Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRUAR 1993 £r#nir:" Með morgunkaffinu Þetta var innbrotsþjófur. Það var ekkert mál að afgreiða hann! Ást er... ... að fara saman í bólu- setningu TM Rm. U.S P«t Off.—all rlflht* r—r*ó • 1B93 Lo» Ar>9«tM Ttme* Syndlcat* HÖQNI HREKKVISI BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 „Ef undirvitundin villu Frá Þorsteini Guðjónssyni: Hafi ég rétt skilið mannlegt eðli, eins og það birtist vor á með- al á vorum dögum, og þó einkum kvenlegt eðli, má búast við því, að aðsókn að geðlækninum Jakobi Jónassyni eigi eftir að aukast veru- lega á næstu vikum, eftir að hann kom fram í „Laufskála" fyrstu rásar Útvarpsins 14. janúar 1993. Mátulega harður í dómum um dulfræði og þó mátulega dularfull- ur sjálfur, telur læknirinn að hægt sé að „komast í samband við undir- vitundina" í hverjum manni, ef sjúklingurinn vill sjálfur og „ef undirvitundin vill“. Sannar þetta orðalag J.J., sem hann margend- urtók, kenningu mína um ætterni undirvitundarinnar; hún er andi sem varð innlyksa í mannslíka- manum eftir að „loftandar“ voru útlægir gjörvir. Hvað sem undir- vitundarsinnar sveija af sér í öðru orðinu, þá tala þeir jafnan um undirvitund sem persónugerving, ef ekki hreint og beint persónu með sjálfstæðan vilja og minn- ingasafn, aðgreint frá eigin per- sónu mannsins. Og það er einmitt þessi dularfulli „andi“ sem Berg- ljót í Laufskálanum spurði geð- lækninn svo nærgöngulla spurn- inga um, en hann vill fara að veiða upp úr henni með dáleiðslu. Það er svo sem auðvitað, að fræðigrein sem stunduð hefur ver- ið af afli nokkuð á aðra öld — og af þörf, því að geðveiki er ekkert barnagaman — af hinum lærðustu mönnum, er ekki eintóm vitleysa, og mátti heyra ýmis fróðleg dæmi þessa í spjalli dr. Jakobs. Margar nánar hliðstæður við endurminn- ingadæmi hans má reyndar fínna í þeirri grein íslenskrar heimspeki, sem nefnist minningafræði, kennd við Þorstein Jónsson. „Maðurinn er ekkert annað en endurminning- in,“ segir Þ.J. og þekki ég ekkert dæmi úr minninga-geðfræðum sem ekki rúmast innan skilnings- ramma hans. Til dæmis þetta, sem rann upp fyrir sálfræðingnum C.G. Jung, þegar honum fannst hann vera hrifinn upp af fljúgandi diski og fara með geimfarshraða yfir jörðinni (5-10 árum áður en slíkt komst á). Þá fann C.G. Jung, að hann var ekkert annað en minn- ingarnar, en náttúrlega skildi hann ekki framhaldið, sem er það, að aflsvæði minninganna tekur á sig efnismynd á nýjum stað, þegar maðurinn er að fullu skilinn við á þessari jörð. Þykir mér það mál allt miklu merkilegra og áhugaverðara en að láta sálfræðing pota í endur- minningar fólks, fornar og nýjar með dáleiðslu, sem gera mundi hann að stilli gagnvart því. Aldrei Frá Birni S. Stefánssyni: Sérlega athyglisverð voru eftir- farandi orð Kristjáns Ragnarsson- ar, formanns Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna (LÍÚ), í ára- mótagrein hans („Byggjum upp fiskstofnana") í blaðinu á gamlárs- dag: „Það veldur miklum áhyggj- um að nýliðun þorskstofnsins hafi verið langt undir meðaltali undan- farin ár og ekki er fyrir hendi vitn- eskja um hvað valdi.“ Nú eru liðin 9 ár síðan líffræð- ingar utan Hafrannsóknastofnun- ar fóru að kynna þá skoðun sína, að ekki væru líffræðileg rök til þeirra aðgerða sem stofnunin vildi, til að þorskstofninn gæti skilað sem mestum afrakstri. Formaður LÍÚ hefur iðulega lýst því, að hann beri fyllsta traust til Haf- rannsóknastofnunar í þessum efn- um. Nú telur hann hins vegar, að vitneskju vanti um það hvað valdi rýrum þorskstofni. Ef svo er, vant- ar stofnunina vitaskuld vitneskju um hvað til ráða er til að bæta úr. Fleira hefur hreyfzt á þessum 9 árum. Það gerðist á þingi Al- þýðuflokksins í júní síðastliðnum, að svo til allur þingheimur snerist gegn forystu flokksins í sjávarút- vegsmálum. Það átti ekki aðeins við fiskveiðistjórn, heldur kom líka fram fullkomið vantraust á, að Hafrannsóknastofnun kynni ráð handa stjómvöldum. Þingið kaus mundi ég leyfa slíkt og ekki einu sinni undirvitund mín, enda engin til. I stað „anda“ kemur ekki undir- vitund og ekki klofningsvitund og ekki einu sinni „klof“, ættað frá Vínarborg, heldur samband við draumgjafa. Þegar sálfræðingar hafa látið sér skiljast á þann veg, munu þeir vissulega geta stundað fræðigrein sína með sóma. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. 8 manna nefnd, einhuga, til að fjalla um þessi mál. Formaður hennar, Magnús Jónsson, hefur látið í ljós vantrú sína á rök og ráð Hafrannsóknastofnunar við fiskveiðistjórn. Síðan í haust hefur verið mál- stofa í húsum Hafrannsóknastofn- unar um þessi mál, opin mönnum utan hennar. Gunnar Stefánsson, einn helzti talsmaður stofnunar- innar, flutti erindi um viðgang fískstofna. Eftir erindið benti Ein- ar Arnason, líffræðikennari við Háskóla íslands, á, að fyrirlesar- inn hefði ekki leitað líffræðilegra raka til skýringar á nýliðun þorsks. Fyrirlesarinn viðurkenndi það og bætti við: „og stendur ekki til“. Helztu líffræðileg athugunar- efni varðandi viðgang fiskstofns- ins eru annars vegar, hvort þorsk- urinn nái að tímgast, þ.e.a.s. hvort nógu margir einstaklingar verði til, og hins vegar hvað ráði því hvernig þeim vegnar fyrstu æviár- in. Formaður LÍÚ heldur því fram, að Hafrannsóknastofnun viti ekki hvað því valdi, að þorskurinn skil- ar sér illa til nytja. Málstofan hef- ur leitt í ljós, að stofnunin leitar ekki líffræðilegra raka, sem skýra málið. BJÖRN S. STEFÁNSSON, Vesturvallagötu 5, Reykjavík. Segir vitneslgu vanta EFTíR HV&RJXA /nbl-TlE>!" Víkveiji skrifar Fréttir í útvarpi og sjónvarps- stöðvunum um kvöldmatar- leyti á sunnudag þess efnis, að samningar hefðu tekizt við hjúkrun- arfræðinga á Landspítala komu þægilega á óvart. Hins vegar voru frásagnir af efni samninganna óskýrar og raunar augljóst, að öll sagan var ekki sögð. Hveijum dett- ur í hug að hægt sé að halda leyndu nú á tímum um hvað var samið við þennan fjölmenna starfshóp?! Þetta er auðvitað hreinn barna- skapur og leiðinlegt fyrir þá, sem fram koma í fjölmiðum til þess eins að segja hálfan sannleikann. Það er ekki hægt að halda slíkum samn- ingum leyndum til lengdar. Eini starfshópurinn, sem stundum hefur komizt upp með það eru flugmenn, en þeir og Flugleiðamenn hafa stöku sinnum farið í svipaðan felu- leik og stjórnendur Landspítala, hjúkrunarfræðingar og stjómvöld reyna nú að stunda. xxx Fyrir nokkram mánuðum stóðu Danir að stórfelldum björgun- araðgerðum til þess að bjarga Sjó- vinnubankanum í Færeyjum. Nú um helgina bárust þær fréttir, að bankinn væri enn kominn í alvarleg vandræði. Þessar fréttir era til marks um, hvað Færeyingar era illa staddir. Við Islendingar erum ekki eins illa staddir. Raunar er mikill munur á. Staðreynd er hins vegar sú, að á síðasta ári tók við lán í útlöndum fyrir öllum afborgunum og vöxtum, sem við þurftum að greiða í útlönd- um á því ári. Er það skynsamleg fjármálapólitík? XXX nnars er viðhorf fólks til fjár- hagsmála sennilega að breyt- ast mjög. Mikil aðsókn að nám- skeiðum, sem Verðbréfamarkaður íslandsbanka hefur efnt til um fjár- mál einstaklinga, svo og Neytenda- samtökin er til marks um breytt viðhorf. Morgunblaðið hefur á und- anförnum árum þreifað sig áfram með umfjöllun um þessi málefni og nú er reglulega fjallað um heimilis- rekstur hér í blaðinu, auk sérstakr- ar umfjöllunar í sérútgáfum af því tagi, sem fylgir blaðinu á sunnudag- inn kemur. Smátt og smátt munu þessi nýju viðhorf hafa áhrif um þjóðfélagið allt m.a. á afstöðu al- mennings til ráðstöfunar almann- afjár á vegum opinberra aðila.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.