Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 15
C 15 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990 HELDUR ALVEG NÝR BÍLL: SUZUKI SWIFT 1990 ATTÞU HLUTABRÉF í SJÓVÁ-ALMENNUM tryggingum hf Fyrir hverjar 1.000 krónur að nafnverði staðgreiðum við 5.000 krónur HMARK HI.UTAIIKI I AMAKK \DliKINN III! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 7, Reykjavík, Sími: 68 15 30. HMARK-afgreiösla, Skólavöröustig 12, Reykjavik, Sími:2 16 77. ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 Sigurlaug Sigurjóns- dóttir - Kveðjuorð hafði mikla ánægju af ferðalögum og hvatti sína til nýrra vetka. Gagn- vart mér komu þessir eiginleikar vel í ljós er ég bjó hjá ömmu í Vestmannaeyjum um tíma sumarið 1970 og á menntaskólaárum mínum í Reykjavík. Eftir Vestmannaeyjagosið 1973 flutti amma til Reykjavíkur. Þetta var mikill hvalreki fyrir okkur sem bjuggum á fastalandinu. Við höfð- um ekki átt þess kost að heim- sækja ömmu svo oft eða hún okkur á meðan hún bjó í Vestmannaeyj- um. Ránargatan og síðan Hátún 8 urðu einn af þessum föstu viðkomu- stöðum okkar í Reykjavík. Heimili ömmu í Reykjavík varð eins konar upplýsingamiðstöð. Ömmu var svo í mun að geta fylgst með því sem á daga barnabarnanna dreif. Hjá ömmu fékk maður því nýjustu frétt- ir af öðrum fjölskyldumeðlimum, sem maður hafði kannski ekki séð lengi. Það var alltaf mikil gleði, hlýja og kærleikur þegar maður heimsótti ömmu. Maður fann vel hve velkominn maður var, alltaf heitt kaffi og eitthvað heimabakað á boðstólum. Þetta þrátt fyrir van- heilsu sína, en þetta veitti henni mikla lífsfyllingu. Mánudaginn 22. janúar átti ég þess kost að heimsækja ömmu ásamt móður minni á Landakots- spítala. Hún átti að gangast undir gallsteinaaðgerð tveimur dögum síðar. Það ánægjulega við þessa heimsókn var að þarna mætti ég mjög lífsglaðri konu, sem gerði að gamni sínu og var ánægð. Hún var úthvíld og virtist vel undirbúin und- ir þá göngu sem framundan var. Nú er hún öll og megi minning hennar lifa vel og lengi. Hróðmar Bjarnason Fædd 24. júlí 1915 Dáin 25. janúar 1990 Ég vil með þessum fáu línum minnast ömmu minnar Sigurlaugar Siguijónsdóttur. Hún fæddist á Seyðisfirði 24. júlí 1915. Hún var elst sex systkina, þar af voru þrír hálfbræður. Við 18 ára aldur flutt- ist hún til Vestmannaeyja til föður síns sem þá var þangað fluttur. í Vestmannaeyjum kynntist hún fljótlega verðandi eiginmanni sínum, Jóni Magnússyni frá Sól- vangi í Vestmannaeyjum. Þau hjón eignuðust fimm börn á tæpum 7 árum. Fullyrða má að amma fékk að lifa tímana tvenna. Sem elsta barn tók hún snemma virkan þátt í heim- ilishaldi fjölskyldu sinnar og vann síðan við þau störf er til féllu í byggðarlaginu. Fyrir fátæka al- þýðustúlku voru möguleikar til menntunar ekki miklir á þessum tíma. Hún lærði þó snemma hand- mennt og varð mikil handverks- kona. Amma var atorkukona, hörkudugleg og vissi vel hvað þurfti til að framfleyta sér og sínum. Árið 1961 féll Jón afi minn frá eftir stutt veikindi. Það sýnir best kraft henn- ar og áræðni að hún sótti fiskmats- námskeið og fékk ennfremur rétt- indi sem verkstjóri í frystihúsi. Því miður varð hinn nýi starfsferill hennar ekki langur. Hún fékk úr- Suzuki Swift 1990 er ekki bara ný árgerð heldur alveg nýr bíll á flestum sviðum. 1990 árgerðin hefur öflugri vél, sjálfstæða fjöðrun, er stærri og rúmbetri og útlit Suzuki Swift er alveg nýtt af nálinni að utan sem innan - hefur aldrei verið glæsilegra. Og Suzuki Swift er til í ýmsum gerðum, 5 gíra eða sjálfskiptur, 3 dyra eða 5 dyra. Farþegarými er sérstaklega þægilegt, haganlega og smekklega búið, farangursrými ótrúlega mikið og jafnframt aðgengilegt. Hefurðu gaman af hraðskreiðum, öflugum og liprum bílum? Þá áttu sannarlega mikið erindi á frumsýninguna, því sportbíllinn Suzuki Swift GTI 1990 hefur allan búnað sem krafist er af fyrsta flokks sportbíl og þar er geysilega öflug vél ekki undanskilin. f stuttu máli: Suzuki Swift GTI 1990 er óskabíll allra sport- aksturskappa. SUZUKIBÍLAR HF. HÚSI FRAMTÍÐAR, FAXAFENI 10, SÍMI 685100 kölkunarsjúkdóm fáeinum árum eftir fráfall afa, sem dró verulega úr afkastagetu hennar. Þó vann hún utan heimilis á meðan heilsan leyfði. Hún varð alltaf að hafa eitthvað að sýsla við. Þetta kom einna skýr- ast fram í öllum þeim peysum, vettl- ingum og húfum sem hún pijónaði á okkur Ijölskyldu sína. Lífshlaup ömmu mótaði hana á margan hátt. Viljinn að ljúka sínu verki var mikill. Það fannst ákveð- inn kraftur og stefnufesta í fari hennar, en einnig hlýja. Hún var einnig mjög opin fyrir nýjungum, $ SUZUKI -....... Sjálfstœð fjöðrun Suzuki Swift 1990 eykur öryggi farþeganna og gerir aksturinn þœgilegri. Stórglasilegt útlit, haganleg hönnun og ótal nýjungar gera Suzuki Swift 1990 nasstum ómótstœðilegan. Suzuki Swift 1990 Verð frá 626 þúsund Frumsýning laugardag 10—17 og sunnudag 13—17 í Framtíð, Faxafeni 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.