Morgunblaðið - 04.10.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.10.1992, Blaðsíða 4
% % MORGÚnbLaÐIÖ SÚN'nÚDAGÚR 4. 0KTÓBER1992 UPPLAUSN SOVÉTRÍKJANNA ENDURVEKUR DRAUMA UM FORNA FRÆGÐ KOSAKKARNIR Kósakkar endurbornlr: Fylgjast með þing- fundi í Moskvu 1992. eftir Guðmund Holldórsson ÁHRIF Kósakka í Rússlandi hafa stöðugt aukizt siðan upplausn Sovétríkjanna hófst og nú krefjast þeir sams konar sjálfsijórnar og fyrir byltinguna 1917. Stór- ráð Kósakka krafðist þess einnig nýlega að Kósakka- sveitum yrði komið á fót inn- an rússneska hersins og að Kósakkar fengju jarðnæði að launum fyrir veitta her- þjónustu eins og á tímum keisaranna. Kröfur þeirra hafa fengið stuðning þjóð- ernissinna úr röðum stjórn- málamanna og herforingja, sem vinna að endurreisn rússneska hersins og eru erfiðir Borís Jeltsín forseta. KOMA e EG er viss um að sveitir Kós- akka munu bera af öll- um sveitum rússneska hersins,“ sagði Gjorgíj Kondratev, hershöfð- ingi og aðstoðarráð- herra, á fundi stórráðs- ins. Fundarmenn hrópuðu ljubo'. (húrra), þótt hann tæki fram að endanleg ákvörðun um stofnun nýs Kósakkahers yrði að bíða betri tíma. Alexander Rutskoi váraforseti kvað hins vegar landbúnaðarstofn- un á sínum vegum mundu taka kröfur Kósakka um jarðnæði til athugunar. Nýr kafli kann því að vera hafinn í sögu Kósakka, sem voru upphaf- lega ánauðugir bændur sem flúðu frá Rússlandi, Póllandi og Litháen. Tatarar, Mongólar og aðrir ævin- týramenn gengu í lið með þeim og þeir mynduðu óháð samfélög á gresjum Suður-Rússlands og Ukr- aínu. Kósakkar urðu útverðir Slava í baráttunni gegn veldi Tatara á Krím og tyrkneskum húsbændum þeirra, en börðust ýmist með Hinu heilaga rómverska ríki gegn Tyrkj- um, Rússum gegn Pólverjum eða Pólveijum gegn Rússum. Sjálfstæði þeirra komst í hættu þegar Rúss- land teygði sig í suðurátt og Pólveij- ar reyndu að treysta yfirráð lithá- ískra bandamanna sinna í Úkraínu. Hernaður til stuðnings rússnesk- um og pólskum valdhöfum tryggði Kósökkum sjálfstjórn og forrétt- indi, en þegar stækkun Rússlands takmarkaði rétt þeirra tóku þeir þátt í víðtækum uppreisnum. A síð- ustu öld mynduðu þeir sjálf- stæðar riddaraliðssveitir á útjöðrum rússneska keis- araríkisins og urðu frægir fyrir grimmd og frábæra hestamennsku. Desembrist- ar töldu stjórnarfyrirkomu- lag þeirra lýðræðislega fyr- irmynd, en einni öld síðar kváðu bolsévíkar samfélög þeirra virki gagnbyltingar og ríkra bænda, kúlakka. Þá voru Kósakkar fjórar milljónir og skiptust í 11 samfélög. Yfírgnæfandi meirihluti þeirra barðist með hvítliðum 1918-1921, margir féllu eða flúðu land og lend- um þeirra var breytt í samyrkjubú. Margir Kósakkar voru drepnir á dögum Stalíns, sem sendi riddaralið þeirra í útlegð til Síberíu eftir sigur- inn 1945. Nú eru Kósakkar eða afkomendur þeirra 10 milljónir og endurvakning þeirra hófst fyrir al- vöru þegar margir þeirra fylktu sér undir merki Jeltsíns eftir valda- ránstilraunina í ágúst 1991. Vakningin hófst á Don-svæðinu, sem var sjálfstætt Kósakkalýðveldi 1918-1920, þótt núverandi höfðingi Kósakka þar sé fyrrverandi komm- únisti og styddi valdaránstilraunina eins og fleiri leiðtogar þeirra. Önnur samtök Kósakka undir forystu Val- eríj Shukovs eru andvíg kommún- istum og neita því að kjörorð hreyf- ingarinnar sé „Rússland fyrir Rússa“ eins og hægrisinnaðra ætt- jarðarvina. Sveitum Kósakka hefur verið komið á fót frá Moldóvíu í vestri til Kúrileyja í austri og frá Fyrir daga bolsévíka: Riddaralið Kósakka ræðst til atlögu í fyrri heimsstyrjöldinni. íshafi til Mið-Asíu. Fjölda hermann- anna er haldið leyndum, en óánægja með stjórnmálamenn og stjórn- málaflokka hefur orðið þeim til framdráttar og stefna þeirra er ein- föld: föðurlandsást, umhverfisvernd og varnir sögulegra landamæra Rússlands. Þeir vilja láta verkin tala og „sjálfstraust þeirra vekur tiltrú fólks“ að sögn Sergeis Brus- íns, sérfræðings í sögu Kósakka. „Þeir telja fortíðina lykilinn að framtíðinni." Einkennisklæddir Kósakkar bún- ir svipum eru á ný algeng sjón í rússneskum bæjum. Sjálfskipaðar löggæzlusveitir þeirra eru óháðar yfirvöldum, sem ráða ekki við aukna glæpi. A gömlu heimaslóðum Kósakka í Suður-Rússlandi taka gæzlusveitir þeirra hart á braski kaupahéðna frá Kákasus, sem selja blóm, ávexti, grænmeti o.fl. Löggæzlumenn Kósakka neyða ríka, svartleita Kákasusbúa til að selja fátækum bæjarbúum varning á niðursettu verði og koma þannig fram í hlutverki „Hróa hattar" í Rússlandi samtímans. Hópar glæpamanna frá Georgíu, Azer- baidjan og Tsétsintsja hafa vaðið uppi, en margir saklausir Kákasus- menn eru hafðir fyrir rangri sök og Azerar hafa víða sætt ofsóknum. Kákasusbúar eru litnir hornauga í Rússlandi, gróði þeirra vekur öfund, glæpir hafa dafnað í skjóli einka- framtaks og fréttir herma að yfir standi hatrömm valdatogstreita í undirheimum glæpamanna. í Stavropol-héraði, sem liggur að Kákasus, beijast Kósakkar fyrir brottvísun allra innflytjenda ann- arra en Slava - aðallega Armena sem geta veitt þeim harða keppni í baráttu um jarðnæði. Rússneska sjónvarpið hefur sýnt kvikmynd frá smábæ, þar sem Kósakkar hótuðu að reka Armena innan þriggja sól- arhringa ef þeir hypjuðu sig ekki. Svo er komið að lýðræðissinnar í Rússlandi óttast að þegar Kósakk- ar hafi endurheimt fyrri hemaðar- mátt muni þeir krefjast pólitískra áhrifa og að þá muni héruð byggð Kósökkum á landamærunum breyt- ast í átakasvæði. Þar sem Kósakkar eru ákafir þjóðernissinnar gætu þeir orðið harðsnúið stuðningslið Rutskois varaforseta, eins helzta leiðtoga þjóðernissinna og keppinautar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.