Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 19
C 19 MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990 N or ðurlandaráðsþing í Háskólabíói: Breskir ritsljór- ar í hár saman NÝLEGA lauk meiðyrðamáli, þar sem tvö bresk blöð komu við sögu, með því að dæmt var að Andrew Neill, ritstjóri Sunday Times, skyldi fá greidd 1.000 pund í skaðabætur, en útgáfuiyrirtæki blaðs- ins, Times Newspapers, 60 pens. Neill höfðaði málið vegna þess að Peregrine Worsthorne, fyrr- verandi ritstjóri Sunday Telegraph, hafði haldið því fram í blaði sínu að Neill hefði komið óorði á blað FOLK í fjölmiÖlum sitt með ijögurra mánaða ástarsam- bandi við Pamellu Bordes, kunna indverska fegurðadís, sem starfaði um tíma í neðri deild breska þings- ins og átti vingott við nokkra valda- mikla menn. Eftir að þau slitu sam- bandinu kom í ijós að hún stundaði símavændi. Neill er fertugur og ókvæntur. Báðir ritstjórarnir telja sig hafa unnið málið. Kostnaðurinn við málaferlin er talinn hafa numið 200.000 pundum. Andrew Neill Bretland: 99% sátu við skjáinn SAMKVÆMT nýlegri skoðanakönnun í Bretlandi höfðu 11% farið í bió á síðustu fjórum vikum, 7% i leikhús og 7% á tónleika. Aðeins 1 af hundraði hafði skellt sér í óperuna og 2% á jass- eða blúskon- serta. Átta af hundraði höfðu farið á málverkasýningar eða i söfii og svipaður fjöldi hafði skoðað herragarða og aðrar sögulegar bygg- ingar. Hins vegar höfðu 99% horft á sjónvarp, 95% höfðu heimsótt vini og kunningja eða boðið þeim til sín, 88% höfðu hlustað á útvarp, 73% á hljómplötur eða snældur, 60% lesið bækur, 46% lagað til í garðin- um, 43% lagfært eitthvað í íbúðinni og 27% fengist við handavinnu, svo sem saumaskap. Fjórði hver aðspurðra hafði farið í bókasöfn. Af þeim sem fengu bækur lánaðar voru 81% af eldri kynslóðinni. Yngra fólkið fór til að leita að upplýsingum í uppflettirit- um, nota ljósritunarvélar og lesa fyrir skólann. Röskur helmingur bregður sér út fyrir bæinn í frístundum, út í skóg eða á aðra snotra staði, og vill bætta þjónustu á slíkum „unaðs- reitum“ — fieiri bílastæði, göngustíga og sæti, betri hreinlæt- isaðstöðu, fleiri sorptunnur, bætta þjónustu við fatlaða, upplýsinga- miðstöðvar o.sv.frv. Um250 fréttamenn væntanlegir Um 250 fréttamenn eru væntan- legir hingað til lands vegna Norð- urlandaráðsþings sem haldið verð- ur í Háskólabiói dagana 27. febrú- ar til 3. mars næstkomandi. Alls er reiknað með um 750 erlendum gestum vegna þingsins. Þar af verða þingfulltrúar 87, auk 60-80 ráðherra. Fréttamenn verða því um 100 fleiri en sfjórnmálamenn- irnir sem sitja þingið. Að sögn Snjólaugar Ólafsdóttur skrifstofustjóra íslandsdeildar Norðurlandaráðs verður aðstaða fyr- ir blaðamenn í nýrri byggingu Há- skólabíós. Þar verður rekin símaþjón- usta með 6 telefaxtækjum og a.m.k. 12 simum. Ennfremur er gert ráð fyrir að fréttamenn geti sent efni beint frá eigin tölvum. í þingsalnum, stóra bíósalnum, verður einnig sér- stök aðstaða fyrir fjölmiðla. Auk þess verður sjónvörpum komið fyrir í miðstöð fréttamanna, þar sem fylgj- ast má með beinum sendingum úr þingsal. Ríkisútvarpið og Sjónvarpið að- stoða erlendar sjónvarps- og útvarps- stöðvar vegna sendinga frá landinu. Ævintýraferð fyrir minna verð FLUGLEIDIR Sfmi 69 03 OO ffl/SAS Laugavegi 3, sfmi 62 22 11 Flugfar til Thallands kostar litlu meira en til evrópskra sólarlanda. Á móti kemur að verðlag í Thailandi er svo lágt að í heildina er ódýrara að ferðast til Thailands en annarra sólarlanda. Upplifun í Thailandsferð verður hins vegar ekki jafnað við venjulega sólarlandaferð. f Thailandi kynnist þú framandi menningu, fjölskrúðugu mannlífi, stórkostlegu landslagi og glæsilegri baðströndum en finnast annars staðar. Er ekki kominn tími til að breyta til? 17 daga ferð til Bangkok og Pattaya kostar aðeins kr. 94.072* fyrir manninn í tvíbýli. Innifalið er m.a. flug, gisting á fyrsta flokks hótelum og morgunverður. Allt að 50% afsláttur fyrir börn undir 12 ára. Bæklingur um Thailand liggur frammi á öllum ferðaskrifstofum. Þar færðu allar nánari upplýsingar um Thailandsferðir. *Verð miðast við gengi og fargjöid 1S. Janúar 1990 HULDA ■ HULDA Styrmisdóttir hefur verið ráðin til fréttastofu Stöðvar 2, en hún hefur áður starfað þar í afleysingum. Fyrstístað fyllirHulda skarð Þóris Guðmundsson- ar, sem fengið hefur ársleyfi frá störfum. ■ BJÖRGEVA Erlendsdóttir hefur verið ráðin blaða- maður á Press- una. Björg Eva kemur frá Nor- egi, þar sem hún starfaði um nokkurt skeið eftir nám í biaðamanna- skólanum í Ósló. Hún var m.a. blaðamaður á fréttablaðinu Klassekampen, sem hefurtöluverða útbreiðslu meðal vinstrimanna í Noregi. Þá var hún einnig ritstjórnarfulltrúi á sérblaði um heilbrigðismál. ■ ÞÓR Jónsson nemi við Blaða- mannaskólann í Stokkhólmi verður við störf á fréttastofu Stöðvar 2 næstu ijóra mánuði. Starf- ið er hluti af námi hans við skólann. Áður en Þór hóf nám í Stokkhólmi var hann blaðamaður á Tímanum. BJÖRG EVA ÞÓR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.