Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 15
MÓRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 15 Einkavæðing lausnarorðið: biðröð hjá bakaranum. Hugmyndir Jeltsíns fóru ekki að breytast fyrr en Gorbatsjov varð leið- togi sovézka kommúnistaflokksins 1985. Gorbatsjov fól vini sínum að stjórna flokksdeildinni í Moskvu og Jeltsín fékk um leið sæti aukafulltrúa í framkvæmdastjórn flokksins. Þar með komst Jeltsín í hóp æðstu valda- manna og kynntist forréttindum yfir- stéttarinnar, en hann kveðst aldrei hafa getað aðlagazt þessum nýja heimi. Hann veittist að flokkskerfinu. Hann ferðaðist með almennings- vögnum og neðanjarðarlestum, brá sér í verzlanir til að kanna framboð og vöruverð, réðst á forréttindi yfír- stéttarinnar og fordæmdi skort á þjóðfélagsréttlæti og fátækt milljóna í „landi öreiganna“. Oft _slé í brýnu með honum og íhaldsmanninum Jeg- or K. Ligatsjev og hann velti því fyrir sér hvort Gorbatsjov sæi sér hag í því að þeir færu í hár saman svo að hann gæti farið bil beggja. Hatur Gorbatsjovs Jeltsín segir að vináttan við Gorb- atsjov hafi farið veg allrar veraldar á fundi framkvæmdastjórnarinnar í október 1987, þegar ræða Gor- batsjovs á 70 ára afmæli byltingar bolsévíka var yfirfarin. Jeltsín tætti ræðuna í sig og átaldi seinagang í umbótastarfinu. Gorbatsjov gekk af fundi, en kom aftur hálftíma síðar og fór hörðum orðum um mistök Jeltsíns í Moskvu. „Enginn vafi leik- ur á því að Gorbatsjov hataði mig á þessari stundu," segir Jeltsín í bók sinni. í febrúar hafði Jeltsín verið rekinn úr flokksforystunni og lítillækkaður. Heilsan bilaði og hann var fluttur í sjúkrahús. Þegar hann var að ná sér neyddi Gorbatsjov hann til að mæta á enn einn fund til að hlýða á gagn- rýni. „Jafnvel nú, eftir allan þennan tíma, er' ég enn með ryðgaðan nagla í hjartanu og ég hef ekki enn dregið hann út,“ segir Jeltsín í bók sinni. Að lokum fékk hann sæmilegt starf í byggingaráðuneytinu og trúlega var búizt við að hánn léti ekki meira frá sér heyra. í kosningunum til sovézka þings- ins í marz 1989 gátu venjulegir borg- arar í fyrsta skipti sagt valdhöfunum hug sinn. Jeltsín hlaut 89% atkvæða í kjördæmi í Moskvu og sigraði for- stjóra verksmiðju, sem framleiðir eðalvagna fyrir stjórnarherra. End- urreisn Jeltsíns var hafin. Gorbatsjov þorði ekki að beijast um þingsæti og tók öruggt sæti á frambjóðenda- lista flokksins. Síðan hefur hann verið f^ngi flokksins. Flokkurinn gerði allt sem í hans valdi stóð til að bregða fæti fyrir Jeltsín, en hann virtist óstöðvandi. Þegar tilkynnt var að miðstjórn flokksins hygðist rannsaka frávik hans frá réttri hugmyndafræði juk- ust vinsældir hans í Moskvu urn 20% samkvæmt skoðanakönnun. „í raun- inni hefur allt verið gert til að sveipa Borís (til liægri) ásamt bróður sínum og foreldrum mig dýrðarljóma píslarvættis og það hefur tekizt," ritaði Jeltsín í dagbók sína. Dulariull álöll 1 fyrra drógu tvö dularfull mál úr vinsældum Jeltsíns í bili og álit hans beið hnekki. Nú virðist hann hafa náð sér eftir þessi áföll, sem hefðu orðið mörgunl öðrum stjórnmála- mönnum að falli. Þegar Jeltsín var boðið til Banda- ríkjanna sögðu sovézkir fjölmiðlar að hann hefði verið drukkinn í mest- allri ferðinni. Sjónvarpið sýndi mynd- ir af honum flytja ávarp við John Hopkins-háskóla og hann virtist ekki segja orð af viti. Jeltsín sagði að hann hefði þjáðst af flugþreytu og þurft að 'taka svefntöflur og sjón- varpið hefði sýnt falsaðar myndir frá fyrirlestrinum. í fyrrahaust kom Jeltsín rennvotur inn á lögreglustöð í nágrenni Moskvu. Hann sagði að sér hefði verið rænt og fleygt út í Moskvufljót skammt frá glæsilegum sumarbú- stöðum. Hann hélt á blómum og sög- ur komust á kreik um kvennafar og drykkjuskap. Engin viðhlítandi skýr- ing fékkst á þessu máli, en enginn talar um það lengur. Þrátt fyrir miklar vinsældir eftir kosningarnar í fyrra mætti Jeltsín tortryggni hjá mörgum lýðræðis- sinnuðum stjórnarandstæðingum. „Þeir héldu að ég væri stalínisti eða eitthvað þess háttar," sagði hann síðar. „Ég hef aldrei reynt að leyna því að ég var barn míns tima og varð að sumu leyti samdauna kerfi, sem nú er sjúkt. Nú stunda ég sjálfs- gagnrýni, þótt ég sé að verða of gamall til þess.“ Jeltsín varð leiðtogi þingflokks stjórnarandstæðinga. Meðal sam- herja hans voru Andrei D. Sakharov og Gavríll K. Popov og Anatolíj A. Sobtsjak, núverandi borgastjórar Moskvu og Leníngrad. Jeltsín talaði sjaldan á þingflokksfundum og Sak- harov forðaðist hann. Útför Sak- harovs í desember í fyrra mildaði afstöðu lýðræðissinna í garð Jeltsíns. Fjöldi tækifærissinna baðaði sig í sviðsljósinu, en hann lét lítið á sér bera. Tekinn í sátt „Hugmyndir fólks af mínu sauða- húsi og menntamanna um Jeltsín hafa smám saman verið að breyt- ast,“ segir þingmaðurinn Kovalev. „Fólk-fór að skilja að hann hafði hreinsazt og þroskazt af þjáningum, sem kerfið hafði valdið honum. Gorb- atsjov hefði gott af því að læra af ósigri á sama hátt.“ Menntamennirnir, sem í fyrstu litu niður á Jeltsín, hafa komizt að því að hann er jafnvel opnari fyrir nýjum hugmyndum en Gorbatsjov. Hann hefur sannfærzt um að alger einka- væðing sé hornsteinn nýs hagkerf- is,„Vera má að hann hafi ekki mikið vit á hagfræði, en hann valdi beztu leiðina, sem völ var á,“ segir hag- fræðingurinn Vasilíj Seljúnín. „Hann er fljótur að skilja. Einu mistök hans voru þau að hann sagði fyrst eftir að hann var kosinn forseti Íýðveldis- ins í vor að hægt væri að koma á þessum umbótum án verðhækkana, en það er ekki hægt og nú leggur hann ekki áherzlu á þetta atriði." Jeltsín gagnrýndi oft harkalega völd og forréttindi yfirstéttarinnar, þegar hann hóf pólitíska endurreisn- arbaráttu sína. Síðan hann varð for- seti Rússiands hefur hann stundum Forseti Rússlands: sjálfstæði og valddreifing. Flokks- leiðtogi í Sverd- lovsk. fundið að Kremlveijum, t.d. sagt að Gorbatsjov sé óákveðinn og Nikolaj I. Ryzjkov forsætisráðherra vanhæf- ur, og haldið áfram að leika á strengi reiði og vonbrigða almennings. Nú leggur hann hins vegar meiri áherzlu á listina að stjóma en árásir á forrétt- indi. í ágúst fór Jeltsín í langt ferðalag um rússneska lýðveldið til að kynn- ast kjörum fólks. Boðskapur hans er alltaf sá sami: algert sjálfstæði og valddreifing, sem Gorbatsjov lof- aði en hefur ekki staðið við. A sama hátt og rússneska lýðveldið hafi lýst yfir fullveldi eigi hvert þjóðarbrot og samfélag að búa sig undir að taka stjórn eigin mála í sínar hendur. Frjáls markaður muni koma í stað ofstjórnar ráðuneyta, verksmiðjur fái að ráðstafa tekjum sínum í erlendum gjaldeyri og almannaöryggisnefnd eigi að hafa hemil á KGB, sem eigi að leysa upp í áföngum. „Þetta ætti að gera sem fyrst, án þess að bíða eftir því hvað sambands- stjórnin geri, því að hún ræður ekki við málefni ríkisins," sagði Jeltsín í Sterlítamak. „Ef Ryzjkov skilur ekki enn að það er kominn tími til að hann hætti verður að neyða hann til þess.“ & mótl ismum Jeltsín minnist aldrei á „sósíal- isrna" eða perestrojku. „Ismar eru ekki aðalatriðið," sagði hann fyrr á þessu ári. „Aðalatriðið er inntak: mannréttindi, frelsi til að velja. Fólk á að geta lifað fijálst og í friði, þægindum og allsnægtum." Vegna þessara orða sakaði Gorbatsjov hann um lýðskrum og tilraun til að „ein- angra Rússland frá sósíalisma.“ Oft bendir Jeltsín á Suður-Kóreu eða Japan sem fyrirmyndir. „Uxar voru flutningatæki Kóreumanna fyr- ir 40 árum, en nú búa þeir í ein- hvetju þróaðasta landi heims. Japan er auðugasta land heims. Þar eru þjóðartekjur á mann 24,500 dollarar. I Bandaríkjunum 18,000 dollarar. í Sovétríkjunum 6,000 ... rúblur. Þetta höfum við afrekað! Hvað á þá að gera? Afnema þjóðnýtingu, dreifa valdinu á öllum sviðum — í stjórnmál- um, efnahagsmálum, menningarmál- um ...“ í ræðum sínum biður Jeltsín urn „umþóttunartíma." Kolanámumenn og aðrir óháðir verkamenn hafa lofað að efna ekki til verkfalla í að minnsta kosti eitt ár meðan hann reyni að koma á markaðshagkerfi. Stundum virðist Jeltsín gera sér grein fyrir að hann hafi nauman tíma til að koma á traustu lýðræði áður en rígur milli landshluta og stétta splundri þjóðinni. Róttæk áætlun hans um breytingu í fijálst markað- skerfi á 500 dögum kann að valda álíka erfiðleikum og í Póllandi, særa rússneska réttlætiskennd og veita nýjum „lýðhyggjumönnum" tæki- færi. Þegar Jeltsín kom aftur til Moskvu úr ferð sinni um rússneska lýðveldið hélt hann blaðamannafund. Gorb- atsjov hélt blaðamannafund % sama tíma, fór undan í flæmingi og talaði skrifstofumál. Jeltsín var hreinn og beinn og vissi nákvæmlega hvernig ástandið var. Sæti sigrað Kosið verður í rússneska lýðveld- inu næsta vor og Jeltsín mun gefa kost á sér sem forseta. Ferð hans um rússneska lýðveldið var liður í undirbúningnum. Eftir fimm tíma fund með Gorb- atsjov í lok ágúst sagði Jeltsín að hann hefði lofað honum því að keppa aldrei við hann um embætti forseta Sovétríkjanna. Jeítsín sagði að hann mundi ekki taka við starfinu, þótt honum yrði boðið það. Embætti þjóð- arleiðtoga er ekki eins eftirsóknar- vert og áður. Völd þess þrengjast stöðugt. Hins vegar sýna skoðana- kannanir að Jeltsín mundi sigra Gorbatsjov auðveldlega, ef hann byði sig fram gegn honum í beinum kosn- ingum nú. Jeltsín hefur fengið marga hæfi- leikamenn til samstarfs. Sumir þeirra eru reyndir embættismenn úr kerf- inu, eins og forsætisráðherra hans, ívan D. Sílajev. Þeir hafa verið fljót- ir að aðlagast hinu nýja kerfi og hafa sannfært aðra verðuga fulltrúa gamla kerfisins um að þeirra sé þörf. „Kosturinn við að hafa kynnzt innviðum kerfisins er sá að Jeltsín þekkir sníkjudýrin,“ segir Valentína Lantsev, blaðafulltrúi Jeltsíns. „Að því leyti er hann hættulegri en Sak- harov var.“ Aðrir samstarfsmenn Jeltsíns eru harðfylgnir, ungir hagfræðingar og lögfræðingar. Fjármálaráðhen-ann er 32 ára sérfræðingur í alþjóðlegum bankaviðskiptum. Dómsmálaráðher- rann er einnig 32 ára og aðalhöfund- ur nýrra vegabréfalaga.„Enginn þeirra er eldri en Jeltsín eða Sílajev," segir Jeltsín, „og miklu snjallari." Fyrir nokkrum mánuðum var talið að vandi Gorbatsjovs væri hvergi meiri en í rússneska lýðveldinu. Fá sovétlýðveldi voru talin eins frum- stæð og óvíða ríkti eins mikill þræl- sótti. Nú er rússneska sovétlýðveldið allt í einu í fararbroddi sovézkrar framfarasóknar, segir Bill Keller. Ungir lýðræðissinnar beina þangað sjónum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.