Morgunblaðið - 04.10.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.10.1992, Blaðsíða 25
frwT-m1 MORGUNBLAÐIÐ VELVAKA^DÍ'ImMdaI™ £BQM»fSa5B!5K 4. OKTÓBER 1992 S 4-í: B 25 Enn um sögulok Njálu o.fl. Frá Þorgeiri Ibsen: Skrítið er það. En undirritaður þykist skynja og verða að nokkru var við það í skrifi Einars Pálssonar í Morgunblaðinu 15. september sl., um „Sögulok Njálu“, að hann sé með snert af lesblindu. Þetta er slæmt og boðar ekki gott fyrir ann- an eins háspeking í íslenskum fræð- um og Einar Pálsson er, sérstak- lega, ef það kynni að gerast að ólæsið ágerðist fremur en hitt og gæti háð honum í framtíðinni við rannsóknir á fræðunum, sem hann í raun ber fyrir brjósti. Er ekkert nema gott eitt um það að segja, að hann vilji gera fræðum sínum góð skil og noti hvert tækifæri, sem gefst, til þess að auglýsa sem mest og bezt, hver afrek hann hefur unnið á rannsóknarsviði sínu. Þetta er mannlegt og fer ekkert fyrir brjóstið á undirrituðum. En hvað hefur undirritaður fyrir sér í því, að sá fjölfróði og góði drengur, Einar Pálsson, kynni að vera haldinn lesblindu eða jafnvel einhvers konar ólæsi, þótt ekki væri nema á byrjunarstigi? En það eru þessi hans eigin orð: „Þorgeir Ibsen ritar Víkverja at- hugasemd við Skírnisgrein Jóns Sigurðssonar lektors í Morgunblað- inu 4. september 1992. í grein þess- ari undrast (auðk. hér, Þ.I.) Þor- geir fleyg ummæli A.U. Bááths þess efnis, að höfundur Njálu hafi „að kalla síðustu línuna í huga, þegar hann ritaði þá fyrstu“. Hér hefur orðið undrast verið auðkennt, því að með því gerir Ein- ar Pálsson undirrituðum upp orð, sem hvergi er að finna í athuga- semd hans við missögn í annars ágætri grein Jóns Sigurðssonar lektors í vorhefti Skírnis 1992, við- víkjandi hinum „fleygu ummælum" A.U. Bááths um lokaorð Brennu- Njáls sögu. Nei, undirritaður lét aldrei í ljós eina eða neina „undrurí' á hinum „fleygu orðum“ Bááths, eins og Einar gefur í skyn og segir beinlín- is, en kom það hinsvegar á óvart og spanskt fyrir sjónir, að þau voru ranglega eignuð Einari Ól. Sveins- syni. Um þá missögn gerði undirrit- aður sína umtöluðu athugasemd, sem fremur mátti kalla leiðréttingu á hinu óviljandi ranghermi. Þetta var allt og sumt. En það er ef til vill annað, sem undirritaður ætti að undrast, en gerir þó ekki, en það er, að Einar Pálsson skuli nota lítið tilefni, og það alveg út í hött, til þess að koma „kreddu“ sinni á framfæri til þess að gera hana gildandi. Hér hefur orðið „kredda" verið sett innan gæsalappa og auðkennt að öðru leyti, vegna þess að merkja má, að í því felist þó nokkrir hleypidómar af hálfu undirritaðs um fræði Ein- ars, sem vissulega geta verið hin göfugustu og merkustu, þótt undir- ritaður komi ekki beinlínis auga á það, sökum þess, hve hann er illa læs á þau, og því lítið fær um að virða þau að verðleikum. Um undir- ritaðan mætti því gjarnan segja með álíka orðalagi og segir á einum stað í Eyrbyggju, sem var eldri en Njála, að því að eins sé hann læs, að hann bregði ekki Einari Pálssyni um ólæsi. (Sbr. orðaskak þeirra Gunnlaugs Þorbjarnarsonar digra og Kötlu í Holti (Kötluholti) út frá Mávahlíð, utan Búlandshöfða, þar sem önnur vinkona Gunnlaugs bjó, Geirríður, dóttir Þórólfs bægifóts.) En þótt undirritaður fyrirverði sig fyrir ólæsi sitt á „Rím“ Einars og hafi ekki borið gæfu til að lesa Frá Ronald Kristjánssyni: Ég undirritaður mótmæli þeirri ákvörðun ríkisstjómarinnar, að svo- nefndur lestrarskattur, verði settur á íslenskar bækur og vona að ríkis- stjómin sjái að sér í þeim málum. Þar eð sú upphæð, sem við skattinn safnaðist (0,13% af ársveltu ríkissjóðs = 150 millj. króna), væri aðeins dropi í hafði, sem hyrfí eins og dögg fyrir sólu, líkt og Þjóðarbókhlöðuskattur- inn svonefndi, sem enginn virðist vita hvar sé nú niðurkominn. Þeir aurar em a.m.k. ekki þar sem þeir eiga að vera! Þessi „ímyndaða“ ársvelta lestrarskattsins myndi aldrei skila sér að fullu, því almenningur einfaldlega hættir að kaupa bækur. Bóklaus þjóð er blind og fávís þjóð, sem ráfar um í myrkri ólæsis, eins og riðuveikar vankakindur. Hin íslenska þjóð hefur getið sér það sér að gagni, svo að nokkm nemi, er hann sammála honum um ágæti greinar Jóns Sigurðssonar lektors í vorhefti Skímis 1992. Ein- ar segir m.a. þetta um hana og kveður sterkt að orði: „Grein Jóns er vel skrifuð, glögg og skilmerkileg. Svo sem vænta mátti hefur Jón ekki kynnt sér öll meginatriði, er efnið varðar, en grein hans kemur það vel heim við niðurstöður Rím um Njálu, að segja má, að sérhver maður, sem les grein Jóns, geti auðveldlega skilið allt ritsafnið Rím á eftir.“ Hér höfum við það. Ekki er af því skafið; - eftir að hafa lesið grein Jóns, getur sérhver sá, er það hefur gert, átt auðvelt með að skilja allt ritsafnið Rím. Iiklega er nú bezt að setja hér amen eftir efninu, taka sig svo til í andlitinu og drífa sig í það að lesa Rím með margrómaða grein Jóns Sigurðssonar að leiðarljósi. En það er með þetta og þessa grein sem annað, að allt er vafanum undirorpið og sannast, sem Njáll sagði, „að allt orkar tvímælis þá gert erí. ÞORGEIR IBSEN, Sævangi 31, Hafnarfirði. þann orðstír að vera bókmenntaþjóð og sæmir því ekki skipstjórnar- mönnum þjóðarskútunnar, að ráfa um í hafvillu og þoku heimskulegra aðgerða, sem að lokum leiðir aðeins til skipbrots og fúa, á náströnd óánægðra kjósenda. Það sæmir ekki útgerðarmönnum þjóðarskútunnar að auglýsa hana sem manndráps- bolla, skipaða blindum bóklausum áhafnarmeðlimum, sem ekki hafa efni á að kaupa bækur. Ég skora því á stjómvöld, að afsegja lestrarskattinn hið fyrsta, svo að íslensk menning fái að njóta sín. Slíkt níðingsverk sæmir ekki lýðveldinu Íslandi, að hverfa aftur í svartnætti hinna myrku miðalda á öld lýðræðis, menntunar og tækniframfara. RONALD KRISTJÁNSSON, Reynimel 47, Reykjavík. Lestrarskattur VELVAKANDI PENINGUR Áhengi á armbandi, sem er gylltur peningur, tapaðist fyrir nokkru. Á peningnum er mynd af konu og áletrunin Misslyn. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 657662. Fundarlaun. MERKIÐ SNERI ÖFUGT Þau leiðu mistök urðu í aug- lýsingu í Morgunblaðinu þann 27. september sl. að merki Al- þýðuskólans á Eiðum birtist á hvolfi, og missti við það merk- ingu sína. Nemendum Eiða- skóla er innrætt að bera virð- ingu fyrir merki skólans og því þykir okkur miður að í auglýs- ingu frá okkur verði slík mis- tök. Höfundur merkisins var hinn kunni skólamaður Þórarinn Þórarinsson, sem um árabil var skólastjóri Eiðaskóla. M-in þijú í merki skólans tákna: Mann- tak. Mannvit. Manngöfgi. Fyrir hönd gagnfræðinga frá Eiðaskóla vorið 1972. Anna Sigurðardóttir EYRNALOKK- UR Eyrnalokkur, sem er gull- kúla, tapaðist í síðustu viku. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 21393. ÚLPUR Tvær úlpur, bláar og vatt- fóðraðar fundust við Landa- kotstún fyrir skömmu. Upplýs- ingar í síma 25010. í pistli eftir Bergrúnu Ant- onsdóttur, sem birtist hér í dálknum 25. september, er fyall- að um verðmun á bamagleraug- um í tveimur verslunum, Aug- anu í Kringlunni og Sjón á Laugavegi. Verðdæmið sem hún setur upp er byggt á misskiln- ingi og á ekki við rök að styðj- ast. Fjölmargir verðflokkar em á gleraugum í báðum verslunum og verður að taka tillit til þess við verðsamanburð. ÓRAUNHÆFUR VERÐSAMAN- BURÐUR Pennavinir ítalskur 24 ára karlmaður sem býr í Danmörku og skrifar á dönsku en segist betri í ensku, frönsku og ítölsku: Domenico Chiaramonte, Rædersgade 8, 1 t.v., DK-8700 Horsens, Danmark. Hollenskur 23 ára karlmaður með áhuga á knattspyrnu, ferðalög- um, hjólreiðum o.fl.: Erik van Engelenburg, Jacob-Catstraat 39, 6531 E.K. Nijmegen, Holland. Átján ára þýsk stúlka með áhuga á íþróttum, einkum róðri, og spilar á trombónu í tveimur stórsveitum: Jutta Hlager, Schiitzheider Weg 1, D-5060 Bergisch Gladbach 2, Germany. Frá Frakklandi skrifar ungur maður á frönsku. Segist vilja eign- ast pennavini en getur ekki um ald- ur né áhugamál: Fouad Zovania, 4 Rue Arthur Briere, 75017 Paris, France. Sænsk 37 ára kona með margvís- leg áhugamál vill skrifast á við konur: Isabel Holmquist, Tullingerbergsvagen 2 a, 14645 Tullinge, Sweden. Hádeg8st8lbob (alla daga kl. 11.30-14.00) Smáborgari, franskar (1 /2 sk.) og sósa 290,- Hamborgari, franskar og sósa 390,- Klúbbsamloka, franskar og sósa 390,- Stórborgari, franskar og sósa 490,- Mest seldu steikur á íslandi Nauta-, lamba- og svínagrillsteikur m. öllu 690 krónur. m Md'iimi * V E I T I N G A S T O F A ■ Sprengisandi - Kringlunni SÝINIIIUG á TOS rennibekkjum Föstudaginn 9 okt. og laugardaginn 10 okt. Frá kl. 9 -18 Við sýnum um helgina rennibekk af gerðinni TOS SN 40 C og mun erlendur sérfræðingur veita ráðgjöf á staðnum. DÚNÚLPUR Verð kr. 12.490,- Stærðir: S-XXL. Teg. Snow liwe. Litir: Blátt, grænt, Ijósblátt. 300 gr. dúnn Ytra byrði: 100% bómull Verð 12.490,- Stærðir: S-XL. Teg. Snow fox. Litir: Hvítt og svart. 5% staðgreiðslu afsláttur. Sendum í póstkröfu. »hummel^ SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA 40. SÍMAR 8 1 35 55, 8 1 3 655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.