Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 8
$...<3 SIDFRÆDI/£r órofin stund unabar best? Anægjan gerir Ufið gott ímyndið ykkur munkaklaustur á miðöidum. Og munka í þungum þönkum yfir stórum bókum. Þeir eru klæddir brúnum kuflum og rýna á bókasafninu í forngrískan texta og latinu: Hugmyndir Arístipposar, Plat- óns og Epíkúrosar leika í hugum þeirra, en á einu borðinu liggur bók Aristótelesar, „Siðfræði Nikkómakkoar", ósnert. Munkarn- ir, sem tilheyra Benediktsregl- unni, glíma við ánægjuhugtakið. Hvert er til að mynda hlutverk ánægjunnar? Er hún af hinu góða eða illa? Áhrifamesta hugsuði allra tíma, Platóni (427-347 f.Kr.), var hálf illa við ánægjuna. Hún var hættuleg í hans augum. Hann óttaðist að menn færu að bera of mikla virð- ingu fyrir henni og þess vegna gaf hann út þá yfirlýsingu að skynsem- in ætti að vera húsbóndinn á góð- um heimilum en ánægjan aðeins ambátt. Hann leit á hana sem Þránd í Götu skynseminnar. Ánægjuhugtakið féll ekki fyllilega inn í hugmyndakerfi Platóns og varð það því að mestu leyti horn- reka, en stillt og kyrrlát ánægja fékk að fljóta með í lýsingu hans á hinu góða líferni. Platón var sem kennivald yfir hugum munkanna, og einnig var þjáningin mikils metin. Kristur þjáðist á krossinum og menn eru þar af leiðandi ekki of góðir til að þjást í lífínu. Þetta höfðu munkarn- ir lært, en eins og mönnum er svo gjamt að gera, þá efuðust þeir og leituðu logandi ljósi að betri grein- argerð um ánægjuna. Hugmyndir Aristipposar (4. öld f.Kr.) steymdu nú af síðunum og munkamir námu: Manneskjan sækist frá náttúrunnar hendi ósjálfrátt eftir unaði. Það besta, mesta og æðsta í lífínu er ánægj- an, og ánægja andartaksins er sætust. Núið er það eina sem til er. Sannarlega hamingjusamur maður á heima í gleði andartaks- ins, því fortíðin er liðin og framtíð- in er ókomin. Órofín stund unaðar er best og hóflaust sællífi er hið góða líf. Holdleg ánægja hefur mest gildi. . . Munkarnir hættu Iestrinum og hristu höfuðið. Kenning Aristip- posar höfðaði ekki til þeirra, en Platón gamli hafði einmitt ráðist gegn þessari kenningu með sinni speki. Aristippos gat því ekki leyst hina platónsku ánægju af hólmi. Slitrur af handriti eftir Epíkúros (341-270 f.Kr.) sældarhyggju- mann var næst á dagskrá. Og af því mátti lesa: Taumlaust nautna- líf hefur ekkert gildi, því ánægjan verður leiðigjörn ef hún er lík gesti sem sýnir ekki á sér neitt farar- snið. Best er að vera hófsamur, en njóta samt ávaxta Iífsins þegar það á við. Skynsamlegt, réttlátt og heiðarlegt líferni er líferni ánægjunnar. Sælan er kóróna lífs- ins. Kenning Epíkúrosar var ljúfari í augum munkanna, en ánægjan lék þrátt fyrir það of stórt hlutverk í leikriti lífsins. Hún megnaði ekki að hrinda hugmynd Platóns af stalli, en spumingarnar héldu áfram að vakna: Hvert er eðli ánægjunnar? Getur hugsast að til sé sönn ánægja og svikin? Fingur snerti „Siðfræði Nikkó- makkosar" eftir Aristóteles (384-322 f.Kr.). Hann var hinni mikli lærisveinn Platóns, og lagði sig í líma við að afsanna kenning- ar meistarans, eins og sannir nem- endur eiga að gera. Aristóteles rit- aði meðal annars snilldarlega um eðli harmleikja. Og hugsanlega gamanleikja, en um það má lesa í bók Umberto Eco, „Nafn rósarinn- ar“. Bókinni var upp lokið og lesið var með eftirvæntingu í augum: Skoðanir, tilfinningar og duttlung- ar manna eru ekki mælikvarði á ánægju, heldur mannleg náttúra. Þó einhveijum finnist eitthvað ánægjulegt, er sú ánægja fölsk ef hún er byggð á röngum forsendum. Eðli mannsins stefnir að gæsku, hyggni, visku og gæfu, og ánægja sem stefnir að þessu er góð og eftirsóknarverð. Það er ánægjan sem gerir lífið gott. Öll verk má gera af ánægju en verk eru ekki göfug nema þau séu gerð af góðum vilja og sönn ánægja hlýst aðeins af góðum vilja. Speki Aristótelesar streymdi hindrunarlaust: Unnin verk sem eru í samræmi við eðli mannsins eru til heilla, og ef upphaf þeirra og ástæða er rétt þá finnum við til sannrar ánægju. Til að skýra að ánægjan er aðeins sönn þegar hún spinnst af réttri ástæðu er gott að taka dæmi: Þrír gamlir menn detta ofan í þijá djúpa skurði. Þrír ungir menn koma að og leggja sig í dálitla hættu til að bjarga þeim. Hið ná- kvæmlega sama gerist á þessum þremur stöðum og ungu mennirnir eru allir ánægðir að afreki sínu Ioknu. Þessir þrír atburðir eru eins að öllu leyti, en þó er það eitt sem skilur þá að og gerir þá ólíka: Ástæðan sem liggur að baki þeim var aldrei sú sama. 1) Sá fyrsti bjargaði gamla manninum til að ganga í augun á samferðamönnum sínum. Hann vann að eigin hagsmunum. 2) Annar bjargaði sínum manni vegna þess að sá gamli var ríkur. Ástæða hjálpseminnar spratt því af von um peninga. 3) Sá þriðji bar um- hyggju fyrir gamla manninum. Honum var annt um velferð hans og líðan, og bjarg- aði honum afþeim sökum. Ánægja ungu mannanna er því af ólíkum toga spunnin, og aðeins ánægja hins þriðja er sönn, því hún spinnst af góðum vilja og réttlátu hjarta. Kenning Aris- tótelesar yljar munkunum um hjartarætur. Ar- istóteles hafði fellt Platón í ánægju- glímunni. Ánægj- an fullgerir sér- hvert verk og full- komnar. Hún er það sem rekur smiðshöggið og bindur endahnút- inn líka. Ánægjan er fýlgifiskur hins góða, og hrein samviska og siðleg hegðun felur í sér mestu og sönn- ustu ánægjuna. Ánægjan er ekki í keppni við skynsemina, fegurðina eða sannleikann. Hún er þeim kærust og hún hvetur alla menn til að sækjast eftir þeim. Munkarnir lokuðu bókinni sann- færðir, en þeir urðu að fara leynt með sannfæringu sína því áhrifa- menn innan reglunnar höfðu ímu- gust á ánægju og hlátur var bann- aður! Speki: Eilíf sæla lætur sjaldan á sér kræla. eftir Gunnar Hersveín Sofnað og vaknað til skiptis í tilbreytingalausri sælu — (P. Bruegel: Sælulandið). tý REKSTRÁRVORUR Réttarhálsi 2,110 Rvík. - símar 31956-685554-Fax687116 K.E.l/1/ Hobby Háþrýstidælan Bíllinn þveginn og bónaöur á tíu mínútum. Fyrir alvöru bíleigendur, sem vilja fara vel með lakkið á bílnum sínum, en rispa það ekki með drullugum þvottakústi. Bílsápa og sjálfvirkur sápu- og bónskammtari fylg- ir. Einnig getur þú þrifið húsið, rúðurnar, stéttina, veröndina og sandblásið málningu, sprungur og m.fl. með þessu undratæki. Úrval fylgihluta! • Hreinsiefni • Pappír • Vélar • Áhöld • Einnota vörur • Vinnufatnaður • Ráðgjöf • O.fl. o.fl. VÍSINDI /Er kaldasti stabur í heimi Helsinki? Nýttmetí kælingu efiiis Vísindamönnum við Háskól- ann í Helsinki hefur tekist að kæla silfursýni niður í 0,6 billj- ónasta hluta úr gráðu yfir al- kuli. Þetta er lægsta hitastig sem hingað til hefur verið framleitt, en lægsta náttúrulega hitastig sem vitað er um er bakgrunns- geislunin sem fyllir allt alheims- rúmið og er u.þ.b. 3 gráður yfir alkuli. Finnar hafa áform um að nota aðferðina til rannsókna á ísótópanum helíum-3, sem verður fljótandi við langtum lægra hita- stig en algengari isótópinn hel- íum-4. Þeir vona að rannsóknirn- ar geti varpað nýju Ijósi á eig- inleika segulmagnaðra efna við ofurlágt hitastig. ----------------------L LÆKNISFRÆÐI /Hversberab minnast á afmœlinu KJARN- ORKU- SLYS | NÆST Á eftir tortímingu Híró- símu og Nagasaki kemur spreng- ingin í kjarnorkuverinu í Tsjernobyl 26. apríl 1986 sem þriðja mesta kjarnorkuslys sög- unnar. Ætla mætti að fimm árum síðar væri hægt að vega og meta með nokkurri vissu hversu mikið líf- og heilsutjón hlaust af þeim eyðingaröflum sem þarna leyst- ust úr læðingi. En það er nú öðru nær. Fréttir sem bárust nokkrum dög- um eftir hamfarirnar gáfu í skyn að þrír tugir manna hefðu farist en fólk hefði verið flutt burt af stóru svæði umhverfis slysstað- inn á öruggari slóðir. Hermenn, sjálfboðaliðar og námumenn flykkt- ust tugþúsundum saman til Tsjernobyl, sumii' áætla um hálf eftir Þórarin milljón, í lagfær- Gu‘lnason ingar- og hreins- unarvinnu í kjarnorkuverinu og umhverfis það. Við sprenginguna rofnaði þakið og mörg hundruð smálestir af geislavirkum efnum þeyttust út. Reynt var að kæfa eld- ana með því að fleygja ógrynni af sandi og bórsýru niður í þá úr þyrl- um, og þeir sem þarna störfuðu urðu óhjákvæmilega fyrir geislun, lítt eða ekki varðir. Sagt er að þyrlu- flugmennirnir hafi tekið upp hjá sjálfum sér að setja blýplötur í sætin sín. Sumir þessara aðkomu- -I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.