Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTOBER 1990 21 pliínrgmiilílaliií Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Skattar og siðleysi Iforystugrein Morgunblaðsins sl. laugardag var fjallað um Þjóðarbókhlöðuna og eignaskatt og m.a. komizt svo að orði: „í blaðinu hefur hvað eftir annað verið vakin athygli á eignaskatt- inum. Sá skattur var ekki lagður á til almennrar eyðslu fyrir ríkis- valdið heldur til ákveðins verk- efnis og hann á að fella niður þegar þess fjár hefur verið aflað sem verkefnið krefst.“ í næsta dálki við þessi orð segir í grein eftir formann Sjálfstæðisflokks- ins að ríkisbáknið hafi verið að þenjast út um langan tíma eins og hann kemst að orði: „Brýna nauðsyn ber nú til að veita auk- ið aðhald í rekstri ríkisins og draga úr opinberum útgjöldum m.a. í þeim tilgangi að létta skattbyrðina. Eðlilegt er að taka fyrst til hendinni á toppnum. Þar koma bæði Alþingi og Stjórnarráðið við sögu.“ Bent er á að núverandi ríkisstjórn hafi gengið ötullega fram í því að auka ríkisútgjöld. „Hrossa- kaup um atkvæði á Alþingi leiddu til þess að stofnað var nýtt ráðuneyti með margra tuga milljóna króna aukakostnaði. Og því fer fjarri að stjómsýsla á því sviði sé nú markvissari og betri en áður var.“ Síðan er bent á úrræði til spamaðar. Þetta er góðra gjalda vert. En menn eiga því ekki að venj- ast að sparnaður í ríkisrekstri og samdráttur báknsins sé efst á baugi þegar stjórnmálamenn eru annars vegar. Það era ekki sízt hrossakaupin í samsteypu- stjórnum sem því valda. Sam- hentur meirihluti kæmi örugg- lega meiru góðu til leiðar eins og við þekkjum í stjómun Reykjavíkurborgar en þær sam- steypustjórnir sem hér eru myndaðar og byggjast á því að allir flokkar skari eld að sinni köku og hygli skjólstæðingum sínum. Þá vilja skattpeningar almennings fara fyrir lítið eins og raun ber vitni. Sparnaður er ekki efst á baugi og þegar til- burðir eru í þá átt er oftast lögð áherzla á að spara eyrinn en kasta krónunni. Það sem við þurfum á að halda öðra fremur eru djarfir og dugmiklir stjórnmálamenn sem era reiðubúnir að leggja eitthvað í sölurnar fyrir hugsjón- ir sínar, en einkum þá hugsjón að bæta stöðu einstaklingsins i þjóðfélaginu, ýta undir viðleitni hans og vonir og efla með hon- um löngun til að fást við brýn verkefni sem drýgja þjóðartekj- urnar og auka kaupmáttinn. Útþensla báknsins eykur kaup- máttinn sízt af öllu. Sukk og sóun í ríkisrekstri, hrossakaup og pólitískt siðleysi veikir undir- stöður þjóðfélagsins og lendir ævinlega að lokum á þeim sem skattana greiða. Sagan um Þjóðarbókhlöðuna og skatt- heimtu henni til handa er eitt grófasta dæmið um pólitískt sið- leysi sem þjóðin hefur þurft að horfa upp á undanfarin misseri. Það sýnir getuleysi stjórnmála- manna betur en margt annað. Ófyrirleitni sem líðst ekki þar sem trúnaður er milli stjórnvalda og almennings og siðferðisbrest- ur er daglegt brauð við stjórnun íslenzka lýðveldisins, því miður. í NOSTROMO •eftir Josef Conrad er banzt um „fjársjóðinn“. í Heart of Darkness er „ljár- sjóðurinn“ fílabein en í Nostromo silfur. Þetta er fjársjóður hvíta mannsins, þessi tálbeita illskunnar. Hún leiðir ávallt til glötunar. Ég sé engin betri listaverk um vandamál samtímans en þessar skáldsögur Conrads. Það er alltaf verið að skrifa nýjar og nýjar skáldsögur en þær eru engin lausn á gömlum og rótgrónum vandamálum í þjóðfélagi mannsins. Það er vont bragð að orðinu „frjáls- lyndir" í Nostromo. Ég held þetta vandmeðfama orð hafí svipaða merkingu þar og í umfjöllun Mal- colm Muggerage. Það er eitthvert óbragð að því, svo misnotað sem það er. En þessi verk Conrads em svo nútímaleg að kvikmyndaframleið- endur gátu notað Heart of Dark- ness sem umgjörð í kvikmynd um Víet Nam. Listrænn skáldskapur er endingargóður, þóað meiri aug- lýsingahávaði sé í kringum van- burða nútímaverk um félagslega stöðu mannsins og tilveru hans. Hryllingur, hryllingur eru síðustu orð Kurtz í Heart of Darkness og hann deyr með þessi orð á vörum. Emilía í Nostromo segir um fjár- sjóðinn og svartan galdur silfursins, Látum hann glatast að eilífu. ÞÓRBERGUR VILDI • einfaldlega minnka ásókn í eignarrétt og skerða einstaklings- frelsi til að auka það, þ.e. svoað menn gætu losnað við egó sem aldr- ei er hægt að svala hvorteð er. Hann vildi ekki að egóið eða sjálfið flæktist fyrir almannaheill og fram- förum. Hann talaði um við ættum að afklæðast persónuleikanum. Þess vegna var hann misskilinn, jafnvel hæddur og spottaður, að ósekju að mínu viti. Hann vildi við yrðum fijáls af sjálfum okkur, ókostum okkar og áunnum göllum, takmarkanir okkar væru nógar frá náttúrunnar hendi. Hann boðaði lausn undan dýrslegum hvötum mannsins og hélt að eigingirni og græðgi væru forsenda alls ills. Það má til sanns vegar færa. En marx- isminn hefur sízt af öllu fundið lausn á þessu vandamáli sem mannsæm- andi er. Þórbergur átti það áreiðanlega sameiginlegt með mörgum postul- um fijálshyggjunnar að telja þjóð- kirkju og opinbert fjármagn til hennar í engu samræmi við þarfír einstaklinga og almannaheill. Ég er aftur á móti þeirrar skoðunar að því fé sem rennur til kynningar á boðskap Krists úr sameiginlegum sjóði þegnanna sé varið til almanna- heilla. Það er notað til andlegrar uppbyggingar í því skyni að boða mikinn sannleika. Kirkjan gegnir mikilvægri sálgæzlu og nú ætti hún að einbeita sér í baráttunni við fíkniefnin. Það kom fram í sjón- varpsþætti að iðkun bænalífs væri einn sterkasti þátturinn í þessu oft og einatt vonlitla stríði. En ef þjóð- kirkjan færi að skipta sér af öðrum málum en boðskap Krists, sannleika hans og brýnum mannúðarmálum gegndi hún ekki því hlutverki sem henni er ætlað. Ég verð þó að viður- kenna að af nánari kynnum af frels- unarguðfræði kaþólskra presta í Suður-Ameríku, þarsem fátæktin er hroðaleg meinsemd, tel ég ekki ástæðu til að amast við henni með þeim hætti sem páfínn hefur gert. Þvert á móti. En þjóðfélagsaðstæður hér eru aðrar en í Suður-Ameríku og kirkj- unni því hollast að halda sig við leistann, en lenda ekki í pólitísku dægurþrasi og þvargi sem þrýstir henni niður á lága planið sem bysk- upinn varaði við í Hallgrímskirkju á dögunum, ef ég skildi hann rétt. T framhaldi 'af þessu vil ég ítreka að ég teÞboðskapur Krists sé bezta gjöf sem okkur hefur verið gefín, og þar með dýrmætasta eignin. Þessa gjöf fengum við til að standa betur að vígi í baráttunni við lífs- háskann. Ég tel stjórnarskrá lýð- veldisins taki réttan pól í hæðina þegar hún gerir ráð fyrir þjóð- kirkju. Andieg velferð þegnanna er ekki síður mikilvæg en veraldleg. Við erum sífellt að gera það vonda scm við viljum ekki vitandi það með Páli, að vísu, að ef menn gjöra það sem þeir vilja ekki, þá. eru það ekki lengur þeir sjálfír sem framkvæma það, „heldur syndin, sem í mér býr“.(Róm. 7, 21-23). ÞAÐ ER SKEMMTILEGT • að lesa brot úr sjálfsævi- sögu Sir Laurence Olivier, Líf mitt bak við sviðið, en þar minnist hann m.a. á sannleikann og segir leiklist- in sé eilíf leit að honum. En boð- skapur leiklistarinnar er auðvitað fýrst og síðast leitin að frambæri- legri list. En þarna hefur Sir Laur- ence semsagt leitað sannleikans. Ég held aftur á móti það sé einung- is hægt að leita sannleikans á leik- sviði lifsins. Líferni okkar ber þess- ari leit vitni fyrst og síðast en eng- ar formúlur eða kenningar. En mik- ilvæg list og merk fræði geta að sjálfsögðu rétt okkur hjálparhönd í þessari leit, á sama hátt og það getur afvegaleitt sem ómerkilegt er. Allir eru með einhvern sannleika á sínum snærum og mér er nær að halda hugtökin réttlæti og sann- leikur séu ekki eins afstæð og ég taldi, þegar markmiðið er haft í huga, en um leiðirnar að því sem felst í þessum hugtökum greinir okkur á og þar vandast málið. Af því m.a. hef ég hallað mér að meist- aranum frá Nasaret, leiðsögn hans og boðskap. Við þurfum á guðlegum innblæstri að halda, þegar svo mik- il áskorun er annars vegar sem lífíð sjálft, heill okkar og hamingja. Þetta er ekki flótti undan vandamál- um né veraldlegri ábyrgð, heldur vitneskja um þá bláköldu staðreynd að sannleikur án sálarheilla sé held- ur þunnur þrettándi; að hversdags- leg gifta og gæfa að öðru leyti fari saman. Að sannleikurinn um hvern og einn sé mikilvægur og forsenda þess hann geti birzt í öllu sínu veldi sé takmarkalítið frelsi. Öll vitum við að helzta einkenni ófrelsis er lygi. Og óréttlæti. M. (meira næsta sunnudag.) HELGI spjall Atburðir síðustu daga, þegar Þýskaland sameinast á ný og helstu hindruninni fyr- ir . eðlilegu samstarfi allra ríkja í Evrópu er rutt úr vegi, hafa skyggt á allt annað. Nauðsynlegt er að rifja upp, hvers vegna álfan hefur verið- klofin. Þar hefur verið tekist á um tvenns- konar grundvallarviðhorf í stjórnmálum. Annars vegar eru þeir sem vilja fijálst og opið þjóðfélag, þar sem eignarréttur ein- staklinganna er viðurkenndur og þeir hafa rétt til þátttöku í atvinnulífi. Hins vegar eru þeir sem hafa verið talsmenn ríkisfor- sjár og miðstýringar, þar sem allar eignir eru á hendi ríkisins og það eitt á atvinnu- fyrirtækin. Á milli þessara hugmynda hef- ur verið háð keppni á markaði hugmynd- anna. Ríkisforsjármennimir hafa tapað. Munurinn á milli þess árangurs sem unnt er að ná í skjóli hinna ólíku stjóm- kerfa hefur hvergi verið skýrari en einmitt í Þýskalandi. Þar stóð öll þjóðin í sömu sporum að stríðinu loknu. Landið var í rúst. Fólki vom hins vegar búin mismun- andi örlög undir forystu hemámsríkjanna fjögurra, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Sovétríkjanna, sem skiptu landinu á milli sín. Undir forystu Stalíns tóku Sovétmenn til við að neyða kommún- isma upp á Austur-Þjóðveija. Kommúnist- ar hvarvetna í Evrópu snerast harkalega gegn endurreisnaráætluninni sem kennd er við George Marshall, þáverandi utanrík- isráðherra Bandaríkjanna. Töldu þeir að þar væri um lymskulega tilraun Banda- ríkjamanna til að sölsa undir sig Evrópu að ræða. í Þjóðviljanum frá þessum upphafsáram kalda stríðsins geta menn kynnst þeim ómengaða kommúnistaáróðri, sem yar beitt í þann mund er Austur-Þjóðveijar voru færðir í fjötra kommúnismans. Nú 41 ári síðar er ástandið í austurhluta Þýskalands jafnvel verra í mörgu tilliti en það var strax eftir stríðið og var Austur- Þýskaland þó einskonar sýningarglúggi alheimskommúnismans og talið til marks um, hve langt væri unnt að ná með sósíal- ískri miðstýringu. Fóra ýmsir íslendingar utan til að kynnast dýrðinni og hvernig henni yrði best náð og var Svavar Gests- son, menntamálaráðherra íslands, í hópi þeirra, sem sóttu pólitískt veganesti sitt þangað. Þessir forystumenn sósíalista á Islandi eiga nú í höggi við pólitískan draugagang sem ríður húsum í Alþýðu- bandalaginu, enda virðist lítill áhugi á því að leggja í draugsa. Enginn virðist geta kveðið hann niður. En Alþýðubandalagið er heldur óvistlegt athvarf meðan gömlu pólitísku blekkingarnar og lífshættuleg hugmyndafræði marxista er látið gott heita. Menn ættu að gera sér grein fyrir því og taka til hendi við uppgjörið eins og kommúnistar í Evrópu hafa gert vegna þrýstings frá alþýðu manna. Austur-þýsku þjóðinni var ekki einvörð- ungu misboðið efnalega heldur sætti hún andlegri kúgun af þeim toga, sem ógjör- Iegt er fyrir aðra að skilja. Er eðlilegt að nú þegar rústir sósíalismans í efnalegu tilliti blasa við öllum velti menn því fyrir sér, hvort þessar rústir séu ekki einnig til marks um sálarástand fólksins sem var matað af alræðisöflunum í fjóra áratugi og mátti sæta hóflausri marxískri innræt- ingu. Uppi era djörf áform um að ráðast tafarlaust í hina efnahagslegu endurreisn en samhliða henni fer sálrænt eða andlegt uppgjör fram sem er ekki síður sársauka- fullt en atvinnumissir vegna endurskipu- lagningar. Fyrir Austur-Þjóðveija er óhjákvæmi- legt að ganga í gegnum þennan pólitíska hreinsunareld til að losna við firrur marxis- mans. Þeir hafa lært af dapurri reynslu að marxismi í framkvæmd jafngildir al- ræði og örbirgð. Þeir sem svöluðu sér á fræðalindum austur-þýskra marxista sem gestir og gegndu því hlutverki að vinna að framgangi hugsjónanna samkvæmt leikreglum lýðræðisþjóðfélaganna þurfa ekki síður að gera upp við fortíðina. Svo sem kunnugt er hafa forystumenn Alþýðu- bandalagsins ekki fallist á nauðsyn slíks uppgjörs. Þeir sem starfa með þeim áfram í Alþýðubandalaginu, hvort heldur undir merkjum Birtingar eða annarra samtaka, hafa ekki heldur gert upp við fortíðina. Allt frá því á valdatímum Stalíns hafa kommúnistar hér á landi sem annars stað- ar getað treyst á stuðning nytsamra sak- leysingja, sem segjast að vísu átta sig á villum kommúnismans, en samt ... Er ekki Birting einmitt í þessari stöðu núna — og jafnvel sjálfur Ólafur Ragnar Gríms- son, formaður Alþýðubandalagsins? EFTIR HIN \ lí+n í linnulausu átök J\0 llta 1 milli marxista og eigin barm andstæðinga þeirra er með ólíkindum að horfa nú á hve afdráttarlausan sigur talsmenn einkaframtaks og fijálsræðis hafa unnið. í bandaríska tímaritinu Com- mentary birtust nýlega álit ýmissa máls- metandi Bandaríkjamanna á þróun mála í landi þeirra á níunda áratugnum. Meðal þeirra sem þar koma við sögu er Robert Coles sem er prófessor í sálarfræði við Harvard-háskóla. Hann segir: „Ég tel að níundi áratugurinn hafi alls ekki verið slæmur fyrir Bandaríkin. í upp- hafi hans voru Sovétríkin alræðisríki með risastórt gúlag til að fangelsa fólk, svo að ekki sé minnst á kúguðu þjóðirnar í Austur-Evrópu — nú er ástandið þar allt annað. Hrun kommúnismans réðst að tölu- verðu leyti af innri lögmálum hans og ástæðum — þó er víst að hernaðarmáttur Vesturlanda og samstaða þeirra innan Atlantshafsbandalagsins (NATO) á sinn þátt í hraninu. Hver veit hvað Brezhnev og erfingjar hans (svo að ekki sé minnst á hina sviplausu og hroðalegu skriffinna sem stjómuðu Austur-Evrópulöndunum) hefðu gert ef Vesturlönd hefðu verið Jieim auðtekin pólitískt og hernaðarlega! Ég er þeirrar skoðunar að stöðug gagnrýni íhaldsmanna á lenínisma og stalínisma verði þeim til ævarandi heiðurs. Auðvitað era það ekki aðeins einfeldningslegir, trú- gjarnir eða villuráfandi vinstrisinnar sem hafa orðið á mistök í mati sínu á hinum ýmsu gerðum af alræðisstjórnarfari stalín- ismans. Ég vildi gjarnan að ýmsir af stjórn- málafræðingum okkar litu nákvæmlega á það, sem Jeane J. Kirkpatrick [prófessor í Georgetown-háskóla og sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum 1981-1985] sagði um hugsanlegar breyt- ingar á einræðisstjórnum kommúnista og það sem Hanna Arendt setti fram sem einskonar kennisetningu í bókinni The Origins of Totalitarianism — um friðhelgi slíks stjómkerfis. Hvað myndi Arendt hugsa og segja væri hún lifandi um það sem hefur gerst nú síðustu árin? Hveijir eru að skoða ummæli og spá- dóma ýmissa forystumanna hreyfingarinn- ar, sem kennd er við frystingu kjarnorku- vopna, er þeir létu falla þegar Ronald Reagan var kjörinn forseti? Ég hlustaði á dr. Helen Caldicott [hún hefur komið hing- að til lands og flutt boðskap sinn] flytja ræðu á þessum áram og ég heyrði hana vara okkur við því að kjarnorkustríð væri á næsta leiti (og hér milda ég ýmis um- mæli hennar). Starfsmaður í Chervolet-verksmiðju General Motors í Framingham í Massa- chusetts-ríki sagði mér að hann hefði heyrt Caldicott tala í bílútvarpið sitt og þá flaug þetta um huga hans: „Hún er hálfbiluð og hið sama má segja um þá sem telja hana hina gáfuðustu á meðal okkar. Maður getur heyrt það á röddinni í henni ekki aðeins af því sem hún segir — allt þetta hræðslutal og allt þetta ískur! Og ef menn era þeim ekki sammála, þá benda þeir á mann og öskra og segja að þeir séu klárir en þú sjálfur asni, og þeir hafi rétt fyrir sér en þú — þú háfír ekki aðeins rangt fyrir þér, held- ur sé eitthvað að þér!“ Það er einkennileg þögn hjá slíku fólki núna — ekki verður vart við neinn áhuga hjá því á að líta gagnrýnum augum á REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 6. október gamlar yfírlýsingar sjálfs sín eða ásakanir sem það hafði í frammi í garð annarra. Nefna má, að á fyrstu áram níunda áratug- arins sögðum við nokkrir við ýmsa forystu- menn í hreyfingunni um frystingu kjarn- orkuvopna, að þeir tækju alltof mikið upp í sig — og okkur þætti það alls ekki sann- gjarnt að þeir heimsæktu skóla eins og þeir gerðu til að koma á framfæri við nemendur þeim boðskap, að sigur Reagans í kosningunum jafngilti því að kjarnorku- stríð væri „óhjákvæmilegt“ í forsetatíð hans. Því miður sýndi svarið, að fólk sem telur sjálft sig viðkvæmt, hugulsamt og vel menntað þar að auki er alls ekki laust við móðursýki og fantaskap. Okkur var sagt að við ættum við þennan eða hinn „vanda“ að stríða, að við væram að „af- neita staðreyndum", við væram að reyna að „réttlæta" eitthvað — sem er enn eitt dæmið um orðbragðið sem tíðkast hjá sum- um okkar í hinum sálgreinda hlutá hinna vinstrisinnuðu menntamannahópa; ef þú ert ekki sammála einhveijum skaltu skella á hann eða hana einhveijum sálfræðilegum vandræðastimpli, vekja tortryggni um það hvað fyrir manneskjunni vakir og almennt nota sálfræði til að gera sem minnst úr henni. Hvað sem þessu líður virðist þetta allt einkennilega fjarlæg og ómerkileg deila undir lok níunda áratugarins." Sömu um- ræður hér MARGIR HER A landi geta tekið undir með hinum bandaríska prófess- or. Það er meira en tímabært, að samið sé aðgengilegt yfirlit yfír skoðanir og ummæli ýmissa íslenskra vinstrisinna og kommúnista á liðnum ára- tugum, til að fólk geti séð þar svart á hvítu, hveiju hefur verið haldið á loft í umræðum hér og hveiju hefur verið spáð um framtíð lands og þjóðar, meðal annars af stjórnmálamönnum, sem hafa notið töluverðs fylgis. Við þurfum raunar ekki að fara nema nokkur ár aftur í tímann til að sjá sams- konar yfirlýsingar hér og dr. Caldicott og skoðanabræður hennar voru að fara með í skólana í Bandaríkjunum. Hér eins og þar var alið á ótta meðal ungs fólks og reynt að telja því trú um að ástæðulaust væri að hyggja að framhaldsnámi, þar sem Ronald Reagan Bandaríkjaforseti myndi hvort eð er þrýsta á kjarnorkusprengju- hnafipinn fyrr en síðar. Hér eins og í Bandaríkjunum var litið þannig'á, að án fiystingar kjarnorkuvopna væri allt mannlíf á jörðunni í stórhættu. Urðu harðar deilur um þessi frystingarmál á Alþingi og þóttust þeir mestu friðar- sinnarnir sem hæst létu. Ef kjarnorkuvopn hefðu verið fryst til að þóknast hagsmun- um Sovétríkjanna hefði þeim þá verið fækkað jafn mikið og raunin hefur orðið? Nú er fiystingin ekki lengur í tísku og iyrrum talsmenn hennar eins og sænska ríkisstjórnin hafa snúið sér að öðrum brýn- um viðfangsefnum svo sem eins og því að fá afdráttarlaus svör um hvort kjarn- orkuvopn séu um borð í herskipum en kjarnorkuveldin játa hvorki né neita tilvist kjarnorkuvopna í skipum frekar en annars staðar. Gegn menn- ingarlegri miðstýringu ÍSLENSK-ÞÝSKA félagið Germanía hélt nýlega upp á 70 ára afmæli sitt. Á hátíð sem haldin var af því tilefni flutti prófessor dr. Otto Wulff, þingmaður á sambandsþinginu í Bonn, ræðu um fjöl- breytileikann í evrópskri menningu. Snert- ir það efni mjög hugrenningar margra í tengslum við sameiningu Þýskalands, þar sem ekki er ætlunin að steypa alla í sama mót heldur leyfa borguram og héruðum þeirra að njóta sín sem best. Sama hugsun býr að baki Evrópuhugsjóninni, það er að innan stórrar heildar verði auðveldara en ella að láta sérkenni njóta sín. í ræðu sinni sagði þingmaðurinn, að evrópskar bókmenntir styi’ktust og yrðu þeim mun betri ef í þeim gætti áhrifa frá fleiri byggðum og héruðum. Hina miklu evrópsku tónlist væri aðeins unnt að skilja, ef ménn vissu um áhrif tónskáldanna úr öllum hlutum Evrópu hvert á annað. Hvorki í bókmenntum né tónlist eða bygg- ingarlist og málaralist hefðu Evrópubúar getað nýtt snilligáfu sína, ef listsköpunin hefði ekki notið ólíkra áhrifa frá ólíkum héruðum. Otto Wulff sagði að við núverandi að- stæður í Evrópu veltu menn því annars vegar fyrir sér, hvernig unnt væri að nýta sér efnahagslegan samrana aðildarríkja Evrópubandalagsins (EB) á menningar- sviðinu og hins vegar hvort skriffinnar í Brussel gætu mótað menningarstefnu að ofan, sem tryggði nægilega fjölbreytni. Stofnsáttmáli bandalagsins næði ekki til menningarmála en hins vegar hefðu nán- ari viðskipti bein áhrif á þau og nægði þar aðeins að nefna sölu og dreifingu á kvik- myndum og bókum. Aðildarríkin hefðu á stefnuskrá sinni að efla alhliða menningar- samstarf sitt. Leiðtogar EB-landanna hefðu markað meginstefnu í menningarmálum, sem mið- aði að því að fjölbreytileika evrópskrar menningar yrði ekki spillt. Þjóðleg og svæðisbundin einkenni máls og menningar ætti ekki aðeins að vernda heldur styrkja og efla með virkum hætti. Allir forystu- menn væru þeirrar skoðunar að alls ekki ætti að taka upp miðstýringu í menningar- málum, það stangaðist á við hefðir og reynslu Evrópumanna. Miðstýring væri einmitt andstæðan við það sem hefði gert evrópska menningu stórbrotna. Miðstýring yrði aðeins til að drepa niður menningar- legt framkvæði og leiddi þjóðir í menning- arlega eyðimerkurgöngu. Þingmaðurinn sagði, að því yrði ekki á móti mælt að stór ríki leituðust oft við að ýta hinum minni til hliðar, einnig í menn- ingarlegum efnum. Gegn þessu yrði að sporna með sameiginlegu eVrópsku átaki. Hann minntist þess hversu mikið íslenskar bókmenntir frá tímum íslendingasagnanna til Halldórs Laxness, svo að aðeins einn margra góðra rithöfunda væri nefndur, hefðu fært öðrum þjóðum Evrópu, án þeirra hefði evrópsk menning og bók- menntirnar ekki öðlast frásagnarmátt sinn til að lýsa mönnum og náttúrunni. íslend- ingar yrðu þegar fram liðu stundir að leggja sitt af mörkum til margbreytileika evrópskrar menningar, enda héldu þeir fast í sérkenni sín og hefðir. Við heyrum ekki oft vikið að evrópsku samstarfi með þessum hætti og margir eru þeirrar skoðunar að samruni þjóðanna í Evrópu miði frekar að því að afmá þjóðar- einkenni þeirra en styrkja þær í menning- arlegu tilliti. Hér heldur þýskur þingmaður hinu gagnstæða fram. Það pr styrkur fyr- ir íbúa smáþjóðar, sem er mikið í mun að halda sérkennum sínum í seni flestu tilliti en vill þó ekki einangrast frá öðrum, að kynnast þessum boðskap frá manni sem situr á þingi öflugasta Evrópuríkisins, Þýskalands. „Það er meira en tímabært, að sam- ið sé aðgengilegt yfirlit yfir skoð- anir og ummæli ýmissa íslenskra vinstrisinna og kommúnista á liðnum áratugum, til að fólk geti séð þar svart á hvítu, hverju hefur ver- ið haldið á loft í umræðum hér og hverju hefur ver- ið spáð um fram- tíð lands og þjóð- ar, meðal annars af stjórnmála- mönnum, sem hafa notið tölu- verðs fylgis.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.