Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. V eðurrannsóknir veðurspár Fólki er sjálfsagt í fersku minni fárveðurslægðin sem gekk yfir Færeyjar og Austurland í byijun þessa árs og var sú dýpsta sem mælst hefur hér við land. Nokkru grynnri en skaðsamari var óveðurslægðin í febrúar árið 1991. Sá veðurhamur, sem kom veðurfræðingum á óvart, olli eins til tveggja milljarða króna tjóni, að sögn dr. Sigurð- ar Þorsteinssonar, veðurfræð- ings á Veðurfræðirannsókna- deild Veðurstofu íslands. Með nýrri tækni og nýrri þekkingu er mögulegt, að sögn dr. Sig- urðar, að auka nákvæmni í skammtímaveðurspám. Með þessari tækni er og gjörlegt, þegar hún verður til staðar hjá Veðurstofu, að spá í veður fyr- ir einstaka staði (flóa, firði og dali) eins og landshluta og mið. Allar veðurspár eru að meira eða minna leyti byggðar já tölvuútreikningum. Til þess- I ara útreikninga hafa verið þró- -uð flókin tölvulíkön. En sökum •Sþess hve þessi tölvubúnaður |er dýr hafa keyrslur á 3-10 daga spám eingöngu farið fram í fáeinum stórum veð- urspámiðstöðvum erlendis. Tölvuspár frá þessum mið- stöðvum eru ómissandi leiðar- .vísir fyrir veðurspár hér sem :annars staðar. Samhliða þessu hafa þróast önnur tölvulíkön, sem gera nákvæmari spár fyrir 6-36 klukkustundir og keyrð eru oftar á sólarhring. Slík líkön eru aðlöguð að smærri spá- svæðum. í flestum vestrænum ríkjum eru þau keyrð sérstak- lega, enda krefjast þau ekki eins mikils tölvukosts og „með- aldrægu“ líkönin. Sú hefur þó ekki orðið raunin hér á Iandi enn, að sögn dr. Sigurðar, þrátt fyrir það að spákort frá erlendum veðurspámiðstöðv- um séu ekki fullnægjandi vegna þess að þau gefa veður- þróunina upp í of grófum dráttum. í þeim er ekki tekið nægilegt tillit til breytilegra aðstæðna hér á landi. Areiðan- legri veðurspár myndu hins vegar stuðla að auknu öryggi í lofti, á landi og á miðunum umhverfís landið. Þær gætu og trúlega dregið verulega úr tjóni vegna óveðurs og þannig sparað umtalsverða íjármuni. í fyrra fékk ísland fulla við- urkenningu sem aðili samnor- ræns verkefnis (Hirlam), það er að gerð og þróun líkans, sem hentaði fyrir skammtímaspár á Norðurlöndum. Tekizt hefur að fá fjárhagsstuðning sem auðveldar okkur að tengjast alþjóðlegum rannsóknum með það fyrir augum að hagnýta þekkingu og þróunarstarf fyrir íslenzka veðurþjónustu. Allt eru þetta spor til réttrar áttar og leiða vonandi til vaxandi áherzlu á veðurfræðirannsókn- ir hér á landi. Og nú er unnið að þvi, að sögn dr. Sigurðar Þorsteinssonar veðurfræðings, að taka hér í notkun tölvulíkön fyrir skammtímaveðurspár, væntanlega á þessu eða næsta ári. Að sumu leyti er erfiðara að spá fyrir um veður hér á landi en víðast annars staðar. Ástæðan er m.a. sú, að dómi dr. Sigurðar, að litlar upplýs- ingar er að hafa um áhrif hinna stóru hafsvæða um- hverfis landið á veður; þar eru mun strjálli veðurathuganir en á meginlöndunum og erfíðara að gera sér grein fyrir þróun lægða. Hér eru og veðurbreyt- ingar tíðari en víðast erlendis, þar sem sama veðurlag er oft dögum saman. Þessar aðstæð- ur knýja á um efldar veður- rannsóknir, nauðsynlegan tölvuútbúnað til að tryggja öruggari skammtímaveður- spár, sem og sérfræðiþekkingu til að vinna með viðkomandi tölvulíkön. Fáar þjóðir eiga jafn mikið undir veðurfari, eða réttara sagt undir eins öruggum veð- urspám og nútíma tækni og þekking frekast leyfa, og við Islendingar. Veður og veður- spár hafa, svo dæmi sé tekið, ómælt vægi fyrir tvo af þrem- ur undirstöðuatvinnuvegum okkar, landbúnað og sjávarút- veg. Góðar veðurspár eru, þeg- ar grannt er gáð, mikilvægari en flest annað að því er varðar öryggi farmanna og fiski- manna. Þær hafa einnig mikið gildi fyrir samgöngur - í lofti, á láði og á legi - í okkar stóra og stijálbýla landi. Sama máli gegnir um loft- og sjósam- göngur við umheiminn. Sé vit- að með hæfilegum fyrirvara um fárveðurslægðir eins og þá, sem gekk vfír landið í febrúar 1991, má trúlega koma í veg fyrir umtalsvert fjárhagstjón. Það er því mikilvægt að hér sé til staðar á hveijum tíma tæknibúnaður og fagþekking til að gera veðurspáy eins traustar og aðstæður frekast leyfa. DONSK STJORNVOLD KOMA I VEG FYRIR ÞJOÐARGJALDÞROT I FÆREYJUM Danir settu Færeyingnm hörð skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð Engar nýjar opinberar framkvæmdir á árinu EndurskipulagTLÍng- sjávarútvegsins, skattahækkan- ir og’ ný lög' verði sett um hlutafélög og ársreikninga DANSKA ríkisstjórnin féllst um helgina á að seðlabanki Dana lánaði færeyska Sjóvinnubankanum 350 milljónir danskra króna (3,5 milljarða íslenskra króna). í staðinn setti danska stjórnin færeysku landstjórninni ýmis skilyrði. Erfiðleika Sjóvinnubankans nú má rekja til fjármagnsflótta (sparifjáreig- endur hafa forðast bankann eftir að hann lenti í þrengingum í haust) og aukinna afskrifta vegna tapaðra út- lána til sjávarútvegsfyrirækja. Eink- um er þar um að ræða lán til fisk- eldis sem ekki fást endurgreidd. Færeyska landstjórnin féllst á eft- irtalin skilyrði dönsku stjórnarinnar fyrir fyrirgreiðslunni við Sjóvinnu- bankann: • Ekki verða gefin út ný útgerðar- leyfi og hætt verður opinberum stuðn- ingi við kaup á fiskiskipum. •Tryggt verður að eigið fé sé fyrir hendi þegar fiskiskip eru keypt. Að sögn kunnugra má rekja þetta skil- yrði til Heygadrangs-málsins svokall- aða. I því máli kom fram að fyrir- tæki keypti skip án þess að hafa nokk- urt eigið fé. Til að uppfylla þágild- andi reglur um eigið fé var fengið lán í banka í einn dag. Þessar tilfæringar áttu sér stað með vitund ráðamanna í Færeyjum að því er virðist. Margir landsstjórnarmenn hafa verið yfir- heyrðir vegna þess. • Skattur á fjármagnstekjur verður hækkaður. •Tekjutrygging fyrir sjómenn verð- ur endurskoðuð í þá veru að hún reiknist út frá heildartekjum. Minni afkastageta fiskiskipaflotans Færeyska landstjórnin staðfestir ennfremur að gripið hafi verið eða gripið verði til eftirtalinna ráðstafana: •Lagt hefur verið fram frumvarp á Iögþinginu um fækkun veiðiheimilda til svonefndra tvílembinga, línuskipa og togara. Landstjórnin heldur áfram að leita leiða til að draga úr afkasta- getu fiskiskipaflotans. •Landstjórnin skipar nefnd sem skila skal tillögum fyrir 1. júlí 1993 um minni afkastagetu fiskiskipaflot- ans. Markmið þeirra verður að gera sjávarútveginum kleift að standa und- ir sér á grundvelli markaðslögmála og leyfilegrar veiði við Færeyjar. • Séð verði til þess að atvinnuleysis- tryggingarsjóður standi undir sér þannig að jafnvægi verði milli tekna hans og útgjalda. • Fjárlögum verði breytt í samræmi við fyrirmæli Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Von er á tillögum hans í mars- mánuði. •Þak á skatti einstaklinga verði hækkað þannig að landssjóðurinn tapi ekki á því að sveitarféiög hækki sinn hlut. • Á árinu 1993 verði ekki bytjað á neinum nýjum opinberum fram- kvæmdum. •Á þessu ári verði lagðar fram tillög- ur um endurbætur á færeyskri lög- gjöf um starfsemi tryggingarfélaga, en samkeppni er lítil á færeyska tryggingamarkaðnum. •Landsstjórnin skuldbindur sig til að gera danskar reglur um hlutafé- lög, ársreikninga og endurskoðendur að sínum. • Stofnaður verður sameiginlegur sjóður færeyskra og danskra stjórn- valda sem hefur það markmið að endurskipuleggja lífvænleg fyrirtæki og vinna að því að leggja niður bág- stödd fyrirtæki. Morgunblaðið/RAX Þáttaskil í Færeyjum Ungur Færeyingur með veiðistöng á bryggjunni í Þórshöfn. Hrun hefur orðið í fískveiðum landsmanna síðustu tvö árin og skuldbindingar lánastofnana og ríkissjóðs vegna skipakaupa hafa reynst of miklar, gjaldþrot blasti við. Sambandið við Dani gæti reynst lífakkerið að þessu sinni. Atvinnuleysi fer hratt vaxandi og sama er að segja um fólksflutninga úr landi, einkum til Danmerkur. Vandinn er sá að atvinnuleysið í Danmörku hefur um árabil verið um 10%. Þess má geta að árið 1949 varð Nýfundnaland, sem þá var sjálfstætt ríki í breska samveldinu, gjaldþrota og var í kjölfar þess gert að fylki í Kanada. Stjórnmálamenn í Færeyjum um tiilögur danskra stjórnvalda Kjördæmaskípanin er ekki stærsta vandamálið Atli Dam telur þó koma til greina ad fækka kjördæmum ATLI Dam, fyrrum lögmaður í Færeyjum, og Anfinn Karlsberg, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Fólkaflokksins, eru sammála um að kjördæmafyrirkomulagið í Færeyjum sé ekki rót vanda landsmanna. í fyrstu tillögum danskra stjórnvaldra var lagt til að kjördæmaskipaninni yrði breytt þannig að einungis yrði eitt kjördæmi á eyjunum og vægi atkvæða þar með jafnt. Rökstuðn- ingurinn var að með þessu mætti draga úr „kjördæmapoti“ og kæruleysislegri meðferð opinberra fjármuna í pólitísku skyni. Þeir Atli og Anfinn telja þó að vel komi til greina að gera ein- hveijar breytingar á kjördæmaskipaninni. Lítið breyst frá í október Atli Dam, sem fyrr í mánuðinum lét af embætti sem lögmaður Fær- eyinga, sagðist ekki hafa haft tækifæri ennþá til að kynna sér efni samkomulagsins til hlítar. „Það er hins vegar ljóst að það hefur ekkert breyst varðandi skil- yrði danskra stjómvalda fyrir að- stoð frá í október. Þau hafa ein- ungis verið útfærð nánar,“ segir Atli. „Ég vona að þessar aðgerðir, sem nú er ráðist í reynist nægjan- legar og að bankinn geti unnið sig út úr vandanum." Atli sagði það eftir sem áður vera ljóst að Færeyingar ættu við mikinn vanda að stríða sem mætti rekja til gífurlegs hruns fiski- stofna. Arðsemi fiskiflotans væri á núllinu og ljóst að fækka yrði verulega skipum til viðbótar. „Það var ætlunin að bankarnir tækju aukinn þátt í niðurskurðinum. Sú hefur ekki verið raunin. Mér sýnist að nú sé ætlunin sú að þetta verði gert í sameiningu." - Atli sagðist vilja taka fram að allt tal um að kjördæmaskipan eyjanna yrði breytt og skattar hækkaðir væri ekkert annað en orðrómur sem þegar hefði verið lýst yfir að ætti ekki við rök að styðjast. Engin afskipti af fær- eyskum innanríkismálum af þessu tagi væri að finna í samkomulag- inu. Aðspurður hvort hann teldi samt sem áður þörf á að breyta kjör- dæmaskipulagi í Færeyjum til að tryggja betri nýtingu á almannafé sagðist Atli ekki vera þeirrar skoð- unar. Kjördæmaskipunin væri ekki stærsta vandamál eyjanna. Hugs- anlega gæti komið til greina að fækka kjördæmum eitthvað en að hans mati væri ekki rétt að taka upp þá skipan að landið allt yrði eitt kjördæmi. Ekki hríflnn Anfinn Karlsberg, leiðtogi Fólkaflokksins, sagði við Morgun- blaðið í gær að hann hefði fengið samkomulagið í hendurnar þá um morguninn og væri hann ekkert yfir sig hrifinn af því, enda væri gert ráð fyrir að Danir skertu veru- lega völd færeyska löggjafarvalds- ins, ekki síst á sviði fjármála. Á hinn bóginn væri ekki hægt að líta fram hjá því að efnahagslega staða Færeyja væri ekkert allt of björt. „Við munum fara yfir þessar ákvarðanir sem teknar voru í Dan- mörku, meta þær og taka síðan afstöðu til þeirra.“ sagði Anfinn. Að mestu leyti væri þetta mjög svipað því sem ákveðið hefði verið með samkomulagi færeyskra stjórnvalda og danskra í október- mánuði. Gerðar væru kröfur til Færeyinga á sviði fjármálastjórnar og kannski heist bætt við skilmál- um varðandi skatta-, fjárfestingar- og sjávarútvegsmál. Fullveldið skert Samkomulagið nú væri ögn víð- tækara að hans mati. „Það verður að segjast eins og er að á sumum sviðum er landsstjórninni skipað fyrir. Það er beinlínis verið að skerða fullveldi okkar. En það verður líka að hafa það í huga að ef hrun hefði orðið hjá bönkunum þá væri staða okkar lítið betri.“ Þegar Anfinn var spurður hvernig á því stæði að þetta mál kæmi upp nú, að því er virtist flest- um að óvörum, þrátt fyrir aðgerð- irnar í október, sagðist hann spytja sig þeirrar spurningar sjálfur. „Það er alls ekki ásættanlegt að fjórum mánuðum eftir jafn róttækar að- gerðir og gerðar voru skuli sama staða vera komin upp aftur. Áframhaldandi niðursveifla í efna- hagslífmu hefur auðvitað gert að verkum að menn hafa orðið að grípa til frekari afskrifta til að standast hertar kröfur. Ég vona að við séum nú komnir yfir erfið- asta hjallann. En sem stjórnmála- maður get ég auðvitað ekki sætt mig við hvemig þetta ber að.“ Atli Dam Anfinn sagði að breytingar á kjördæmaskipan hefði verið að finna í fyrstu tillögum dönsku stjómarinnar þó að þær hefðu ekki verið hluti af lokaniðurstöðunni. Menn ættu að hafa það hugfast að Danir fylgdust mjög grannt með því sem væri að gerast í Færeyjum og nú lægi einmitt fyrir Lögþinginu frumvarp um breyt- ingu á kjördæmaskipaninni þar sem lagt væri til að landið yrði eitt kjördæmi. „I þessu frumvarpi er kjördæmakerfinu kennt um hvernig komið er. Kjördæmaskip- anin og ójafnt vægi atkvæða hafí leitt til þess að ranglega hafi verið fjárfest í samgöngumannvirkjum. Ég hef mínar efasemdir um að sú sé raunin. Að rnínu mati má miklu frekar rekja vandamálið til þeirra reglna sem gilda á Lögþinginu um atkvæðgreiðslur. Þar nægir ekki hreinn meirihluti atkvæða heldur þurfa 2/3 þingmanna að greiða frumvarpi atkvæði, eigi það að ná fram að ganga. Þá er það einnig galli að einstakir ráðherrar í lands- stjórninni eru ekki ábyrgir gerða sinna heldur dreifist ábyrgðin á ríkisstjórnina alla.“ Danskur bankastjóri Sjóvinnubankans um framtíðarhorfumar Vona að við séum búnir að ná tökum á vandanum J0RN Astrup Hansen, sem í janúar tók við stjórn Sjóvinnubankans i Færeyjum, segir að þann vanda, sem nú blasi við, megi að miklu leyti rekja til þeirra niðurskurðaraðgcrða, sem gripið var til í október auk verðfalls á eldislaxi. Hann segist vona að nú sé búið að ná tökum á vandanum. „Hinn efnahagslega hringrás hefur stöðugt verið niður á við. Það varð mikil verðlækkun á mörkuðum fyrir eldislax á síðasta ársfjórðungi ársins 1992 sem hefur leitt til þess að margar fiskeldisstöðvar hafa orðið að hætta rekstri. Þá hefur landsstjórnin skuldbundið sig til að draga úr niðurgreiðslum til sjávar- útvegsfyrirtækja. Flest fyrirtæki eru nú þegar rekin með tapi og þegar við verðfall á afurðum bætist að dregið er úr opinberum framlög- um blasir ekkert annað en rekstrar- stöðvun við hjá fjölmörgum fyrir- tækjum." Bankastjórinn sagðist vona að með aðgerðunum nú væri botninum náð og að Færeyingar gætu byrjað að vinna sig út úr kreppunni. Upp- hafsstaðan væri hins vegar ekki beysin. Einungis um mánuður er liðinn frá því Astrup Hansen, sem er Dani, hóf störf hjá Sjóvinnubankan- um og segir hann að þetta hafi verið mjög erfíður en jafnframt spennandi tími. „Ég held að við séum nú búnir að ná tökum á vand- anum,“ sagði hann. Á síðasta ári nam tap á rekstri Sjóvinnubankans 860 milljónum danskra króna og afskriftir vegna tapaðra útlána voru 967 milljónir. Með aðgerðunum nú og í október hefur bankinn fengið fjárframlag að upphæð 825 milljón- ir danskra króna. Sjóvinnubankinn hefur boðað mjög harkalegan niðurskurð til að draga úr útgjöldum og auka hag- kvæmni í rekstri. Stjórn bankans hefur ákveðið að segja upp 30 starfsmönnum og samið hefur verið við suma starfsmenn um að vinna einungis hlutastarf. Þessu til við- bótar verða laun þeirra starfs- manna, sem áfram starfa hjá Sjó- vinnubankanum, lækkuð um 9% og kemur 5% launalækkun til fram- kvæmda þann 1. mars og 4% þann 1. september. Útibúum bankans í Skálavík, á flugvellinum og Porkeri verður lok- að. I Þórshöfn verður lagt niður eitt útibú og einnig í Klakksvík. Þá verður afgreiðslutími sjö útibúa al- mennt styttur. Bjarti Mohr, forstjóri Færeysku fiskasölunnar Brýnt að endurskipu- leggja sjávarútveginn „ÞAÐ SEM er mikilvægast í mín- um augum er að bankakerfið fær leyfi til að starfa áfram,“ sagði Bjarti Mohr, forstjóri Færeysku fiskasölunnar, í samtali við Morg- unblaðið í gær er hann var spurð- ur um viðbrögð við samningi landsstjórnarinnar og dönsku stjórnarinnar. „Með því að Sjóvinnubankinn fær 350 milljónir þá hefur hruninu verið afstýrt. Kreppan er enn mikil. En við verðum sjálfír að leysa vandann því þetta er sjálfskaparvíti,“ sagði Bjarti. Hann taldi að Sjóvinnubank- inn hefði verið gerður að blóra- böggli í þessu máli. „Við eigum við samfélagsvanda að etja. Fiskveiðar hafa dregist mjög saman og þess vegna neyddist bankinn til að auka mjög afskriftir. Staðan reyndist verri en menn bjuggust við í októ- ins væri nauðsynleg. „Það fær ekk ber.“ staðist sem stjórnmálamennirni Hvað skilmála Dana snertir þá hafa sagt almenningi að öll fyrir sagðist Bjarti geta tekið undir það tækin geti starfað áfram á sam að endurskipulagning sjávarútvegs- tíma og veiðarnar dragast saman. Gengi írska pundsins fellt um helgina Þjarmað að breska pundinu ^ Dublin, London, Brussel. Reuter. ÓKYRRT var á alþjóðlegum gjald- eyrismörkuðum í gær eftir að ákveðið var um helgina að lækka gengi írska pundsins innan evr- ópska gengissamstarfsins, ERM, um 10%. Þetta er mesta breyting sem gerð hefur verið á gengi innan ERM í einu lagi frá því samstarfið hófst fyrir 13 árum. Hart er sótt að breska pundinu sem féll hratt í fyrstu og var um hríð lægra gagn- vart þýska markinu en nokkru sinni fyrr en hækkaði nokkuð er leið á daginn. írar vara við því að fleiri gjaldmiðlar geti verið í hættu vegna spákaupmennsku. Millibankavextir höfðu verið hækk- aðir í 100% í írlandi til að reyna að verja gjaldmiðilinn en voru síðan lækkaðir á ný í 14% í gær. Sérfræð- ingar eru ekki allir á því að vandi íra sé úr sögunni með gengisfellingunni, sumir telja að meira þurfi til. Dick Spring, utanríkisráðherra írlands, sagði á fundi með starfsbræðrum sín- um í Evrópubandalaginu að ekki hefði verið gripið til nógu öflugra ráðstaf- ana til að veija pundið innan ERM og varaði menn við því að spákaup- mennska gæti grafið undan fleiri gjaldmiðlum. Verðfallið á breska pundinu er tal- ið eiga að verulegu leyti rætur að rekja til greinar í dagblaðinu Tho Sunday Times þar sem fullyrt var stjórn John Majors væri að íhuga enn frekari vaxtalækkun. Vextir voru lækkaðir í Bretlandi í sex af hundr- aði í sl. viku og eru þeir hvergi lægri S Evrópubandalaginu. Spákaupmenn eru margir á því að stjórnvöld hygg- ist reyna að hleypa auknum krafti í atvinnulifið með öHum ráðum og muni ekki láta verðfall pundsins aftra sér. Breskir embættismenn vísuðu í gær frétt The Sunday T/mes-harðlega á bug. Bandaríkjadollari hækkaði veru- lega í gær vegna óvissunnar í Evrópu en þar að auki eru teikn á lofti um efnahagsbata þar í landi. ------♦ ♦ ♦---- SAS Starfsfólk óttast um vinnuna Kaupmannahöfn. Frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. STARFSMENN fíugfélagsins SAS óttast að verði af samruna félags- ins við KLM og Swissair missi milli 20 og 30.000 starfsmenn fé- laganna þriggja vinnuna. Byggjast þessir útreikningar m.a. á því að í drögum að nýju flugfélagi er gert ráð fyrir að það verðí með 180 farþegaþotur í rekstri en félögin þijú reka 260 flugvélar í dag. Jens Tholstrup, formaður sam- ráðsnefndar starfsmannafélaga SAS, sagði í sjónvarpsviðtali á sunnudag að óttast væri að þegar samruni flug- félaganna yrði að fullu um garð genginn hefðu jafnvel fleiri misst vinnuna en að framan segir. Peter Hoiland, yfirmaður SAS í Danmörku, vildi ekki tjá sig opinberlega um þetta mál. Tommy Dinesen, þingmaður Sós- íalíska þjóðarflokksins og fulltrúi í samgöngunefnd danska þingsins, hefur óskað eftir því að nefndin taki málefni SAS til umfjöllunar nk. fimmtudag. Hefur hann óskað eftir því að Helge Mortensen samgöngu- ráðherra mæti til fundarins og gefí nefndinni skýrslu um stöðu flugfé- lagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.