Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990 C 7 Varðveita í vernduðu umhverfi? Fyrr hefur verið minnst á tilvik í Biblíunni, al.lt líf á þurrlendi var í útrýmingarhættu. Nói greip til stór- felldrar björgunaraðgerðar; hann byggði örkina og forðaði í það minnsta tveimur eintökum af hverri skepnu jarðarinnar. Er þetta raun- hæf aðgerð? Trúlega þarf í dag fleiri en tvo einstaklinga til að forð- ast erfðaúrkynjun. Menn reyna samt að fylga fordæmi Nóa. Kali- forníu-gammar (lat. Gymnogyps Californiansus) eru nú í „gjör- gæslu“ bandarískra vísindamanna, 1987 var talið að síðasti villti gammurinn hefði verið handsamað- ur, markmiðið er að fjölga gömmun- um í dýragörðum og sleppa þeim svo lausum í náttúruna. En slíkt hefur reynst erfitt; maðurinn veit sjaldan svo mikið um lifnaðarhætti dýra að hann geti boðið þeim upp á þær aðstæður að þeim þyki það fýsilegt að maka sig. Reynslan bendir til að þau dýr sem eru hvað mestar mannafælur og þar af leið- andi gjarnan í útrýmingarhættu, pari sig ógjarnan í fangelsi. Og jafn- vel þó þungun verði er hætt við fósturláti við slíkar aðstæður. Fræ- og sæðisbankar eru einnig dýrir í rekstri og geta sennilega ekki forð- að nema brotabroti af þeim lífverum sem eru að hverfa. Hvað getur maðurinn gert? Hvað stendur í hans valdi? Mörgum sýn- ist að orð Drottins í Fyrstu Móse- bók séu nú fram komin: „Otti við yður og skelfing skal vera yfir öllum fuglum loftsins, yfir öllu, sem hrær- ist á jörðinni, og yfir öllum fiskum sjávarins. Á yðar vald er þetta gef- ið.“ SIÐUSTU GEIRFUGLARNIR „GEIRFUGLARNIR GERÐU enga tilraun til að veita þeim viðnám, en lögðu strax á flótta fram með klettunum öfan við fláann. Þeir báru höfuðið hátt og héldu iitlu vængj- unum dálítið frá sér ... Jóni tókst brátt að króa annan fiiglinn af og ná honum, en Sigurður og Ketill eltu hinn og sá fyrr- nefhdi náði honum þegar hann var alveg að komast á blábrúnina á klöppinni ... Þeir sneru fuglanna úr hálsliðnum og köst- uðu þeim út í bátinn... Svo er lýst_ því sem margir telja vera eitt versta víg íslacdssögunnar. En eftir því sem næst verður komist vom þessi óhappaverk fram- in í Eldey hinn þriðja júní 1844. Geirfuglinn var stórvaxinn fugl, stærri en gæsir en minni en álftir, tæplega 90 sentimetrar á lengd, sennilega um 6-8 kílógrömm að þyngd, að mörgu leyti ekki ósvipaður álku í útliti enda náskyldur. Það sem skildi á milli feigs og ófeigs var að geirfuglinn var ófleygur. Sjófugl sem leitaði að- eins lands til að verpa á lágum og sléttum skeij- um. Fuglinn var áður algengur við strendur Norður-Atlantshafs en vegna gegndarlausrar veiði var hann orðinn sjaldséður um aldamótin 1800 og þeim síðustu var sálgað 1844. Heimildum ber ekki fyllilega saman um það verð sem greitt var fyrir síðustu geirfuglana, 109 ríkisdalir voru nefndir en einnig er getið um upphæðina 80 ríkisdali. í verðlagsskrá frá 1844 er kýrverð í silfurmynt 20 ríkisbankadalir og 64 skildingar. Ef miðað er við 80 ríkisdali hafa ver- ið greidd 3,87 kýrverð fyrir fuglana. Kannski er ekki fjarri lagi að kýr kosti í dag um 80 þús- unáir króna. Má því til gamans segja að á nú- virði hafi verið greiddar 309,6 þúsundir króna. Skylt er þó að setja þann fyrirvara að lífshættir og verðhlutföll eru mjög breytt óg slíkur útreikn- ingur því í hæsta máta óábyrgur. Hinn 4. mars árið 1971 keyptu íslendingar geirfugl á uppboði Sotheby’s í London fyrir 9.000 pund en sú upphæð jafngilti um 1.890.000 íslenskum krónum. Framreiknað eftir vísutölum er kaupverðið nú rétt tæpar fimm milljónir. Basl — Hvernig gengur útrýming refa? „Hún gengur engan veginn. Stofninn er mjög sterkur eins og er. Um þessar mundir má áætla að hann sé töluvert á þriðja þús- und dýra.“ — Hve mörg dýr eru felld ár- lega? „Tæplega þúsund fullorðin dýr.“ — Hve hátt gjald er sett til höfuðs lágfótu og hve miklu fé er varið til útrýmingarinnar? „Fyrir hlaupadýr utan grenja eru greiddar 950 krónur, fyrir dýr á greni 680 krónur og 300 krónur fyrir yrðlinga. Auk þess eru grenjaskyttum greidd laun. Það er ekki fjarri lagi að ætla að til eyðingar refa hafi verið varið um 20 milljónum á síðasta ári. Ríkis- sjóður á að greiða þijá fjórðu hluta kostnaðarins og sveitarfélögin fjórðung." — Semsagt við eyðum tuttugu milljónum, drepum tæplega þús- und dýr og svo segir þú refastofn- inn í góðu lagi, hvað þarf til að útrýma refnum? „Ég veit það ekki. En ég veit að það þyrfti miklu meiri peninga. — Ef menn virkilega hafa áhuga á að ná þessu markmiði. En það er nú farið að renna upp fyrir mönnum að það er rangt að út- rýma refnum. Að mínu áliti er það fyllilega tímabært að breyta þess- um lögum og ég vænti þess að það verði gert á næsta þingi. Markmiðið hlýtur að vera að koma í veg fyrir og halda tjóni í lág- marki. Framkvæmdin hlýtur svo að ákvarðast af aðstæðum á hvetjum stað og tíma.“ — Rangt að útrýma ref! Er þetta ekki vargur, dýrbítur, skolli sem leggst á háttvirt sauðfé landsmanna? „Það er erfitt að meta skaðann sem refurinn veldur en sennilega er tjónið hlutfallslega minna nú Morgunblaðið/Bjami Páll Hersteinsson veiðistjóri. en áður var. Búskaparhættir hafa breyst. Núorðið er t.d. sjaldgæft að refurinn sé í aðstöðu til að ráðast á fé í fönn. Auðvitað þarf að skjóta dýrbíta í nánd við sauð- fjárbú og veija æðarvörp. — En eitt er að veijast tjóni og annað er bókstaflega að útrýma dýrateg- und. Annars eins og ég sagði, þrátt fyrir lögin er íslenski refa- stofninn í engri útrýmingarhættu. Það virðist vonlaust að ætla sér að útrýma refnum. Og það má spytja hvort við höfum rétt á því að breyta heimin- um algjörlega að eigin vild, höfum við rétt til að útrýma öðrum dýra- tegundum sem em i umhverfinu af náttúrlegum orsökum og hluti vistkerfisins. Mér finnst það ekki. — Og á hinn bóginn verðum við sjálf fyrir tjóni þegar tegundir hverfa." — Hveiju töpum við með refn- um,_má ekki skolli missa sín? „í fyrsta lagi hafa margir gam- an af að sjá refi og fylgjast með þeim. í öðru lagi hafa jnargir ánægju af að veiða hann. í þriðja lagi töpum við erfðavísum, gen- um. í íslenska stofninum eru lita- erfðavísar sem gætu orðið áhuga- verðir í loðdýraræktinni þegar hún kemst út úr þeim kröggum sem hún er núna í. í fjórða lagi er íslenski refurinn mjög áhugaverð- ur til rannsókna. Stofninn er frek- ar ófijósamur miðað við aðra stofna tegundarinnar og það er væntanlega aðlögun að tiltölulega stöðugu fæðuframboði milli ára. íslenski refurinn hefur frekar fjöl- breytilegan matseðil; hann er ekki háður einni ákveðinni dýrategund til átu. Mér er engin launung á því að ég vil friða refinn tíma- bundið á Hornströndum og fylgj- ast með áhrifum þess á refastofn- inn og fuglalífið." — Er eitthvað hæft í því að refír haldi minkastofninum niðri? „Samspil refs og minks er órannsakað. þess eru dæmi að refir drepi minka og ég hef sjálfur séð ref hrekja mink frá fæðu. Við höfum engar sannanir í höndun- um að refir hafi áhrif á stofn- stærð minka en það er ljóst að enginn vinskapur er þarna á milli og það er hugsanlegt að refurinn trufli fæðuöflun minksins, — jafn- vel að hann tíni upp einn og einn minkahvolp síðla sumars.“ Erfðamengun — Þú talar um íslenskan refa- stofn, hve sérstakur er þessi stofn, hve frábrugðinn er hann öðrum heimskautarefum? „íslenski stofninn hefur verið meira og minna einangraður um þúsundir ára. Væntanlega hefur einhver aðflutningur verið frá Grænlandi eftir ís en hann getur tæpast hafa verið mikill því hund- æði sem er landlægt á Grænlandi hefur ekki komið þá leiðina." — Einangraður stofn, er það ekki rétt að innflutt aðskotadýr hafi sloppið af loðdýrabúum? „Jú, á íjórða áratugnum voru átta blárefir, svokallaðir Alaska- blárefir, fluttir inn til ræktunar. Þeim var einnig blandað við íslenska refi á loðdýrabúum og einhveijir sluppu út. 1979-80 voru aftur fluttir inn blárefir og 1982-83 sluppu dýr hér suðvest- anlands, á versta tíma. íslenski stofninn hafði verið í lágmarki en fór ört vaxandi. Áhrif blöndunar- innar urðu því meiri en ella hefði orðið. Við vitum ekki hve alvarleg þessi blöndun er en við vitum að hún er til staðar og er mest á Suðvesturlandi en hreinræktaðir blárefir, sem sloppið hafa af refabúum, hafa veiðst í öllum sýsl- um landsins. Eðlilega vitum við minna um þau dýr sem veiðast ekki og ná að tímgast.“ — Er gæslan á loðdýrabúum ekki nógu góð? „Nei, hún er það ekki. Flestir loðdýrabændur hugsa vel um sín bú en það finnast líka trassar. Það hefur því miður ekki tekist að koma á virku eftirliti með loð- dýrabúunum. Til þess eru engir fjármunir og það vantar ákvæði í þá reglugerð sem við störfum eftir um að unnt sé að gera viðeig- andi ráðstafanir á kostnað þess sem vanrækir öryggisráðstafanir. Sennilega er einfaldasta leiðin til þess að útrýma íslenska refnum sú að láta reka á reiðanum með ' öryggisgæslu á loðdýrabúum. Þá vérðum við fyrr en varir komnir með allt öðruvísi ref. Islenski ref- urinn verður horfinn sem slíkur, en í hans stað kominn stærri, fijósamari og ljósleitari refur.“ LIRÝMING YARGDÝRA Vibtal vib veibistjóra} Pál Hersteinsson REFURINN ER fyrsta spendýr sem nam Iand á íslandi þegar jöklar hörfúðu eftir ísöldina. Islensk Iög gefa til kynna að lands- menn hafi litlar mætur á þessum frumbyggja: „Búnaðarfélag Is- lands hefúr undir yfirstjórn landbúnaðarráðherra stjórn allra aðgerðatil útrýrningnr refum og minkum. Skipar ráðherrann veiðistjóra að fengnum tiliögum Búnaðarfélags íslands. Skal hann starfa undir stjórn þess og hafa haldgóða þekkingu á lifnaðar- háttum refa og minka og góða reynslu af veiðiaðferðum og öðru, sem unnt er að beita til útrýmingar vargdýrum þessum.“ (Lög nr. 52.1 gr. írá ð.júiií 1957.) Lögin eru skýr; tveimur dýrategund- um skal útrýmt. Páll Hersteinsson skrifaði doktorsritgerð um íslenska refinn. Páll er nú veiðistjóri og stjórnar útrýmingunni. Morgunblaðið krafði hann svara í húsakynnum Búnaðarfélagsins. Refiium skal útrýmt eftir laganna hljóðan. Ljósmynd/Páll Hersteínsscn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.