Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990 C 17 hugsa til byggingar síldarverk- smiðju á Djúpuvík við Húnaflóa. Garðar ræðst þangað til starfa og er falið að byggja stóra og full- komna síldarverksmiðju, enda var hann búinn að afla sér góðrar menntunar á því sviði, þó að hann væri enn ungur. Miklar síldargöngur voru í Húna- flóa á þessum árum. Var því hafist handa við byggingu verksmiðjunn- ar og ekkert til sparað. Garðar stjómaði þvi verki og var haft á orði hve allt hafí gengið vel og skipulega fyrir sig. Enda reis verk- smiðjan á skömmum tíma og stóð- ust allar áætlanir vel. Hafði Garðar sannað kunnáttu sína með bygg- ingu hennar. Eftir fáein ár urðu breytingar sem ekki varð við ráðið. Síldin ijar- lægðist miðin í Húnaflóa og þar í grennd og fór þá að halla undan fæti Djúpavíkurverksmiðjunnar. Nokkru seinna fór útgerðarfé- lagið Kveldúlfur að hyggja að byggingu nýrrar síldarverksmiðju sem reisa átti austar við síldarmið- in, enda var nú svo komið að vegna fjarlægðar frá veiðisvæðunum átti Djúpuvíkurverksmiðjan mjög erfitt um hráefnisöflun. Kveldúlfsmenn leituðu nú til Garðars Þorsteinssonar sem tók málaleitunum vel og hófst handa um byggingu nýrrar verksmiðju sem rísa skyldi á Hjalteyri við Eyja- fjörð. Mikill áhugi var fyrir því að byggingunni miðaði fljótt og vel. Til þess að allur undirbúningur yrði sem traustastur, tókst Garðar ferð á hendur til Noregs. Hafði hann því veg og vanda af þessu verkefni frá fyrstu tíð. Það kom enn á daginn að hann var vandan- um vaxinn. Hjalteyrarverksmiðjan reis á mettíma og rekstur hennar gekk vel í alla staði. Hinn ungi hönnuður hennar gat því litið ánægður yfir farinn veg. Hann hafði þegar byggt tvær fullkomnar síldarverksmiðjur, svo að sýnt var að eigendur þeirra höfðu fengið rétta manninn til starfa. En það fór hér eins og stendur líka í sálminum sem minnst var á í upphafr. „Allt er á fljúgandi ferð liðið hjá, . það flestallt er horfið í gleyraskunnar sjá.“ Nú fór eins og oft vill verða. Síldin er hverfull fiskur og þótt staðsetning síldarverksmiðjunnar væri vel hugsuð í byijun, breyttist þetta þegar fram liðu stundir. Var því farið að hugsa um kaup á verk- smiðjuskipi, sem hægt væri að færa til eftir aðstæðum á hveijum tíma. Niðurstaðan varð sú að keypt var til landsins stórt verksmiðju- skip, Hæringur. Heimahöfn þess varð Reykjavík. Hversu mikinn þátt Garðar átti í kaupum á þessu skipi er mér ekki kunnugt, en hann varð verksmiðjustjóri á skipinu um nokkurn tíma og er ekki annað vitað en að þessi framkvæmd hafi tekist vel. Eftir að Garðar hafði lokið jneð sæmd verkefnum sínum í síldariðn- aðinum starfaði hann með föður sínum, Þorsteini, um nokkurt skeið að útgerð hans sem útgerðarstjóri. Undirritaður átti þess kost á árun- um kringum 1930 að vera á síld- veiðum með Þorsteini Eyfirðingi á aflaskipinu bv. Fróða í tvö sumur. Garðar var einnig með föður sínum á þessum tíma. Ég hrósa happi yfir því að hafa fengið þetta tæki- færi .til að kynnast þeim feðgum, því að svo einstakur atgervismaður var Þorsteinn föðurbróðir minn, að fáa átti hann sína líka og komst ég að því við kynni mín af þeim feðgum, að margt var sameiginlegt með þeim. í sambandi við byggingu síldar- verksmiðjanna hafði Garðar kynnst vel kaupum á vélum og verkfærum víða frá. Stofnsetti hann nú með Pétri 0. Johnson fyrirtækið G. Þor- steinsson & Johnson hf., sem hefði aðallega með höndum kaup á vélum og verkfærum og hafði umboð fyr- ir mörg þekkt fyrirtæki erlendis. Garðar Þorsteinsson hefur verið athafnasamur alla tíð. Hann náði fljótt góðum árangri í námi og starfi, kunni skil á að nota lærdóm sinn til nytsamra verka og fann fljótt sjálfan sig eins og hér hefur lítillega verið rakið, stóð að bygg- ingu tveggja síldarverksmiðja, sem skiluðu þjóðarbúinu miklum hagn- aði. Þetta hefur verið mikil gæfa Garðars enda hefur hann mjög fastmótaða skapgerð. Nú á efri árum kemur það m.a. fram í því að hann stundar mikið útivist með löngum gönguferðum og að vetrin- um skíðaferðum. Garðar er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þórunn Sigurðardóttir frá Fiskilæk í Borgarfirði. Þau eignuð- ust fjögur börn: Bergljótu, sem starfar í Landsbókasafni íslands; Geir flugstjóra; Gerði, sem er ör- yrki, og Arnþór prófessor. Seinni konan er Jóhanna Ólafsdóttir frá ísafirði, dóttir Ólafs Kárasonar. Þeirra börn eru Þórir tæknifræð- ingur, Ólafur húsgagnasmiður og Þorsteinn verslunarmaður. Með þessum línum vil ég senda Garðari frænda mínum innilegar árnaðaróskir frá okkur í fjölskyld- unni og óska honum velfarnaðar á síðasta skeiði ævi sinnar. Aðalsteinn Jóhannsson tæknifr. ENSKA - SUMARFRÍ - TÓMSTUNDIR Lærið ensku á einum vinsælasta sumardvalarstað á suðurströnd Englands, Eastbourne. Allt viðurkenndir skólar. Hægt er að velja um: - Ensku og skoðunarferðir og íþróttir - Ensku og golf - Ensku og badminton - Ensku og tennis - Ensku og siglingu á ánni Thames - Ensku fyrir kennara - Ensku fyrir fólk á efri árum og einnig ýmis konar námskeið. Upplýsingar gefur Edda Hannesdóttir, fulltrúi I.S.A.S. á íslandi, í síma 672701 milli kl. 13 og 15. Fulltrúi frá I.S.A.S. er á staðnum til aðstoðar hvenær sem er. mmm® NISSAN PATHFINDER Aflstýri, stillanleg stýrishæð og veltistýri Hraðastilling (Cruise Control) I Geysiöflug 3.0 V6 vél með beinni innspýtingu Rafstýrðir speglar Útvarp með kasettutæki Rafdrifnar rúður I ■ Besta fóanleg innrétting Opnanlegir hliðargluggar Samlæsing í hurðum Sóllúga Koparlitað gler Opnanlegur aftur- hleri og afturgluggi Rafhitari og I rúðuþurrkaé I afturglugga "stw I dekk, 3lxl0,5 | Rl5 I Utanóliggjandi varadekk Alfelgur Diskabremsur að aftan og framan 70% tregðulæsing í afturdrifi Fjögurra þrepa, full- komin, tölvustýrð sjólfskipting Sjólfvirkar driflokur Hótt og lágt drif Mýkt fjöðrunar stillanleg með takka við ökumannssæti NISSAN PATHFINDER meó öllum þessum lúxusbúnaói kostar aöeins kr. 2.178.000,- stgr. BILASYNING LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 14 - 17 Inguar Helgason hf. Sævarhöfða 2 sími 91-674000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.