Morgunblaðið - 04.10.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.10.1992, Blaðsíða 9
Afmæliskveðja $1 * tf íf 4 4,M mrn % %:i.; ',A. Wl;V-\ i I t Í r’ ", ""j jí| *! V, , V eitthvað fyrir hann í tilefni dagsins sagði hann: Ég vil ekki að það sé neitt haft fyrir mér, ég verð ekki heima á sunnudaginn en það er gaman að vita að þið hugsið til mín. Við hjá Búnaðarfélaginu hugs- um til þín og árnum þér heilla. Magnús Agústsson. Oli Valur Hansson í dag, sunnudaginn 4. október, er Óli Valur Hansson, fyrrverandi garðyrkjuráðunautur Búnaðarfé- lags íslands, 70 ára. Frá 16. aldursári hefur Óli Valur lifað og hrærst í garðyrkju. Að loknu kandidatsprófi frá Landbún- aðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1946 var hann verkstjóri við garð- yrkjustöð Stefáns Arnasonar á Syðri-Reykjum í Biskupstungum. Árið 1949 ræðst hann síðan sem kennari við Garðyrkjuskóla ríkisins og starfaði þar til ársins 1957 að hann var ráðinn garðyrkjuráðu- nautur Búnaðarfélags íslands. Auk leiðbeiningarstarfa hefur Óli starf- að við tilraunir með matjurtir og beijarunna við Rannsóknastofnun landbúnaðarins þar til á síðasta ári. Hjá Búnaðarfélaginu starfaði hann til ársins 1985 að hann lét af störfum að eigin ósk. Auk leið- beininga til garðyrkju- og kartöflu- framleiðenda hafði hann einnig með höndum miklar leiðbeiningar við tómstundaræktendur. Þar tel ég að Óli hafi og muni njóta sín best. Þeir eru ófáir heimilisskrúð- garðarnir sem Óli hefur verið guð- faðir að. Á hveiju ári hélt hann fræðslufund víða um land, oft í samvinnu við kvenfélagasambönd- in. Eftir fundina heimsótti Óli síðan húsmæður og leiðbemdi þeim með skipulag og ræktun garðanna. Það er ekkert leyndarmál að eftir heimsóknir Óla var margur húsbóndinn sendur í kaupstað til að kaupa girðingarefni og girðing- unni skyldi bóndi koma upp hið fyrsta. Mér er það minnisstætt frá bernsku minni þegar von var á Óla í slíkar heimsóknir í sveitina. Það var eins og vorið væri að koma, jafnvel þó að um mitt sumar væri, a.m.k. í huga húsmæðra. Tilstand- ið var slíkt að fór um einstaka bændur, bakaðar voru pönnukökur og lummur og sykur, ijómi og rifs- beijahlaup hvergi til sparað. Þá varð einum bóndanum að orði: Kær er sá sem koma skal, konumar þekkja róminn. Allar elska hann Óla Val eins og fógur blómin. Óli Valur hefur alltaf haft mik- inn áhuga á að fjölga tegundum og kvæmum jurta fyrir íslenska garðyrkju í þess orðs víðustu merk- ingu. í september 1985 rættist loks langþráður draumur hans, hann fór ásamt þrem öðrum söfnurum í fræsöfnunarferð til Alaska. Þeir ferðuðust fyrst um vestur- og norðurhluta Alaska og síðan suður- hluta fylkisins og til Yukon í Kanada. Þeim auðnaðist að ná í verulegt magn af fræi og græð- lingum. Þessum efnivið var síðan komið til fjölgunar og framhalds- ræktunar á nokkrum völdum stöð- um hér á landi. Víst er að þar má margt finna sem á eftir að auðga flóru íslands og gleðja fólk með græna fíngur eða skýla þeim gróðri sem minna má sín gegn óvægnum náttúruöflum. Einn er sá þáttur í fari Óla Vals sem öllum mætti til eftir- breytni vera en það er ást hans á íslenskri tungu. Hann er höfundur að íslenskum nöfnum fjölmargra skrautjurta og vinnur staðfastlega gegn því að gleypt séu hrá erlend nöfn plantnanna. Óli Valur kvæntist Emmy Hans- son, fæd Daae, þann 11. febrúar 1950 og eiga þau tvo syni. Emmy lést fyrir fáum árum. í dag gegnir Óli Valæur hluta- starfi hjá Blómamiðstöðinni hf. við leiðbeiningar til framleiðenda og neytenda. Þangað er gott að leita ef upplýsinga er þörf og er sjald- gæft að hitta mann sem hefur jafn gaman af að miðla af fróðleik sín- um til annarra. Þegar ég spurði Óla nýlega hvort við, nokkrir þeirra mörgu sem hann hefur miðlað af fróð- leiksbrunni sínum, mættum gera ÍBYRGl) • TRYGGIR VANDAÐA VÖRU • • r HAll STOLL Stgr: 64.125,- Afb. 67.500,- r r L4GIJR STOLL Stgr: 58.235,- Afb. 61.300,- SÓFI Stgr: 82.080,- Afb. 86.400,- SKRIFBORDSSTOLL Meö snúningi og ruggu Stgr. 54.720,- Ruggustóll Stgr. 55.670,- A húsgögn ÁRMÚLA 44 91-32035 CBESTERFIELl) ANNARS 298.600,- WINnSOll 3ja sæta sófi & 2 stólar ANNARS 298.600,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.