Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 22
C 22 0; MQRGUNBLAÐIÐ tyi£ryi\ig8\Í<3ARSTRAUIViAR SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1991 'iinPhk. MBandaríski leikarínn Tom Hanks hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir tvo skelli í röð. Fyrst var það Jói og eldfjallið („Joe Versus the Volcano") þar sem hann lék skrifstofub- lók í sjálfsmorðsleiðangri og svo Bálköstur hégóm- ans („The Bonfire of the Vanities“), stærsta skelli síðasta árs þar sem hánn lék verðbréfagarpinn Sher- man. Hann þótti ekki beint smella í síðarnefnda hlut- verkið en lætur það ekki á sig fá' og herma nú fregnir að hann vilji leika Richard Nixon í nýrri mynd um forsetann fynverandi en hún á að heita „The Passi- on of Richard Nixon“ og verður gerð af Disneyfyrir- tækinu Hollywood Pictur- es. Sagt er að Hanks, sem frægur er fyrir gamanleik, sé á höttunum eftir alvar- legri rullum þessa dagana. WkEf Hanks getur leikið Nixon hvers vegna ætti þá Arnold Schwarzenegger ekki að geta leikið sálfræð- inginn Carl Jung? Honum hefur verið boðið að leika annað titilhlutverkið í myndinni Fred og Jung en ólíkt Nixonmyndinni er hér um að ræða gaman- mynd. ■ En það er sífellt verið að nefna Schwarzenegger í tengslum við væntanlegar myndir svo taka ber fregn- um sem þessum með var- úð. Líka fregnum af því að hann ætli að leika á móti Sylvester Stallone í gamanlöggumynd. Þeir mundu leika í kvenmanns- fötum og Amold þykir hugmyndin fyndin. Kirk Douglas sem Spartacus; tækifæri til að upplií'a ekta sögulega stómiynd í bíói. IBIO Spennuþættirnir Tvídr- angar sem sýndir eru á Stöð 2 og eru gerðir í sam- vinnu við Siguijón Sighvats- son og Propaganda Film í Los Angeles eiga sér örugg- lega ennþá ákafa aðdáendur þótt farið sé að teygjast vel á sögunni. Áhuginn á þátt- unum hefur minnkað tals- vert í Bandaríkjunum og ekki er vitað hvort ABC- sjónvarpsstöðin bandaríska ætli að halda áfram að gera Tvídranga eftir að sýningar- tímabilinu lýkur þann 10. júní. En FBI-maðurinn Coo- per hverfur þó ekki alveg af sjónarsviðinu því leik- stjórinn David Lynch hefur hug á að gera „Twin Peaks — The Movie“ eða bíómynd um Tvídranga. Það er aðeins spuming um hvenær hann hefur tíma til þess. Lynch vinnur nú að myndinni „Ronnie Rocket“ og meðhöf- undur hans, Mark Frost, leikstýrir annarri bíómynd, „Storyville" með James Spader, en eftir það gætu þeir farið að huga að Tvídr- UTLAGAKVENSUR Nýjasta bíómynd breska leikstjórans Ridley Scotts er nokkuð frábrugðin þeim sem hann er frægastur fýrir, nefnilega „Alien“ og „Blade Runner“. Hann gerir hana í Banda- ríkjunum en hún er tiltölu- lega lítil vegamynd á gam- ansömum nótum sem heitir Thelma og Louise. Með að- alhlutverkin fara tvær ágætis leikkonur, Susan Sarandon og Geena Davis. „Thelma" býður uppá gamalkunnugt efni á nokk- uð nýjum nótum. Það er venjan í Hollywood að karl- menn fari með aðalhlut- verkin í vegamyndum af þessu tagi en myndin fjallar um útlaga tvo (Sarandon og Davis) sem halda út á þjóðveginn með lögguna á hælunum og lenda í rnarg- víslegum ævintýrum. Myndin markar einnig stefnubreytingu hjá leik- stjóranum Scott sem helst hefur fengist við stórar og dýrar spennumyndir fram að þessu. „Thelma“ verður ein af sumarmyndum MGM í Bandaríkjunum. Sarandon og Davis leika útlagana Thelmu og Louise. 16 þús á „Óvininn lls höfðu um 16.000 manns séð spennu- myndina Sofið hjá óvinin- um(„Sleeping with the Enerny") með Juliu Ro- berts á rúmum tveimur vikum í Bíóhöllinni að sögn Árna Samúels- sonar bíóstjóra. Spáði hann því að aðsóknin færi upp í 25 til 30.000 manns. Þá sáu um 4.000 manns spennuhryllinn Eymd („Mis- ery“) fyrstu sýningarhelg- ina, en myndin sú er gerð eftir sögu Stephens Kings og segir frá rithöfundi sem geðsjúkur aðdándi hefur í haldi fjarri mannabyggð. Um 10.000 manns hafa séð gamanmyndina Græna kortið („Green Card“) eftir Peter Weir með Gérard Dep- ardieu, um 15.000 manns sáu þrillerinn Á síðasta snún- ing („Pacific Heights"), alls sáu um 12.000 manns mafíu- myndina Góðir gæjar(„Good- Fellas") og um 12.000 manns sáu gamanmyndina Passað uppá starfið („Taking Care of Business“) með Jim Belus- hi og Charles Grodin. KVIKMY Skyldi hún vera enn betrif Spartacus endumýjaður Spartacus segir frá þræla íppreisn í ríki Rómveija og marg- ar ástæður eru fyrir því að hún hefur unnið sér sess í kvik- .. myndasögunni. Hún marl aði endalok bannlistanna í Holly- wood því handritshöfundurinn, Dalton Trumbo, fékk loks að koma úr felum dulnefnanna með þessari V mynd. Hún er ein af fyrstu myndum snillings- \ ins Kubricks, þótt hann sé lítt hrifinn af henni \ sjálfur. Hann var fenginn til að leikstýra eft- ir að tökur hófust og leysti af hólmi Ánthony Mann. Fimm þúsund spænskir hermenn I léku í bardagatriðunum en manngrúinn jj^ var svo mikill að til að ná utan um hann varð Kubrick að filma í næstum tveggja \ kílómetra íjarlægð. Þá er leikaravalið eins og best verður á kosið. Douglas var í titil- hlutverkinu og er Spartacus ein af hans bestu rullum. Auk Ustinovs, Oliviers og Curtis leika Charles Laughton og Jean Simmons ! mynd- inni. Grétar Hjartarson i Laugarásbíói, sem sýndi Spartacus á sínum tíma, hefur lýst áhuga sínum á að fá nýju útgáfuna til sýninga og segir hana hafa verið eina af „stærstu myndunum sem hér hafa verið sýndar". Hún var endursýnd í Laugar- ásbíói fyrir um átta árum en þá fékk ný kynslóð áhorf- enda tækifæri til að kynnast og dást að þessari merki- legu stórmynd. Ef hún kemur aftur, sem maður vonar sannarlega að hún geri, hafa bæst við hana 36 dýrmætar mínútur og enn ný kynslóð getur upplifað hvernig ekta sögulegar stórmyndir, sem nú eru ekki gerðar lengur, virka í bíói. Breiðvangur verð- ur 700 sæta bíó SKEMMTISTAÐNUM Breiðvangi, sem er í eigu Árna Samúelssonar eiganda Bíóhallarinnar og Bíóborgar- innar,, verðui- breytt í þriggja sala kvikmyndahús að sögn Árna á hausti komanda ef allar áætlanir standast. Hús Breiðvangs.er sam- fast við hús Bíóhall- arinnar en enginn sam- gangur verður á milli held- ur verður nýja bíóið rekið sem sjálfstæð ' eining að sögn Árna. „Við munum opna þar þriðja frumsýn- ingarsal okkar og bjóða uppá það allra besta sem fæst er varðar þægindi og tækjakost,“ sagði Árni í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að líklega yrði einn fjórði hluti hús- næðis Breiðvangs tekinn undir veitingastað í tengsl- um við bíóið þar sem fólk gæti fengið sér hressingu fyrir og eftir sýningar. Alls vérða 700 sæti í nýja bíó- inu. Ámi sagði ástæðurnar fyrir breytingunni einkum vera tvær. Annars vegar hefðu Wamer Bros. og 20th Century Fox, sem hann hefur umboð fyrir, aukið mjög framleiðslu sína svo hann liggur nú með um 20 bíó- myndir sem Árni Samúelsson; vill nýta húsnæðið betur. bíða frumsýninga og þeim á eftir að fjölga að sögn Árna. Hins vegar vill hann nýta húsnæðið betur en hann sagði það ekki hafa verið fullnýtt orðið nema eitt eða tvö kvöid í viku. „Við viljum fylla það öll kvöld,“ sagði Árni að lok- um. Breiðvangur; nýtt kvikmyndahús. ÞEGAR stórmyndin Spartacus eftir Stanley Kubrick með Kirk Douglas í aðalhlutverkinu var frumsýnd árið 1960 var hún 182 mín. að lengd. Þegar hún var sett í endurdreifingu árið 1967 var hún 161 mín. Þegar hún var sett í dreifingu í þriðja sinnið á þessu ári var hún orðin 197 mín. Sá sem á heiðurinn að því að hún er nú komin í fulla lengd og hefur verið endurbætt — upprunalega fílman var orðin æði máð og mörg atriði höfðu ekki fengið að vera í fyrstu út- gáfunni — heitir Ro- bert A. eftir Arnold Harris en Indriðoson hann gerði nokkuð svipað við Arabíu- Lárens David Leans árið 1989. Hann fékk Kubrick í lið með sér og Douglas líka og aðra stórleikara sem fóru með hlutverk í myndinni eins og Tony Curtis og Peter Ust- inov, sem töluðu inná atriði, sem bætt var inní, þar sem hljóðið vantaði. Eitt mikilvægasta at- riðið sem áður var klippt burt en hefur nú verið sett í mynd- ina gerist í rómversku baði þar sem Laurence Olivier og Tony Curtis eru staddir en atriðið þótti hafa full kynferðislegan undirtón. Hljóðið vantaði í atriðið svo Curt- is talaði inná það en af því Olivi- er var látinn var Anthony Hopk- ins fengjnn til að herma eftir honum. Árangurinn ku góður þótt Hopkins skíni í gegn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.