Morgunblaðið - 04.10.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.10.1992, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTOBER 1992 ÞÍl ERT ÞAD * ■ Með munnherkjur af stressi koma menn á heilsudaga í Hveragerði en fara þaðan sléttir í framan og fullir af fróð- leik um eigin heilsu SEM ÞE HEGSAR eftir Kristínu Marju Baldursdóttur í ÚTLÖNDUM hafa menn iðkað það öldum saman að stinga af frá amstri dagsins og dvelja á heilsuhælum í nokkra daga eða vikur til að endurheimta kraft og vilja. Drekka menn þá mikið vatn, Iiggja í laugum og böðum, borða grænmeti og ávextij ganga úti í góðu lofti, teygja skrokkinn og beygja og tæma hugann. ísland sem á besta vatn- ið, besta loftið og besta matinn á enga hefð í rekstri hressingar- eða heilsuhæla eins og þeirra sem algeng eru erlendis, en þó mátti finna vísir að slíkum stað á heilsudögum Hótel Arkar núna á vor- og haust- dögum. Morgunblaðið/Kristín Maija Heilsugestir voru sumir þrautþjálfaðir og gátu stundað hugleiðslu nánast hvenær og hvar sem var, jafnvel úti við sundlaug ef þeim sýndist svo. Islendingar eru smám saman að uppgötva heilsulindir lands síns og á heilsudögum á Hótel Örk, sem standa frá allt tveimur dögum og upp í tvær vikur er meðal annars boðið upp á fræðslu um heilnæma lifnaðarhætti, heilsufæði, jógaleik- fimi, hugrækt, sund og líkamsrækt, gönguferðir og útivist, sjúkra- og slökunarnudd og fór blaðamaður Morgunblaðsins á staðinn til að kynna sér þessa heilsuvernd sem Evrópubúar telja ómissandi þátt í menningu sinni. Þýska stórskáldið Goethe var einn ákafasti aðdáandi hressingarhæla og fór þangað reglulega þegar hann hafði ofboðið skrokknum eftir óhóf- legt át og drykkju sem fylgt getur tíðum veisluhöldum. Má vera að and- inn hafi líka þarfnast endumýjunar, en þeir sem best þekkja til ævi hins langlífa skálds segja, að Goethe hafi þjáðst af þunglyndi, gigt, lifrarbólgu, nýmabólgu, sýkingum og ígerðum alls konar og verið veikur fyrir hjarta, en ætíð náð heilsu aftur með því að stinga sér inn á bæheimsk heilsu- hæli í nokkrar vikur, helst árlega. Goethe varð afar frískur eftir slíka hvfld og segir sagan að svo hress hafi hann verið eftir eina slíka dvöl í Marienbad að hann hafi þá á áttræð- isaldri orðið yfír sig ástfanginn af sautján ára stúlku og orðið sármóðg- aður þegar hún galt honum ekki ást- inaj sömu mynt. Á heilsudögunum á Hótel Örk í vor og í haust var enginn gestur haldinn ofangreindum kvillum en Krsta Stanojev eða Mile, eigandi Jógastöðvarinnar Heilsubótar og sá sem kennir jógaleikfimina á heilsu- dögum, gerði könnun meðal gesta á heilsufari þeirra og lífsstíl síðastliðið vor og kom þá eitt og annað í Ijós. í hópunum vom yfirleitt 15 til 30 manns hvetju sinni og vom flestir á aldrinum 36 til 45 ára eða 56 ára og eldri og stunduðu einhvers konar skrifstofustörf. Nær enginn reykti, fáir neyttu áfengis eða tóku inn lyf, flestir fóm 1-2 sinnum til læknis á ári og vom fimm daga eða skemur frá vinnu á árinu. Flestir töldu þó eigin heilsu ekki góða og kvörtuðu undan þreytu sem helst kom fram í bakverkjum og höfuðverkjum og var áberandi hversu margir töldu helsta heilsu- brestinn vera verki í hálsi, herðum og baki. Þegar spurt var um þann tíma sem gæfist til hvíldar og tóm- stundaiðkana kom ljós að flestir höfðu eina til tvær stundir aflögu á degi hveijum og oftast var þeim varið fyrir framan sjónvarpið eða í hvíld og aðgerðarleysi. Flestir töldu að breytt matarræði og ástundun íþrótta gæti bætt heilsuna. Það er því íslenskt athafnafólk á besta aldri sem sækir í hvíld á heilsu- dögum Hótel Arkar. Umhverfið Það væri því líklega íslenskt at- hafnafólk á besta aldri sem sækja mundi í hvíld á umræddum heilsu- stöðum væru þeir til. Erlendis eru heilsuhótel ætíð í fögru umhverfí og gefur Hótel Örk þeim ekkert eftir í þeim efnum. Bæði er hótelið stað- sett í einum gróðursælasta stað landsins, innandyra eru margar og fagrar plöntur og utandyra er góð aðstaða til íþróttaiðkana og útiveru. Mikið -var rætt um umhverfið af heilsugestum á haustdögum og það borið saman við sambærilega staði erlendis. Jósefína Gísladóttir frá ísafirði hafði komið á heilsuhótel í Svíþjóð en þótt umhverfíð fremur gervilegt og tilbúið og Þórdís Krist- jánsdóttir frá Reykj'avík fullyrti að ef umhverfíð væri ekki fallegt og fólki liði ekki vel væri enginn til- gangur með allri hoilustunni. Hjónin Rakel og Espen Rosen- bla,d sem hafa ferðast víða um heim og verið áður á heilsudögum á Hót- el Örk, sögðust ekki skilja hvað menn væru að vilja til Mallorca í mengunina til að enduheimta starfs- orku, þegar þessi paradís væri við bæjardyrnar. Umhverfið islenska kom því vel út í þessum samanburði. Ingibjörg Björnsdóttir, skólastjóri Heilsuskólans, hefur umsjón með heilsudögum og er skipulögð dag- skrá frá klukkan átta á morgnana og fram á kvöld, en hveijum og ein- um er í sjálfsvald sett hvort hann tekur þátt í því sem í boði er. Á heilsudögum fer fólk mikið út að ganga og hjóla og dregur þá andann djúpt og sýgur fast upp í nefið til að fá ofan í lungun sem mest af þessu hreina og ómengaða lofti sem útlendingar eru tilbúnir að borga offjár fyrir. Sumir hafa ekki hjólað í sautján ár og verða því rasss- íðir þegar sest er á hnakkinn, en annað er upp á teningnum þegar að sundinu er komið. Ef Norðmenn eru fæddir með skíði á fótunum þá eru íslendingar fæddir með sundfit milli tánna, því um leið og þeir nálg- ast sundlaugar og heita potta verða þeir öruggir í fasi og tápmiklir, þótt ofbirtu stafí af hvítum kroppum. Vatnið Mikil áhersla er lögð á böð og vatnsdrykkju á öllum heilsustöðum og er vel búið að gestum á heilsudög- um í Hveragerði í þeim efnum. Fá þeir hvíta baðsloppa til að smeygja sér í þegar þeir vilja komast sem fyrst I sundið á morgnana. Þurfa þeir þá ekki að eyða Iöngum tíma í að klæða sig og afklæða, geta setið við laugarnar í góðu veðri á sloppn- um og borðað síðan morgunmatinn eftir sundsprett. Menn voru fljótir að aðlagast sloppunum og spröng- uðu um á þeim fram eftir morgni. Nokkrum fannst líka gott að fara í sund, gufu og heita potta fyrir hátt- inn og svifu þá ófeimnir í tunglsljós- inu um ganga og sali eins og hótel- draugar í umræddum fatnaði. Erlendis borga menn offjár til að komast á ákv^ðna heilsustaði til að drekka þar vatn sem þykir voða gott eins og til að mynda í Vichy í Frakklandi. Ganga menn þar inn í stórt og mikið glerhús, ná sér í vatn úr brunni sem er miðsvæðis og sitja síðan í kringum brunninn með krús- ina sína og góna tómlega út í loftið. í augum íslendinga er slíkt vatn auðvitað tómt sull, en fyrir þetta borga útlendir menn háar upphæðir, kannski ekki fyrir vatnið sjálft en til að komast á staðinn og gista þar. Á heilsudögum er eingöngu drukkið vatn og ávaxtate og fengu margir höfuðverk á fyrsta og öðrum sólarhring sökum koffínskorts. Menn báru sig þó mannalega enda eitilharðir að ná heilsunni aftur, en þó sást til tveggja kvenna þar sem þær hlupu í skjóli myrkurs út í þorp- ið til að kaupa sér kaffí. Þær viður- kenndu við frekari yfírheyrslu félaga sinna að hafa einnig úðað í sig súkk- ulaði á vettvangsstað. Fæðan Sá líkami sem hefur tekið við nokkrum könnum af kaffi daglega, kökum, súkkulaði og gosi, steiktu kjöti, kryddsósum og jurtasmjöri með aukaefnum, ársgömlum dósa- mat og heilli skipalest af mjólkur- mat tekur engum sönsum þótt eig- andinn þykist nú ætla að raða öðrum efnablöndum ofan í hann. Að minnsta kosti ekki fyrsta sólarhring- inn og heimtar sitt gúmmilaði með frekju. En þegar Fríða Sophía Böð- varsdóttir, yfirkokkur heilsudag- anna, fer að gæla við bragðlaukana lætur hann hægt og sígandi undan. í stuttu máli áttu heilsugestir engin orð til að lýsa velþóknun sinni og aðdáun á þeirri fæðu sem þeir fengu á þessum dögum. Hörðustu kjötætur hökkuðu í sig grænmetis- réttina sem voru hver öðrum betri og króuðu svo kokkinn af eitt kvöld- ið og kreistu upp úr honum upp- skriftir og ráðleggingar. Kom í ljós, öllum til ánægju, að lítill galdur er að matreiða gómsæta grænmetis- rétti, aðeins þarf rétta hráefnið og dirfsku til að prófa sig áfram. Matseðill dagsins lítur annars út eitthvað á þessa leið: Nýr ávaxta- safí og ferskir ávextir í morgunmat til að hreinsa líkamann, köld græn- metiskæfa með sósu og grænu sal- ati í hádegismat, ávaxtate og bruður með hunangi eða marmelaði um miðjan dag og á kvöldin gjarnan grænmeti með fyllingu í forrétt og í aðalrétt heitir ofnréttir sem saman- standa af grænmeti með pasta eða hrísgijónum og fersku salati með. Fræðsluerindi voru haldin um miðjan dag og ljölluðu þau meðal annars um óhollustu og heilsuleysi, um hættuleg aukaefni, sveppasýk- ingu, ónæmiskerfíð og hollt matar- ræði. Voru erindi þessi hin fróðleg- ustu og féllu í góðan jarðveg, líka hjá andstæðingum náttúrulækninga, sem létu sannfærast af þeirri ein- földu ástæðu að þeim leið sjálfum betur á sál og líkama eftir neyslu þess fæðis sem boðið var upp á. Sál og líkami Reyndar hófust heilsudagar á hug- rækt sem Einar Aðalsteinsson hjá Guðspekifélagi íslands sá um og var hún stunduð alla daga. í hugrækt er mikil speki fólgin eins og til að mynda sú, að menn séu það sem þeir hugsa. Höfuðatriði hugræktar er að ná hugkyrrð serrt gerir athyg- lina skarpa og sjálfsstjórn auðvelda. Heilsugestir voru misjafnlega undir slíkar hugaræfingar búnir. Sumir voru þrautþjálfaðir og gátu stundað hugleiðslu nánast hvenær og hvar sem var, jafnvel úti við sund- laug ef þeim sýndist svo, aðrir og einkum hinir stressuðu steinsofnuðu um leið og slaknaði á líkamanum. Það er þó ekki ætlunin með hug- rækt að vera sísofandi. Allir áttu það hins vegar sammerkt að vera mjög endurnærðir eftir hugleiðslu. Jógaleikfíminni fylgir e.ngin músik og hávaði, en æfíngarnar hafa bæði líkamleg og andleg áhrif og leyna heldur betur á sér. Þar er áherslan lögð á líkamsþálfun, öndun og slök- un. Jógakennaranum Mile tókst að vekja nýja kennd hjá mönnum, þá að þykja vænt um skrokkinn á sér. Þennan ræfíl sem öllu er troðið í og aldrei neitt hugsað um. Mörgum brá í brún þegar þeir fóru í sjúkranudd til Wolfgangs Rol- ings og uppgötvuðu að bakið á þeim var eins og gamalt þvottabretti, al- sett hnútum og bólgum. Vöðvabólga gerir kyrrsetufólki oftast lífið leitt en fæstir gera sér grein fyrir hversu slæmir þeir eru í raun og veru fyrr en sjúkranuddari fer höndum um þá. Það má því segja að manneskjan í heild sinni sé tekin rækilega í gegn á heilsudögum þótt í rauninni sé farið sé ákaflega mjúkum höndum um hana. Einn gesturinn sagðist hafa verið með munnherkjur af stressi þegar hann kom á heilsu- daga, en færi til baka sléttur og mjúkur í framan af vellíðan. Ekki má gleyma hinum mannlegu sam- skiptum sem eru stór þáttur af ánægjunni. Það er einmitt á heilsu- dögum sem vinir og vinkonur, eða hjón, hafa tíma hvort fyrir annað og mátti sjá marga í laufskálanum spjallatímunum saman um veraldleg og andleg efni án þess að taka tillit til klukkunnar, litla kúgarans. Menn þurfa ekki að hafa jafn góðar tekjur og Goethe hafði til að dvelja nokkra daga á heilsudögum Hótel Arkar, því það kostar ekki miklu meira en venjuleg árshátíð með tilheyrandi kostnaði. Gæðin og ánægjan eru þó margfalt meiri. Þó er mest um vert að með þessu fram- taki er sannað að dvöl á heilsuhót- eli á fullan rétt á sér og væri hægt að reka það allan ársins hring. Við eigum hráefnið, það er að segja umhverfið, loftið, fæðuna og vatnið, og kunnáttufólk sem veit hvað það er að gera. Það sem skortir er hefð- in og reynslan í heilsuverndarmálum og ef til vill þolinmæði, því það tek- ur mörg ár að að gera góða hug- mynd að veruleika og að byggja upp góð fyrirtæki. Heilsudagar í Hvera- gerði virðast þó vera spor í rétta átt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.