Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991 17 Eystrasaltsríkin hafa öll lýst yfir fullu sjálfstæði Hersveitir draga sig til baka Tallin, Stokkhólmi. Reuter. LETTLAND fylgdi í gær því fordæmi sem Eistland gaf á þriðju- dagskvöld og lýsti yfir fullu sjálfstæði landsins. Foseti landsins, Anatolys Gorbunovs, undirritaði tilskipun þessa efnis í þinghúsinu í Riga, höfuðborg landsins. Nú hafa öll þijú Eystrasaltsrík- in lýst yfir fullu sjálfstæði þótt stjórnvöld í Moskvu hafa ekki við- urkennt þau sem sjálfstæð ríki. Að sögn Imants Gross, yfirmanns upplýsingaskrifstofu Lettlands í Svíþjóð, greiddu 109 af 200 þing- mönnum á lettneska þinginu at- kvæði með yfirlýsingunni en hon- um hafði ekki verið tilkynnt hversu margir greiddu atkvæði á móti, sátu hjá eða voru fjarverandi. Gross sagði einnig að félagar í svarthúfusveitum sovéska inn- anrikisráðuneytisins hefðu varpað gassprengjum í miðborg Riga, höfuðborg Lettlands, eftir sjálf- stæðisyfirlýsinguna, en enginn særðist og litlu síðar drógu sveit- irnar sig til baka til búða sinna. Reuters-fréttastofan hafði eftir eistneskum fulltrúum að valdarán- ið í Moskvu hefði gert það að verk- um að landið gæti ekki endurheimt fullveldi sitt með samningaviðræð- um við yfírvöld í Moskvu. Aldis Bezins, sem er fulltrúi Lettlands í Eistlandi, sagði í við- tali við Reuters-fréttastofuna að Sendiherra Búlg- aríu í Brussel: Niðurstaða EB-fundar jákvæð SENDIHERRA Búlgaríu í Brussel, Lea Cohen, sagði í gær, að hún fagnaði niðurstöðu neyðarfundar sem utanríkisráðherrar ríkja Evr- ópubandalagsins héldu á þriðju- dag, en meðal annars var ákveðið að athuga mögulcikana á, að EB- ríkin tólf styrktu tengsl sín við lönd sem þau hafa hingað til forð- ast að bindast of föstum böndum. Cohen sagði að atburðirnir í Sov- étríkjunum myndu styrkja stöðu umbótasinna í Búlgaríu. Sendiherrann sagðist vona að valda- ránið í Kreml hvetji EB-löndin til þess að auka tengsl sín við fyrrum kommúnistaríki, og fagnaði niður- stöðu fundar utanríkisráðherra, en þeir sýndu áhuga á auka samskipti við lönd sem Evrópubandalagið hefur hingað til látið að mestu afskipta- laus. Ráðherrarnir lýstu yfir stuðn- ingi sínum við umbætur í Búlgaríu og Rúmaníu, og að kannaðir yrðu leiðir til að auka samvinnu þeirra við fyrrnefnd lönd og Albaníu. „Nú von- umst við eftir raunverulegum stuðn- ingi,“ sagði sendiherrann, en litlar efndir hafa orðið á liðnum loforðum EB-ríka um stuðning við umbætur í fyrrum austantjaldsríkjum. I síðasta mánuði höfnuðu ráðherrarnir bón Evrópubandalagsins um að styðja rækilega við bakið á umbótum í Pól- landi, Tékkóslavakíu og Ungvetja- landi. Almennar kosningar verða í Búlg- aríu síðar á þessu ári, og taldi sendi- herrann, áð atburðirnir í Sovétríkjun- um myndu styrkja málstað umbóta- sinna, en Búlgarski sósíalistaflokkur- inn, sem skipaður er fyrrum meðlim- um kommúnistaflokks landsin^, ræð- ur yfir, meirihiuta á þingi. hann vonaði að erlend ríki myndu viðurkenna sjálfstæði landsins sem fyrst. Esko Aho, forsætisráðherra Finnlands, sagði við fréttamenn eftir að Lettland hafði iýst yfir sjálfstæði „að hann vonaði að landið myndi taka upp viðræður við Moskvustjórnina á leið sinni til sjálfstæðis“. Finnland hlaut sjálfstæði frá Rússlandi árið 1917 eftir samningaviðræður yfirvalda landanna. Smáríkin við Eystrasalt urðu að þola það að verða e.k. skipti- mynt í samskiptum stórveldanna þegar þau voru innlimuð í Sovét- ríkin árið 1940 eftir að Stalín og Hitler höfðu náð samkomulagi um það sín á milli. Lettneskur þingmaður tjáði starsmanni utanríkismálanefndar Alþingis, Þorsteini Magnússyni, að sovéskar hersveitir hefðu dreg- ið sig til baka frá sjónvarps- og útvarpsstöðvum í Litháen. Hann taldi samt að hættuástandið væri ekki enn yfirstaðið. I gærmorgun hertóku sovéskar hersveitir sjónvarps- og útvarps- turninn í Tailinn, höfuðborg Eist- lands, og um skeið var öll starf- semi þar lömuð. Þegar liða tók á daginn hörfuðu sveitirnar hins vegar frá turninum og útsendingar hófust að nýju eftir 15 tíma hlé. Yfír 400.000 verkamenn í Eist- landi tóku í gær þátt í verkfalli sem verkalýðsfélög höfðu boðað til að sýna andstöðu sína við valda- ránið í verki. Samgöngur og flest- ar framkvæmdir lágu að mestu leyti niðri vegna verkfallsins. Skriðdrekarnir fara Reuter Halarófa skriðdreka streymdi út úr miðborg Moskvu í gærdag á sama tíma og valdaræningjamir flúðu borgina. Hlutabréf hækka HLUTABRÉF hækkuðu í verði og staða evrópskra gjaldmiðla gagnvart Bandaríkjadollar styrktist eftir þá yfirlýsingu Bor- is Jeltsín, forseta Rússlands, í gær að hin svokallaða neyðar- nefnd væri að reyna að komast frá Moskvu. Um sama leyti til- kynnti fréttastofan Tass að sov- éska varnarmálaráðuneytið hefði fyrirskipað hersveitum að fara frá Moskvu. Áhrif þessara yfirlýsinga á gjald- eyrismörkuðum í Vestur-Evrópu voru þau að dollarinn lækkaði gagn- vart þýsku marki og enska sterl- ingspundinu. Gengi dollars var 1,822 mörk eftir fréttir um valda- ránið á mánudaginn, en eftir frétt- irnar frá Moskvu í gær lækkaði það í því sem næst 1,77 mörk. Fréttirnar leiddu einnig tii þess að aðrir þýskir fjármálamarkaðir styrktust. Þannig hækkaði DAX- hlutabréfavísitalan um 2,9%, fór í 1.570,82 stig. Hlutabréfakaupmenn í Frankfurt töluðu um að kaupæði hafí gripið um sig þegar fréttirnar bámst. Svipaða sögu er að segja af fjár- magnsmörkuðum annars staðar í Evrópu. Gull hélt hins vegar áfram að hækka í verði, en olía lækkaði lítillega. Þá hækkuðu hlutabréf í Bandaríkjunum í verði í gær, þó minna en þau evrópsku. Hugnr og hjarta fengn að ráða - segir Aieksander Kan sagnfræðiprófessor „FÓLK lét hug og hjarta ráða sínum gjörðum," segir prófessor Aleks- ander Kan, þegar hann yar inntur álits á þróun mála siðasta sólar- hring í Sovétríkjunum. Kan var fremsti sérfræðingur sovésku vísinda- akademíunnar í sögu Norðurlanda. Hann sagði sig úr kommúnista- flokknum 1984 og er nú sagnfræðiprófessor við háskólann í Uppsöl- um. Prófessor Kan sótti hér þing sagnfræðinga um stjórnmálasögu. Þegar Morgunblaðið leitaði eftir áliti og skoðunum prófessorsins síðastliðinn mánudag, voru fréttirn- ar óljósar en hann vonaði hið besta og óttaðist hið versta. „Þessi valdránstilraun virðist hafa verið illa undirbúin og þeir orðið að spila þetta eftir hendinni. Þróun síðustu daga hefur bragðið birtu á nýja þætti og atriði sem leiddu til þess að valdaránið er nú að fjara út. Jeltsín tókst að byggja eiginn valdagrunn, samskiptanet, og tengsl við hin lýðveldin og við herinn. Mikilvægustu lýðveldin, Kasakstan og Úkraína, stóðu með honum. Unga fólkið studdi hann og einnig kommúnistar sem sáu að breytingar og umbætur eru nauð- synlegar. Ég sá gamla vini og kunn- ingja í sjónvarpssendingunum frá rússneska þinghúsinu. En síðast en ekki síst. Fólkið á götunni var reiðubúið til að færa fómir. Þessir atburðir sýna að fólk- ið er ekki hlévirkt eða passívt. Pere- strojkan hefur gert fólk meðvitað," sagði prófessor Aleksander Kan að lokum. Teppi - dúkai - flísar - parket - mottur 10-50% afsláttur Opiö til kl. 16 laugardaga TEPPABUÐIN GÓLFEFNAMARKAÐUR, SUÐURLANDSBRAUT 26, S. 91 681950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.