Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 4
c,4 >C i« MOH'Qt'N.ÖLAÐlÐ ; SUKN’UDAGtffK :l-2í MAÍ 1991 Aðalmálið í Suður-Afríku nð er eðlileg auðdreifing De Klerk og Mandela standa saman Viðskiptahömlum ætti að aflétta eftir Anthony Hazlitt Heard F.W. DE KLERK, forseti, hefur nú með lúðraþyt og söng boðað komu nýrrar Suður-Afríku, sem verði laus við aðskiln- aðarstefnuna, „apartheid". í þetta skipti virðist rammasta alvara á ferðum, en á undanförnum árum hafa slíkar tilraunir runnið út í sandinn. Samt mun líða lang- ur tími, unz félagslegt og efnahagslegt réttlæti hefur komizt á. Helzta vanda- málið, sem takast verður á við í þessu gullauðga en að öðru leyti miðlungs- gæðaríka landi, er einfalt. Þótt aðskiln- aðarstefna kynþátta hverfi úr sögunni, munu tvær „þjóðir“ búa í landinu; önnur sæmilega efnum búin á heimsmæli- kvarða; hin fátæk; önnur hvít; hin svört. Hvítir menn eru aðeins fimmtán af hundraði meðal landsmanna. Þetta er eins og uppskrift að hugsanlegri bylt- ingu. Miklar deilur standa nú yfír í þinginu um það hvernig seinustu stoð- um aðskilnaðarstefn- unnar verði steypt undan þjóðfélags- byggingunni, en þegar þær eru fallnar, verður margt lítt breytt í efnalegú tilliti á landinu undir þegnunum. Þegar De Klerk setti þing hinn 1. febrúar sl., gekk hann lengra en búizt hafði verið við. Hann boðaði ekki aðeins afnám svæðalaganna („Group Areas Act“, sem kveða á um sérstök héruð kynþátta). jarða- laganna („Land Acts“, sem áskilja hvítum mönnum mestallt jarðnæði) og ýmissa annarra laga í anda að- skilnaðarstefnu, sem skipta minna máli en eru jafn-heimskuleg og fyrrnefnd lög, svo sem lagaákvæði um „eigin málefni" kynþátta. Hann kom mörgum á óvart með því að segja, að hann vildi láta fella lögin um kynþáttaskráningu úr gildi. Án slíkrar skrásetningar get- ur aðskilnaðarstefnan ekki lengur haldizt við Iýði, því að samkvæmt henni er allt fólk í Suður-Afríku skráð eftir kynþætti sínum við fæð- ingu. Engin kynþáttaskráning = engin aðskilnaðarstefna. Hér var samt hængur á. Núver- andi stjórnarskrá miðast við að- greiningu kynþátta. Þingið skiptist í þrjár, aðskildar deildir, þar sem þrír minnihlutahópar eiga sæti; þ.e. hvítir menn, múlattar eða blend- ingsfólk (kallað „coloured" eða „mixed blood“ í Suður-Afríku) og Asíu-ættað fólk. Vegna þessara ákvæða í stjórnarskránni um að- skilnað kynþátta á þingi, segist De Klerk vilja viðhalda kynþáttaskrán- ingunni til bráðabirgða, svo að þing- ið geti verið starfhæft. Með því á hann aðallega við það, að hægt sé að halda aukakosningar samkvæmt stjómarskránni, áður en henni verð- ur breytt til samræmis við hina nýju stefnu. Kynþáttaskráningin á því aðeins að vera tímabundin, eða þangað til ný stjórnarskrá hefur verið samin og samþykkt. Nýja stjómarskráin á að veita öllum ætt- bálkum svertingja rétt til þingsetu. Röksemdafærsla De Klerks fyrir tímabundinni kynþáttaskráningu er ekki sannfærandi. Sé honum alvara með óskum sínum um nýja stjómar- skrá án tafar, gæti forsetinn æskt þess, að aukakosningar yrðu lagðar niður um stundarsakir, og þar með þyrfti engin bráðabirgða-ákvæði um kynþáttaskráningu. Þetta stefnufrávik hans sýnist vera frið- argjöf, sem hann verður að færa hörðustu andstæðingum sínum yzt á hægra vængi stjómmálanna. Það virðist nokkuð ljóst, að fái svertingjar ekki fljótlega aðgang að auði og gæðum landsins, muni þeir draga þá ályktun, að ekki sé hægt að taka mark á framfara- stefnu De Klerks í átt að lýðræði. Nefna má dæmi um það, hvernig fer, þegar ákveðnum hlutum lands- manna hefur verið bannaður fijáls aðgangur að uppsprettu auðs. Sam- kvæmt jarðalögunum frá 1913 og 1936 voru 87% landsins áskilin hvítum mönnum til búsetu. Nú á að afnema þessi lög á nokkmm mánuðum, en svertingjar hafa al- mennt ekki ráð á að kaupa land af hvítum mönnum, svo að nokkru nemi, án meiriháttar aðstoðar úr ríkissjóði eða annars staðar frá. Svertingjar voru fátækir í upphafi, þegar þeir fluttust inn í landið að norðan, og kynþátta-aðskilnaðurinn hefur gert þá snauðari en ella þyrfti að vera, a.m.k. þegar jarðakaup eru annars vegar. Að vísu eru góðar horfur á, að framkvæmd verði ráðgerð um mik- ilsháttar aðstoð við fátæka svert- ingja til jarðakaupa. Ríkisstjórnin stendur á bak við útvegun fjárins til þessarar hjálpar, sem aðeins verður veitt í eitt skipti. Þrátt fyrir þetta blasir enn eitt vandamálið við. Þess háttar rausnarleg „jóla- gjöf“, sem kæmi úr hendi hvíta mannsins, þótt með óbeinum hætti væri (t.d. dreift af hvítum ríkis- starfsmönnum), gæti vakið upp alls konar hræringar meðal svartra manna. Í fyrsta lagi Iyktaði þetta of mikið af föðurlegri umhyggju. Oðru vísi horfði við, kæmi féð úr sjóðum ríkisstjórnar, þar sem flestir ráðherranna væru svartir, kosnir á þing af fólkinu, sem nyti góðs af gjöfum stjórnarinnar. Þá fyndist mönnum, að þeir væru aðeins að fá jiað, sem þeir ættu skilið. I öðru lagi verða deilur um það meðal svertingja, hver fái hvaða land og af hverju á hinum þéttbýlu svæðum, þar sem stöðugt fjölgar. í þriðja lagi er hætta á spillingu, þegar farið verður að skipta fé úr jarðakaupasjóði. Hvorki svartir né hvítir ríkisstarfsmenn eru ónæmir fyrir óheiðarlegu bralli og mútu- þægni, eins og nýleg hneykslismál hafa sýnt. Aðalvandinn, sem De Klerk, for- seti, á nú við að glíma, er þessi: Hvernig geta menn af svörtum ættbálkum (þrír fjórðungar lands- manna) komizt í álnir og orðið eign- amenn nógu snemma til þess að koma í veg fyrir byltingu? De Klerk er heppinn að því leyti, að þetta er sama vandamálið fyrir Nelson Mandela. Standi leiðtogi Afríska þjóðarráðsins fyrir eitthvað öðru fremur, er það stöðugleiki. Hann tapar fyrir róttæklingum yzt til vinstri, verði órói, ólga og upp- lausn meðal svertingja. Því er það svo, að búast má við samstöðu hjá De Klerk og Mandela, hvað svo sem kann að gerast. Þetta leyfi ég mér að fullyrða, þrátt fyrir aukna erfið- leika í samstarfi þeirra, vegna þess að þá greinir æ meira á um leiðina til hinnar nýju Suður-Afríku og einnig um það, hvemig hún eigi að vera. Suður-Afríka hefur um árabil verið útskúfað ríki í ríkjasamfélagi heimsins. Þess vegna þarfnast hún sárlega eðlilegra tengsla við efna- hagslíf umheimsins. Það öðlast hún ekki, nema viðskiptabanni verði aflétt og viðskiptahömlur afnumd- ar. Slíkar ráðstafanir juku á svæða- bundna fátækt, hversu áhrifaríkar, sem þær kunna að hafa verið, þeg- ar stefnubreyting ríkisstjórnarinnar kom til sögunnar. Það er erfitt fyr- ir ríkisstjómir, hvarvetna í heimin- um, að dæma um það, hvenær hömlum skuli aflétt. De Klerk seg- ir, að það skuli gert nú, en Mand- ela segir, að það skuli gert síðar, þegar hin nýja Suður-Afríka blasi við. Þegar þar að kemur, ættu bæði De Klerk og Mandela að íhuga, hvort þeir ættu ekki að senda sam- eiginlega frá sér ósk og áskorun til heimsbyggðarinnar um að láta af þessari refsingu. Yrði heimurinn við þeirri bæn, fengi nauðstaddur efnahagur þjóðarinnar kærkomna blóðgjöf. Þeim mun fyrr, sem þetta gæti orðið, þeim mun betra, þegar við horfum á og höfum í huga bilið milli þeirra, sem eiga mikið eða eitt- hvað, og hinna, sem eiga lítið eða ekkert. Jafnvel þótt þetta mætti verða svo, verður endurreisn efnahagsins hægfara, og Suður-Afríkumenn gætu enn um hríð átt eftir að fást við sargandi raunveruleika hvítra forréttinda og svartrar fátæktar. Ég held, að ríkið verði hættulega nærri upplausn, unz tækifæri til eðlilegrar auðdreifingar hafa verið sköpuð með lýðræðislegum hætti eftir alfijálsar kosningar. Höfundurinn er fyrrverandi ritsljóri „Cape Times“í Ilöfðaborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.