Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 35 iworgunDiaoio/Jon aigurosson Um hundrað og fimmtíu manns, unglingar og leiðbeinendur hittust á fyrsta landsmóti samtaka félagsmiðstöðva á Biönduósi um helgina. UNGLINGASTARF Unglingar víða að af landinu hittast á Blönduósi Samtök félagsmiðstöðva (SAM- FÉS) héldu sitt fyrsta lands mót um síðustu helgi á Blöndu- ósi. Dagskrá þess var fjölbreytt og auk leikja og dans ræddu unglingarnir þau mál sem heit- ast brenna á þeim í dag. Má þar nefna ofbeldi, gelgjuskeið- ið, tómstundir og framtíðar- horfurnar. Landsmótið hófst á föstudagskvöldi og lauk síðdeg- is á sunnudag. Að sögn aðstand- enda landsmótsins tókst það með ágætum og fóru þátttak- endurnir 150 ánægðir heim. Samtök félagsmiðstöðva eru fimm ára um þessar mundir og eru þrjátíu og tvær félagsmið- stöðvar aðiljar að þeim. Á fyrsta landsmótið á Blönduósi mættu fulltrúar frá tuttugu og einni fé- lagsmiðstöð í landinu. Krakkarn- ir gerðu sér margt til gagns og gamans mótsdagana og var m.a farið í ratleik um Blönduósbæ og á laugardagskvöld var kvöld- vaka og dansleikur í félagsheim- ilinu á Blönduósi og var fjörið stórkostlegt. Eftir hádegi á laug- ardag ræddu unglingarnir ein- stök mál sem þeim finnst mestu varða. Má þar nefna ofbeldi af ýmsum toga og umfjöllun írjöl- miðla um þau mál. Niðurstöður hinna ýmsu málaflokka benda til þess að unglingar í dag séu bjart- sýnt fólk með jákvætt hugarfar. Þetta sést ef til vill best á niður- stöðu hóps sem fjallaði um framt- íðina en þar segir: „Framtíðin er björt en við þurfum að hafa fyrir henrii.“ Æskufólkið fann einnig hjá sér þörf til að koma á framfæri ýmsum ábendingum til þeirra sem eldri eru og til að bregðast við þeirri ímynd sem þeim finnst af þeim sköpuð í fjölmiðlum. Til dæmis fannst unglingunum und- arlegt að vera kallaðir erfingjar landsins í öðru orðinu en ef eitt- hvað bjátar á, þá ættu þau helst ekki að vera til. Krakkarnir lögðu áherslu á að þau sæju hlutina frá öðru sjónarhomi en hinir full- orðnu og það sakaði ekki að þeim væri þakkað fyrir vel unnið verk í stað þess að fólk ávítaði þau stöðugt fyrir fáein „feilspor". Auk þeirra þátta sem að framan greinir ræddu unglingarnir um kynlíf og tómstundir en ef til vill má segja að megin niðurstaða þessara umræðna og landsmóts- ins í heild hafi verið, eins og einn umræðuhópurinn komst að: „Vertu sáttur við sjálfan þig.“ Jón Sig. að en að sýna fyrir nokkra tugi áhorf- endur í Háskólabíói, því á svona móti kemst maður í gættina ef mað- ur ætlar sér áfram, sagði ívar enn- fremur og þegar hánn er spurður hvort að það sé á allra færi að fara í vaxtarrækt og ná þeim líkamsburð- um sem því fylgir svarar hann því neitandi. „Það er enginn gallalaus og menn geta auðvitað fyllt í skörð- in. En þeir einir geta náð langt í vaxtarrækt sem hafa verið „heppnir" frá náttúrunnar hendi. Vaxtarrækt og líkamsrækt eru ekki það sama. Líkamsrækt stundar fólk sér til heilsubótar og viðhalds, vellíðunar- innar vegna. Vaxtarrækt stunda menn eingöngu keppninnar vegna og þar eru öfgarnir í hávegum hafð- ir. Fyrir mann sem hefur burði tii þess og vill ná langt tekur það ekki skemmri tíma en sex ár í markvissri uppbyggingu að verða góður í þess- ari íþrótt. Þetta er ofboðsleg ögun.“ ívar í öllu sínu veldi. Eitthvað þarf að innbyrða af mat iil að næra svona skrokk. ívar og Anna Karlsdóttir kaupmaður. Svo er þetta kostnaðarsamt og ívar lýsir því: „Jú, þetta er dýrt, bæði fer í þetta mikill tími og svo borða ég mjög mikið. Tökum dæmi, að á uppbyggingartíma borða ég fyrir u.þ.b. 10.000 krónur á viku. Síðustu vikumar fyrir keppni er mataræðið flokkað sérstaklega til þess að aðskilja vöðvahópa. Þá borða ég 500 grömm af fiski einn daginn og 500 grömm af fitusnauðu kjöti hinn daginn og mikið af grænmeti, ávöxtum, hrísgrjónum og kartöflum í sérstökunrútreiknuðum hlutföllum. Framan miðast samsetningin við 60 prósent kolvetni, 30 prósent prótein og 10 prósent fita. Þegar nær dregur keppni lækkar fitutalan á kostnað próteinsins. Þá borða ég 30 hrá egg á hveijurn degi, að rauðunni undan- skilinni." En hvernig fara menn með svona matarlyst að? „Ég var nú svo ljón- heppinn að komast í samband við Onnu Karlsdóttur sem er eigandi Verslunarinnar Austurstræti 11. Hún styrkir mig með þeim hætti að verslunin gefur mér allan minn mat þær vikur sem ég er í vöðvaskurði, sex vikur alls. Þetta er ómetanlegur stuðningur sem margir vaxtarrækt- armenn hafa reynt að verða sér út um áður, en engum tekist. Fleiri hafa stutt mig, Guðmundur Karlsson eigandi Fjölsports í Hafnarfirði, sem er með Multi kraft-vörurnar, þær bestu að mínu mati, styrkir mig með allt prótein, amínósýrur og annað sem ég þarf í þeim dúr. Hilmar Björnsson í líkamsræktarstöðinni Mætti í Faxafeni styrkir mig á þann þátt að þar æfi ég frítt. Svp má ekki gleyma unnustu minni Ásdísi Sigurðardóttur sem styður mig með ráðum og dáð. Hún eldar allan minn mat og er tilbúin með hann hvenær sem ég þarf á því að halda. Það er líka ómetanlegt," segir ívar að lok- um. Hagsýn húsmóðir Aseinni árum, eftir að femínisminn náði yfir- höndinni í jafnréttishreyf- ingu kvenna, hafa konur lagt æ meiri áherslu á sérstöðu kvenna. Sér- stök kynbund- in reynsla þeirra, kvenleg eigindi og gild- ismat valdi því að konur séu eftir Sigurð G. allt öðruvísi en Tómasson karlar. Á þessu byggist meðal annars sá skilningur, að hversu velviljaðir sem karlar séu, þá geti þeir aldrei skilið konur, þeir þurfi við það ævinlega að setja sig i spor annarra og viðhorf þeirra og afstaða hljóti ævinlega mótist alltaf af þessu böli sem á þá var lagt með erfðavísunum: Þeir eru karlar. Og þeir mjúku eru kannski eins og músin sem læðist. Af þessu grund- vallarviðhorfi baráttukvenna hafa sprottið greinar sem sumar afneita með öllu sam- skiptum við hitt kynið en líka heilu fræðigreinarnar sem fást við að skilgreina og skoða bæði þennan heim og annan út frá þessum betri helmingi mannkynsins sem vantar á allar fyrri heimsmyndir. Þannig hafa konur fengist við kvennabókmenntir, kvenna- sögu, kvennaguðfræði og fleiri fræðigreinar hafa verið metnar að nýju, allt á mæli- stiku kvenna. í bókmenntum hafa konur fjallað um kven- rithöfunda. Hvort karlar hafi komið í veg fyrir ritstörf kvenna á liðnum öldum og árum og hvort rit kvenna séu eignuð körlum. í öðru lagi athugun á því hvernig karlar lýsi konum i ritum sínum og hvernig karlremba þeirra komi fram. Þegar best lætur hefur þetta verið pijónað saman við Freudiska tákn- fræði, þess er skemmst að minnast þegar kvennabók- menntafræðingur einn skildi loks og skýrði hvað fossinn táknar í sögum og kvæðum íslenskra karla. í kvennaguð- fræði hafa kveriprestar reynt að skapa sér starfsvettvang innan kirkjunnar og á fræði- lega sviðinu hafa þær reynt að koma þeim skilningi áleið- is að bókstaflegar útleggingar á kvenhatri postulans Páls séu engu betri en önnur bók- stafstrú. Ekki miðar alls stað- ar vel í þessu. Kvennasa- gnfræði er að sumu leyti ein- faldari en önnur genbundin fræði því þar er fengist við áþreifanlega hluti: kúgun kvenna á liðnum timum. Allt ' það sem hér er talið hefur mátt þola misfyndið skens andstæðinga. Eitt er það þó sem er þessum viðhorfum jafnréttiskvenna hvað erfið- ast. Það er hve nærri þau standa þeim viðhorfum karla sem telja konur óæðri sér. Þeir taka undir allan pistil um kynbundin eigindi kvenna, það er einungis loka- niðurstaðan sem er frábrugð- in. Þannig er umræðan um hagsýnu húsmóðurina ekki endilega jafnréttinu til fram- dráttar. I hugum margra er sú góða kona önnum kafin við að telja aura í buddu með- an bóndinn er úti að skaffa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.