Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 19 Reuler Pólitískir fundir bannaðir í Zaire Yfirvöld í Kinshasa, höfuðborg Afr- íkuríkisins Zaire, settu í gær bann við öllum pólitískum samkomum og fjöldafundum eftir óeirðir sem kost- uðu að minnsta kosti 65 manns líf- ið síðustu dagana. Allt virtist með kyrrum kjörum í borginni í gær en til skotbardaga kom milli stjórnar- andstæðinga og stjórnarhersins í fyrrinótt. Franskir hermenn hafa verið sendir til landsins í því skyni að flytja á brott útlendinga. Á myndinni tekur hermaður á móti frönskum ríkisborgurum í Kins- hasa, sem verða fluttir til nágranna- ríkisins Kongó. ■ ■■ ERLENT, Short mætir Kasparov __________Skák_______________ Margeir Pétursson NIGEL Short og Jan Timman gerðu jafntefli í þrettándu og siðustu einvígisskákinni á Spáni á laugardag og Short tryggði sér þar með öruggan sigur, 7‘/2-5‘A. Hann teflir í haust 24 skáka einvígi við Garrí Kasparov um heims- meistaratitilinn í skák. Borís Spasskí hefur verið sigursæll eftir einvígið við Bobby Fisc- her og er nú um það bil að hefja 12 skáka einvígi við Júd- it Polgar í Búdapest. Anatólíj Karpov sigraði á útsláttarmót- inu í Wijk aan Zee sem lauk um helgina. Hér heima er Is- firðingurinn Guðmundur Gíslason gersamlega óstöðv- andi. Hann hefur unnið allar tíu skákir sínar á Skákþingi Reykjavíkur. Jan Timman barðist hetjulega í þrettándu skákinni við Short, en hann hélt enn í veika von um að geta jafnað metin. Timman blés til sóknar í 20. leik með því að fórna peði og síðan öðru. Short hélt hins vegar ró sinni, náði uppskiptum á drottningum og gaf annað peðið til baka. I loka- stöðunni var hann ennþá peði yfir en hróksendataflið var jafn- tefiislegt. Nú hefur Short sex mánuði til að undirbúa sig fyrir heimsmeist- araeinvígið. Honum veitir ekki af að nýta þann tíma vel. Þátt- tökurétturinn tryggir honum a.m.k. eitt hundrað milljóna króna verðlaun. Fyrir sigurinn á Spáni fékk hann hins vegar jafn- virði átta milljóna, en Timman fimm. Senn verður tekin loka- ákvörðun um það hvar heims- meistaraeinvígið fer fram, en lík- legt er talið að það verði í Barcel- ona. Þrettánda skákin: Hvítt: Jan Timman Svart: Nigel Short Drottningarbragð 1. c4 - e6 2. Rc3 - d5 3. d4 — Rf6 4. cxd5 — exd5 5. Bg5 — c6 6. Dc2 — Be7 7. e3 — Rbd7 8. Bd3 - 0-0 9. Rge2 - He8 10. 0-0 - g6 11. f3 - Rh5 12. Bxe7 - Dxe7 13. e4 - Rb6 14. e5 - c5 15. g4 - Rg7 16. Rf4 - Be6 17. Df2 - Hec8 18. Rfe2 - Bd7 19. Hael - Re6 20. f4?! - cxd4 21. Rxd4 - Rxd4 22. Dxd4 — Bxg4 23. e6 - fxe6 24. f5 - Dc5! 25. Dxc5 - Hxc5 26. fxg6 - hxg6 27. Hf6 - Hc7 28. Rb5 - Hg7 29. Rd4 - Rd7 30. Hf4 - Bf5 31. Rxe6 — Bxe6 32. Hxe6 - Rc5 33. He3 - Rxd3 34. Hxd3 - Hd7 35. Hfd4 - Had8 36. Kg2 - He8 37. Hxd5 - Hxd5 38. Hxd5 — He2+ 39. Kg3 — Hxb2 og samið jafntefli. Spasskí á sigurbraut Fyrir stuttu tefldi Borís Spasskí sína fyrstu skák eftir einvígið fræga við Bobby Fischer í haust. Það var í frönsku deilda- keppninni þar sem Spasskí hefur fengið orð á sig fyrir að vera friðsamur og gera stutt jafntefli. En nú varð annað upp á teningn- um. Andstæðingur Spasskís var hinn þrautreyndi úkraínski stór- meistari Jósef Dorfman (2.580), sem var nánasti aðstoðarmaður Kasparovs til margra ára. Spasskí tefldi skákina af miklum baráttuvilja og vann örugglega. Spasskí teflir fyrir Belfort og er á þriðja borði á eftir þeim Karpov og Shirov. Dorfman er hins vegar með Lyon-Oyonnax, núverandi meisturum. Viðureigninni lauk með jafntefli 4'/2-4'/2. í næstu tveimur umferðum vann Spasskí síðan tvo franska meistara. Undirritaður ræddi við Spasskí í desember nokkrum vikum eftir að einvíginu við Bobby Fischer lauk. Það lá vel á Spasskí og mátti skilja á honum að einvígið hefði kveikt í honum nýjan neista. Spasskí sagðist ætla að fara að tefla mun hvassar en áður og fyrir ánægjuna. Af þess- ari glæsilegu byijun að dæma verður gaman að fylgjast með Spasskí í einvíginu við Júdit Polg- ar sem nú er að hefjast í Búda- pest. Verðlaunasjóðurinn þar er jafnhár og í einvígi Timmans og Shorts, eða 13 milljónir ísl. króna. Júdit býst við sigri í einvíginu, en það er greinilegt að Spasskí er sýnd veiði en ekki gefin. Karpov sigraði í Wijk aan Zee Anatólíj Karpoy sigraði á út- sláttarmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi sem lauk um helgina. Karpov byijaði hrikalega illa á mótinu, fyrstu skákinni tapaði hann í aðeins 12 leikjum fyrir Larry Christiansen frá Banda- ríkjunum. Eftir það hefur heims- meistarinn fyrrverandi sýnt mikla hörku, slegið hvern stór- meistarann út á fætur öðrum og í úrslitunum vann hann Spánveij- ann Illescas 2'h-Vh. Spánveij- inn kom geysilega á óvart með góðri frammistöðu, hann var með unnið í síðustu skákinni við Karpov, en henni lyktaði með jafntefli. Sigurganga á Skákþingi Reykjavíkur Oslitin sigurganga Guðmund- ar Gíslasonar frá ísafirði heldur enn áfram á Skákþingi Reykja- víkur og hefur Guðmundur nú unnið hvorki meira né minna en allar tíu skákir sínar. Á sunnu- daginn vann hann stigahæsta keppinaut sinn, Þröst Þórhalls- son, alþjóðlegan meistara. Guð- mundur, sem hefur tryggt sér sigur á mótinu, teflir í síðustu umferðinni á miðvikudagskvöldið við Sævar Bjarnason, alþjóðlegan meistara, og hefur svart. Þótt úrslit mótsins séu ráðin ríkir nú mikil spenna um það hvort Guð- mundi muni takast að vinna mótið með fullu húsi. Dan Hans- son hefur einnig náð frábærum árangri á Skákþinginu. Átta og hálfur vinningur hefur oft dugað til sigurs, þó nú nægi það aðeins til að tryggja annað sætið. Staðan fyrir siðustu umferð: 1. Guðmundur Gíslason 10 v. 2. Dan Hansson 8V2 v. 3. -6. Ólafur B. Þórsson, Sævar Bjarnason, Þröstur Þórhallsson og Arnar E. Gunnarsson 7 v. 7.-14. Þröstur Árnason, Áskell Orn Kárason, Stefán Briem, Haukur Angantýsson, Snorri Karlsson, Bragi Þorfinnsson, Hlíðar Þór Hreinsson og Berg- steinn Einarsson 6V2 v. Nigel Short EINSTAKT TILBOÐ! ALLTAÐ AFSLÁTTUR Seljum næstu daga skápa og húsgögná stórlækkuðu verði. Lítið útlitsgallaðir fataskápar með miklum afslætti. Dæmi um einstök tilboð: Áður Nú st.gr Bókahilla 80x60 cm. 10.200.- 4.900.- Rúm m/dýnu 70x190 cm. 27.950.- 17.900.- Fataskápur 100x180 cm. 14.700.- 13.950,- Rúm án dýnu 95x205 cm. 20.859,- 13.870,- Baðskápur 30x68 cm. 4.900.- 2.900.- Bókahilla 95x100 cm. 13.836.- 9.200,- Skrifpúlt 95x1 OOcm. 16.571.- 10.990.- Landsbyggðarþjónusta: Tökum við símapöntunum og sendum um land allt VISA Opið: 9-18 virka daga 10-16 laugardaga Visa raðgreiðslur í allt að 18 mán., engin útborgun. /ó(IS AXIS HUSGOGN HF. SMIÐJUVEGl 9, KÓPAVOGI SÍMl: 43500 FAX 43509.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.