Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.08.1991, Blaðsíða 33
 i » I I i I Á I I i I > ) ) I reei-T?.’JOA rJOAO'JTKMTi 'í .í-u ,• if’ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 22. ÁGÚST 1991 33“ Svavar Þ. Péturs son - Minning Fæddur 17. janúar 1918 Dáinn 11. ágúst 1991 í dag fer fram útför Svavars Þ. Péturssonar frá Bústaðakirkju, en hann lést á Landspítalanum 11. ágúst sl. , Svavar var Reykvíkingur, fædd- ur 17. janúar 1918, sonur hjónanna Guðfinnu Steinunnar Svavarsdótt- ur, fædd 20. maí 1889, dáin 30. september 1926, og Péturs Þor- valdssonar frá Geitdal í Skriðdal, fæddur 9. mars 1882, dáinn 26. maí 1950. Pétur Þorvaldsson var kunnur smiður hér í borg. Þótti hann mikill hagleiksmaður og gilti þá einu hvort um hús eða húsmuni var að ræða. Allt lék í höndunum á honum. Þennan hæfileika erfði Svavar a.m.k. að hluta til frá föður sínum, því hagleikur og snyrti- mennska voru einkennandi þættir í fari hans. Svavar missti móður sína aðeins 8 ára gamall og ólst því upp hjá föður sínum og eldri bróður, Finn- boga, sem síðar var málarameist- ari, á Laugavegi 72 og þar var heimili Svavars allt til dauðadags. Móðurmissirinn hefur eflaust haft sín áhrif, en á þeim árum og mörg ár eftir það bjuggu á loftinu hjá Pétri á Laugavegi 72, hjónin Egill Ólafsson verkstjóri hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur og Ragn- heiður Stefánsdóttir. Ég hef það fyrir satt að þessi hjón hafi reynst Svavari vel á barns- og unglingsár- unum og Ragnheiður nánast gengið honum í móðurstað. Svavar var innan við fermingu, þegar hann fór að vinna, eins og títt var með unglinga á þessum árum. Svavar hefur sagt mér sögur af því, að hann 12 ára gamall fór á fætur fyrir allar aldir á morgnana og hélt niður að höfn í þeirri von að fá eitthvað að gera. í nokkra klukkutíma. Þót hugur Svavars stæði til þess að læra smíðar, varð svo ekki. Hann vann í fyrstu aigeng verkamannastörf og var m.a. leigu- bílstjóri um tíma. Arið 1948 ræðst hann til Flugmálastjórnar á Reykja- víkurflugvelli og þar vann hann í 38 ár, eða til ársins 1986 er hann lét af störfum vegna aldurs og heilsubrests. Fyrstu árin vann hann á krana- bíl, en síðan á hjólaskóflu og var það verk hans m.a. að halda flug- brautum opnum ef þannig viðraði. Þar eins og annarstaðar sýndi Sva- var að hann var laginn verkmaður og samviskusamur og lýsti sér best í því á hvern hátt hann umgekkst þau tæki og vélar sem hann vann við. En hann var líka góður og vin- sæll vinnufélagi og hans var saknað er hann lét af störfum. Svavar var hamingjusamur í einkalífinu. Hann gekk að eiga Þórdísi Jóhannesdóttur, fædd 10. september 1919 frá Skálholtsvík í Hrútafirði, 2. desember 1944. Þau eignuðust 5 börn, eitt þeirra, dreng- ur, lést í frumbernsku. Hin eru: Þorgeir Pétur, fæddur 24. apríl 1947, kvæntur Önnu Þ. Annesdótt- ur og eiga þau 3 börn; Guðfinna Steinunn, fædd 3. ágúst 1950, gift Friðþjófi Helgasyni og eiga þau 2 börn; Sigurrós, fædd 19. september 1953 gift Guðjóni Óskarssyni og eiga þau 4 börn, yngst er Jóhanna, fædd 9. ágúst 1958 gift Giovanni Rancitelli og eiga þau tvö börn. Svavar og Þórdís bjuggu allan sinn búskap á Laugavegi 72 og þangað var gott að koma, því bæði voru gestrisin og höfðingjar heim að sækja. Þau hjón vom á margan hátt ólík. Hún var stjórnsöm og ákveðin, en hann hægur og rólegur og lítt fyrir það gefinn að láta á sér bera. Það voru margir sem drukku kaffi í eldhúsinu hjá Dísu og Svavari og þar var eldhúsið mið- punktur hins daglega lífs, eins og títt var á mörgum heimilum hér á árum áður. Svavar átti við nokkra vanheilsu að stríða undanfarin ár en þrátt fyrir það kom mér lát hans á óvart. Eg var að vona að hann gæti notið ævikvöidsins nokkuð lengur og sinnt einhverju af hugðarefnum sín- um eins og því að draga öngul fyr- ir fisk. Svavar er í dag kvaddur af ætt- ingjum og vinum. Eg bið þeim öllum guðsblessunar og þakka Svavari góð kynni. Helgi Daníelsson. Kveðjuorð: Karl Björnsson Fæddur 30. desember 1920 Dáinn 7. júlí 1991 Margs er enn að minnast, frændi, margt að þakka, fyrr og síðar. Sumt má binda orðum, annað á sér fylgsni í dýrri streng. Oft ég mun í ævihryðjum ylja mér við kynning þína. Enginn dró úr djúpum þagnar drýgri gleðifeng. (Jakobína Sig.) Fyrir tæpu ári var ég stödd í flugstöð Leifs Eiríkssonar á leið úr landi. Kalli í Keflavík hafði keyrt okkur árla að morgni á völlinn. Sú venja var að skapast að ég fengi inni hjá frændfólkinu í Keflavík nóttina fyrir flugtak. Gestrisni þeirra og hlýhugur fylgdu mér langt upp í háloftin og virkuðu róandi á flughrædda sál. Það hvarflaði víst ekki að mér að þetta væri síðasta skiptið sem ég fengi að hitta Kalla. Að kveldi sunnu- dagsins 7. júlí síðastliðins barst mér sú fregn að hann væri látinn. Vegna búsetu á erlendri grund komst ég ekki til að kveðja í Kefla- vík þann 13. júlí. Ég dvaldi þó í huganum með vandamönnum Karls Björnssonar og vinum og ákvað að reyna að kveðja með orð- um. Ég gríp því til pennans og sæki hann heim í minningar, en þær á ég margar bæði bjartar og góðar. Kalli var athafnamaður og áhugi hans á landi og þjóð smitaði út frá sér. Frásagnargleðin var mikil og ósjaldan sagði hann sögur af ferð- um þeirra hjóna um Island og á stundum fylgdu myndir með. Sjaldan hef ég séð nokkurn karl- mann af kynslóð Kalla bera jafn mikla umhyggju fyrir heimili og fjölskyldu. Það þurfti ekki jafnrétt- ishjal til að fá hann til að sinna heimilisstörfunum. Að baki lá eðl- islæg hjálpsemi hans og gæska. Það var alltaf auðvelt að leita til hans og gaman að sækja hann heim. Það eru víst orðin nokkuð mörg ár síðan ég byijaði að heimagang- ast hjá þeim Kalla og Siggu föður- systur. Þetta var á bémskuárum Fjölbrautaskóla Suðurnesja og ég var þar í skóla. Þá voru stunda- skrárnar „götóttar" og vegna hús- næðisskorts fátt um lesstofur og kaffistofur í skólanum. Ég bjó því nánast um mig hjá þeim í þessum eyðum frá bóklegu minni. Óg eyð- urnar fylltust af notalegheitum. Á skömmum tíma tók ég mig heima á Faxabraut 69 og naut þar góðs atlætis. Umræðuefnin voru óþrjót- andi og á stundum fór ég með þeim ur út í skúr eftir matinn og áfram var spjallað um heima og geima á meðan þau unnu með bæði segl og net. Þessi samtöl voru ekki minna fræðandi en það sem lesið var af bókum í skólanum. Svo kom skuggi yfir veröldina. I veikindum föður míns voruð þau bæði honum og okkur öllum stoð og stytta. í tæpt ár varð heimili þeirra ekki bara skjól í frímínútum fyrir unglingsstúlku, heldur heimili allrar fjölskyldunnar. Og kvöldið sem pabbi dó kom Kalli með sitt milda viðmót og tilkynnti mér lát hans. Þannig kynntist ég honum bæði á gleði- og sorgarstundum. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur þótti mér alltaf gaman að fá frændfólkið úr Keflavík í heim- sókn. Ég hafði vonast til að þau fengju tækifæri til að sækja mig heim í annað land en vitjunartími Kalla kom fyrr en nokkurn grun- aði. Þessi orð eru kveðja mín til hans með þökk fyrir viðkynninguna. Elsku Sigga, Vigdís, Vilberg, Sig- þór og fjölskyldur. Ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ykkar er missirinn mestur, en það er huggun harmi gegn að eftir lif- ir minningin um góðan mann. Agnes Siggerður Arnórsdóttir + Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, HELGU GUÐRÍÐAR BJARNADÓTTUR, Skeiðflöt, Sandgerði, Þórarinn Sæbjörnsson, Bjarnveig Skaftfeld, Skúli Ragnarsson, Sæbjörn Þórarinsson, Guðrún Antonsdóttir, Jónina Þórarinsdóttir, Gunnar Stigsson, Ásta Laufey Þórarinsdóttir, Ragnar Már Sigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginkona mín, SIGURLAUG JÚLÍUSDÓTTIR, lést að morgni 20. ágúst. s- Guðberg Haraldsson. + Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð við fráfall og jarðarför eiginmanns mins og stjúpföður okkar, GUÐNA BJARNASONAR frá Flatey á Breiðafirði. Guð blessi ykkur öll. Sigurunn Konráðsdóttir og börn. tj + Sonur minn, faðir, afi og bróðir, GUÐMUNDUR INGÓLFSSON píanóleikari, sem andaðist í Landspítalanum 12. ágúst, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 23. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarfélög. Oddfríður Sæmundsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Ingólfur Guðmundsson, Sigþór Örn Guðmundsson, Sighvatur Örn Sigþórsson, Sæmundur Ingólfsson. + Móðir okkar, SIGRÚN RUNÓLFSDÓTTIR, sem andaðist í Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum 11. ágúst, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 24. ágúst kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Hraun- búðir eða Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum. Þórunn Sigjónsdóttir, Garðar Sigjónsson, Tryggvi Sigjónsson, Þórhallur Sigjónsson, Kristbjörg Sigjónsdóttir, Gústaf Sigjónsson, Guðmundur Sigjónsson. + Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og barnabarn, STEFÁN HARÐARSON, Réttarholtsvegi 81, sem lést á Kanton-spítalanum i Basel, Sviss, 12. þ.m., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 23. ágúst kl. 1 5.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarfélög. Elín Kristinsdóttir, Hörður Sveinsson, < Margrét Harðardóttir, Geir Ó. Geirsson, Sigrún Harðardóttir, Ari Eggertsson, Sveinn Harðarson, Kristinn Harðarson, Margrét Guðmundsdóttir, Sigurlaug Björnsdóttir og systkinabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGVELDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Árholti 7, Húsavík, áðurtil heimilis á Hjallavegi 62, Reykjavík, verður jarðsungin í Fossvogskirkju föstudaginn 23 ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hennar, láti líknarfélög njóta þess. Eiríkur Thorarensen, María Magnúsdóttir, Guðlaug Magnúsdóttir, Jón Borgarsson, Heiga Magnúsdóttir, Árni Vilhálmsson, Guðmundur Magnússon, Guðrún Ármannsdóttir, Sveinbjörn Magnússon, Anna Mikaelsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Baldur Alfreðsson, Margrét Magnúsdóttir, Geirfinnur Svavarsson, Magnús Magnússon, Þórdís Þorgilsdóttir, Sævar Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför dóttur minnar og systur, LINDU PAULIN, Eskihlíð 16A, Reykjavík. Sérstakar þakkir til ömmu og systkinanna frá Reynistað í Vest- mannaeyjum. Sigrún Eggertsdóttir, Edda Paulin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.