Morgunblaðið - 16.12.1989, Page 20

Morgunblaðið - 16.12.1989, Page 20
20 MÖRGUNBLAÐÍÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1989 SANDGREIFARNIR efftir Björn Th. Björnsson. Heillandi og skemmtileg bók um uppvaxtarár höfundar í Vestmannaeyjum. Lesendur þekkja bragðmikinn stíl Björns Th. Björnssonar af verkum hans um listfræðileg efni og sögulegar skáldsögur. í þessari bók nýtur orðsnilld Björns sín frá nýrri og óvæntri hlið, aðdáendum hans til ósvikinnar ánægju. LANDHELGISMÁUÐ - það sem gerðist bak við tjöldin. Lúðvík Jósepsson var manna lengst í eldlínu landhelgisbaráttunnar. í þessari bók rekur hann sögu landhelgismálsins í 40 ár og segir frá þeim átökum sem þar urðu á bak við tjöldin heimafyrir og erlendis. Stórfróðleg bók um lífshagsmunamál þjóðarinnar skrifuð af einum baráttuglaðasta stjórnmálamanni hennar. I og menmng í PJÓÐBRAUT HEIMSBÓKMENNTA Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240. Barnaguðsþj ón- usta í Dómkirkjunni Barnaguðsþjónusta verður í Dómkirkjunni á morgun, sunnu- daginn 17. desember, eins og venja hefur verið síðasta sunnudag fyrir jól, og hefst hún kl. 11.00. Börnin í Kirkjuskóla Dómkirkj- unnar hafa að undanförnu verið að æfa helgileik, sem er byggður á jólaguðspjailinu, og munu þau sýna hann í guðsþjónustunni á morgun undir stjórn Egils Hallgr- imssonar, sem hefur umsjón með barnastarfi Dómkirkjunnar. Kirkjugestir munu svo taka sinn þátt í helgileiknum með því að syngja jólasálma, sem honum tengjast. Góðir gestir koma í heimsókn eins og á undanförnum árum. Það er Lúðrasveit Laugarnesskóla, Dómkirkjan í Reykjavík. sem mun leika jólalög undir stjórn Stefáns Þ. Stephensen. Foreldrar eru hvattir til að fjöl- menna með börn sín í Dómkirkj- una á morgun, og auðvitað eru allir hjartanlega velkomnir til að gleðjast með börnunum yfir undri jólanna. (Frá Dómkirkjunni.) Komdu á jólapakkakvöld Hótels Loítleiða Hin sívinsælu jólapakkakvöld Hóteis Loftleiða eru nú framundan tíunda árið í röð. f>ú kemur og gæðir þér á girnilegum mat í Blómasal Hótels Loftleiða, laugardaginn 16. desember eða sunnudaginn 17. des- ember, og ert um leið þátttakandi í myndarlegu jólapakkahappdrætti. Hvort kvöld verða dregnir út 10 jóla- pakkar, sem m.a. innihalda ekki ómerki- legri gjafir en ferð fyrir tvo í sól og sumar til Orlando. Fjölbreytt skemmtidagskrá verður bæði kvöldin, Módelsamtökin verða með tískusýningu fyrir alla fjölskylduna, kórar syngja hátíðarsöngva o.fl., o.fl. Matseðill kvöldsins: Hreindýrapaté Humarseyði Nautalundir Döðluís Kaffi og konfekt Þessi glæsilegi jólaglaðningur kostar aðeins kr. 3-190 fyrir manninn. Pantaðu borð strax í síma 22321. HÓTEL LOFTLEIÐIR GOTT FÓLK/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.