Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 2
 ‘kJh SENDIHERRA Á FARALDSFÆTI eftir Jóhannes Tómasson SENDIHERRAR ÍSLANDS hjá erlendum ríkjum eru eins og rótlaust þangið, svo að vitn- að sé í frægar ljóðlínur Jó- hanns Sigurjónssonar. En þeir eru ekki reikulir af fúsum og frjálsum vilja heldur mega þeir sæta því að vera færðir milli landa á nokkurra ára fresti. I þessum hópi er Ingvi S. Ingvarsson, einhver reynd- asti embættismaður utanríkis- þjónustunnar, en hann var nú nýverið skipaður sendiherra Islands í Danmörku. Að ein- hverju marki má kannski segja að Ingvi sé að fikra sig heim á leið eftir langa og gift- usamlega þjónustu í stórveld- aranni. Síðustu árin hefur Ingvi verið sendiherra í Was- hington, en í eina tíð hafði hann sama starf í Moskvu, svo að einhverjir kynnu að halda að hann sé að taka niður fyrir sig með nýju vistinni í Kaup- mannahöfn. En það er öðru nær. Sendiráðið í Kaupmanna- höfn hefur jafnan talist meðal mikilvægustu sendiráða Is- lands á erlendri grund, bæði vegna gamalla tengsla og tíðra ferða íslendinga til Dan- merkur allt fram á þennan dag, sem gerir það að verkum að óvíða eru meiri annir í nokkru sendiráði en því við Dantes Torgið í Kaupmanna- höfn. - Istuttu spjalli er Ingvi fyrst spurður hver séu fyrstu verkefni sendi- herra er hann tekur við embætti í nýju landi: -Eftir að hafa af- hent Margréti Dana- drottningu trúnaðar- bréf mitt frá forseta Islands snúast fyrstu viðfangsefnin um að setja sig inn í allar aðstæður hér, stjórn- málin og almennt-efnahagsástand. Jafnframt heimsæki ég utanríkis- ráðherrann og helstu embættis- menn í utanríkisráðuneytinu. Síðan er venjan að nýr sendiherra heim- sæki alla starfsbræður sína. Það er þó nokkur handleggur því hér eru milli 60 og 65 sendiherrar er- lendra ríkja. Verða störfín hér í Kaupmanna- höfn ólík því sem var í Washington? Málaflokkar ólíkir -í sjálfu sér ekki. Störf sendi- herra eru alls staðar mikið til hin sömu, að koma fram við ýmis tæki- færi fyrir hönd lands síns og vera fulltrúi þess í ýmiskonar mála- rekstri. Málaflokkar geta að vísu verið ólíkir. í Bandaríkjunum var hvalamálið oft fyrirferðarmikið en hér verður norræn samvinna efst á baugi. Ráðherrar og embættismenn koma oft hingað vegna norrænna mála og stundum erum við fulltrúar þeirra á fundum ef þeir komast ekki sjálfír. Vegna tengsla Norður- Ingvi S. Ingvarsson sendiherra Ingvi S. Ingvarsson sendiherra | (lengst 151 vinstri), Hólmfríður Jónsdóttir kona hans og Svend Aage Nielsen sem var sendiherra Dana á íslandi en er nú prótókoll- stjóri en myndin var tekin eftir að Ingvi hafði afhent Margréti Danadrottningu trúnaðarbréf sitt. landanna fer minni tími í það hér að upplýsa um pólitíska stöðu frá degi til dags enda hittast ráðherr- arnir oft og eru í nánu sambandi. Viðskipti landanna eru mikil og í tengslum við sendiráðið hér starfar sérstakur viðskiptafulltrúi. Hér búa líka mjög margir Islendingar og fer talsverður tími í að aðstoða þá, oft vegna einhverra vandamála. Menn- ingartengsl landanna eru einnig með miklum blóma. Mér sýnist því á öllu að hér verði nóg að gera og í litlum sendiráðum eins og okkar verða menn að ganga 1 öll störf og þess vegna verður kannski minni tími til að fara um landið og heimsækja önnur lönd sem tilheyra þessu embætti en þau eru ísrael, Ítalía og Tyrkland. Ég hugsa mjög gott til starfsins hér enda eru samskipti íslands og Danmerkur til fyrirmyndar. Viðmót Dana í garð íslendinga er vinsam- legt og réttsýni þeirra við lausn handritamálsins gleymist ekki. Ég held að nú sé að fullu gróið yfir gömul sárindi. Ingvi hefur undanfarið verið sendiherra í Washington, þar áður var hann ráðuneytisstjóri, árin 1977-1982 var hann sendiherra í Svíþjóð og þar áður sendiherra ís- lands hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann hefur einnig starfað í Belgiu, Frakklandi og Sovétríkjunum. En þurfa sendiherrar að tala tungumál viðkomandi þjóðar? Sænskan flækist fyrir -Það er auðvitað kostur og sam- skiptin verða mun betri og auðveld- ari ef svo er. Besta erlenda tungu- málið hér mér er enskan enda lærði ég í Skotlandi og Englandi og hef starfað mikið í Bandaríkjunum. Ég komst dálítið inn í rússnesku og frönsku er ég var í þeim löndum og talaði þokkalega sænsku þegar ég var í Stokkhólmi og ég er kannski helst hræddur um að hún eigi eftir flækjast fyrir dönskunni mér. Starfsmenn utanríkisráðu- neytisins eiga kost á að sækja tung- umálanámskeið og nota margir sér það. Hins vegar eru fáir sendiherrar hér sem tala dönsku. Sænski sendi- herrann talar sænsku og sá norski notar sitt móðurmál. Við íslending- ar njótum þess að hafa lært dönsku og ég þykist því betur á vegi stadd- ur í þessum efnum en margir starfs- bræður mínir hér. Hveijir eru helstu kostir og gall- ar þess að fiytjast úr einu landi í Rætt við Ingva S. Ingvarsson sendiherra íDanmörku annað á fárra ára fresti? -Ég hygg nú að kostirnir séu fleiri en gallarnir. Það er stefna ráðuneytisins að menn séu ekki lengur en fjögur til fimm ár á hverj- um pósti en áður kom fyrir að menn voru jafnvel 10 til 20 ár í sama stað. Éf mjög lengi er dvalið í sama 'landi eiga menn erfiðara með að losa sig og það er hætta á að þeir staðni og þreytist og síðan er þetta eilíf spurning um það hvar menn vilja að börnin festi rætur. Gallarnir eru einkum þeir að nauð- synlegt er að endurnýja kunningja- hópinn nokkuð oft. En mér finnst áríðandi að starfsmenn utanríkis- ráðuneytisins starfi heima á íslandi á milli pósta erlendis. Er það hvíld frá sendiherrastarf- inu að koma heim og gegna emb- ætti ráðuneytisstjóra? -Mér fannst það nú engin hvíld! Sú staða er áreiðanlega ein sú erfið- asta í allri þjónustunni. Þau ár sem ég gegndi henni voru utanríkisráð- herrarnir þrír, alit ágætir og hæfir menn. En það er gaman að fá tæki- færi til að starfa heima öðru hveiju því það fer ekki hjá því að menn slitna dálítið úr tengslum við heiml- andið og ættingja og vini þar eftir langdvalir erlendis. Nú koma æ fleiri sendiherrar úr röðum þeirra sem starfað hafa lengi í þjónustunni - er það þróun í rétta átt? Hafa bestan undirbúning -Það er nú allur gangur á þessu en ég er þeirrar skoðunar að starfs- menn utanríkisþjónustunnar hafi bestan undirbúning til að gegna þessum embættum. Þeir eru fjöl- menntaðir eftir að hafa öðlast reynslu af áralöngu starfi á ýmsum stöðum. Ingvi nefnir að margt hafi breyst síðustu árin og telefax og önnur tækni létti mönnum störfín og seg- ir hann að samskiptin heim fari í vaxandi mæli fram gegnum telex og telefax. Þá segir hann uppi hug- myndir um að koma á beinni tölvu- tengingu milli ráðuneytis og sendi- ráðanna. En eiga sendiherrar sér uppáhaldsstaði eða lönd? -Það held ég ekki en það er þó einstaklingsbundið. Starfíð hjá stór- veldunum er erfítt og það er kannski fjölbreyttara hjá minni þjóðunum. Ég held nú að menn setji sjaldnast fram ákveðnar óskir um pósta og þó að það sé gert er ekki alltaf auðvelt að fara eftir þeim. Er þá ekki hægt fyrir þig að setja ákveðna stefnu að lokinni dvölinni hér? -Jú, heim - á eftirlaunin! Eftir nokkur ár verð ég kominn á eftir- launaaldur og þá er óhjákvæmilegt að láta af störfum og snúa sér að einhveiju öðru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.