Morgunblaðið - 04.10.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.10.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ /_J_f UÖ1 HGAJaiíUaflOM SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1992 a »r B 19 Tvö verka Bjargar, fyrirsætan er Anna E. Borg. Önnur myndinheit-' ir „„Stúlka hangandi utan á kastala", en hin heitir „Stúlka sitjandi í gluggasyllu.“ í myrkrakompu Morgunblaðsins ekki innifalið myndatökur þá hefði og sagði nýverið í viðtali við tíma- hún samt orðið hvati þess að hún rit að þótt vinnan sem slík hefði hellti sér út í ljósmyndanám. ERLEND DAGBLÖÐ * Eiga Islendingar tákn- rænasta þjóðfánann? Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Sjaldgæft er að sjá góðar kynningargreinar um ísland í bandarískum blöð- um, en þegar slíkar birtast eru þær bæði fyrirferðar- miklar og þannig upp settar að eftir þeim er tekið. Nýj- asta dæmið er grein í Miami Review, sem birtist í fylgi- blaði dagblaðsins 11. sept- ember. Undir hana var lögð öll forsíðan, miðopnan og síða að auki. Höfundurinn er einn af blaðamönnum blaðsins og lýsir nýstárlegri dvöl sinni í Reykjavík og ferð til Vest- mannaeyja á svo lifandi hátt, að lesandinn fær óhjá- kvæmilega löngun til að heimsækja þessa norðlægu höfuðborg og þjóðina „sem á e.t.v. táknrænasta fána í heimi; rauðan kross á stærri krossi hvítum á bláum fleti. Það er eldurinn og ísinn á bláu hafinu — heitu hverirn- ir, eldfjöllin, jöklarnir, fisk- veiðarnar. En fáninn er líka tákn elds ímyndunaraflsins í fólkinu sem landið byggir og hefur nýtt sér allar þess- ar náttúrunnar auðlindir.“ A forsíðu er litmynd tekin úr flugvél af Reykjavík með Esjuna í baksýn en einnig eru myndir af Hallgríms- kirkju, sundlaugunum í Laugardal og frá Vest- mannaeyjum. Miami Review er gamalt og virt dagblað sem fjallar mest um viðskiptamál enda eru lesendur að meirihluta til fólk sem vinnur að við- skiptum, s.s. bankamenn, lögfræðingar o.fl. Uppi eru hugmyndir um að gefa þessa grein út sér- prentaða sem auglýs- ingabækling fyrir ferðir til Islands með Flugleiðum. IÞROTTIR Mannskapurinn sem hér er sam- an kominn náðist á filmu í brúðkaupi fijálsíþróttamannanna Oddnýjar Árnadóttur og Gunnars Páls Jóakimssonar á sumrinu sem leið. Þarna er samankominn hópur mikilla afreksmanna í fijálsum og að auki hittist þetta fólk sárasjaldan þar sem flestir í hópnum eru búsett- ir erlendis. Alls á þetta fólk 24 ís- landsmet í einstaklingsgreinum ut- anhúss. Elsta metið er 100 metra sprettur Vilhjálms Vilhjálmssonar á 10,46 sekúndum, sett 1977. Yngsta metið tilheyiir Mörthu Ernstdóttur það var í hálf - Maraþoni sett í ágúst á þessu ári. Jón Diðríksson á flest Islandsmet þeirra sem þarna standa, eða sjö talsins. Á myndinni eru f.v. Vilmundur Vilhjálmsson (lOOm og 200m), Jón Diðriksson (lOOOm, 1500m, 2000m, 3000m, 5000m, ein míla, Hópurinn samankominn spariklæddur. Morgunbiaðið/Pétur óskarsson. Ernstdóttir (5000m, lOOOOm, 1/2 Maraþon), Helga Halldórsdóttir 300m, 400m, lOOmGr, 200mGr, 400mGr) og Þórdís Gísladóttir (hástökk). 3000mH), Þorvaldur Þórsson (HOmGr, 400mGr), Oddur Sigurðs- son (400m), Sigurður P. Sigmunds- son (1/2 Maraþon, Maraþon), Þrá- inn Hafsteinsson (tugþraut), Nú hefur verð Macintosh LC 4/40 lækkað vegna hagstæðra samninga og nú kostar ódýrasta Macintosh-tölvan með litaskjá aðeins 119 900,- kr. Hún er með 12" litaskjá, 4 Mb vinnsluminni og 40 Mb harðdiski, innbyggðu AppleTalk, m.a. til samnýtingar við aðrar tölvur, möguleika á tengingu við Novell og Ethernet, 1,44 Mb drifi m.a. fyrir PC-diska, stýrikerfi 7 á íslensku, vandaðri íslenskri handbók o.m.fl. Auk þess má tengja allt að sjö SCSI-tæki við hana (s.s. aukaharð- disk, skanna eða geisladrif). Skv. samanburðarrannsókn Ingram Laboratories í Bandaríkjunum, er raunveruleg vinnslugeta Macintosh LC-tölva meiri en flestra 386 SX tölva. (Sjá súlurit t.v.) Verð með litaskjá aðeins Apple-umboðið Skipholti 21, sími (91) 624 800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.