Morgunblaðið - 04.10.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.10.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1992 B 7 var að búð Skagfirðinga hefði borið af. Hún keypti þá stórt tjald, Skag- firðingabúð, tjaldaði að innan með reflum og áklæðum og ýmsum gömlum djásnum og hafði veitingar í þjóðlegum stíl. Fáninn var heima- ofrnn úr heimalituðu bandi. Þegar Friðjón stjúpsonur hennar þurfti að fara í framhaldsskóla, varð Núpur fyrir valinu og Lilja réði sig einfaldlega þar í vinnu í tvö ár og önnur tvö ár voru þau á Hvann- eyri. Á báðum stöðum tók hún þátt í matreiðslustörfum og á Hvanneyri líka í garðyrkju og vefnaði. 1939 ráðgerðu Lilja og Friðjón ferð til Ðanmerkur. Þar hafði Friðjón feng- ið loforð fyrir námi og vinnu, en þá kom heimsstyijöldin. „Árið 1944 byijuðum við að rækta tún í nýbýli okkar í Víðivalla- landi. Þremur árum síðar hófumst við handa um byggingar í Ásgarði 20. júlí 1947. Frá þeim degi höfum við talið það lögheimilí okkar, og Ásgarður talinn með byggðum býl- um í hreppnum," skrifaði Lilja í dagbók fyrir vini sína. „En okkur var það jafnhliða ljóst, að undir kostnaði af byggingum gat ekki okkar litli bústofn staðið. Þá voru ekki önnur úrræði en selja skepn- var svo mikil hugsjónakona hún Lilja,“ sagði vinkona hennar. Það sést alls staðar, þótt aldrei tækist að ljúka allri þessari höll og hún hafí látið á sjá í áranna rás... Stórhugurinn sést strax við hlið- ið. Þar eru nokkurs konar hús beggja megin. Syðra húsið í hliðinu heitir Biðlundur. Þar átti að bíða eftir áætlunarbílnum. Hinum megin eru Brúsastaðir, þar sem mjólkur- brúsarnir skyldu bíða mjólkurbílsins og hafði hún hugsað sér að koma rennisliskju fyrir. Þetta hlið mun Unnur Briem teknikennari og vin- kona Lilju hafa dregið upp fýrir hana. Þess má geta að 8 kýr voru í Ásgarði þegar þau Friðjón settust þar að og segir Lilja að ekki hafí þau þurft mikið að hafa fyrir að útvega kýmar. Kýr og kýrefni voru send þeim víðs vegar að. Margir hafa sýnilega talið sig eiga Lilju gott að gjalda. EINANGRAÐ UTAN FRÁ Lilja hafði ákveðna skoðun á því hvemig höllin hennar skyldi vera. En hún mun vera teiknuð upp á teiknistofu landbúnaðarins. Þetta mun vera fyrsta húsið á landinu sem var einangrað utan frá. Fyrst steypt Nyrst er svo heyhiaðan. Það er gaman að ganga um þetta stóra hús með þeim Snorra og Kol- brúnu. í fyrstu vissu þau ekki al- mennilega hvað þau ættu við það að gera. Ætlaði að verða hálfgerður baggi. Lengi hafði ekki verið búið í því, þakið orðið lekt og margt illa farið, enda hafði því aldrei verið að fullu lokið. „En við hefðum aldrei getað sett á það jarðýtu eða látið það grotna. Þetta er samt ekki auð- velt. Því allt þarf að gera eins og Lilja vildi hafa það, ekki breyta út af í neinu. Og svo fer áhuginn allt- af vaxandi," segja þau. í fyrstu vom þau einfaldlega að veija húsið fyrir skemmdum, en nú eru þau að gera upp allt íbúðarhúsið, búin að koma stórum hluta þess í gott horf - og skemmtilegt. „Öllum fannst við geggjuð að fara út í þetta. En nú eigum við hér heima, emm hér öllum stundum þegar við getum, og ætli við endum ekki með að fiytja hing- að,“ segja þau og hlæja. „Skrýtið, þegar hugsað er um það, að skyldi eiga fyrir okkur að liggja að lenda héma og leggja allt okkar í þetta.“ Það er alveg sérstakt andrúms- loft í þessu húsi. Allt hefur sinn svip, sem er látinn halda sér. Gert til stórveislu. Að skemmtun lokinni afhenti Lilja hveiju barni fallegan blómvönd. Hugðist hún með því glæða fegurðarsmekk barnanna fyr- ir ræktun, sem hún taldi mannbæt- andi. Á vetrum stofnaði hún til leik- sýninga og stundum hélt hún álfa- dans sveitungum sínum til skemmt- unar. LILJUSPOR Auðvelt er að skilja þegar Snorri Ingimarsson segir þar sem við sitj- um yfír kaffíbolla í stofunni þeirra Kolbrúnar, að Ásgarður hafi frá því hann var þar drengur orðið ævin- týraland í hans huga. Og þegar Kolbrún fór að vera þar, fór eins fyrir henni. Hún heillaðist af staðn- um. „Við Lilja höfum sömu áhuga- mál,“ segir hún og vísar til vefnaðar og tijáræktarinnar, sem var stór þáttur í áhugamálum Lilju. Við göngum upp í þennan fallega hvamm upp af bænum með niðandi læk og fallegum gróðri og trjám. Þarna hafði áður verið gamall stekk- ur, þar sem æmar vom mjaltaðar. Þar og víðar í landareigninni eru þau Snorri og Kolbrún að halda áfram ræktunarstarfi Lilju. Kolbrún kvaðst ætla í nám við Garðyrkju- Meðan Lilju entist aldur til hélt hún alltaf upp á af- mæli Asgarðs 20. júlí. Var öllum börnum í sveitinni þá boðið ásamt foreldrum þeirra til stórveislu. Á minnisvarðanum við veginn stendur: Fjörbrot þjóðveldisins. Örlygsstaðabardagi 21. ágúst Þarna í Örlygsstaðagerðinu valdi Sturla Sig- hvatsson hinn afdrifaríka orustuvöll. „Alveg út í hött,“ segir Snorri Ingimarsson. Lilja Sigurðardóttir og fóstursonur hennar Friðjón Hjörleifsson. Nýbýlið Ásgarður er 1238 urnar og fara í vinnu annars stað- ar. Voram við í ýmissi vinnu að vetri til og lögðum allt í byggingar í Ásgarði. Meðan á þessum bygging- arframkvæmdum stóð vorum við Friðjón á stöðugum flækingi, á áður óþekkta staði, en vorum svo heppin að eignast nýja vini. Og ef við gát- um verið saman, leið okkur vel. Alla okkar vetrarvinnu lögðum við í byggingamar. Tókum það í áföng- um. Eitt árið t.d. var hliðið niður við veginn steypt og gróðurhúsið. Árið 1955 fengum við rafmagnið heim og vatnið 1959.“ Þama var ekki hugsað smátt og ekki af sér dregið. Ekki síst þegar til þess er hugsað að Lilja var eng- inn unglingur, orðin 63 ára gömul þegar hún hófst handa og tíu árum eldri þegar þau settust endanlega að í Ásgarði 1957. Að auki engin efnakona, heldur bláfátæk. „Hún upp, einangrað með steinull og síðan sett timbur utan á. Lilja vildi koma nöfnum á herbergin í höll sinni. „Þau eru svo snjöll og lýsa svo vel hugkvæmni hennar og andríki. Þetta er líka svo mikill hluti af henni sjálfri, eins og byggingin öll,“ hefur Halldóra Bjarnadóttir eftir Skag- fírðingi einum í grein um Lilju. Nöfnin á herbergjunum eru: Garðs- hom, Liljulundur, Aðalból, Ketils- staðir, Vinaból, Sólvangur, Mið- garður, Búrfell. Rishæðin er 110 fermetrar að grannfleti og sá Lilja í anda rísa þar ýmislega verklega starfsemi til gagns og gamans, ætl- aði m.a. að hafa þar vefnaðar- kennslu. Og hugsað var fyrir gufu- baði. Syðst er íbúðarhúsið, en á miðhæðinni í millibyggingu var fjós og fóðurgeymsla og þar í risinu skyldi vera fjósameistaraíbúð. Kjall- arinn var ætlaður fyrir vélageymslu. hafði verið ráð fyrir glerskála til að sitja í út frá efri hæðinni. Lilja hafði látið smíða sérstakar hurðir, sem halda sér. Þama er sérkennilegt borð með mynstri og kommóða frá henni, svo eitthvað sé nefnt. Og vefstóllinn hennar er til. Víða má sjá falleg hvatningar- og einkunnar- orð sem lýsa þessari konu. Á plött- um sem hún lét gera er t.d. bæn Jónasar Hallgrímssonar: Faðir og vinur alls sem er annastu þennan groma reit. Blessaðu faðir blómin hér blessaðu þau í hverri sveit. Meðan Lilju entist aldur til hélt hún alltaf upp á afmæli Ásgarðs 20. júli. Var öllum bömum í sveit- inni þá boðið ásamt foreldrum þeirra skóla ríkisins í Hveragerði til þess að verða betur í stakk búin til að takast á við ræktunina. „Nú vitum við hvað við viljum. Að rækta hér í Ásgarði," segja þau hjónin. Tijáræktin var Lilju frá Víðivöll- um stórt hugsjónamál. Hún lærði garðyrkju í Garðyrkjustöðinni á Akureyri 1912 og stundaði garð- yrkju upp frá því. Tijá- og blóma- garðurinn hennar á Víðivöllum varð eftir 1914 landskunnur. í tijárækt- inni kom hún víða við, tók unglinga til sín á vorin og leiðbeindi í garð- yrkju. Og var síðar fengin til að fara um sveitir Skagaljarðar og leið- beina í samræmi við samþykkt frá Landsfundi kve'nna 1926. Fræ sendi- hún í allar áttir með leiðbeiningum. Víða í Blönduhlíð og Skagafirði má sjá þessa fallegu trjálundi, sem hún hjálpaði til við að rækta. Æsku- minning gamals manns er þegar Lilja kom ríðandi í söðli heim á bæ með tijáplöntur í tveimur pokum fyrir framan sig. Svo þakklátir vora menn Lilju fyrir þessar trjáplöntur að þeir nefndu þessa lundi gjaman Liljuspor. Ræktun taldi hún mann- bætandi. Má nærri geta að þessi hugsjónakona hafði stór áform um ræktun á sínu eigin setri Ásgarði. . Þeim áformum er nú fram haldið af myndarskap. STAÐSETNING ÖRLYGS- STAÐABARDAGA ÚT í HÖTT Á þessum friðsæla stað, þar sem nú ríkir andi góðvildar og gróðurs, voru til lykta ráðin örlög stórrar og voldugrar ættar á íslandi, í hinni skæðu orustu Örlygsstaðabardaga 21. ágúst 1238. Þarna út og ofan við Ásgarð börðust þeir Sturla og Sighvatur faðir hans ásamt fjöl- mennu liði við enn fjölmennara lið Kolbeins unga og Gissurar Þorvalds- sonar. Féllu þar Sighvatur og synir hans Qórir, þar á meðal Sturla Sig- hvatsson, en sá yngsti komst undan um Miðsitjuskarð þarna upp af. Við göngum upp fyrir túngarðinn með Snorra Ingimarssyni, sem þekkir vel og hefur sínar skoðanir á Örlygsstaðabardaga. Túngirðing- in í Ásgarði tekur þarna furðulega vinkilbeygju inn á túnið. Snorri kann skýringu á því. Þegar þau Lilja og Friðjón voru að girða túnið, birtist Sighvatur Friðjóni í draumi og seg- ir: Ekki feti lengra! Á vettvangi má greinilega sjá að ef girðingin hefði haldið áfram í beina línu, þá hefði hún farið yfir suðurhluta Örlygs- staðagerðisins þar sem Sighvatur er sagður hafa fallið. Því var henni breytt svona. Mikið mæðir þó á hornstólpunum við þennan skrýtna vinkil inn á túnið og þarf sífelldra viðgerða við. í gerðinu er minnis- varði um Örlygsstaðabardaga með plötu sem sýnir aðstæður og stað- setningu liðanna, þar sem þijú þús- und manns tókust á og féllu um 50, flestir úr liði þeirra Sturlu. Ekki er Snorri Ingimarsson sáttur við orustuvöllinn, þar sem Sturla kaus að fylkja liði þeirra feðga til orastunnar þegar þeir sáu fjanda- flokkinn koma langt að. Gátu séð þá strax er þeir komu upp á Reykja- tunguna handan héraðsins og Jök- ulsár. Þeirra eigið lið var á nærliggj- andi á bæjum: Miðsitju, Sólheimum, Víðivöllum og Miklabæ. En einmitt þarna í gerðinu í mýrinni ákvað Sturla Sighvatsson að þeir skyldu fylkja liði. Snorri Ingimarsson segir: „Lið sem kýs sér vígvöll velur sér annað en mýrlendi. Þeir þurfa gijót til að kasta. Þetta kemur vel fram í frásögninni af bardaganum, þegar menn Gissurar fara að grýta menn Sighvats í gerðinu og Gissur bannar þeim það, segir: „Kastið þér ei gijóti í lið þeirra, því að þér takið stór högg af því sama grjóti, þá er þeir senda það aftur.“ I gerðinu hafa þeir semsagt ekkert gijót nema það sem að þeim er varpað af óvininum. Og Snorri Ingimarsson bendir á ásinn þarna rétt ofan við mýrina með nægum birgðum af gijóti, sem hefði mátt láta dynja á fjandmönn- unum ofan frá. Gátu þá að vísu fengið steinana til baka en þeim þurfti að kasta upp í móti. Og hann bætir við: „Ég tel alveg út í hött að hafa valið þennan stað til bardag- ans. En hvað gera ekki feigir menn?" Satt er það, nægir eru feigð- arboðamir fyrir Örlygsstaðabar- daga í sögunni. Sem við stöndum þarna er ég honum alveg sammála. Sé fyrir mér allt þetta lið að hlaupa um í mýr- inni og hrasa um þúfur með svo bitlítil fornaldarvopn að jafnvel hetj- an Sturla Sighvatsson, sem leggur spjótinu Grásíðu svo hart að menn féllu fyrir, verður að bregða því undir fót sér nokkrum sinnum á milli spjótalaganna, því spjótið „lagðist". Enda er þessi skrifari ekki mesti aðdáandi bardagafúsra kappa, fomra eða í nútíma. Kýs heldur halda á lofti hugsjónakon- unni hugumstóru, Lilju Sigurðar- dóttur í Ásgarði, sem sáði því góða sæði sem þau Snorri Ingimarsson og Kolbrún eru nú að vökva við sérkennilegu ævintýrahöllina við þjóðveginn. Og annast þann græna reit, eins og segir í ofamefndri fyrir- bæn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.