Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 ERLENT INNLENT Samkomulag um áfanga álsamninga Jón Signrðsson, iðnaðarráðherra, og fulltrúar Atlantsál-fyrirtækj- anna undirrituðu á fimmtudag staðfestingu á því að áfanga væri náð í átt að byggingu nýs álvers. Einnig var undirrituð yfirlýsing um að álverið rísi á Keilisnesi. Þingflokkur Alþýðubandalags og stjórn Landsvirkjunar hafa gagn- rýnt málsmeðferð iðnaðarráð- herra. Búnaðarbanki kaupir helming hlutabréfa í Kaupþingi Búnaðarbankinn og Lánastofnun sparisjóða undirrituðu á mánudag samning um kaup á 51% hlutafj- áreign Péturs H. Blöndal í verð- bréfafyrirtækinu Kaupþingi. Bún- aðarbankinn á nú helming fyrir- tækisins en hinn helmingurinn er í eigu Lánastofnunarinnar og níu stærstu sparisjóða landsins. Sölu- verð hlutafjárins var 115,6 millj- ónir króna. Þætti breytt að ósk Kínverja Innngangur að þætti um Dalai Lama sem Ríkisútvarpið sendi út um síðustu helgi var felldur niður þar sem í innganginum sagði að Dalai Lama væri þjóðhöfðingi Tíbeta. Var þetta gert eftir að íslenskumælandi maður í kínverska sendiráðinu hafði sam- band við Ríkisútvarpið og gerði athugasemd við það. Ákvað út- varpsráð á föstudag að endur- flytja þáttinn í upprunalegri mynd. Bensín hækkar Verðlagsráð ákvað á föstudag að hækka verð á blýlausu bensínu um 9,2% eða úr 52 krónum í 56,8 krónur. Þá hafa olíufélögin ákveð- ið 11,3% hækkun á súperbensíni eða úr 56,5 krónum í 62,9 krón- ur. Stefnt er að því að innflutning- stollar af bensíni verði lækkaðir til áramóta þannig að tekjur ríkis- ins.af bensíntollum verði óbreyttar að krónutölu. Sovétmenn greiða vanskil íslenskri sendinefnd sem stödd var í Moskvu í síðustu viku var á föstudag tilkynnt að Sovétríkin ætla að yfirfæra um hálfan millj- arð króna eða sem samsvarar vanskilum á greiðslum vegna freðfisk- og lagmetiskaupa Sovét- manna af Islendingum. Stjórn Flugleiða vill auka hlutafé Stjóm Flugleiða samþykkti á fimmtudag að leggja til við hlut- hafafund að auka hlutafé með útgáfu nýrra hlutabréfa að nafn- virði 331 milljón króna. Bóðað hefur verið til hluthafafundar 23. október. ERLENT Sameinað Þýskaland Þýsku ríkin tvö runnu saman í eitt á miðnætti aðfararnótt mið- vikudagsins 3. október og fagnaði gífurlegur fjöldi fólks þessum tímamótum á götum og torgum í borgum landsins sem í bæjum og þorpum. Með sameiningunni lauk skiptingu Evrópu sem hlaust af síðari heimsstyijöldinni og til varð fjölmennasta lýðræðisríki álfunn- ar með 79 milljónir íbúa. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, sagði þá í ávarpi til þýsku þjóðarinnar að stórkostleg framtíð biði Þýska- lands bæri þjóðin gæfu til að standa saman og vinna bug á þeim erfiðleikum sem sameining- unni fylgdu. Kínversk farþegaþota ferst Sprenging varð um borð í kínverskri farþegaþotu af gerð- inni Boeing 737 í lendingu á flug- vellinum í Canton í Kína á þriðju- dagsmorgun með þeim afleiðing- um að hún endasentist eftir flug- brautinni og rakst á tvær kyrr- stæðar þotur. 127 manns létu lífið. Sprengingin varð í flug- stjómarklefa þotunnar eftir átök flugliða við flugræningja. Vélin var að koma frá borginni Xiamen með 93 farþega og tíu manna áhöfn. Einhvéijir farþeganna sluppu lifandi úr slysinu. Innrás í Rwanda Stjómarherinn í Mið-Afríkurík- inu Rwanda á nú í hörðum bar- dögum við uppreisnármenn sem réðust inn í landið frá Úganda á sunnudag. Uppreisnarmenn segj- ast ætla.að steypa forseta lands- ins, Juvenal Habyariman, og „spilltri valdakh'ku hans“. íbúar í höfuðborg landsins, Kigali, segja að mikil ringulreið ríki meðal stjómarhermanna. Belgísk og frönsk stjómvöld hafa ákveðið að senda hermenn og hergögn til Rwanda til að vernda belgíska og franska borgara. Uppreisn á Filippseyjum Uppreisnarmenn undir forystu Alexander Noble, fyrrum ofursta í lífvarðarliði Corazon Aguino, forseta Filippseyja, tóku tvær borgir á Mindanao-eyju á sitt vald á fímmtudag og sögðust ætla að stofna sjálfstætt ríki á eyjunni. Stjómvöld létu gera loftárásir á búðir skæmliða á föstudagsmorg- un og sögðu að uppreisnin yrði fljótlega bséld niður. Mazowiecki í framboð Tadeusz Mazowiecki, forsætisráð- herra Póllands, tilkynnti á fimmtudags- kvöld að hann mundi bjóða sig fram til embætt- is forseta og stefnir því í kosningabaráttu milli hans og Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu, sem áður hefur tilkynnt framboð sitt. Forsetakosningarnar fara fram 25. nóvember næstkomandi. Mazowiecki Sýrland: Fjórir smygl- arar hengdir opinberlega Damascus. Reuter. FJÓRIR smyglarar voru hengdir fyrir morð á torgi •í miðborg Damascus í gær og voru lík þeirra höfð þar til sýnis. Þrír mannanna voru á þrítugs- aldri og höfðu myrt þrjá lögreglu- menn sem veittu þeim eftirför er þeir smygluðu vörum inn í landið frá Líbanon. Fjórði smyglarinn myrti félaga sinn þegar þeir déildu um ágóðann af smyglinu. Satúrnus Hubble-sjónaukinn tók þessa mynd af reikistjörnunni Satúmusi 26. ágúst sl. en þá var vegalengdin milli stjörnunnar og jarðar 1.376 milljónir kílómetra. Nær sjónaukinn mun skýrari myndum af Satúrn- usi en stjörnusjónaukar á jörðu niðri og segja fulltrúar bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA), sem sendi þessa mynd frá sér í gær, að þannig sæjum við stjömuna með berum augum væri hún helmingi ijær jörðu en tunglið eða um 800.000 km. Þýskaland: Aðskílnaðurínn setur svip á þjóðina LEIFAR landamæra Austur- og Vestur-Þýskalands standa enn. Á auðu svæðinu við þau mæla borgarar alþýðulýðveldisins fyrrverandi sér mót áður en þeir halda saman inn í gamla sambandslýðveldið. Þar leggur fólk einnig bilum sínum og fer í göngu- eða hjólreiðaferðir á gömlum eftirlitsvegum austur- þýska hersins. Þarna geta menn og virt fyrir sér gaddavír og gryfjur sem lokuðu Austur- Þjóðverja inni í 40 ár. Löndin eru nú sameinuð en aðskilnað- urinn hefur skilið eftir djúp spor. Efnahagslíf austurhluta landsins er í rúst en mannlífið býr yfir hlýju og hjálpsemi sem er fágætara í vesturhlutanum. Ung kennslukona sagði að skorturinn í landinu hefði ýtt . undir þetta viðhorf. Fólk hefði ekki komist hjá því að aðstoða hvert annað. Hún er í hópi ■þeirra sem Lothar de Maiziere, fv. forsætisráðherra, átti við þegar hann sagði í ræðu á þriðjudagskvöld að ekki myndu allir kveðja Austur-Þýskaland með glöðu geði. Ríkið væri hluti af þeim sem voru þar um kyrrt þrátt fyrir erfiðleika sem það hafði í för með sér. 4,6 milljónir manna flýðu Austur-Þýskaland í 41 árs sögu þess. íbúum Sambandslýðveldis- ins Þýskalands fyölgaði úr 62 milljónum í 78 milljónir á einni nóttu. Nágrönnum þjóðarinnar þykir það heldur ógnvekjandi með tilliti til fortíðarinnar þótt þeir segi það yfirleitt ekki opinberlega. Leiðtogum Þýskalands er þetta fullljóst og þeir lögðu þar aí leið- andi mikla áherslu á friðsamlegt framtíðarhlutverk Þýskalands í Evrópu og heiminum öllum í hát- íðarræðum í vikunni. Þeir ítrekuðu að Þjóðveijar hefðu lært af sög- unni og vildu stuðla að nánari samvinnu allra Evrópuþjóða. Helmut Kohl kanslari þakkaði Bandaríkjamönnum, Frökkum og Bretum fyrir að stuðla í áratugi að frelsi Vestur-Berlínar og veitt- an stuðning við Reuter Sameiningu þýsku ríkjanna var m.a. fagnað með flugeldasýningu við Brandenborgarhliðið í Berlín. var einnig þakkað fyrir að stuðla að falli landamæra alþýðulýðveld- isins. Sanieining ríkjanna var óum- flýjanleg eftir að múrinn féll en margir telja hana hafa gengið heldur hratt og óskipulega fyrir sig. Sérfræðingar segja að óstjórnin og efnahagsástandið fyrir austan hafí krafíst skjótra ákvarðana en andstæðingar Kohls segja, að hann hafí komið henni í kring með hraði til að auka líkur á sigri flokksins í þingkosningun- um í desember. Kohl sagði í hát- íðarræðu sinni að sambandslýð- markmið Vestur-Þýska- lands að sam- eina þjóðina áður en hann þakkaði Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta fyrir að viðurkenna rétt þjóða til að fara eigin leiðir. Aðrir ræðu- menn lögðu meiri áherslu á mikil- vægi afstöðu Gorbatsjovs. Sam- stöðu í Póllandi, frelsishreyfíngum og síðast en ekki síst Ungveijum BAKSVID Anna Biamadóttir skrifar frá Berlín veldið væri nu efnahagslega betur sett en nokkru sinni til að takast á við verkefnin sem sameinmgin hefði í för með sér. Hann spáði því að viðskiptalífið í austur-þýsku sambandslöndunum fimm, sem nú tilheyra sambandslýðveldinu, myndi blómstra innan fárra ára. Hann sagði að dugnaður og fram- kvæmdavilji íbúanna þar myndi stuðla að því. Margir þeirra eru sárir yfir að núverandi landar þeirra í vestri hafa gefíð í skyn að þeir kunni ekki að vinna. Þeir segja að kerfið sem þeir bjuggu við hafi drepið alla framtakssemi. Walter Momper, borgarstjóri Berlínar, sagði að samruninn myndi hafa sömu erfiðleika í för með sér fyrir höfuðborgina og fyrir landið allt< Hann sagði að borgararnir gætu ráðið við þá með sameiginlegu og ákveðnu átaki. Það myndi þó krefjast þess að þeir væru virkir og sýndu frum- kvæði. Kommúnisminn drap framtaks- semi fólks og nú verður unnið að því að endurlífga það. Um leið og það hefur tekist verður þjóðin komin inn á rétta braut. Þá verð- ur varla iengur unnt að greina mun á Þjóðverjum úr austri og vestri. Kona frá Thiiringen full- yrti að hún myndi geta það; Vestur-Þjóðveijar væru sjálfsör- uggir en Austur-Þjóðveijar hlé- drægir. „Þannig vildi kerfið hafa okkur og þannig ól það okkur upp,“ sagði hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.