Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991 Moskvubúar bera Alexander Jakovlev, fyrrum meðlim æðsta ráðsins, og náinn ráðgjafa Gorbatsjovs um langt skeið, á höndum sér. Jakovlev sagði sig úr kommúnistaflokknum á föstudag og varaði jafnframt við valdaráni harðlínumanna. Sovéskur hermaður veifar ákaft húfu sinni til ljósmyndara þegar skriðdrekasveitir yfirgefa Maniestorg nærri Kremlarmúrum. í yfirlýsingu sem Míkhaíl Gorbatsjov gaf frá Krímskaga eftir að honum var sleppt úr haldi, kvaðst hann hafa tekið yfirstjórn hersins í sínar hendur. Forseti Sovétríkjanna hefur skipað öllum hersveitum að halda til fyrri bækistöðva sinna. Sérfræðingar um atburðina í Moskvu: Hik og ráðaleysi kom valdaræningjimum í koll Moskvu, London, Washington. Tlie Daily Telegraph og Reuter. VALDARÁN sovéskra harðlínumanna fór út um þúfur vegna harðrar andstöðu Borís Jeltsíns Rússlandsforseta og hiks og ráðaleysis forsprakkanna að dómi vestrænna sérfræðinga í dag. Víðtækar mótmælaaðgerðir stuðningsmanna Jeltsíns, virðast hafa orðið til þess að valdaránsleiðtogarnir hafi misst kjarkinn að sögn sérfræðinganna. Jeltsín og stuðningsmenn hans unnu mikilvægan siðferðilegan sig- ur þegar herlið neyðarnefndar valdaránsmanna gerði ekki alvar- lega tilraun til að ráðast á þinghús- ið snemma í morgun. „Þar sem ekkert alvarlegt gerðist í gærkvöldi bendir það til skorts á vilja og festu hjá nefndinni,“ sagði sérfræðingur við Glasgow-háskóla, Bill Wallace. „Þeir voru greinilega ekki reiðu- búnir að beita nógu miklu valdi, hvort sem það var vegna þess að erlendir sjónvarpsmenn voru við- staddir, eða að þeir hafi talið að það mundi ekki hafa tilætluð áhrif,“ sagði Andrew Duncan við herfræði- stofnunina í London. Eitt af því sem hélt aftur af neyðamefndinni var að hún hélt því fram að hún hefði stjórnar- skrána í heiðri og viðurkenndi rúss- neska þingið. „Þeir vissu að þeir mundu standa frammi fyrir alvar- legum vanda, ef þeir legðu undir sig þinghúsið og tækju Jeltsín fastan,“ sagði vestrænn stjórnarer- indreki. Jeltsín hafði verið kosinn í frjálsri kosningu. „Hann nýtur al- menns stuðnings, völd hans byggj- ast á stjórnarskránni," sagði Ge- orge Bush forseti fréttamönnum í Bandaríkjunum í gær. „Nefndin vanmetur völd þjóðarinnar.“ Duncan taldi nefndina hafa „at- hyglisverðan skort á miskunnar- leysi og hæfni til að kynna mál sitt“ þegar Jeltsín sneri vöm í sókn. Hann sagði að það hefðu verið meiri háttar mistök hjá nefndinni að þagga ekki niður í erlendum fjölmiðlum eða stöðva útvarpssend- ingar. Nefndarmennirnir hafi verið sviplitlir og ekki náð til almennings. Aðrir sérfræðingar bentu á að það hefði haft sitt að segja að vest- ræn ríki brugðu hart við og bundu enda á aðstoð, þegar andstaða al- mennings í Moskvu jókst og mót- þrói magnaðist í lýðveldunum. Nursultan Nazarbajev, forseti í Kazakstan, var einn þeirra áhrifa- miklu manna sem fordæmdu valda- ránið í gær. I morgun krafðist Vladimír Iv- asjko, varaleiðtogi kommúnista- flokksins, þess að fá að hitta Gorb- atsjov á Krím, þar sem hann var í haldi, og það gaf til kynna að flokkurinn hefði sjálfur snúist gegn byltingunni. Flestir eru sérfræðing- arnir sammála um að hik og ráða- leysi hafi verið eitt helsta einkenni neyðarnefndarinnar og sama megi raunar segja um stjórn Gorbatsj- ovs, sem valdaránsmennirnir til- heyrðu. Ýmsir höfðu spáð því að valda- ránið mundi fara út um þúfur vegna þess að valdaræningjana skorti öflúgan stuðning í sovéska hernum. „Allt er á huldu um hveij- ir eru við stjórn og hvað er á seyði,“ sagði ritstjóri Jane’s Intelligence Review, Henry Dodds. „Engu er líkara en að kerfið sé lamað. Þeir vita ekki hveijum þeir eiga að hlýða.“ Valdaránið var illa skipulagt að sögn sérfræðinga í Moskvu. Þótt fjölmennt herlið væri kallað út var engri skipulagðri áætlun hrundið í framkvæmd. Stöðugar æsingaræð- ur borgara rugluðu hermennina í ríminu og grófu undan baráttu- þreki þeirra. „Eg fæ engan frið fyrir fólki, sem heldur yfir mér fyrirlestra á nokkurra mínútna fresti og segir að ég sé að fremja lögbrot,“ sagði óbreyttur liðsmaður úr sérsveit, sem lokaði Maniestorgi í miðborg Moskvu. Hann var úr hópi 10.000 hermanna, sem talið var að væru á víð og dreif í miðborginni. Talið var að þeir nytu stuðnings 300 skriðdreka. Leiðtogar rússneska lýðveldisins héldu því fram að nær allar her- deildir í Síberíu og austurhéruðum Sovétríkjanna væru undir þeirra stjórn og töldu horfur á að hersveit- ir í Evrópuhéruðunum mundu ganga í lið með þeim. Vísað var á bug sögusögnum um að yfírmaður sovéska fallhlífaliðsins hefði verið handtekinn þegar hermenn undir hans stjórn frá Ryazan hefðu geng- ið í lið með Jeltsín. Breskur sérfræðingur sagði að klofningur hefði verið greinilegur í sovésku liðsforingjastéttinni. Háttsettir herforingjar eru yfirleitt íhaldssamir, en lágtsettir og meðal- háttsettir liðsforingjar eru hlynntir umbótum að hans sögn. Allt að 25% þeirra munu styðja Jeltsín og vilja fámennari her atvinnumanna, segir hann. Dodds sagði að ef ef hermönnun- um hefði verið skipað að skjóta á andófsmenn hefði það getað leitt til fyrstu beinu uppreisnarinnar í hernum. Þeirri spurningu er ósvarað hvers vegna rússneska þinghúsið var ekki tekið með áhlaupi og Jelts- ín handtekinn meðan enn var hægt að koma honum og stuðningsmönn- um hans á óvart. „Við sáum skrið- drekasveitir sækja inn í borgina,“ sagði hernaðarsérfræðingur, „nálgast götuvígi og hafast ekkert að í fimm eða sex klukkutíma, þótt einfalt hefði verið að sneiða hjá hindrununum.“ Kantemirovskaja- og Tam- anskaja-herfylkin, sem yfirleitt studdu valdaræningjana, eru ekki úrvalsherfylki. Ekki var vitað um afstöðu yfírstjórnar hersins, þar á meðal forseta herráðsins, Míkhaíls Moisejevs hershöfðingja, sem yfir- leitt hefur verið talinn hlynntur umbótum. Því er einnig ósvarað hvers vegna leiðtogar valdaránsins treystu nær eingöngu á landher- sveitir og skriðdrekaherfyiki, sem hafa enga þjálfun fengið í aðgerð- um gegn óbreyttum borgurum. Ein af úrvalssveitum innanríkisráðu- neytisins, Dzerzhinsky-herfylkið, hefur bækistöðvar rétt hjá borgar- mörkunum og hægt hefði verið að kalla út KGB-herdeildir. í Washington er sagt að háttsett- ir bandarískir embættismenn séu sammála um að valdaránið hafi verið dæmt til að mistakast. Brent Scowcroft þjóðaröryggisráðgjafi sagði að skriðdrekarnir hefðu ekki sótt inn í Moskvu fyrr en nokkrum klukkustundum eftir að neyðar- nefndin hefði lýst því yfir hvað fyrir henni vekti. „Venjulega þegar valdarán eru framin sækja skrið- drekarnir fram um leið og tilkynn- ing er birt,“ sagði Scowcroft. Ýmislegt bendir til þess að neyð- arnefndin hafi flýtt sér að láta til skarar skríða til að koma í veg fyrir undirritun nýs sáttmála um sovéska ríkjasambandið að sögn bandarískra embættismanna. Mesta athygli vakti að ekki var reynt að þagga niður í Jeltsín og að valdaræningjarnir gerðu sér ekki grein fyrir því hve auðvelt hann á með að ná til almennings. Ein skýringin kann að vera sú að enginn úr hópi valdaræningjanna hefur verið í framboði í fijálsum kosningum eins og Jeltsín. Nefndin sýndi einnig að hún stóð í litlu sambandi við raunveruleik- ann þegar hún greip til þeirrar gegnsæju lygi að Gorbatsjov hefði sagt af sér af heilsufarsástæðum, sem er gamalkunnug aðferð komm- únista. Bush forseti kallaði í dag það bragð gamaldags blekkingar- leik. Þó sögðu embættismenn í Hvíta húsinu þegar þær fréttir bárust að skriðdrekar hefðu verið sendir gegn Jeltsín að verið gæti að valdaræn- ingjarnir mundu ekki hika við að beita valdi til að handtaka hann og knýja fram vilja sinn í Moskvu og annars staðar. Þetta var ein af ástæðunum til þess að Bush lagði ríka áherslu á stuðning við Jeltsín í gær. Fyrr á þessu ári sagði Scowcroft að líkur á tilrauni til valdaráns í Moskvu væru allalvarlegar. Hann neitar því nú að bandaríska leyniþjónustan hafi brugðist, þar sem hún varaði ekki við valdaránstilrauninni og segir að hún hafi jafnvel komið Gorbatsjov á óvart. SIEMENS 1 Þvottavél eins c ►g þœr Igerast bestar! WM42 Áfangaþeytivinding, 1200 sn./mín., fjölmörg þvottakerfi, sjálfvirk magn- skynjun, nýtir vel vatn og þvottaefni. SMÍTH& NORLAND Nóatúni4-Sími 28300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.