Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990 Þorbjörg Guðjónsdóttir Morgunblaðið/Þorkell Svolitió einmana- legt aö búa ein „ÉG HEF átt hér heima síðan 1958 og kann afskaplega vel við mig. Hér býr þægilegt og gott fólk,“ segir Þorbjörg Guðjónsdóttir, 68 ára gömul ekkja. Þorbjörg starfar sem fulltrúi hjá Ráðningarstofu Reylgavíkurborgar við Borgartún og þar skráir hún niður atvinnu- lausa. „Þegar aðrir hafa ekkert að gera, er fúllt að gera hjá mér.“ Eiginmaður Þorbjargar var Vil- hjálmur Aðalsteinsson, starfs- maður í Straumsvik, en lést árið 1981. „Dauðinn gerði engin boð á undan sér. Hann dó skyndilega úr hjartaslagi. Ég get ekki neitað því að mér finnst svolítið einmanalegt að búa ein. Ég held að maður komist aldrei yfir það að missa maka sinn. Við vorum svo miklar samlokur. Við fórum ekkert nema saman. Það er auðvit- að slæmt upp á seinni tímann að gera. Maður verður að læra að lifa áfram. Það þýðir ekkert að gefast upp. Ég reyni að halda fjölskyld- unni saman.“ Þorbjörg og Vilhjálmur eignuð- ust ekki börn saman, en þau áttu hvort sinn soninn áður en þau hófu búskap. „Og nú eru barnabörnin orðin fimm og það sjötta á leiðinni — allt yndisleg böm,“ segir Þor- björg og hún sýnir mér fjölskyldu- myndirnar sem standa innrammað- ar á hillu inni í stofu. Þorbjörg segist vera Reykvíking- ur í húð og hár, uppalin við Lauga- veginn, beint upp af Höfða, sem þá þótti nánast vera utan borgar- markanna. „Þú getur því ímyndað þér hversu langt mér þótti að fara alla leið hingað," segir hún. Ég þarf að vera mætt í vinnuna kl. 8.20_þannig að ég stilli klukkuna á sjö. Ég er í vinnunni til korter yfir fjögur og þá fer ég beint í Laugardalslaugina og það hefur verið eldgamall siður hjá mér í mörg ár. Við hjónin fórum alltaf saman í laugina og ég hef haldið því áfram eftir að hann féll frá. Það er nauðsynlegt að hreyfa sig eitthvað þegar maður fer allra sinna ferða í bíl. Ég syndi minnst 500 metra á dag. Það er ekki nóg að flatmaga í heitu pottunum þó það sé vissulega gott líka. Um helgar fer ég á öðrum tíma í laugina, klukkan svona 10 eða 11 og þá hittir maður allt annan hóp fasta- gesta. Það myndast ákveðinn kunn- ingsskapur með þessum laugar- gestum og ef einhvern vantar í nokkra daga, er farið að spyrjast fyrir. Þegar ég kem heim úr laugun- um á daginn, fæ ég mér bita að borða og þá eru það kvöldin sem taka við. Ég sest stundum niður með krossgátur, horfi á sjónvarpið eða fer í saumaklúbb, sem stofnað- ur var fyrir 45 árum. — Hittist þið vinkonurnar þá mánaðarlega? „Nei, biddu fyrir þér. Helst viku- lega og hveijum klúbbi fylgir auð- vitað hlaðborð af alls kyns góðgæti og stríðstertum. Við byijuðum alltaf hér einu sinni á því að koma með uppskriftir með okkur í sauma- klúbbana en við erum löngu hættar því núna. Við mætum alltaf með handavinnu með okkur og saumum og pijónum mikið. Þetta er enginn kjaftaklúbbur. Þú sérð hvað ég hef haft fyrir stafni í gegnum árin,“ segir Þorbjörg og bendir á tvo ró- kókóstóla, útsaumaða púða, klukkustrengi og myndir. Fyrir utan bamabörnin og sundið em ferðalög mikið áhugamál hjá Þorbjörgu og leikhúsferðir era líka ofarlega á vinsældalistanum. Hún segir mér að síðast hafí hún farið með barnabörnunum á Töfrasprot- ann í Borgarleikhúsinu. „Við hjónin fórum alltaf út fyrir landsteinana í sumarfríinu okkar og það hefur ekki fallið eitt einasta ár úr hjá mér síðan hann dó. Ég hef óskap- lega gaman af ferðalögum. Ég fór með frænku minni, sem ég hitti oft í laugunum, til Kýpur í fyrra og það var hreint ævintýri. Ég hef líka komið til Ítalíu, Bandaríkjanna, Spánar, Kanaríeyja, Egyptalands, ísraels og fjórum sinnum til Grikk- lands. Mér fínnst Grikkir alveg sérs- taklega skemmtilegir og þægilegir. Dansarnir þeirra eru frábærir og þeir hrífa alla með sér. Ég er ekki mikið fyrir að liggja í sólbaði. Ég vil heldur vera á röltinu á breiðum strandlengjunum." Morgunblaðið/Þorkell Páll Ólafsson, Þuríður Heiðarsdóttir og börnin þijú, þau Hulda, Gestur og Þóra Kristín. Reynum aó eiga fyrir þvi sem viö kaupum „OKKAR LÍFS„MOTTÓ“ er að reyna að eiga fyrir því sem við kaupum okkur og við höfúm aldr- ei tekið plastið í okkar þjónustu. Við miðum lifsmátann við þau laun, sem við höfúm úr að spila. Stefnan er sem sagt sú að taka ekki lán fyrir lúxus enda fer það mjög í taugarnar á okkur að skulda. Það er kannski þess vegna sem við höfúm verið svona lengi að koma undir okkur fótun- um. Okkur finnst ekkert sjálfsagt að tækjavæða heimilið eða skipta um bíl annað hvert ár. Viðstönd- um einfaldlega ekki í því. I stað- inn fyrir að kaupa örbylgjuofn, geislaspilara eða uppþvottavél, er lögð á það áhersla að fá harð- an disk í tölvuna, sem er reyndar mitt vinnutæki," segir Páll Ólafs- son, kennari í Æfíngaskóla Kean- araháskólans. Eiginkona Páls er Þuríður Heið- arsdóttir og eiga þau þijú börn, Huldu 15 ára, Gest 14 ára og Þóra Kristínu, sem er eins árs frá því í ágúst. „Við höfum búið á þessu svæði síðan 1974, fyrst í Bólstaðarhlíðinni og hingað í Skaftahlíðina fluttum við fyrir sex áram. Við ætluðum reynd- ar aldrei að setjast að í Reykjavík. Við erum bæði að vestan, Palli frá ísafirði og ég frá Suðureyri, og meiningin var að við færam aftur vestur þegar hann kláraði námið í Kennaraháskólanum. Einhverra hluta vegna höfum við ekki haft nógu mikinn áhuga til að flytja aftur til baka. Ég fengi eflaust vinnu hvar sem væra lausar kenn- arastöður. Það er bara ekki nóg. Maður verður að hafa ákveðið rými til annars. Sennilega er fólk samt aldrei jafn einmanna og í fjölmenn- inu. Samgangur manna á meðal úti á landi er mun frjálslegri heldur en hér í borginni. Fólk svona lítur inn í kaffí án þess að það þurfí að gera nokkuð boð á undan sér. Við tókum þennan sið með okkur suður og stunduðum það á tímabili að svona „droppa“ við í kaffí, eins og sagt er á vondri íslensku. Þetta féll bara í góðan jarðveg hjá kunningjunum og þeir era famir að apa þetta upp eftir okkur.“ — Hvað hefur húsmóðirin fyrir stafni? „Þegar Gestur og Hulda vora lítil, var ég bara heima í húsmóður- hlutverkinu. Palli var aldrei heima. Þegar hann var ekki í skólanum var hann í íþróttum. Nú vinn ég hálfan daginn hjá Apótekarafélag- inu og kenni erobikk þrisvar í viku í Stúdíói Jónínu og Ágústu. Þannig var að við hjónin vorum í sex ár í dansskóla og gerðum hlé á því. Þá fór ég að færa mig yfír í leikfimina og fór svo að kenna.“ — Einhveijir framtíðardraumar? Húsmóöurstarf iö van- þakklátt og vanmetiö „ÞAÐ MÁ eiginlega segja að ég hafi verið heima og hugsað um mín börn síðustu árin. Ég er svolítil ungamamma, en þessi gullni meðal- vegur er jú vandrataður. Samt finnst mér það hafa verið mjög gott fyrir mig og þau að hafa getað verið heima, en eftir erfíðan dag eru þau þó yndislegust sofandi. Það þekkja allir foreldrar. Starf húsmóðurinnAr er því miður mjög vanþakklátt og vanmetið, því vinna er skilgreind sem launavinna. Umönnun eigin barna hlýtur samt að vera dýrmætasta vinna sem nokkurt foreldri getur unnið. Það er svo gott að hafa einhvern heima til að taka á móti sér þegar maður kemur heim úr skóla og er bara 8 eða 9 ára. Réttur barna mætti vera margfalt sterkari. Hann er vissulega til staðar í lögum, en mikið vantar á að hann sé virtur. Börnin eru ekki talin sem fúllgild- ir þjóðfélagsþegnar og foreldrar líta í auknum mæli á skólann sem uppeldisstofnun," segir Magdalena Kjartansdóttir, 32 ára „sjálfstæð" móðir og íbúi í Skaftahlíð 8. Magdalena segist hafa alist upp í Hlíðun- um. Hún hafí þó ekki valið að búa þar áfram með sín börn þess vegna. „Við komum hingað úr Breiðholtinu árið 1986 og eingöngu vegna þess að dóttir mín var byrjuð í ísaksskóla og líkaði mjög vel.“ Við tyllum okkur á eldhússtól- ana og Magdalena kemur með nýlagað kaffí. íbúðin er björt og opin, veggimir grá- ir, nýtísku-húsgögn á ljósu parketinu. „Ég ætlaði nú eiginlega að hringja í þig og fresta viðtalinu. Hann sonur minn.er kominn með gubbupest," segir Magdalena. Stef- án 4 ára liggur sofandi inni í her- bergi og Katrín, sem er 9 ára, er að baka horn heima hjá vinkonu sinni. „Hún ætiar að koma á eftir." „Ég veit ekki hvað ég get sagt þér. Það er allt í biðstöðu hjá mér eins og er. Þó geri ég ráð fyrir að fara að vinna hjá samtökum hér í borg á kvöldin og sem stendur er ég að leita mér að heppilegri vinnu á morgnana á meðan Kata er í skólanum og Stefán á leikskólan- um,“ segir Magdalena. Hún hefur unnið sem ráðgjafi í afleysingum á áfangastaðnum við Amtmannsstíg. Þar er rekið heimili fyrir konur sem eru að fóta sig í tilverunni eftir áfengis- og vímuefnameðferð. „Slíkt starf er bæði gefandi og erf- itt í senn. Það á reyndar um öll störf, sem hafa með lifandi verar að gera. Mér finnst gaman að starfa með konum. Maður kemur alitaf að einhveijum punkti sem við eigum allar sameiginlega." — Hvað finnst þér um pólitíkina? „Það er nú svo komið að maður er afspyrnu óánægður með allt sem heitir pólitík. Mér finnst ég ekki geta sett mig undir neinn hatt í pólitíkinni. Mér finnst stjórnmála- menn mjög óábyrgir og mikið ber á eiginhagsmunapoti. Það er ekki verið að hugsa um þjóðina í heild. Margir eiga um sárt að binda vegna andlegra og líkamlegra bresta, en þessir hópar vilja oft gleymast. Aldraðir t.d. sem eru búnir að gera þjóðfélaginu gagn alla sína hunds- og kattartíð eru orðnir þreyttir og lasburða á efri áram. Þá á hver að vera sjálfum sér næstur. Einhveijir kunna að hugsa sem svo að þeim hafi verið nær að búa sig ekki bet- ur undir ellina. Málið er nú það að það eru ekki allir á forstjóralaunum. Launamisréttið í þjóðfélaginu er til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.