Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 13 ennþá. Sagði viðmælandi „gengið í fjármálaráðuneytinu" standa á bak við þessar hugmyndir. Einnig hefur það verið viðrað til lausnar á deilunni að annað hvort Svavar eða Ólafur Ragnar færi sig út á land, t.d. Vestfirði eða Vestur- land. Það má þó telja í hæsta máta ólíklegt að eitthvað í þeim dúr verði ofan á ekki síst eftir aS Ragnar Arnalds ákvað að halda áfram. Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki vilja tjá sig um framboðsmál flokksins fyrr en að þau hafi verið rædd í félögum Alþýðubandalags- ins. Annars staðar en í Reykjavík og á Reykjanesi er ekki búist við stór- tíðindum innan Alþýðubandalags- ins. Skúli Alexandersson, þingmað- ur Alþýðubandaiagsins á Vestur- landi, sagði aðspurður um hvort hann ætlaði að gefa kost á sér áfram: „Það hefur ekki komið upp neitt annað hjá okkur en að halda áfram uppi óbreyttu merki. Ég reikna með að það haldist." Á Vestfjörðum á Alþýðubanda- lagýð engan þingmann en Kristinn Gunnarsson var þar í fyrsta sæti í síðustu kosningum. Segir hann líklegt að hann gefi kost á sér í það sæti áfram. Þingmaður Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra Ragnar Arn- alds var lengi talinn ætla að hætta þingmennsku enda sótti hann fast að fá embætti Þjóðleikhússtjóra. Af því varð hins vegar ekki og hyggst Ragnar halda áfram þing- mennsku. Á Norðurlandi eystra segist Steingrímur J. Sigfússon, landbún- aðarráðherra, ætla að gefa kost á sér aftur og á Austurlandi má bú- ast við að Hjörleifur Guttormsson verði í framboði á ný þó að hann sé á engan hátt óumdeildur í kjördæm- inu. Um tíma töldu menn líklegt að einhver aðili frá Neskaupstað myndi fara fram gegn honum en slíkt virðist ekki vera á dagskrá lengur. Margrét Frímannsdóttir, þing- maður Alþýðubandalagsins á Suð- urlandi, er talin vera nokkuð rót- föst og ekki von á mótframboði. Ef reynt yrði að stugga við henni er helst talið líklegt að það yrði gert frá Eyjum en eftir úrslit sveita- stjórnarkosninganna í vor eru menn þar ekki taldir líklegir til stórræða. Prófkjör hjá Alþýðuflokknum Samkvæmt starfsreglum Al- þýðuflokksins eru framboðslistar flokksins valdir í prófkjöri. Fyrir síðustu alþingiskosningar höfðu alþýðuflokksmenn í Reykjavík þann hátt á að einungis þrír aðilar gáfu kost á sér í þrjú efstu sætin. Var Jóhanna Sigurðar- dóttir.varaformaður Alþýðuflokks- ins, í fyrsta sæti, Jón Sigurðsson í öðru sæti, og Jón Baldvin Hannib- alsson, formaður Alþýðuflokksins, í þriðja sæti. Þar sem óvíst er, ef tekið er mið af skoðanakönnunum, að Alþýðu- flokkurinn fái aftur 'þijá menn kjörna í Reykjavík, myndi þessi sama röðun í næstu alþingiskosn- ingum þýða að einn af þremur ráð- herrum gæti ekki gengið að þing- sæti vísu ef sömu aðilar skipa þijú efstu sætin. Benda sumir alþýðu- flokksmenn einnig á að ekki sé æskilegt að allir ráðherrar flokksins séu úr einu kjördæmi. Það er því vel hugsanlegt að einhver ráðherr- anna skipti um kjördæmi og hefur nafn Jóns Sigurðssonar oftast heyrst nefnt í því sambandi. Að- spurður um áform sín sagði Jón: „Ég hef nú ekki nein áform um breytingar að svo stöddu. Satt best að segja hef ég verið um annað að hugsa að undanförnu þó ekki sé rétt að segja að ég hafi ekki leitt hugann að þessu. En þetta hefur ekki verið efst á baugi.“ Þegar hann var spurður hvort ekki væri rétt að alþýðuflokksmenn af Reykjanesi hefðu leitað til hans um framboð þar svaraði Jón: „Ég neita því ekki að til eru menn í því kjördæmi sem hafa spurt mig um það. Þar eru nú breytingar á fram- boðslistanum en ég vil ekki gera neitt meira úr því en efni standa til.“ Á Reykjanesi er staðan sú að sá sem var í fyrsta sæti lista Álþýðuflokksins þar í síðustu kosningum, Kjartan Jó- hannsson, hefur tekið við stöðu sendiherra ís- lands hjá fasta- nefnd EFTA í Genf. Færðist Karl Steinar Guðnason við það upp í fyrsta sætið og varaþing- maðurinn Rannveig Guðmundsdótt- ir tók sæti á Alþingi. Þau Karl Steinar Guðnason og Rannveig Guðmundsdóttir hafa bæði lýst því yfir að þau stefni að því að halda sínum sætum. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, útilokar ekki þátttöku í prófkjöri og segist sækjast eftir fyrsta sætinu fari hann í prófkjör á annað borð. Á Vesturlandi mun Eiður Guðna- son gefa kost á sér áfram en ekki er enn ljóst hvort báðir þingmenn Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, þeir Karvel Pálmason og Sighvatur Björgvinsson haldi áfram. Sighvat- ur er talinn ætla að halda áfram en Karvel vill ekki gefa upp áform sín fýrr en hann hefur skýrt flokks- mönnum á Vestfjörðum frá þeim. Jón Sæmundur Siguijónsson þingmaður á Norðurlandi vestra ætlar að halda áfram en Árni Gunn- arsson tilkynnti um síðustu helgi að hann ætlaði ekki fram aftur á Norðurlandi eystra. Árni útilokar samt ekki að hann fari í framboð annars staðar á landinu og segir Sunnlendinga hafa verið í þreifíng- um við sig um framboð þar. Tveir aðilar hafa nú þegar til- kynnt um þátttöku í prófkjöri á Norðurlandi, þeir Sigbjörn Gunn- arsson, kaupmaður á Akureyri, og Hreinn Pálsson, bæjarlögmaður. Guðmundur Einarsson, aðstoðar- maður Jóns Sigurðssonar, var í fyrsta sæti lista Alþýðuflokksins á Áusturlandi. Hann sagði aðspurður um hvort hann stefndi að því að vera áfram í framboði á Austur- landi:„Ég fer ekki í framboð þar né annars staðar að sinni. Því veld- ur hvorki pólitískur leiði né von- brigði við kosningaúrslitin síðast. Það vantaði ekki nema sjö atkvæði upp á að ég kæmist inn og í aldar- fjórðung hefur Alþýðuflokkur ekki komist svo nálægt þingsæti á Aust- urlandi. En það breytist margt og af persónulegum ástæðum hygg ég ekki á framboð núna.“ Allir áfram hjá Framsókn Framsóknarflokkurinn er tiltölu- lega skammt á veg kominn fram- boðsmál sín en ekki er von á miklum breytingum á framboðslistum flokksins. Hefur enginn þingmann- anna lýst því yfir að hann ætli að draga sig í hlé. Helst er búist við að einhveijar væringar kunni að verða á Vestfjörðum. Þar verður framboðslistinn ákveðinn í skoðana- könnun og hafa þeir Ólafur Þ. Þórð- arson, alþingismaður, og Pétur Bjarnason, frá ísafirði, báðir lýst því yfir að þeir stefni á fyrsta sæti listans. Þeir Ólafur Þ. og Pétur tók- ust einnig á um þetta sæti fyrir síðustu kosningar. Á Vesturlandi er enn óráðið hvernig framboðslistinn verður ákveðinn en kjördæmisþing tekur ákvörðun um það þann 20. þessa mánaðar. Á Suðurlandi verður hald- ið kjördæmisþing 26.-27. október, sömuleiðis á Áusturlandi og á Norð- urlandi vestra 27.-28. október. Að sögn Egils Heiðars Gíslasonar, framkvæmdastjóra Framsóknar- flokksins, er líklegt að þetta verði „tvöfalt" kjördæmisþing, þ.e. með tvöföldum fulltrúafjölda og að þar verði stillt upp framboðslista. Einnig má gera ráð fyrir að fram- boðslisti verði ákveðinn á kjördæm- isþingi á Norðurlandi eystra og á Reykjanesi. I Reykjavík er ekki enn ljóst hvort gerð verður skoðanakönnun innan fulltrúaráðsins eða hvort stillt verður upp lista. Viðmælandi úr Framsóknar- flokknum í Reykjavík sagði lengi vel hafa stefnt í að listan- um yrði stillt upp einfaldlega vegna þess að ekki fengist fólk í prófkjör. Nú væru hins vegar í auknum mæli að koma upp raddir sem vildu láta gera skoð- anakönnun. Guðmundur G. Þórarinsson, alþing- ismaður, skipaði fyrsta sæti listans síðast og mun hann ekki vera með öllu óumdeildur. Þá hefur Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra, verið talinn hafa augastað á fyrsta sætinu en hann var í öðru sæti síðast. Einnig hefur Bolli Héðinsson, efnahagsráðgjafi Steingríms Hermannssonar, verið nefndur sem líklegur í eitt af efstu sætunum og Gissur Pétursson, fyrr- verandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna, er talinn vilja sæti ofarlega á lista. Kvennalisti stefnir að framboðslista fyrir jól Kvennalistakonur eru tiltölulega skammt á veg komnar með fram- boðsmál sín en að sögn Kristínar Halldórsdóttur, starfskonu Kvenna- listans, er stefnt að því að þau verði komin á hreint fyrir jól. Á Reykja- nesi og í Reykjavík hefur verið ákveðið að halda eins konar skoð- anakönnun eða lokað prófjör en fyrirkomulagið er nokkuð annað en hjá öðrum flokkum. Verður skráð- um kvennalistakonum í kjördæm- unum í fyrstu umferð sendur seðill þar sem þær eiga að tilnefna konur sem þær vilja sjá á lista. Fá þær sendar með félagalista til glöggvun- ar. Verður síðan haft samband við þær konur sem tilnefndar hafa ver- ið og spurt hvort þær séu reiðubún- ar að taka þátt í skoðanakönnun- inni. Að því loknu vinnur uppstillin- garnefnd upp lista yfir 10-15 konur sem sendur er til félagskvenna og þær beðnar um að raða þeim í þá röð sem þær kysu að sjá þær á framboðslista. Kvennalistinn fékk þingmenn í síðustu kosningum, þær Guðrúnu Agnarsdóttur, Kristínu Halldórs- dóttur, Málmfríði Sigurðardóttur, Danfríði Skarphéðinsdóttur. Þór- hildi Þorleifsdóttur og Kristínu Ein- arsdóttur. Samkvæmt skipulags- reglum flokksins mega þingmenn Kvennalistans ekki sitja lengur en 6-8 ár á þingi. Lét Kristín Halldórs- dóttir af þingmennsku fyrir ári sam- kvæmt því og Anna Ólafsdóttir Björnsson kom inn í hennar stað. Þá hefur nú Guðrún Agnarsdóttir látið af þingmennsku og Guðrún Halldórsdóttir hefur störf á næsta þingi fyrir hana. Borgaraflokkur býður fram í öllum kjördæmum Borgaraflokksmenn hafa ákveðið að bjóða fram í öllum kjördæmum og hefur forystu flokksins og kjör- dæmisfélögum verið falið að hefja undirbúning þess nú þegar. Ekki er enn ljóst hvernig valið verður á lista hjá Borgaraflokknum en Júlíus Sólnes, formaður flokksins, segir ólíklegt að prófkjör verði viðhöfð nema þá hugsanlega í Reykjavík. Hann sagðist reikna með að allir þingmenn flokksins myndu gefa kost á sér til áframhaldandi þing- setu að undanskilinnni Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, sem lýsti því yfir fyrir all nokkru að hún hygðist draga sig í hlé að loknu þessu kjörtímabili. Þegar Júlíus var spurður hvort að það væri ekki mikil bjartsýni- að ætla að bjóða fram í öllum kjör- dæmum í ljósi hverfandi fylgis flokksins í skoðanakönnunum sagði hann mönnum vera það ljóst að staðan væri ekki auðveld. Menn væru hins vegar einhuga um að fara í þennan slag og ætluðu að gera sitt besta. Minnsti þingflokkurinn á Alþingi er þingflokkur Samtaka um jafn- rétti og félagshyggju. Stefán Val- geirsson, þingmaður samtakanna, segir fund verða haldinn nú um helgina þar sem framboðsmál flokksins verða rædd og að hann hafi ekki mikið um málið að segja þangað til. Það sé samt verulegur áhugi víða á að bjóða fram um allt land og verði að sýna sig hvað úr verður. Aðspurður hvort hann ætl- aði sjálfur að halda áfram þing- mennsku sagði Stefán: „Ég hef allt- af litið þannig á að í sambandi við lista eigi að athuga hveijir eru líklegir til að komast lengst. Ef að þeir geta orðið við því að fara fram af persónuiegum ástæðum þá hafi þeir skyldur við sína félaga. Það gildir um karla jafnt sem konur unga jafnt sem aldna. Annað get ég ekki sagt um það. Þetta hefur verið viðhorf mitt frá því ég var ungur maður.“ UPPBOÐ 29. uppboð Gallerí Borgar, í samráði við Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar hf., verður haldið á Hótel Sögu í dag, sunnudaginn 7. október, og hefst kl. 20.30. Boðin verða upp 70 verk samkvæmt uppboðsskrá. Meðal verka sem boðin verða upp má nefna: 58. Þorvaldur Skúlason 59. Gunnlaugur Blöndal 60. Jóhannes S. Kjarval 61. Gunnlaugur Blöndal 62. Jóhannes S. Kjarval 63. Ásgrímur Jónsson 64. Kristján Davíðsson 65. Sverrir Haraldsson 66. Jón Reykdal 67. Jóhannes S. Kjarval. 68. Ásgrímur Jónsson 69. Snorri Arinbjarnar 70. Jón Stefánsson Sumar. Vatnslitur 1950. 27x32 cm. Merkt. Bátar. Pastel. 50x70 cm. Merkt. Foss. Vatnslitur og penni. Jólakort frá Kjarval og Tove ca. 1916. Áritun á baki. Merkt. Model. Olía. 74x55 cm. Merkt. Vífilsfell. Olía frá 1930-'40. 81x105 cm. Ómerkt. Úr Borgarfirði. Hvítá, Hvanneyri og Skessuhorn. Vatnslitur 1904. 38x50 cm. Merkt. „Abstraktion". Olía á striga. 205x245 cm. Merkt. Var á sýningunni „íslensk abstraktlist" á Kjarvalsstöðum 1987. Sprautumynd. Olía 1963. 149x60 cm. Merkt. íslandsminni. Vatnslitur, gerð fyrir íslandsbanka 1989. 40x30 cm. Myndin er prentuð á ávísunarblöð íslandsbanka. Merkt. Hrafnagjá. Olía ca. 1955. 112x113 cm. Merkt. Gamli bærinn. Frá Snæfellsnesi (Arnarstapi). Vatnslitur 1906. 44x71 cm. Var keypt á sýningu Ásgríms í Reykjavík. Merkt. Uppskipun. Olía ca. 1941 til '43. 90x106 cm. Gullfoss. Ölía á striga. 80x105 cm. Merkt. Myndirnar verða sýndar í Gallerí Borg við Austurvöll milli klukkan 14.00 og 18.00 í dag. Ath.: Þeir, sem ekki eiga heimangengt meðan á uppboði stendur, geta skilið eftir forboð í verkin í Gallerí Borg eða hringt á uppboðs- stað á meðan á uppboðinu stendur. Símar á uppboðsstað eru 985- 28167 og 985-28168. BÖRG STEFNIR í HARÐAN PRÓFKJÖRSSLAG HJÁ SJÁLFSTÆÐIS- MÖNNUMÁVEST- FJÖRÐUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.