Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991 V A LDA RANIÐ I KREML MISTOKST 60 stundir Atburðarás hefur verið hröð síðustu tvo daga, frá því Míkhaíl Gorbatsjov var steypt af stóli í valdaráni að morgni mánudags og þar til hann var settur íembætti á nýjan leik. Alls stóð valdatakan í um 60 klukkustundir. Allar tímasetningar eru að islenskum tíma. Mánudagur 19. ágúst 1991. 3.18 Sovéska fréttastofan Tass tilkynnir að varaforsetinn, Gennadíj Janajev hafi tekið við sem forseti landsins, vegna bágrar heilsu Míkhaíls Gorbatsjovs. Síðar lýsir Moskvuútvarpiö því yfir að landið sé stjórnlaust. Tilkynningin berst einungis sólarhring íyrir undirritun nýja sambandssáttmálans sem nokkur Sovétlýðveldanna fimmtán hugðust undirrita og átti að draga úr valdi Sovétstjómarinnar. 4.15 Tass segir að lýst hafi verið yfir neyðarástandi í hluta landsins í allt aö sex mánuði. Fréttastofan segir að allt vald sé í höndum neyðarnefndarinnar, sem skipuö hafi veriö. Tilkynning berst um að meðal nefndarmanna séu Krjútskov, yfirmaöur sovésku leyniþjónustunnar KGB, Pavlov, forsætisráðherra Sovétríkjanna og Púgo innanríkisráðherra. 6.47 Talsmaður rússneska þingsins lýsir því yfir að hann telji aö valdarán sé í uppsiglingu. Fylking brynvarinna liðsflutningavagna færist í átt að miðborg Moskvu, þrátt fyrir að allt sé sagt með kyrrum kjörum. í Berlín lýsir talsmaður sovéska hersins því yfir að brottfhitningi hersins frá austurhluta Þýskalands verði framhaldið. 8.41 í fyrstu tilskipun neyðameftidar Sovétríkjanna, segir að hún muni þagga niöur í fjölmiðlum, banna mótmæli og setja á útgöngubann þar sem verði vart mótspyrnu. 8.46 Jeltsín lýsir aðförinni gegn Gorbatsjov sem valdaráni hægri aflanna og boðar til allsherjarverkfalls. Vitni segja aö tólf skriðdrekum hafi verið komið fyrir við rússneska þingið, höfuðstöðvum Jeltsín og lýöræðislega kjörinnar stjómar hans. 10.19 Jeltsín segir að Gorbatsjov sé haldið fóngnum á Krímskaga. 11.00 Hersveitir með brynvarða vagna umkringja fréttastofuna Tass og hin frjálslyndu dagblöð Ízvestíu og Moskvufréttir. Um 5.000 manns safnast saman fyrir utan þinghús rússneska þingsins að ósk Jeltsín, sem bað um stuðning almennings. Mannfjöldinn reisir síðan vegatálma og götuvígi á öllum leiðum sem liggja að þinghúsinu. 14.11 Jeltsín skipar öllum herjumpg sveitum KGB, sem tekið hafa þátt í að steypa Gorbatsjov af stoli, aó draga sig í hlé og lýsir því yfir að hann sé aö ná stjóm í RússlandL 14.26 Janajev lýsir yfir neyðarástandi í Moskvu. Neyðará.standi er einnig lýst yfír í Leníngrad. Á blaðamannafundi segir Janajev að Gorbatsjov dvelji á Krímskaga, sér til hvfldar". Hann segir neyðarstjómina munu halda áfram efnahagslegum og lýðræðislegum umbótum. Námaverkamenn í Rússlandi leggja niður vinnu eftir áskorun Jeltsíns um allsherjarverkfall. Sveitir hliðhollar liinum nýju valdhöfum ná lykilbyggingum á sitt vald í Litháen. Vytautas Landsbergis hvetur til friðsamlegra mótmæla. 22.32 George Bush, Bandaríkjaforseti neitar að viðurkenna hina nýju stjóm og mælist tfl þess að Gorbatsjov verði komið til valda aðnýju., 22.47 Utvarpió í Lettlandi segir sovéskar hersveitir hafa skotið bflstjóra lítillar rútu til bana í Ríga. Þriðjudagur 20. ágúst Stuöningsmenn Jeltsíns efla víggiróingar sfnar í Moskvu og að minnsta kosti 50.000 rhanns mótmæla við þinghús rússneska þingsins. Þúsundir mótmæla í Leníngrad. Úm helmingur námaverkamanna í stærstu kolanámu Sovétrílcjanna leggja niður vinnu en talsmaóur vei'kamanna í hinni gríöai'stóru olíuvmnslu í Tíjúmen, segir þá munu hunsa verkfallsboöunina. Yfirmaður rússnesku rétttnínaóarkirkjunnar ki'efst þess að Gorbatsjov veröi leyft að ávarpa þjóðina. 15.24 Nazarbajév, forseti Kazakstan, þríðja fjölmennasta lýðveldisins, krefst þess að heyra frá Gorbastjov. í 7.51 Leiðtogi þjóðþings Úkraínu lýsir ákvaröanir og tilskipanir neyðarstjómarinnar ógildar í lýðveldinu. Jeltsín biður samlanda sína um að sýna samstööu í sjónvarpsávarpi frá þinghúsinu. 18.32 Yfírmaður hersins í Moskvu setur á útgöngubann í borginni frá kl. 23 að kvöldi þriðjudags til 5 að morgni mióvikudags. 18.36 í sovéska sjónvarpinu ér sagt frá því að Pavlov forsætisráðherra, sem sæti á í neyöarstjóminni, hafi veikst aó morgni valdaránsdagsíns og að hann þjáist af of háum blóóprýstingi. 19.54 Mikhaíl Súrkov, sem sæti á í stjómmálaráðinu segir fréttir um að vamarmálaráðherrann, Dmítrí Jasov hafi sagt af sér, séu rangar 21.10 Þingið í Eistlandi lýsir yfir fullu sjálfstæði, að þingkosningar verði haldnar 1992 og þær grundvallaðar á nýrri stjómarskrá. 22.31 Þrír menn bíða bana við rússneska þinghúsið í atlögu sovéskra skriðdrekasveita. Miðvikudagur 21.ágúst 2.40 Sovéskar hersveitir ná á sitt vald útvarps- og sjónvarpsstöóvum í Eistlandi og Litháen. KGB neitar aó yfinnaður leyniþjónustunnar, Krjútjskov, hafi sagt af sér. Sovéskir fallhlífahermenn loka frjálsri útvarpsstöð í Moskvu sem haföi mótmælt vaidaráninu. 11.15 Jeltsín segir þingmönnum rússneska þingsins frá því að meðlimir. hinnar nýju stjórnai' harðiínumanna séu aó reyna aö flýja frá Moskvu í flugvél. Jeltsín fær samþykki þingsins til aó stöðva fór þeirra. 13.20 í frétt frá Tass segir að sovéska vamarmálaráðuneytió hafi skipaó öllum hei-sveitum að hörfa frá höfuðborginni. Hei-sveitir og skriðdrekai' heíja brottför við fagnaðai'læti vegfai'enda. 13.59 Fréttastofan Tass segir að neyðaraefndin hafi verið lögö niður og að neyóarlögunum aflétt. 14.24 Valeríj Otsjirov, formaður varnamnálanefndar sovéska þingsins kveðst telja aö flugvél með meólimi neyðarnelndarinnar innanborðs hafi lent á Krímskaga. 15.54 Jeltsín segir Manfred Wörner, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO) að hann hafí tekið víð sem yfirmaður Sovéthersins. 16.13 Sovéska sendiráðið í Lundúnum segir valdaránió hafa mistekist og að neyðamefndin hafí verið aflögð. 16.14 í fréttum Tass segir að sovéska þingió hafi sett Mikafl Gorbatsjov formlega I embætti að nýju sem forseti Sovétinkjanna. 16.21 Aðstoðarmaóur Jeltsíns segir að Gorbatsjov muni snúa til Moskvu er kvöldi.__________________________________________ Atburðir gærdagsins; Viðbrögð almennings stöðvuðu harðlínuöflin Borís Jeltsín ótvíræður leiðtogi andófsins Moskvu, Brussel. Reuter og frá Kristofer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblðasins. VALDARÁNSTILRAUN harðlínuaflanna í Sovétríkjunum hlaut skjótan endi síðdegis í gær. Aðeins um 60 stundum eftir að fyrst var skýrt frá því í Moskvu að Mikhail S. Gorbatsjov forseti hefði látið af störfum vegna heilsubrests var tilraunin á enda. Gorbatsjov sendi frá sér yfir- lýsingu siðdegis í gær frá sumarhúsi sínu á Krímskaga og sagði að hann hefði valdataumana í sínum höndum. Sovétforsetinn staðfesti tíðindin í símtali við George Bush Bandarikjaforseta upp úr kl. þrjú að íslenskum tíma. Staðfesta Borís Jeltsíns Rússlandsforseta og hörð viðbrögð almennings í Sovétrílqunum ásamt stuðningi Vesturlanda við lýðræðissinna réðu niðurlögum neyðarnefndarinnar. Nokkrum klukkustundum eftir að sovéskir skriðdrekahermenn höfðu banað a.m.k. þrem óbreyttum borg- urum í miðborg Moskvu skipaði varn- armálaráðuneytið svo fyrir að allt herlið, sem sent hafði verið til höfuð- borgarinnar eftir valdaránið, skyldi þegar hverfa þaðan á brott. Um svip- að leyti ræddi í’ASS-fréttastofan um „neyðarnefndina fyrrverandi" og sagði að sum af þeim bönnum og takmörkunum á frelsi borgaranna, sem nefndin hafði sett, væru failin úr gildi. Skömmu fyrir hádegi í gær að íslenskum tíma fóru fyrstu hermenn- irnir að tygja sig á brott frá Moskvu. Langar fylkingar skriðdeka, bryn- varinna vagna og bifreiða af ýmsum tegundum héldu frá Maniestorgi þar sem mannfjöldi fagnaði ákaft. „Við erum að fara og komum aldrei aft- ur,“ sagði hermaður glaður við óbreyttan borgara. Að sögn vitna féllu þrír í átökunum í fyrrinótt, ýmist fyrir byssukúlum eða þeir urðu undir skriðbeltum þegar léttbyggðir skriðdrekar liðssveita valdaráns- manna reyndu að ryðjast í gegnum víggirðingar við þinghúsið. Ofursti, sem jafnframt er rússneskur þing- maður taldi að auk þessara þriggja hefði útlendingur látið lífið. Utanríkisráðherrafundur NATO var haldinn í Brussel í gær. „Við munum íylgjast mjög vandlega með atburðunum og gerum okkur vonir um að úr rætist,“ sagði í sameigin- legri yfírlýsingu fundarins. Að sögn stjórnarerindreka voru ráðherrar NATO reiðubúnir að ræða stöðvun á samskiptum við yfirvöld í Moskvu, jafnt á stjórnmála- sem hernaðar- sviðinu, einnig möguleikann á að hætta um sinn við aðgerðir til tak- mörkunar vígbúnaðar. Meðan á fundinum stóð hringdi Boris Jeltsín, forseti Rússlands, til Manfreds Wörners, framkvæmda- stjóra NATO, og gerði honum grein fyrir síðustu atburðum í Sovétríkjun- um. Wörner sagði að Jeltsín hefði lýst þökkum fyrir ómetanlegan stuðning þjóða á Vesturlöndum í baráttunni við valdaræningjanna. George Bush Bandaríkjaforseti skýrði frá því skömmu eftir hádegi að íslenskum tíma að hann hefði rætt símleiðis við Borís Jeltsín Rúss- landsforseta, leiðtoga andsófsins gegn valdaráninu. Bush sagði að Jeltsín væri „bjartsýnni" vegna þess sem nú væri farið að gerast í mál- inu. Hann hrósaði Jeltsín fyrir stað- festuna, sagði hann hafa vaxið gífur- lega í áliti. „Hann hefur sýnt stór- kostlegt hugrekki," sagði Bush og taldi Jeltsín eiga það skilið að njóta virðingar, sem hann hefði ef til vill ekki öðlast ella, um allan heim. Jeltsín hafði áður skýrt rússneska þinginu frá því að Vladímír Ktjútjskov, yfirmaður öryggislög- reglunnar KGB, hefði gefið sér leyfí til að fljúga til Krímskaga til að hitta Míkhaíl Gorbatsjov að máli. Jeltsín hafnaði boðinu. Hann sagði síðar að raunverulegir frumkvöðlar valda- ránsins væru ekki áttmenningarnir. Ekki er ljóst hvað hann átti við en líklegt að hann hafí haft í huga nokkra háttsetta liðsforingja á borð við harðlínumanninn Víktor Alsknís ofursta. Alsknís gaf í skyn við blaða- menn að tilraun áttmenninganna hefði einfaldlega verið gerð til að ganga úr skugga um hvor fylkingin væri öflugri, lýðræðissinnar eða harðlínuöflin. Fyrstu merkin um uppgjöf Kiukkan rúmlega tíu í gærmorgun sagði Jeltsín rússneskum þingmönn- um að hann hefði fengið fregnir af því að félagar úr áttmenningaklík- unni væru að reyna að komast frá Moskvu með flugvél en ekkert væri vitað um ákvörðunarstaðinn. Þing- menn samþykktu að reynt yrði að koma í veg fyrir brottför mannanna. Rauði herinn í Leníngrad: Ýmiss konar orðrómur var á kreiki allan daginn um áttmenningana, m.a. að Kijútjskov og Dmítríj Jazov hefðu haldið til Krímskaga með flug- vél og hefði markmiðið verið að semja við Gorbatsjov um að hann tæki aft- ur við völdum gegn því að valdaræn- ingjamir yrðu ekki sóttir til saka. Einnig var sagt að tvímenningarnir hygðust biðja hann afsökunar. Síðar var sagt að áttmenningamir hefðu allir verið handteknir á Vnúkhovo- flugvelli í Moskvu áður en vél þeirra komst í loftið en þessar fréttir feng- ust þó ekki staðfestar. Upp úr klukkan fjögur síðdegis samþykkti Æðsta ráðið að aðgerðir áttmenninganna væm ólöglegar og Gorbatsjov tæki aftur við völdum. Sovéska sjónvarpið sagði hann við „afbragðs heilsu." Rétt áður hafði Jeltsín sent Manfred Wörnér, fram- kvæmdastjóra NATO, tilkynningu um að hann hefði tekið sér æðstu vöid yfir herafla Sovétríkjanna. í gærkvöldi var skýrt frá því í Moskvu að valdaræningjarnir yrðu dregnir fyrir rétt vegna gerða sinna. Rússnesks þingmanns enn saknað RÚSSNESKA þingmannsins Belíjan er enn saknað eftir að hann var handtekinn við þinghús Rússlands í fyrra- kvöld að sögn Artjoms Arlj- amov, starfsmanns rúss- neska þingsins. „Ég var fyrir utan húsið með þingmönnunum. Þeir gengu á móti skriðdrekunum og stöðv- uðu þá,“ sagði Artjamov í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Þeir sögðu þeim að ef þeir réðust á mannfjöldann við þinghúsið, væru þeir að fremja glæp. Margir hermenn hlýddu og sneru frá.“ Þingmaðurinn Belíjan var handtekinn af KGB-mönnum og hefur ekki spurzt til hans síðan, að sögn Artjamovs. „Hann var ekki á þingfundin- um í dag. Kannski er hann enn í fangelsi,“ sagði hann. Ekki farið eftir skipunum Valdaráninu harðlega mótmælt í ýmsum Sovétlýðveldum Búkarest, París, Moskvu. Reuter SOVÉSKAR hersveitir buðu leiðtogum valdaránsins birginn í gær þegar þær virtu að vettugi skipun um að ráðast inn í Leníngrad og kveða niður andspyrnuna. „Herinn í Leníngrad hefur annað viðhorf til íbúanna en aðrir hlutar hans,“ sagði sovéskur liðsforingi, sem ekki vildi láta nafns síns getið. I nokkrum Sovétlýðveldanna var valdaráninu harðlega mótmælt og Úkranía og Kazakstan lýstu neyð- arlögin ógild. Anatolíj Sobtsjak, borgarstjóri Leníngrad, sagðist hafa fengið lof- orð frá yfirmönnum í hernum og KGB-hershöfðingja um að vopnum yrði ekki beitt gegn mótmælendum á torgi heilags Isaks í miðborginni. í gær sögðu borgaryfirvöld í Leníngrad að andstaðan í borginni og nokkrum lýðveldanna 15 hefði stuðlað að falli valdaræningjanna. Mircea Snegúr forseti Moldóvu fordæmdi neyðamefndina og sagði hana hafa rænt völdum, á fundi sem tugþúsundir Moldóva sóttu til að mótmæla valdaráninu. í gær sagði forsætisráðherra lýðveldisins, Val- eríj Múravskíj að skriðdrekasveitir sæktu að höfuðborginni, Kisníjov, og að hann myndi hvetja til al- mennrar andspyrnu ef neyðar- nefndin ögraði stjórn sinni. Átt- menningana sagði hann hafa fram- ið alvarlegan glæp með valdarán- inu. Leiðtogar úkraínska þingsins lýstu neyðarlög neyðarnefndarinnar ógild í Ukraínu á þriðjudag og hót- aði meirihluti þingsins að hindra aðgang Kremlveija að landbúnað- ar- og iðnaðarafurðum héraðsins. Forseti Kazakstan, Núrsúltan Nazarbajev, sagði ákvarðanir neyð- arstjórnarinnar ólöglegar í lýðveld- inu og að þær gengju á rétt lýðveld- anna. í Úzbekistan kvað við annan tón þar sem forsetinn, íjslam Karímov, sagði umbótastefnu Gorbatsjovs illa skipulagða og hann hafi einungis hugsað um eigin ávinning. Á sama tíma og meirihluti dag- blaða í Moskvu var neyddur til að hætta útgáfu, segjast blaðamenn og vopnaðir lögreglumenn í Leníngrad hafa getað varist rit- skoðurum settum af neyðarnefnd- inni. Voru fyrirsagnir blaðanna í gær stóryrtar, meðal þeirra gat að líta: „Sá sem handtekur Janajev á skilin Nóbelsverðlaunin".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.