Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 27
MOHGUNBLAÐID IVIIMMINQABWPWAGMR ílfh MALI99I pC pg7 Söludeildir í Kirkjustræti, Kringlunni, Ármúla 27 og á póst- og sfmstöövum um land allt BLÓM í BLÍÐU OG STRIÐU BMaf v/Gullinbrú, Stórhöföa 17 g 67 U 70 Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Símaþjónusta - kreditkortaþjónusta - sendingarþjónusta PÓSTUR OG SÍMI * Asdís Þórkatla Magnúsi Fædd 16. október 1913 Dáin 2. maí 1991 Feijan gengur og farið er yfir fljótið nótt og dag. Seint að kvöldi og síðla nætur er sungið kveðjulag. (J.G.) Það eina sem við eignm alveg víst er að ferjan gengur. Og nú hefur vinkona mín Asdís Þ. Magn- úsdóttir farið þessa ferð, sem við eigum öll vísa. Mig langar að senda nokkur kveðjuorð. Eg var búin að búa í Garðabænum í nokkuð mörg ár, þegar Ásdís flutti frá Hafnar- firði. Við bjuggum í sömu götu og urðum góðar grannkonur. Ásdís var greind kona, hún var hreinskiptin í skoðunum og mátti ekki vamm sitt vita. Þetta voru eiginleikar sem ég laðaðist að. Hún missti mann sinn ung. Þau áttu eina dóttur, Helgu Maríu Guðmundsdóttur, sem býr í Kopavogi. Hún á sex börn sem öll eru uppkomin. Þessi fjölskylda var hennar mesta gleði. Einlægt var henni efst í huga velferð þeirra. Umhyggja hennar var óþrjótandi. Þau endurguldu henni ást hennar. Þau umvöfðu hana umhyggju síð- ustu tímana sem var henni ábyggi- lega mest virði að fá að dvelja heima umkringd af þeim sem hún elskaði mest. Ég kveð Ásdísi með söknuði og þakklæti fyrir gengin ævispor. Ég sendi fjölskyidu hennar mínar bestu samúðarkveðjur og bið þeim blessunar Guðs. Anna Kristjánsdóttir Amma okkar, Ásdís Þórkatla Magnúsdóttir, er látin, tæplega 78 ára. Amma var einstök kona, og það er erfitt með fátæklegum orðum að minnast hennar, jafn sérstæð og hún var. Hún skilur eftir sig minningar um konu, sem með festu, sterkri trú og góðri greind mótaði umhverfi sitt. Lífið var ömmu enginn dans á rósum. Hún var fædd 16. október 1913 á bænum Þröm við Suðureyri í Súgandafirði, dóttir hjónanna Magnúsar Hj. Magnússonar og konu hans, Guðrúnar Önnu Magn- úsdóttur. Má geta þess að Magnús var fyrirmynd að Ólafi Kárasyni, Ljósvíkingi, í Heimsljósi Halldórs K. Laxness. Af sex börnum þeirra ióttir hjóna voru það aðeins amma og bróðir hennar, Skarphéðinn, sem einnig er látinn, sem komust á legg. Já, erfiðleikarnir byijuðu snemma í lífi ömmu. Heldur birti þó til er henni var komið í fóstur inn í Hnífsdal við ísafjarðardjúp, hjá Vil- helmínu Maríu Hjaltadóttur, systur iangafa, og Birni Helga Kristjáns- syni. Á unglingsárum fluttist amma til Ísaíjarðar. Þar bjó hún fram undir tvítugt, er hún flytur til Hafn- arfjarðar til að hefja búskap með tilvonandi eiginmanni sínum, Guð- mundi Albertssyni matsveini. Lífið virtist brosa við ungu hjónunum, dóttirin Helga María fæðist. En ömmu voru ætluð önnur örlög. Afi drukknar 9. ágúst 1936, erlínuveið- arinn Örninn ferst út af Norður- landi. Á þessum árum var ekki auðvelt að vera einstæð móðir. En með dugnaði og atorku þrammaði hún lífsins veg ein og óstudd. Sú leið var löng og erfið, þar sem amma var snemma þjökuð af langvarandi gigt- Fyrir rúmum 20 árum festi amma kaup á íbúð sinni Hörgártúni 7, Garðabæ. Þetta var mikið þrek- virki fyrir rúmlega fimmtuga konu. En amma stóð við sitt. Þarna tókst henni að skapa sína eigin veröld. Með natni og alúð dyttaði hún að garðinum, húsinu eða lagfærði inn- andyra. Állt var í röð og reglu, hver hlutur átti sér tilgang og stað. Oft fannst okkur amma svolítið gamaldags, fastheldin á gamla siði. Henni var ekkert um það gefið að hlaupa á eftir duttlungum nú- tímans. Henni nægði sitt. Ilún var trú sínum uppruna. Hennar heimur var ekki stór. Æskuslóðirnar Suðureyri við Súg- andafjörð, Hnífsdalur og ísafjarðar- kaupstaður, síðar Hafnarfjörður og loks Garðabær, var hennar heimur. Það var alltaf notalegt að koma til ömmu. Hún vafði okkur ást, umhyggju og kærleik, kenndi okkur að trúa og vera þakklát Guði fyrir það sem hann gaf. Það hefur ábyggilega verið erfítt að fá okkur sex ærslafulla krakka í heimsókn. En amma tók okkur með stakri ró, skipti sjaldan skapi. Við lærðum fljótt að bera virðingu fyrir ömmu. Jafnvel sem börn skynjuðum við þann persónuleika, sem stafaði frá henni. Amma var mótuð af reynslu, sem við í nútíma þjóðfélagi þæginda og munaðar ekki þekkjum. Hvergi var betra, þegar erfiðleik- ar börðu að dyrum, en að leita ömmu. Hún gat hlustað, huggað og styrkt með þeim eina hætti, sem þeim er gefið, sem sérstaka hæfi- leika hafa. Maður leit iífið bjartari augum eftir að hafa leitað ráða hjá ömmu. Við vitum að nú líður ömmu vel, loksins komin á ný til afa. Við þökk- um henni fyrir það veganesti, sem hún bjó okkur út með. Án þess værum við stórum fátækari. Moður okkar vottum við samúð og þökkum erfitt hlutverk. Hún vakti nánast dag og nótt við dánar- beð ömmu, svo amma fengi ósk sína uppfyllta að dvelja heima síðustu daga sína. Með nokkrum ljóðlínum, sem langafi okkar, Magnús Hj. Magnús- son, skáld, orti til ömmu, skömmu fyrir andlát sitt, kveðjum við ömmu hinstu kveðju. Ég skal sitja og svæfa þig. Svona Ijúft því faðmar mig. Allt það góða elski þig, ófarin unni lífsins stig, við þér brosi vonin fríð. Vertu blessuð alla tíð. Guðmundur, Júlíus, Gunnar, Ásdís, Hafsteinn og Auður. BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Wlélnn q m\ '&'lHÚi V/'>'x Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími689070. Storno Nýja línan af þýsku Storno farsímunum er fullkomnari en áður, samt er hann á gamla lága verðinu. Storno farsíminn er bæði bíla- og burðartæki tilbúinn til ísetningar og honum fylgja allir nauðsynlegustu fylgihlutir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér þennan vandaða en ódýra farsíma strax í dag. Hafðu samband við söludeildir Pósts og síma og fáðu þér Storno farsíma, einn vinsælasta farsímann á íslandi. BÍLASÍMl BURÐAR- OG BÍLASÍMI kr. 83.788 stgr. m/vsk. kr. 99.748 stgr. m/vsk. NÝ GERÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.