Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRUAR 1993 FÉLAGSLÍF □ HLÍN 5993020219 IV/V 2 I.O.O.F. Rb. 4 = 142228-81 /2.0. □ EDDA 5993020219 I 1 □ FJÖLNIR 5993020219 III 1 Frl. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Myndakvöld miðvikudaginn 3. febr. Uppfjöll Suðurlands og bakpokaferð í Fjörðum Miðvikudaginn 3. febrúar verður FÍ með myndakvöld í Sóknar- salnum, Skipholti 50a, kl. 20.30 stundvíslega. Efni verður þetta: Ágúst Guðmundsson, jarðfræð- ingur, sýnir vetrar- og sumar- myndir frá Uppfjöllum Suður- lands og víðar. Eftir hlé: Páll Halldórsson og Sólveig Ásgrimsdóttir segja frá, i máli og myndum, bakpokaferð FÍ sl. sumar, en þá var gengið frá Náttfaravíkum um Flateyjar- dal og Fjörðuryfir á Látraströnd. Kynnið ykkur ferðaáætlun FÍ 1993. Aðgangur kr. 500 (kaffi og með- læti innifalið). Myndakvöld Ferðafélagsins eru til fróðleiks og skemmtunar. Kærkomin kynning á ferðalögum um Island. Allir velkomnir, félagar og aðrir. Á vættaslóðum í Þjórsárdal og Landssveit helgina 6.-7. febr. Frábær gisting að Leirubakka. Ferðafélag Islands. Frá Sálarrannsóknafélagi íslands Bresku miðlarnir June og Geof- frey Hughes starfa á vegum félagsins 1.-13. febrúar og eru með skyggni- og tarrotlestur. Bókanir í einkatíma hjá þeim ern hafnar. Einnig verður skyggnilýs- ingafundur 11. febrúar og áhuga- vert námskeið verður laugardag- inn 6. ogsunnudaginn 7. febrúar. Stjórnin. ADKFUK ------- Holtavegi „Ábyrgð og áhrif á eigin heilsu“ Fundur í kvöld kl. 20.30 þar sem fjallað verður um holla lifnaðar- hætti. Kolbrún Einarsdóttir og Jóhanna Zimsen sjá um efniö. Hugleiðingu hefur Hrönn Sigurð- ardóttir. Allar konur velkomnar. TILKYNNING Hlutafjárdeild Byggðastofnunar á hlutafé í eftirtöldum fyrir- tækjum. Samkvæmt lögum skal stofnunin bjóða til sölu hlutabréf sín eigi síðar en 4 árum eftir kaup þeirra. Tekið skal fram að eigendur og starfsfólk viðkomandi fyrirtækis eiga forkaupsrétt að þessu hlutafé. Fyrirtæki Heildar hlutafé í nóv. 1992 Hlutafé Byggða- stofnunar Hraðfrystihús Grundarfjarðar 152,3 53,5 Oddi hf., Patreksfirði 203,2 90,0 Fáfnir hf., Þingeyri 183,6 54,9 Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. 110,0 54,8 Tangi hf., Vopnafirði 285,8 115,6 Gunnarstindur hf., Stöðvarfirði 264,1 86,4 Búlandstindur hf., Djúpavogi 144,6 70,0 Árnes hf., Stokkseyri 252,6 58,4 Meitillinn hf., Þorlákshöfn 379,4 119,3 Alpan hf., Eyrarbakka 55,3 15,0 Samtals: 2.187,0 792,7 Komi fram óskir um kaup á ofangreindum bréfum munu þau auglýst til sölu með tilboðsfresti. Hlutabréf verða að sjálfsögðu ekki seld undir markaðsverði og stofnunin áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum tilboðum. Frekari upplýsingar gefur Guðmundur Malmquist forstjóri Byggðastofnunar. Byggöastofnun Rauðarárstig 25 - 105 Reykjavík - Sími 91-605400. Bréfsími 91-605499 - Græn lína 99-6600. Afmæliskveðja Júlíana Björasdóttir í dag er heiðursfélagi okkar i Kvenfélagi Bessastaðahrepps, Júl- íana K. Bjömsdóttir, 85 ára. Hún kom sem ung brúður Sveins Er- lendssonar að Breiðabólsstöðum í Bessastaðahreppi 1930. Kvenfélag- ið var þá nýstofnað og gekk hún í það og hefur verið virkur félagi alla tíð, t.d. formaður, og unnið oftar en einu sinni í hverri nefnd, sama hvort hefur verið að undirbúa basar, jólaball eða þorrablót. Á árum áður var mikil vinna á fárra hendi, t.d. elduðu konur allan mat fyrir þorrablót á heimilum sín- um og fluttu matinn svo að Bjarna- stöðum og þann búnað sem til þurfti. Það er gaman að heyra Júlíönu ri§a þessar minningar upp og lýsa því meðal annars þegar þær norður- neskonur komu einu sinni á stríðs- árunum gangandi frá Bjarnastöð- um klyfjaðar pottum, fötum og kústum og mættu herfylkingu breskra dáta á Bessastaðagranda. Hermennimir stoppuðu og störðu í forundran á þessa fylkingu sem þeir hafa sjálfsagt talið vera heima- varnarliðið. Hún Júlíana er ein af þeim konum sem mörkuðu sporin og byggðu upp gmnninn að góðu og fómfúsu starfi sem alla tíð hefur auðkennt kvenfé- lagið og í þeirra anda var unnið í félaginu. Við eigum þér margt að þakka, Júlíana, bæði fyrir margvísleg störf allan þennan tíma og þann stuðning að vera virkur félagi alla tíð. Við vitum að vegna þessara tímamóta kemst þú ekki á aðalfund félagsins í kvöld, við vonumst til að sjá þig á marsfundinum. Innilega til ham- ingju með 85 ára afmælið. Kvenfélag Bessastaðahrepps. Eitt atriði úr myndinni Laumuspili. Háskólabíó sýnir myndina Laumuspil Bókamark- aður í Nor- ræna húsinu BÓKASAFN Norræna hússins hefur nú verið opnað aftur en þar var lokað fyrstu þrjár vikur ársins vegna málningarvinnu og ann- arra viðgerða. Bókakostur safnsins hefur verið grisjaður til þess að rýma fyrir nýj- um bókum og verður efnt til bók- sölu um helgina, þar sem fólki gefst kostur á að eignast bækumar gegn vægu gjaldi. Mikið er um fræðirit ýmiss konar, en auk þess er talsvert af skáldritum og bamábókum. Bæk- umar eru að sjálfsögðu flestallar eftir norræna höfunda. Þetta er í annað sinn sem efnt er til slíkrar bóksölu í Norræna hús- inu en það var fyrst gert fyrir þrem- ur árum. Auk bókanna verða seldar sýningarskrár og plaköt frá sýning- um sem haldnar hafa verið í húsinu. Bóksalan verður haldin í anddyri Norræna hússins nk. laugardag, 30. janúar, og stendur hún frá kl. 10 til 18. Að þessu sinni verður samkoman með fjölbreyttara sniði en venja er til í tilefni af skosk-íslenskum menning- ardögum sem hófust í Reykjavík 9. janúar sl. Veislustjóri verður Sigrún Gísladóttir. Skoskur kokkur, Jim Kerr, og aðstoðarmaður hans munu sjá um matargerðina, en á boðstólum HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýningar myndina Laumuspil eða „Sneakers“. Með aðalhlut- verk fara Robert Redford, Dan Aykroyd, Ben Kingsley o.fl. verður rammskoskur matur. Bjór, létt vín og sterkari verða til sölu á staðnum svo og óáfengir drykkir. Að vanda munu verða sungið und- ir stjórn Kristjönu Árnason. Ræðu- maður kvöldsins verður Skotinn dr. John Pursher, rithöfundur og tón- skáld. Leikstjóri er Phil Alden Robin- son. Myndin fjallar um tölvusérfræð- inginn Martin Bishop (Redford) sem stjórnar flokki útskúfaðra „hakkara" þeirra á meðal er fýrr- verandi starfsmaður CIA (Sidney Poitier) og tólatöframaður (Aykro- yd). Þeir hafa þann starfa að prófa öryggiskerfi og bijótast inn í því skyni. En fortíð Bishops kemur honum í koll þegar útsendarar stjórnvalda knýja þá félaga til að vinna leynilegt verkefni, að fmna vandfundinn svartan kassa. Með aðstoð fyrrverandi kærustu Bis- hops tekst gengi hans að ná kass- anum en innihaldið kemur þeim sannarlega á óvart. í honum er sjálfur dulmálslykillinn sem gerir þeim kleift að hakka sig inn í hvaða tölvugagnabanka sem vera skal og athafna sig þar að vild. (Fréttatilkynning) Edinborgarfélagið Hátíð í skoskum stíl EDINBORGARFÉLAGIÐ á íslandi heldur sinn 16. „Burns Supper“ í sal Skagfirðingafélagsins, Stakkahlíð 17, föstudaginn 5. febrúar nk. Samkoman hefst kl. 20 stundvíslega og henni lýkur um kl. 2 eftir mið- nætti, segir í frétt Edinborgarfélagsins. Framtalsbónus staðgreiðsluafsláttur af öllum kæli- og frystiskápum frá AEG til lO. febrúar. Umboðsmenn um land allt. BRÆÐURNIR ORMSSONHF Lágmúla 8, sími 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.