Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990 ftCE/HAHn ^ þa£ erof þröngt!" Ást er... Jl % j * .. .eins og hljómlist í eyrum. TM Rag. U.S. Pat Off.—«11 rightt resarvad © 1990 Los Angales Timas Syndicate Hitalög-num var komið fyr- Ekki nema einn mola. Ég ir hér hjá okkur á dögun- er að reyna að létta um ...! mig... HÖGNI HREKKVÍSI A FÖRNUM VEGI Pálína og Jóhanna verslunareigendur. Kristín verslunarstjóri. Grundarfjörður: Konur áberandi íatvinnu- lífinu Grundarfirdi. í Grundarfirði reka konur ýmis fyrirtæki, bæði banka, pósthús og ýmsar verslanir. Fréttaritari heimsótti nokkrar þeirra á vinnu- staði þeirra og innti þær álits á hugmyndum um kvennabanka og kvennamálefiii. Kvennabanki er tímaskekkja og ég er hugmyndinni andsnúin þó ég skilji vel hvað liggur á bak við hana,“ sagði Dagbjört Höskulds- dóttir útibússtjóri Samvinnubankans í Grundarfirði. „Sumar komur sem koma til mín segjast eiga auðveldara með að tala um fjármál sín við mig en ef ég væri karlmaður. Þær eru oft óvanar að tjá sig um fjármál en annast svo iðulega fjármál heimilis- ins af stakri prýði og á það ekki síst við um sjómannskonur sem hér eru Morgunblaðið/Ragnheiður Gunnarsdóttir Dagbjört útibússtjóri. margar. Stærstur hluti bankamanna eru konur en óskaplega fáar konur eru í stjómunarstöðum innan ban- kanna. Mikið er um að fram hjá þeim sé gengið við stöðuveitingar og bamsburðarleyfi og veikindi barna talin til. Flestir feður hafa þó núorð- ið rétt til frís vegna veikinda barna og því ósanngjarnt að þetta komi þyngra niður á atvinnurekendum kvenna en karla. Mín reynsla er sú . að karlar þurfí mun oftar að skjótast og skreppa en konur og gæti í sum- um tilfellum nálgast barnsburðar- leyfi á mörgum árum. Því er þó ekki að neita að konur era ekki nógu fylgnar sér, sækja síður um launa- og stöðuhækkun. Samviskusemi þeirra verður alltof oft til þess að þær efast um eigin hæfileika í starfi og veigra sér við að axla mikla áþyrgð í vinnu auk ábyrgðar á heim- ili sem enn hvílir meira á konum en körlum,“ sagði Dagbjört. „Því miður er þörf fyrir kvenna- banka,“ segir Dóra Haraldsdóttir stöðvarstjóri Pósts og síma í Grund- arfirði. „Sorglega lítið hefur áunnist í kvennabaráttunni og oft er það meira í orði en á borði sem konur hafa jafna aðstöðu og karlar. Sú til- hneiging að konur bera tvöfalda ábyrgð bæði á sínu heimili og í vinnu gerir þeim alls staðar erfítt fyrir og einnig meiri samviskusemi en karlar búa yfir. Sjónarspilið og ábyrgðar- leysið sem einkennir íslenska pólitík er gagnstætt samviskusemi og rétt- lætiskennd þeirra og trúlega stærsta skýringin á af hvetju svo fáar konur gefa sig allar í pólitík þó að flestar konur geri sér grein fyrir að það er með pólitískum áhrifum sem þjóð- félaginu verður breytt.“ „Ég vildi gjarnan að maturinn biði þegar ég kem heim,“ sagði Kristín Soffaníasdóttir verslunarstjóri í Grand sem er fjölskyldufyrirtæki í eigu fjölskyldu Kristínar. „Ég er lítið hrifín af öllu sem eingöngu snýr að konum. Þær geta það sem þær vilja en verða að leggja meira á sig en karlarnir vegna heimilisins. Líklega er það ósaringjarnt. Samt hafa þær viss forréttindi og geta þegar þeim hentar falið sig bak við að vera kon- ur. Sjálf á ég ung böm og hef áhyggj- Yíkveiji skrifar Hver árstíð — vetur, sumar, vor og haust — hefur sinn þokka, sínar góðu hliðar. Aldursskeið manneskjurnar sömuleiðis. Merg- urinn málsins er að mæta aðstæð- um og umhverfi með jákvæðu hug- arfari; temja sér að njóta þess sem tilveran hefur upp á að bjóða. Jafnvel veturinn, sem á stundum leikur landsmenn grátt, hefur sitt hvað til síns ágætis; vetraríþróttir, birtu fannar, félags- og skólastarf og margs konar menningarvið- burði. Að ógleymdum jólum, ára- mótum, árshátíðum og þorrablót- um. Það er flestum heilbrigðum og forsjálum létt verk að þreyja þorr- ann og góuna. Og áður en menn vita af er komið nýtt vor með sól og angan gróðurs. xxx Vorið 1990 verður ekkert venjulegt vor. Aldeilis ekki. í fyrsta lagi minnir Víkverji á Atak 1990, samátak þjóðarinnar í skóg- rækt. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið að fjölskyldur og félagasam- tök fari að hugleiða og undirbúa framlag sitt til þessa átaks. Enginn má skerast úr leik. Miklu skiptir að ríkisvaldið og sveitarstjórnir þekki sinn vitjunartíma. En mestu skiptir frumkvæði og framtak ein- staklinganna sjálfra. Þeir eru afl þeirra hluta sem gera þarf. í annan stað minnir Víkveiji á sveitarstjórnarkosningar, sem fram eiga að fara 26. maí nk. Kosn- ingar eru — eða geta verið — hlið- stæða landgræðsluátaks, ef rétt er að staðið. Davíð Oddsson, borgar- stjóri, sem er allra manna orð- heppnastur, minnti á það nýlega að H-dagurinn - hægri dagurinn — þegar Islendingar skiptu yfir í hægri umferð bar einmitt upp á 26. maí. Máske og trúlega verður kosningadagurinn 26. maí einnig hægri dagur. Komandi sveitarstjórnarkosn- ingar verða í meira lagi forvitnileg- ar. Ekki aðeins í höfuðborginni heldur ekki síður í grannbyggðum, einkum í Kópavogi og Hafnarfirði, og reyndar einnig f Kefiavík. Reyndar eru kosningar hvarvetna forvitnilegar þeim sem þær varða sérstaklega. XXX Yíkverji heyrir víða talað um nauðsyn sparnaðar í ríkis- búskapnum. Hann verður að axla sinn hlut í því átaki, sem aðilai vinnumarkaðarins hafa kortlagt í nýgerðum samningum út úr efn- hagskreppunni, atvinnuleysinu og verðbólgunni. í grein sem Geir Haarde al- þingismaður skrifar í Stefni eru ríkisútgjöld 1989 sundurliðuð svo: 1) Neyzlu- og rekstrartilfærslur 38%, 2) Beinar launagreiðslur 31%, 3) Onnur almenn rekstrargjöld 13%, 4) Fjárfesting 11%, 5) Vextir 10%, 6) Viðhald 2%. Að frádregn- uin sértekjum, sem vega 5%, verður samtalan 100%. Það vekur athygli Víkverja, hve samansafnaður hallarekstur ríkis- sjóðs liðin ár er orðinn þungur baggi á skattgreiðendum. Vextir nema 10% af heildarútgjöldum ríkissjóðs, nánast jafn háu hlutfalli og rieildarfjárfesting og. u.þ.b. þriðjungur af heildarlaunagreiðsl- um! Mál er að linni skuldasöfnun ríkisstjórna á „nafn“ skattgreið- enda. Neyzlu- og rekstrartilfærslur vóru einkum samansettar af lífeyr- is- og sjúkratryggingum, niður- greiðslum á búvörum, útflutnings- bótum með búvörum og endur- greiðslum á söluskatti til sjávarút- vegs. Þannig nárnu niðurgreiðslur og útflutningsbætur liðins árs um 6.500 m.kr. Hvar ætla landsfeðurnir svo að spara? Trauðla með stofnun nýs ráðuneytis, sem kostar ærið fé. Trúlega verður niðurstaðan að þrengja enn að fjárfestingu og við- haldi, sem aðeins vega 12% í heild- arútgjöldum. Ekki dregur það úr atvinnuleysinu. Flatur niðurskurð- ur hefur hingað til reynzt meiri í orði en á borði. Hætt er við að nið- urstaðan verði vöxtur ríkissjóðs- hallans og ríkissjóðsskuldanna. Svo kann að fara að vextirnir verði með fyrirferðamestu útgjaldaþáttum ríkissjóðs (skattborgara) næstu árin. En ekkert er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, það er að segja ef við lærum af reynsl- unni. Það getur líka vorað í þjóð- málunum — og atvinnulífið vaknað tii hagvaxtar af haftasvefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.