Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 Ifararbroddi innanlands - Gorbatsjov fylgir á eftir eftirGuóm. Halldórsson BORÍS JELTSÍN hefur haft orð fyrir að vera lýðskrumari, liðhlaupi úr sovézka kommúnistaflokknum, erkióvinur Míkhaíls Gorbatsjovs forseta og hetja óánægðra kolanámumanna. Hann átti sæti í fram- kvæmdastjórn kommúnistaflokksins þegar hún var og hét, en var sviptur öllum vegtyllum og varð að þola alla þá lítilsvirðingu, sem flokkurinn gat sýnt honum. Borís Jeltsin: áhrifamikill á ný. Nú nýtur Jeltsín aftur vegs og virðingar. Fyrir rúmum fjórum mánuðum var hann kjðr inn forseti sovétlýðveldisins Rússlands. Síðan hefur enginn annar sovézkur stjórnmálamaður haft eins mikil áhrif og hann. Umræður um tvö mestu vandamál Sovétríkjanna, hnignun í efnahagsmálum og pólitíska upplausn, hafa í raun og veru snúizt um hugmyndir hans. Jeltsín hefur neytt Gorbatsjov til að samþykkja áætlun um einkavæð- ingu með stuðningi við róttæka hag- fræðinga í herbúðum hans. Þegar Gorbatsjov var enn í vafa um hvort hann ætti að samþykkja áætlunina opinberlega kom forsætisráðherra Jeltsíns fram í sjónvarpi og gerði grein fyrir „áætlun Gorbatsjovs og Jeltsíns“ um markaðshagkerfí. Stefnan var mörkuð. Upplausn Umræður um upplausn Sovétríkj- anna tóku nýja stefnu þegar Jeltsín hóf samninga við önnur sovétlýð- veldi. Talið er líklegt að ef sambands- ríkið haldi velli muni það grundvall- ast á hugmyndum hans um samband sjálfviljugra og jafnrétthárra ríkja. Kremlveijar muni aðeins leysa úr málum, sem verði vísað til þeirra. Mörgum hefur orðið hált á því að gera lítið úr Jeltsín að sögn Bills Kellers í The New York Times Magazine, sem hér er stuðzt við. Lengi vel sýndu sovézkir mennta- menn honum tómlæti og lítilsvirð- ingu og treystu honum ekki, þótt þeim þætti gott að fá hann á fundi til að auka aðsóknina. A sama tíma og vinsældir Gor- batsjovs jukust á Vesturlöndum var Jeltsín afgreiddur sem litríkur, drykkfelldur sveitamaður - eða síngjam hrokagikkur og óttazt var að kali hans í garð kommúnista- flokksins gæti stofnað umbótum í hættu og leitt til upplausnar Sov- étríkjanna. Gorbatsjov hefur sjálfur sýnt honum fyrirlitningu — kom fyrst fram við hann eins og hyskinn skjól- stæðing og síðan eins og óverðugan bandamann. Sagt er að Jeltsín hafi getað átt við sjálfan sig þegar hann sagði um Ronald Reagan: „Han'n reyndist ekki eins mikill kjáni og okkur var talin trú um.“ Fáir sovézkir stjómmála- menn hafa verið eins herskáir og baráttuglaðir. Hann hefur verið kall- aður “Borís sterki," “Bardaga-Borís“ og “Borís boxari," en andleg snerpa hans hefur einnig vakið athygli. Fáir sovézkir stjórnmálamenn hafa verið eins fljótir að læra og hann. Hvað eftir annað hefur Jeltsín orðið fyrstur til að átta sig á því hvernig almenningur hugsar og hvert stefnir eins og Jonathan Steele bend- ir á í The Guardian. Fyrstur allra í framkvæmdastjórn flokksins gerði hann sér grein fyrir því að völd henn- ar og forréttindi yrðu að hverfa. Hann var fyrsti valdamaðurinn í flokknum, sem lýsti yfir stuðningi við margra flokka kerfi. Hann var fyrsti valdamikli Rússinn, sem sagð- ist gera sér grein fyrir þvi að ekki væri hægt að koma í veg fyrir að Eystrasaltslöndin fengju sjálfstæði. Fór úr flokknum Nú kveðst Jeltsín vilja að Kreml- veijar afsali sér völdum sínum yfir heraflanum, járnbrautunum, seðla- bankanum og „ef til vill ýmsu öðru“. Sú spurning vakni „hvort við þurfum yfirleitt nokkra sambandsstjórn". Hins vegar er of snemmt að afskrifa Gorbatsjov, sem ræður enn yfir leif- um voldugs kerfís, hefur mikla stjórnmálahæfileika og nýtur mikils trausts utan Sovétríkjanna, þótt sovézkur almenningur kunni ekki að meta það. „Viss hluti íbúanna trúir enn á Gorbatsjov," sagði Jeltsín við Bill Keller. „Um 3fí af hundraði eftir skoðanakönnunum að dæma og það má ekki vanmeta." Áhrif kommún- istaflokksins, sem Gorbatsjov byggði völd sín á í byijun, dvína hins vegar jafnt og þétt og Jeltsín á þátt í því. í júlí sagði Jeltsín sig úr kommúni- staflokknum. Þingið í rússneska lýð- veldinu gróf ennþá meir undan áhrif- um flokksins þegar það samþykkti að afnema þá hefð að ritarar flokks- deilda séu jafnframt leiðtogar hér- aðsstjórna. FLestir þeirra hafa ákveðið að afsala sér flokksritara- stöðunni til að halda öðrum völdum sínum. Embætti forseta Sovétríkj- anna, hinn nýi valdagrundvöllur Gor- batsjovs, nýtur ekki virðingar al- menrúngs eða yfirvalda heima í hér- aði. Enn hefur ekki á það reynt hve mikil völd Jeltsín verða lagalega séð í embætti forseta rússneska lýðveld- isins. Eins og flest önnur sovétlýð- veldi hefur Rússland storkað sovézk- um yfirráðum með yfirlýsingu um að lög þess standi ofar Iögum sam- bandsríkisins. Núverandi skipulag býður ekki upp á kerfi eða aðferðir til að leysa þennan stjórnskipunará- greining og í reynd mun margt ráð- ast af því hvort verksmiðjustjórar og aðrir frammámenn hlýða Jeltsín eða Gorbatsjov. Rússneska lýðveldið er tvisvar sinnum stærra en Bandaríkin og íbú- arnir 147 milljónir. Þar er að finna megnið af olíu, gulli, demöntum og skotflaugum Sovétríkjanna. Ef Jeltsín getur stjórnað þessu volduga lýðveldi er framtíð Gorbatsjovs í hættu, segir Keller. Ef hann getur það ekki virðist vafasamt að nokkur annar geti það. Sválu á góllinu Borís Nikolajevitsj Jeltsín er fædd- ur 1. febrúar 1931 í þorpinu Bútko skammt frá Sverdlovsk í Úral-ljöll- um. Faðir hans var smábóndi, móðir hans ólæs og börnin þrjú. Þegar kýrin drapst 1935 varð faðir hans byggingaverkamaður í Perm. Fjöl- skyldan fékk herbergi í sameignar- skála, átti lítið af húsgögnum og svaf á gólfinu. Við þessi kjör bjó fjölskyldan í 10 ár og sú reynsla mótaði Borís. Hann fékk Iitla en haldgóða menntun og var góður námsmaður. Hann var þijózkur og nefbrotnaði í áflogum. Hann hafði áhuga á íþróttum, eink- um blaki, þótt hann missti tvo fingur þegar hann reyndi að taka sundur handsprengju, sem hann og tveir vin- ir hans stálu. Að loknu námi í Úral- tækniskólanum starfaði hann sem byggingaverkfræðingur í 14 ár unz hann var beðinn að taka sæti í flokks- stjórninni í Sverdlovsk. Jeltsín þótti duglegur, mannblend- inn og opinskár. Brátt var hann kvaddur til Moskvu og Brezhnev bauð honum starf flokksritara á Sverdlovsk-svæðinu. „Á þeim áium var héraðsflokksritari guð og orð hans voru lög,“ segir Jeltsín í sjálfsæ- visögu sinni. „Völd stíga manni til höfuðs, en reynast takmörkuð þegar reynt er að beita þeim í þágu almenn- ings. Þau geta ekki tryggt öllum nægan mat og gott húsnæði, þótt spilltur flokksritari geti notað þau til að útvega sumum gott starf eða faHega íbúð.“ Á þessum árum var Jeltsín dugleg- ur þjónn kerfisins og virtist ekki telja það ranglátt. Hann velti kenningum ekki fyrir sér og kunni bezt við sig þegar hann þurfti að taka á áþreifan- legum vandamálum. Hann hreyfði engum mótbárum þegar hann fékk þá ,,“villimannlegu“ skipun frá Moskvu að rífa hús í Sverdlovsk, þar sem Nikulás keisari II og fjölskylda hans voru skotin til bana 1918. Of margir „pílagrímar" fóru þangað í heimsókn. Samherjinn í Stavropol í ævisögu sinni kveðst Jeltsín hafa gramizt margs konar óréttíæti, sem hann hafi kynnzt, og ekki farið dult með skoðanir sínar. Eitt sinn varð það til þess að hann fékk ákúrur frá Gorbatsjov, sem fór með landbúnað- armál í miðstjórninni. Gorbatsjov er jafnaldri Jeltsíns og bóndasonur eins og hann, en þeir eiga fátt annað sameiginlegt. Eins og margir aðrir íbúar landbúnaðar- héraða Suður- Rússlands er Gorb- atsjov málgefinn, sveigjanlegur og geðugur. Stjórnmálamenn í Úralfjöll- um, þar sem Jeltsín ólst upp, eru hijúfari: berja í borðið, eru ómyrkir í máli og þrákelknir — „engar bleyð- ur“ að sögn Jeltsíns, „og haga ekki seglum eftir vindi“. Jeltsín kynntist Gorbatsjov þegar Gorbatsjov var ennþá flokksritari í Stavropol. Jeltsín stjórnaði iðnaðar- svæði, Gorbatsjov landbúnaðarhér- aði. Stundum sömdu þeir um vöru- skipti í síma. Jeltsín útvegaði Gorb- atsjov málma og timbur og fékk kjöt og alifugla í staðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.