Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 Leikgleði og ljúfir tónar Leiklist Bolli Gústavsson Tónlistarskólinn á Akureyri Ástardrykkurinn, gamanópera eftir Gaetano Donizetti. íslensk þýðing á texta: Guðmund- ur Sigurðsson og Már Magnús- son. Stjóm tónlistar: Guðmundur ÓIi Gunnarsson. Píanóleikur: Helga Bryndís Magnúsdóttir. Leikstjórn: Már Magnússon og Aðalsteinn Bergdal. Kórstjórn: Gordon G. Jack. Dansar: Vala Viðarsdóttir. Saga óperuflutnings á íslandi er ekki löng og hefur til þessa að mestu verið bundin Reykjavík. Það hlýtur því að teljast til nokkurra tíðinda, þegar sígilt verk af því tagi er sviðsett norðan heiða. Tónlistar- skólinn á Akureyri hefur áður sett á svið þætti úr óperum, en aðþessu sinni er ráðist í að flytja Astar- drykkinn eftir Gaetano Donizetti. Verkið er að vísu flutt í nokkuð styttu formi, en atburðarásin eigi að síður Iátin halda sér. Þó er bætt inn töluverðum atriðum, sem koma m.a. í stað sönglesa, recitativi. Ekki hefur verið unnt að koma við hljóm- sveitarflutningi, heldur er leikið undir á píanó. Undirleikur Helgu Bryndísar Magnúsdóttur er örugg- ur og þróttmikill. Kórsöngur gegnir miklu hlutverki og hefur Gordon G. Jack samstillt söngnema með miklum ágætum og lyftir það sýn- ingunni ekki síst, en heildarstjórn tónlistar er _ í öruggum höndum Guðmundar Óla Gunnarssonar, sem er auðheyrilega hæfíleikamikill tón- listarmaður. í ljósi þeirrar staðreyndar, að hér er um nemendasýningu að ræða, er heildarsvipurinn ótrúlega hnökralítill. En þess skal jafnframt getið, að hér er ekki lagður á strangur mælikvarði, enda engin sanngimi að ætlast til þeirrar reisn- ar, sem við kynnumst í alþjóðlegum flutningi á óperuverkum í sjón- varpi, kvikmyndahúsum eða þeim sýningum, sem hæst ber í sögu þessarar listgreinar í Reykjavík. Söngvant fólk kemur þó fram hér í einsöngshlutverkum. Hólmfríður Benediktsdóttir, sópran, er reynd söngkona og hefur kennt söng um árabil. Hún fer með hlutverk Adinu hótelstýru og leggur augljóslega mesta áherslu á flutning söngsins, sem er fágaður og án átaka. Mich- ael J. Clarke, baritón, hefur einnig agað rödd sína, sem er blæbrigða- rík og hefur hlotið nokkra óperu- skólun, en þó naut hann sín ekki fyllilega í hlutverki Belcore liðsfor- ingja. Emi Viðari Birgissyni var lagður mikill vandi á herðar að syngja hlutverk þjónsins, Nemor- ino. Hann hefur fallega, iýríska tenórrödd, en var augljóslega dálít- ið heftur af þeim leikrænu kröfum, sem hér eru gerðar til hans. Það er ekki heiglum hent að syngja ar- íuna Una furtiva lagri'ma, sem er að líkindum ein mest sungna aría sem til er, og hefur verið skrautfjöð- ur ótal stórstjarna óperusviðsins. Öm stóðst þá eldraun bærilega í þetta sinn. Með aukinni sviðs- reynslu og skólun mun nokkurs af honum að vænta í þessari kröfu- hörðu listgrein. Að líkindum mun Baldvin Baldvinsson, baritón, koma mest á óvart í hópi flytjenda. Bald- vin er gæddur þessu þingeyska hugrekki, sem hræðist ekki áhorf- endur. Hann fór á kostum í hlut- verki Dulcamara, sem í leikskránni er nefndur heilsuræktareigandi að hætti nútímans. Rödd Baldvins er mikil og þeirrar gerðar, að hún á fyllsta erindi í góðan og strangan skóla, en þar að auki er hann gædd- ur ótvíræðum leikhæfileikum, sem hrífa. Dagný Pétursdóttir, sópran, fer laglega með lítið hlutverk Gian- ettu, bæði í söng og leik. Sá háttur hefur verið hafður á í þessari uppsetningu óperunnar, að færa atburðina til okkar daga. Leikstjórarnir Már Magnússon og Aðalsteinn Bergdal hafa unnið gott verk við þrengstu skilyrði og notið við það góðrar aðstoðar tæknimanna og leikmyndahönnuða. Þeim hefur tekist að gera félags- heimilið Laugaborg að lifandi óperuhúsi með hæfíleikaríkum hópi áhugasamra nemenda Tónlistar- skólans á Akureyri. Það er ástæða til þess að vekja athygli á þessu framtaki, enda getur það svarað spumingu, sem mér er sagt að heyr- ist oft í grunnskólum þessa lands: „Kennari! Hvað gerðu menn eigin- lega áður en sjónvarpið kom?“ Myrkir músíkdagar Auður Hafsteinsdótt ir, Kjarvalsstöðum Tónlist Ragnar Björnsson Auður er frábær fiðluleikari og listamaður. Mjög erfiðri efnisskrá, með nútíma verkum, og án nokk- urrar aðstoðar annarra en fiðlunn- ar sinnar, skilaði hún svo ágætlega að aðeins afburðahljóðfæraleikur- um er til treystandi. Auður virðist búa yfír flestum þeim þáttum sem til þarf til stórra afreka. Mjög góðri tækni býr hún yfír, vald yfír bogan- um er áberandi og vandvirkni virð- ist henni i blóð borin enda heyrist varla óhreinn tónn og tvígripin eru ótrúlega nákvæm. Auður byijaði tónleikana með verki eftir Færeying, Sunleif Ras- mussen „Echoes of the past“, gott verk og gaf flytjandanum engan grið frá fyrstu nótu. Edward McGuire, skoskur, átti næsta verk „Rant for solo violin" eftir Lyel Gresswell, sem búsettur er í Skot- landi, — fæddur í Nýja Sjálandi. Tilbrigðin eru litrík, reyna mjög á hæfileika flytjandans og sýna vel kunnáttu tónskáldsins. Auður lék verkið, sem og önnur, af yfirburða öryggi. Jónas Tómasson átti á tón- leikunum gott verk sem hann nefn- ir „Ballet 4“, sex dansþættir sem hreyfast á mörkum „tónalitets" og „atónalitets". Kristin Blake er Færeyingur. „Böhmerlands dronn- ing“, byggt á færeyskri ballöðu, náði einhvem veginn ekki hljóm- grunni undirritaðs, virkaði svolítið yfirborðskennt. Síðasta verkið á efnisskránni var eftir Skotann David Dorward. „Souvenir of a concertante" kallar hann það og er verkið í fjórum þáttum. Hér var kunnáttusamlega slegið á ýmsa strengi, ekki aðeins að Beethoven brygði fyrir, heldur og Grieg og norskum þjóðlögum, harðangurs- fíðlan jafnvel ekki fjarri. Yfírleitt voru eingöngu minnisstæð verkefni á dagskrá þetta kvöldið. Stundum er þó að flytjandinn er það góður að hann glæðir allt Auður Hafsteinsdóttir lífi, jafnt það lélega sem og því góða og þá situr maður eftir svolít- ið vandræðalegur og spyr, hvað var hvurs og hvurs var hvað? Líklega er það lögmál, að eins og hljóm- sveitarstjóri verður í fáum tilfellum góður sem slíkur án þess að vera fyrir góður hljóðfæraleikari, að þá þarf tónskáld að hafa þróast í gegnum hljóðfærið til þess að geta orðið sjálstætt og gott tónskáld. En hvað sem því líður, var kvöldið Auðar. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN VIÐTALSTÍMAR ALÞINGISMANNA Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verða með viðtalstíma á næstu dögum í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Þriðjudaginn 2. febrúar kl. 17.00-19.00: Geir H. Haarde, alþingismaður. Reykvíkingar eru hvattir til að notfæra sér þessa viðtalstíma og koma á framfæri viðhorfum. sínum og ábendingum við alþingis- menn Sjálfstæðisflokksins. Kvikmyndadagar Hvíta tjaldsins Nærmynd af bófum Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Svikráð („Reservoir Dogs“). Sýnd í Regnboganum. Leikstjóri og handritshöfundur: Quentin Tarantino. Aðalhlutverk: Harv- ey Keitel, Tim Roth, Christop- her Penn, Lawrence Tierney, Quentin Tarantino, Michael Madsen og Steve Buscemi. Nokkrar myndir hafa komið fram í Bandaríkjunum að undan- förnu sem allar eru eftir unga og kappsfulla leikstjóra sem eru að hefja sinn ferii og tjá sig í gegnum frásagnir af glæpamönnum og of- beldisverkum. Hetjur þeirra eru útlagar í skúmaskotum glæpa- heimsins en þekktust þessara mynda er án efa Svikráð eða „Res- ervoir Dogs“ eftir Quentin Tarant- ino, opnunarmynd á bíódögum kvikmyndaklúbbsins Hvíta tjalds- ins í Regnboganum. Tarantino kemur sannarlega við kaunn á manni með grimmúðugri og málamiðlunarlausri frásögn sinni af glæpagengi sem mis- heppnast að fremja gimsteinarán og kemur saman - þeir sem eftir lifa - í vöruskemmu þar sem upp- gjör á sér stað á milli þeirra. Mynd- in hans er öflugt verk í sínu full- komna raunsæi og raunar stór- brotin úttekt á ofbeldisverknaði og hugarfari glæpalýðsins, sláandi ofbeldisfull og sannarlega ekki laus við spennu blandaðri svörtum húmor. Tarantino hefur gert nærmynd af bófum sem er ekki fyrir við- kvæmar sálir, söguhetjur hans eru ótýndir glæpamenn, útlagar á flótta undan réttvísinni, menn sem í öðrum og verri myndum væru byssufóður fyrir Mel Gibson eða Bruce Willis. En í þessum heimi kemur aldrei nein Hollywood- stjama til bjargar á síðustu stundu. Hér er tortímingin alltaf yfírvof- andi, hún er þáttur af lífi þessarra manna og raunar sú eina lausn sem hægt er að sætta sig við á endan- um. Tarantino, sem bæði skrifar handritið og leikstýrir, hefur safn- að um sig einvala liði leikara til að fara með hlutverk bófanna. Atriði úr Svikráðum. Fyrstur og fremstur er Harvey Keitel, góður gæi úr óteljandi myndum og skuggaveröldum. Hann minnir á tengsl myndarinnar við „Mean Streets“ Martins Scor- sese en andi hans svífur hér yfír vötnum í lýsingu á meinlegum götulýð. Breski leikarinn Tim Roth („The Hit“) er annar góður, Mich- ael Madsen er snarklikkaður sad- isti, Christopher Penn og Steve Buscemi fara einnig á kostum og leikstjórinn sjálfur fyllir svo út í myndina. En hveijir eru svo þessir bófar? Á yfirborðinu eru þeir rétt eins og þú og ég. Myndin hefst á því að þeir sitja við borð og eru að rífast um Madonnu og hennar lög. Þeir eru sífellt að vitna í rokk- og poppmenninguna og rífast um hveijir fóru með aðalhlutverkin í gömlum sjónvarpsþáttum. Það lýsir þó ekki skuggahliðum þeirra sem opinberast í eftirleik gimsteinaránsins. Sjálft ránið er aldrei sýnt heldur aðdragandinn og það sem á eftir kemur og þar verðum við vitni að ótrúlegum sa- disma eins þeirra þegar hann pynt- ar lögregluþjón sem þeir hafa í haldi. Það er næstum óbærileg, óstöðvandi martröð sem nístir inn að beini, einhver hrottalegasta of- beldissena sem sýnd hefur verið í bíó. Sögusviðið er vöruhúsið þar sem bófarnir hittast eftir ránið en Tar- antino byggir myndina af útsjónar- semi á endurlitum þar sem sögu- persónumar eru kynntar betur og tengsl þeirra, sem reyndar eru sáralítil, koma í ljós. Hann finnur sterka persónusköpun og spenn- andi sögu í raunsærri og blóðugri undirheimafrásögn, sem lætur engann ósnortinn. Hann er leik- stjóri sem vert er að fylgjast með í framtíðinni. Fyrstu skref á langri leið Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Hin langa leið heim — „The Long Walk Home“. Leikstjóri Richard Pi- erce. Handrit John Cork. Tón- list George Fenton. Aaðalleik- endur Sissy Spacek, Whoopi Goldberg, Dwight Schultz, Dyl- an Baker. Sögumaður Mary Steenburgen. Bandaríkin 1991. Það er umdeilanleg en nokkurn veginn viðtekin staðreynd að mannréttindabarátta blökku- manna í Suðurríkjunum hafi bytj- að fyrir alvöru í Montgomery, Alabama, um miðjan sjötta ára- tuginn og það var enginn annar en Martin Luther King sem fór fremstur í flokki. Þessi átök eru bakgrunnur Hinnar löngu leiðar heim. Goldberg leikur húshjálp hjá efnahjónum (Spacek og Schultz). Þau eru dæmigerðir hvítir mótmælendur og Suður- ríkjamenn sem eru afskiptalaus um málefni þeldökkra sem Sehultz lítur þó nánast á sem vinnudýr. Og allar breytingar eit- ur í hans beinum. En þegar blakk- ir taka sig saman um að hætta að nota almenningsvagna borgar- innar — þar sem þeir eru niður- lægðir með því að verða að notast eingöngu við öftustu sætin — og Goldberg verður fyrir aðkasti lög- reglunnar er hún vogar sér með börn hjónanna í „hvítan“ almenn- ingsgarð, fara augu Spacek að opnast. Odessa býr í íjarlægum borgarhluta svo Spacek fer að keyra hana í og úr vinnunni. Er Schultz kemst að glæpnum verður uppgjör á heimilinu en Spacek gefur sig hvergi og styður réttlæt- ismál svertingjanna heilshugar. Fyrsta skrefið hefur verið stigið. Það er gæfa myndarinnar að leikstjóri og handritshöfundur fara ekki með hávaða og látum heldur segja söguna á lágstemmd- an hátt er hentar henni vel. Eink- um er endirinn smekklegur, ekk- ert húllumhæ heldur yfirvegaður, blákaldar staðreyndir blasa við augum manns, ójöfnuðurinn er hróplegur en baráttan er hafín. Hin langa leið heim er þó sama marki brennd og svo margar aðr- ar myndir um jafnréttisbaráttu blökkumanna að alltof mikið er gert úr þætti hvítu valmennanna. Aherslumar verða oft rangar í myndum sem þessum, snúast oft- ar en ekki í hetjuóð um hvíta jafn- réttissinnann og baráttumanninn engu síður en heilagt mannrétt- indastríð hinna lituðu, því miður. Þá freistast menn hér sem oftar til að velja einkar fráhrindandi manngerðir í hlutverk Suðurríkja- manna sem er ósköp ódýrt bragð sem er óþarft að grípa til þegar fjallað er um jafn magnaðan efnivið og hér. En leikararnir eru dágóðir og Goldberg fer á kostum, sem oftar. Því miður hefur að- standendum þessarar „hátíðar" skort vilja eða getu til að texta myndina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.