Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991 4- Gautlönd í Mývatnssveit: Góður árangur af bor- un eftir heitu vatni GÓÐUR árangur varð af borun eftir heitu vatni í landi Gautlanda í Mývatnssveit, en eftir boranir sem þar fóru fram í sumar komu upp um 30 sekúndulítrar af um 64 stiga heitu vatni. Stefnt er að því að leggja heitt vatn í 10 hús sem borað er eftir heitu vatni é ^ Böðvar Jónsson bóndi á Gaut- lóndum í Mývatnssveit sagði að menn hefðu lengi vitað um heitt vatn í Arnarvatni og gerðar hefðu verið kannanir á árunum 1976, 1981 og 1984 og fyrir lægu jarð- hitarannsóknir, viðnámsmælingar og hagkvæmniáætlanir. Það væri gamalt hugsjónamál bænda á svæðinu að hefja þar boranir og í júní hefði jarðbor frá Jarðborun- um hf. hafið þar boranir. Þeim lauk í byijun ágúst, en þegar bor- inn var kominn niður á rúmlega 900 metra dýpi hefðu fengist yfir 20 sekúndulítrar af 63 stiga heitu vatni. Eftir að stangir voru teknar app úr holunni er rennslið orðið um 30 sekúndulítrar af 64 stiga heitu vatni. „Þetta þykir okkur góður ár- angur og einkum þykir hann merkilegur fyrir það, að þetta er í fyrsta skipti sem borað er á suð- urenda sprungukerfis á háhita- svæði Þeistareykja. Þennan góða árangur getum við fyrst og fremst í kjölfarið. Þetta er í fyrsta sinn . þessu svæði. þakkað áhuga Kristjáns Sæ- mundssonar jarðfræðings hjá Ork- ustofnun og Jarðborunum hf.,“ sagði Böðvar. Fjarhitun hf. gerði hagkvæmniútreikninga fyrir bændur um hitun húsa með 'vatni frá borholu á þessu svæði og var hún fremur hagstæð miðað við rafhitun. Var því leitað til Orku- sjóðs um íjárhagsiega fyrirgre- iðslu og var samþykkt að veita lán til borunar, sem Böðvar sagði að hefði gert bændunr mögulegt að leggja út í framkvæmdir. Tilgangur borunarinnar var fyrst og fremst að athuga hvort nægt heitt vatn fyndist á svæðinu og svo reynst vera. Böðvar sagði að ætlunin væri nú að leggja þetta heita vatn í 10 hús á Helluvaði, Arnarvatni og á Gautlöndum. Böðvar sagði að Kristján hefði ráðlagt mönnum að hvíla holuna í um einn mánuð áður en við henni yrði hróflað, þannig að í næsta mánuði yrði tekin ákvörðun um hvort vatnið yrði lagt í húsin nú í haust eða síðar. Ping Fjórðungssambands Norðlendinga; Skipulag og starfs- hættir sambands- ins í brennidepli inga og nýjar leiðir í byggðamál- um verða aðalmál 33. þings sam- bandsins sem haldið verður á Húsavík dagana 30. og 31. ágúst næstkomandi. Björn Sigurbjörnsson, formaður starfsháttanefndar, sem skipuð var á síðasta þingi sambandsins, mun hafa framsöu um starfshætti og skipulag.Fjórðungssambands Norð- lendinga fyrri dag þingsins. Starfs- háttanefndin hefur lagt til að sam- bandinu verði skipt í tvennt, þ.e. eftir kjördæmum. Stjórn sambands- ins hefur fjallað umfillögur nefnd- arinnar, en vísaði þeim til þingsins til umfjöllunar. Aðalmál seinni þingdagsins ber yfirskriftina Nýjar leiðir í byggða- málum, en um það málefni hafa framsögu Sigfús Jónsson, formaður sameiningarnefndar félagsmála- ráðuneytisins, Ingunn St. Svavars- dóttir, formaður Fjórðungssam- bands Norðlendinga, Stefán Guð- mundsson, formaður nefndar um nýjar leiðir í byggðamálum, og Vil- hjálmur Egilsson, alþingismaður. Þingið verður haldið í íþróttahúsi Barnaskóia Húsavíkur. íbúó til sölu Til sölu er mjög góð 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi. Ibúðin er um 78 fm og er öll nýupp- gerð. Hentar mjög vel félagasamtökum og fyrir- tækjum, svo og einstaklingum. íbúðin er til afhendingar nú þegar. Upplýsingar gefnar á Fasteignasölunni, Brekku- götu 4, Akureyri, sími 96-21744. ■4i. ■ STARFSHÆTTIR og skipulag Fjórðungssambands Norðlend- STEFAHIA AKUREYRI Hausttilboð Gisting í 2ja manna herbergi fró kr. 2.650.- pr. mann. Frábærar steikur. Gott veró. Hótel Stefanía, restaurant, sími 96-1 1400. Endurvarpi settur á Kerlingu Bætir fjarskipti við hálendið og eykur öryggi Þyrla varnarliðsins fór tvær ferðir með búnáð og mannskap upp á Kerlingu á þriðjudag og unnu skátar þá að uppsetningu endur- varpans. FÉLAGAR úr Hjálparsveit skáta á Akureyri hafa komið fyrir endurvarpa á hæsta tindi Kerlingar, eða í 1.538 metra hæð. Kerling er hæsta fja.ll á Norðurlandi og í kjölfar þess að endurvarpanum hefur verið komið þar fyrir opnast mögu- leikar á betra fjarskiptasam- bandi inn á hálendið og öryggið eykst til muna. Sveinbjörn Dúason félagi í Hjálparsveit skáta á Akureyri sagði að til hefði staðið í um tvö ár að koma endurvarpanum fyrir, í fyrstu fór nokkur tími í að fá tilskilin leyfi allra aðila er málið varðar, en síðan voru smíðaðar undirstöður og staðhættir kannað- ir. „Það hefur allt verið tilbúið í um það bil ár, en eftir var að kom- ast upp með allan búnaðinn. Það var því langþráð stund fyrir okkur að ná þessu takmarki," sagði Sveinbjörn, en þyrla varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli flaug með búnað og mannskap upp á Kerl- ingu í fyrradag og hafði áður gert tvær árangurslausar tilraunir til að lenda á fjallinu. Sveinbjörn sagði að veður og skýjafar þar efra hefði ævinlega heft för skáta á ijallið, þar til á þriðjudag að loks var hægt að lenda. Þyrlan fór tvær ferðir upp á fjallið, en alls tóku 9 félagar úr hjálparsveitinni þátt í ferðinni og sagði Sveinbjörn að skátar væru varnarliðinu þakklátir fyrir aðstoð- ina, þyrlusveitin hefði lagt mikið á sig til að af þessu verki gæti orð- ið. Vel gekk að koma endurvarpan- um fyrir á sínum stað, en hann var settur niður á hæsta punkti fjallsins í 1.538 metra hæð. „Með tilkomu þessa endurvarpa opnast fjarskiptin inn á hálendið á svokall- aðri VHF-tíðni en þau hafa verið heldur slæm fram til þessa. Þetta er tíðni sem björgunarsveitirnar nota og við það að endurvarpinn er kominn í notkun eykst öiyggið til muna. Við munum í haust og vetur prófa t.d. hvað hann dregur langt,“ sagði Sveinbjörn. Fjarskiptaráð björgunarsveita, sem er í eigu landssambanda þriggja björgunarsveita, Hjálpar- sveitar skáta, Flugbjörgunarsveita og Slysavarnafélags íslands á end- urvarpann, en Hjálparsveit skáta á Akureyri hefur borið hitann og þungann af smíði og uppsetningu hans. Grafið fyrir undirstöðum endurvarpans. Hjálparsveit skáta á Akureyri; Vildi gera listina að starfi imnu - segirHjördís Bergsdóttir, Dósla, sem sýnir í Myndlistaskólan- um á Akureyri MÁLVERKASÝNING Hjördísar Bergsdóttur, Dóslu, stendur nú yfir í Myndlistaskólanum á Akur- eyri. Á sýningunni eru olíumál- verk, sem unnin liafa verið á síð- ustu tveimur árum. Hjördís star- far sem myndmenntakennari á Blönduósi og er þetta hennar þriðja einkasýning. Hjördís lagði stund á textílnám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands á árunum 1974-79 og lagði þar áherslu á tauþrykk. Hún stofn- aði ásamt fleirum verkstæðið Grettlur sem var á Grettisgötunni í Reykjavík þar sem fram fór öflug starfsemi. Árið 1985 hóf hún nám í skólanum að nýju. „Mig langaði til að ná mér í kenn- aramenntun, ég vildi gera listina að starfi, iifa og hrærast í þessu,“ sagði hún, en náminu lauk hún árið 1987. Eftir eins árs nám í málara- deild Myndlista- og handíðaskólans Morgunblaðið/Rúnar Þór Hjördís Bergsdóttir, Dósla, sýnir verk sem hún hefur unnið á síð- ustu tveimur árum í Myndlistaskólanum á Akureyri. hélt hún til Blönduóss þar sem hún er nú myndmenntakennari. „Þar var laus staða og ég ákvað að drífa/nig, hafði ætíð langað út á land. Ég bjó í Breiðholti og mig langaði til að komast í nánari snert- ingu við náttúruna. Það fer rnjög vel um mig á Blönduósi, þar er ég með vinnustofu í gamla kvennaskól- anum. Ég mála innan um gömlu vefstólana sem þar eru og andi þeirra svífur yfir,“ sagði Hjördís, en hún hefur snúið við blaðinu, er hætt í tauþrykkinu og sneri sér að málverkinu. „Ég hafði enga eirð í mér til að sinna tauþrykkinu, eftir að ég lauk kennaraprófinu hafði égendurnýjað sjálfa mig og hafði þörf fyrir meiri útrás, mig langaði að breyta um efni og fannst málverkið henta mér.“ Sýning Dóslu í Myndlistarskólan- um á' Akureyri er opin daglega frá kl. 14 til 18, en henni lýkur á sunnu- dag, 25. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.