga. Ég segi stórbrotnu konu, því að hún Gústa var engum lík. Ég ætla mér ekki að rekja hér ætt- ir hennar, heldur aðeins að þakka fyrir samveruna. Börn, leikhús, bókmenntir og list- ir voru hennar yndi. Þessi einstaka kona hafði kærleikann að leiðarljósi í gegnum líf sitt. Húm miðlaði sinni hlýju og væntumþykju til allra, aldr- ei styggðaryrði um nokkurn mann, alltaf var henni efst í huga að geta hjálpað einhvetjum eða glatt. Við sögðum stundum heima hjá mér að ef heimurinn væri fullur af Gústum þá væru engin vandamál til og öll- um liði vel. Börnin voru henni hjart- fólgin. Ég hef eiginlega aldrei litið hana öðrum augum en sem ömmu þeirra Bjögga, Denna, Þóru og Pésa og eins barna Jóns og Ollu. Hún tók ástfóstri við þessa krakka þegar hún bjó með þeim á Lynghaganum fyrir u.þ.b. 25 árum. Margoft sagði hún Palla og Auði frá prakkara- strikunum sem krakkarnir gerðu í gamla daga og alltaf tók hún mál- stað þess sem minna mátti sín. Gústa átti óteljandi marga litla vini. Ég er svo lánsöm að eiga fjóra þeirra. Þegar hún kom í heimsókn eða hún var sótt heim, þá voru þessir vinir hennar númer eitt. Hún mundi svo sannarlega eftir þeim í veikindum sínum og brá aldrei út af venjunni. Mér er sérstaklega minnistætt þegar hún varð sjötug 31. ágúst sl, þá ljómaði öll deildin hennar og alls staðar voru nammi- skálat' fyrir litla munna sem komu að heimsækja hana-. Þessi stórbrotna kona hafði svo margt að gefa, var lítillát, kvartaði aldrei og kenndi sér aldrei meins, þess vegna er erfitt að trúa því að hún sé farin. Við viljum trúa því að hún hafi öðlast frið og sé laus við þjáningar sínar og í nýjum heim- kynnum sé hún umvafin börnum og standi vörð um málstað þeirra sem minna mega sín. Hafi hún þökk fyrir allt. Hjördís Pálsdóttir og Qölskylda Hún Gústa er dáin! Að vísu vissu vinir Gústu að hveiju dró. En enda- lokin koma fyrr en maður hafði reiknað með. Gústu sjálfri var líka ljóst hvar komið var. Kjarkurinn og æðruleysið brást henni aldrei. Hennar góða dagfar og jafnaðargeð breyttist ekki. Ágústa Jónsdóttir fæddist í Kjós, Árneshreppi, Strandasýslu. For- eldrar hennar voru Petrína Sigrún Guðmundsdóttir ljósmóðir og Jón Daníelsson bóndi. Ég kynntist Ágústu sem sam- starfsmanni Ólafíu konú minnar, þegar þær unnu báðar á Landsím- anum. Það* er langur tími liðinn. Þá voru öll utanbæjarsímtöl af- greidd í 02 langlínu. Mikilsvert var að símastúlkunum brygðist ekki jafnaðargeðið, þegar mest var að gera og allir vildu fá sín samtöl strax. Þá naut meðfædd og áunnin hæverska Gústu sín til fulls. Allir skyldu meðhöndlaðir samkvæmt fyllsta réttlæti. Það var hjá Land- símanum sem Ágústa vann sitt ævistarf. Fyrst á Borðeyri en síðan á langlínunni og á skrifstofu Bæjar- símans í Reykjavík. Þar var hún vel látin og eignaðist marga vini. Því Gústa gat ekki eignast annað en vini. Hún gerði aldrei á hlut nokkurs manns og var tilbúin að skera sig í stykki til þess að hjálpa öðrum. Við Gústa urðum svo sambýlis- fólk á Lynghaganum. Ekki var hægt að hugsa sér betri manneskju í viðkynningu en Gústu. Það bund- ust vinabönd milli fólksins á Lyng- haga 18, sem aldrei rofnuðu. Ágústa giftist ekki og eignaðist ekki börn í venjulegum skilningi þess orðs. En samt held ég að fáir hafí eignast fleiri börn en Gústa. Öllum okkar fimm börnum og fjór- um börnum hjónanna á miðhæðinni sýndi hún einstæða vináttu og um- hyggju. Og þegar þessi börn eign- uðust sjálf börn þá gjlti sama um þau. Aldrei setti Gústa sig úr færi að gleðja þau. Agústa var víðlesin og unni góð- um bókmenntum. Ilún unni leik- húsinu og allt til þess síðasta sótti hún leiksýningar. Þegar eitt af börnunum af .Lynghaganum lagði fyrir sig leiklist, þá fylgdist enginn með leikkonunni af meiri áhuga og skilningi en Gústa. Og það eru að- eins nokkrar vikur síðan hún fór með okkui' hjónunum þar sem uppá- halds leikarinn hennar lék eitt aðal- hlutverkið. Mikil gleði hefði það orðið henni að koma í nýja Borgar- leikhúsið og sjá öll þau nýju verk, sem þar verða frumflutt. Ágústa var félagshyggjukona í þess orðs bestu merkingu. Ekkert var ijær henni en að vera óábyrg í fjármálum. Það er mikið skarð fyrir skildi hjá þjóðinni að Ágústa Jónsdóttir skuli nú öll. Að öðrum ólöstuðum held ég að ýmis vanda- mál, sem erfiðust eru nú viðfangs, væru barnaleikur, ef allir þegnarnir væru eins og Gústa. Við hjónin og börn okkar blessum minningu Ágústu og munum geyma hana í hug okkar uns yfir lýkur. Jón Júlíus Sigurðsson í dag, 31. október, verður stór- vinkona mín Ágústa P. Jónsdóttir til moldar borin. Það var á þarsíðasta sunnudag, er ég var í afmæli bróðursonar míns, Péturs Ágústar, nafna Ágústu, að ég fékk þau tíðindi af Gústu, eins og hún var ætíð kölluð af fjölskyldunni, að heilsu hennar hefði hrakað, en hún hafði átt við veikindi að stríða um skamma hríð. Skömmu seinna fór ég upp á Land- spítala og kvaddi hana í hinsta sinn í lifanda lífi. Um kvöldið er systir mín færði mér fréttir af andláti Gústu varð mér hugsað til allra þeirra skemmti- legu stunda sem ég átti með Gústu á Hofsvallagötunni sem smástrák- ur, er hún, um fimmtugt, lék sér við mig tímunum saman þess á milli sem ég borðaði pönnukökurnar hennar. Ég var ekki sá eini sem hélt upp á Gústu, því fer íjarri, því án efa eiga systkini. mín og systk- inabörn sömu minningar og ég af Lynghaga, Hofsvallagötu og seinna Rofabæ og reyndar var það svo oftar en ekki að íbúðin hennar var full af börnum úr nágrenninu, enda hafði hún einstaka þolinmæði og góðmennsku til að bera. Þessi skapgóða og hjartahlýja kona var partur af ijölskyldunni, reyndar þegar orðin fjölskylduvinur fyrir mína tíð. Hún tók þátt í flest- um inannamótum innan fjölskyld- unnar, enda litu ég og systkini mín og þeirra börn á Gústu sem ömmu sem allt vildi fyrir okkur gera án þess að telja það eftir sér. Gústa var mikið fyrir bækur og allt sem tengdist listum. Var maður aldrei í vandræðum með að finna sér lestrarefni heima hjá henni ef maðui' hafði slíkt í huga. Hún hélt mikið upp á spænsku útlaga höf- undana, skáldskap og ýmsan þjóð- legan fróðleik, enda var það fyrir hennar tilstilli að ég fór að lesa sögu við HÍ. En mest tel ég hana hafa metið ritverk Halldórs Laxness og eiga orð hans vel við núna. „Blóm eru ódauðleg. Þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, einhvers staðar.“ (Atómstöðin.) Ég votta aðstandendum Ágústu og öllum hennar vinum dýpstu sam- úð. Það var gott að vera vinur Gústu og því vildi ég aldrei hafa misst af. F.h. ijölskyldu minnar. Pétur Pétursson. Elskuleg vinkona okkar, Ágústa Jónsdóttir, er látin. Okkur langar að minnast hennar með nokkrum orðum, hennar sem var okkur börnunum í Rofabæ 27 svo_ mikið. Ógleymanleg voru jólaboðin sem _______ haldin voru fyrir okkur og Pása, vin hennar og nafna. Þá var mikið um dýrðir, allir í sparifötum og mikil lilhlökkun. Þá tók Ágústa á móti okkur uppáklædd og glæsileg að vanda, litla jólatréð hennar skreytt og ljósum prýtt og hlaðin borð með kræsingum sem höfðuðu til lítilla barna. Ekki var látið þar við sitja heldur voru allir leystir út með gjöfum líka. Og það var sama sagan um páska, allir ferigu páskaegg og á nammidögum var séð til þess að allir fengju bland í poka. Eftir að hún lagðist inn á spítala héldu sendingarnar áfram að koma á laugai'dögum. Fyrst og fremst viljum við þakka henni hlýju, vináttu og gestrisni hvenær sem bankað var uppá og það vat' oft á dag. Minningin um hana lifir. Fari hún í friði. Matti vinur, Elsa Ósk, Vaka, Harpa, Stella, Tinna og Sindri. Nú er hún Gústa frænka dáin og kemur víst aldrei aftur. Við máttum búast við þessu en ekki svona fljótt. Þegar við vorum látin vita um andlát Gústu áttum við mjög erfitt með að trúa því, vegna þess að þegar við heimsóttum hana á spítal- ann var hún eins hress og hún var ævinlega alltaf svo blíð og góð og hvað við dáðumst að nöglunum hennar. Það var virkilegt tilhlökkunarefni að fara í heimsókn til Gústu frænku, og sérstaklega munum við eftir þeirri frægu sælgætisskál sem allt- af var á borðum sem var okkur mjög kær. Svo fékk hún okkur systurnar til að rúlla upp pönnukökunum á með- an hún bakaði þær og þótti okkur þetta mjög spennandi. Þegar við systurnar Kalla og Rósella vorum í pössum hjá Gústu fannst okkur alltaf svo góð súrmjólkin hjá henni og er það okkur minnisstætt að við fengum að sitja í stiganum og borða hana þar, og Gústu fannst svo snið- ugt hvað við vorum hrifnar af súr- mjólkinni hennar. Þegar Helga María lá sem veik- ust á spítala árið 1984 þá stóð nú ekki á henni Gústu að koma að heirasækja hana, já, hún Gústa vildi öllum gott og alltaf tilbúin að rétta fram hjálparhönd ef hún gat. Við munum alltaf eftir því þegar Gústa og Imma buðu okkur fjöl- skyldunni með þeim í sumarbústað í Munaðarnesi, við vorum þar í viku, og fengum, við sérstaklega gott veður, þarna voru rólur og ýmis leiktæki og þar áttum við góðar og skemmtilegar stundir saman. Svo vai' það viss stemmning fyr- ir okkur systkinin að fara með pabba okkar á aðfangadagsmorgni að keyra út jólapakka og þá sér- staklega til Gústu. Þá fékk pabbi kaffi og við systkinin gosdrykki og jólaepli og man Garðar þá eftir því að hafa setið og leikið sér með stein- ana sem hún átti í krukku og geymdi alltaf á ofninum. Gústa var alltaf jafn gjafmild og voru alltaf gjafirnar jafn fallegar frá henni og ekki lét hún sig vanta í öll barnaafmælin okkar eða ferm- ingarnar. Nokkrum dögum fyrir andlát Gústu kom dóttir hennar Köllu sem er sex ára til mömmu sinnar og sagði að þegar fólk dæi færi það til guðs og fengi vængi, svo þegar Gústa dó varð Kalla að útskýra það fyrir henni og hún virtist alveg skilja það og sagði að nú væri Gústa komin til Guðs og hefði vængi. Við munum alltaf eiga minning- arnar um elsku Gústu og við kveðj- um þig með söknuði. Guð blessi hana. Eg heyri himneskt orð: „kom, hvíld ég veiti þér. Þitt hjarta er mætt og höfuð þreytt því halla að bijósti mér.“ (Stef. Thor.) Frændsystkinin Kalla, Helga, María og Garðar. Fleiri greinar um Ágústu Jóns- dóttur munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.