Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1993 íslenski hjartaþeginn í Gautaborg er kominn heim af sjúkrahúsi Var meira úti í vikunni en síðast- liðna sex mánuði Gautaborg, frá Sverri Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. NÚ ERU liðnar fjórar vikur síðan skipt var um hjarta í íslenskum dreng, Snorra Ásbjamarsyni, fjögurra ára, á Östra-sjúkrahúsinu í Gautaborg. Síðan hefur Snorri verið á lyfjagjöf en fékk að fara út af sjúkrahúsinu fyrir viku. Hann hefur þó þurft að fara í eftirlit á sjúkrahúsið daglega. Morgunblaðið heilsaði upp á Snorra og fjölskyldu hans á heim- ili þeirra í úthverfí Gautaborgar á laugardag. Það var fyrsti dagurinn sem Snorri þarf ekki að fara á spítalann. Það var greinilegt að hann undi því vel, hjólaði fram og aftur um götuna með Hafdísi Emu, systur sinni. Auk þess var hæfnin reynd á nýjum fjarstýrðum kapp- akstursbíl, ýmist á götunni eða gangstéttinni. Otrúlegur iéttir „Hann er búinn að vera meira úti í þessari viku en síðustu sex mánuði," segir faðir Snorra, Ás- bjöm Helgi Ámason, skipatækni- fræðingur hjá Eimskip. „Það er með ólíkindum hvað honum hefur farið fram. Hann fór fljótlega að hjóla eftir aðgerðina en byijaði að labba í síðustu viku. Það er ótrúleg- ur léttir að sjá framfarimar.“ Ásbjöm og kona hans, Helga Snorradóttir, húsmóðir, búa í íbúð í Gautaborg ásamt þremur börhum sínum, sem eru auk Snorra Hafdís Ema, sex ára, og Ámi, þriggja mánaða. Ásbjörg segir að það hafi komið upp mjög snögglega að fara til Gautaborgar. Snorri litli hafí verið meira og minna á sjúkrahúsi síðan í október, þegar kallið hafí komið frá Gautaborg. Þau komu 11. febrúar og verða eitthvað áfram. Hversu lengi er ómögulegt að segja sem stendur. Ómetanlegur stuðningnr Ásbjöm bætti við að allur stuðn- ingur sem fjölskyldan hefði fengið frá Eimskip hefði verið ómetanleg- ur, bæði á íslandi og í Gautaborg. Þá vildu þau einnig þakka öllum þeim sem hefðu stutt og aðstoðað fíölskylduna. Morgunblaðið/Helena Stefánsdóttir Hjólað af kappi SYSTKININ Hafdís Erna og Snorri voru stolt af hjólunum sínum, þar sem þau hjóluðu um við heimili þeirra í úthverfi Gautaborgar. 440 starfsmöimum Mikla- g-arðs sagt upp störfum Kauptilboð hefur borist í fjórar verslanir fyrirtækisins ALLIR starfsmenn Miklagarðs hf., um 440 að tölu, fengu uppsagnarbréf í gær. Fólkinu er sagt upp frá og með 1. apríl. Forsvarsmenn fyrirtækisins stóðu í viðræðum fram á nótt um kauptilboð, sem þeim hefur borizt í fjórar verzl- anir fyrirtækisins, sem reknar eru undir nafninu Kaupstað- ur. Ekki fékkst staðfest í gærkvöldi frá hveijum tilboðið væri, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er um fleiri en einn aðila að ræða. Tilboðið mun eiga að renna út á hádegi í dag. Stöðugildi hjá Miklagarði eru nokkru færri en starfsmennirnir 440, sem sagt var upp. Uppsagn- imar taka gildi 1. apríl. Algeng- asti uppsagnarfrestur meðal starfsfólksins er þrír mánuðir, en sumir hafa skemmri uppsagnar- frest. Sigurður Markússon, stjóm- arformaður Miklagarðs, sagði í samtali við Morgunblaðið að við sölu rekstrareininga fyrirtækisins myndu stjómendur þess leitast við að tryggja hagsmuni starfsfólks- ins eftir því sem kostur væri. Tilboð í Kaupstað Miklagarði hefur borizt kauptil- boð í íjórar af níu verzlunum sín- um, þær sem reknar em undir nafninu Kaupstaður. Eftir því sem næst verður komizt hefur ekki verið boðið í 11-11 verzlanirnar fjórar eða stórmarkað fyrirtækis- ins við Sund. Ekki fékkst staðfest í gærkvöldi hver stæði að baki tilboðinu. Sigurður Gísli Pálma- son, framkvæmdastjóri Hofs hf., eignarhaldsfélags Hagkaups og IKEA, sagði í samtali við Morgun- blaðið að fyrirtæki hans hefði ekki gert Miklagarði neitt tilboð. Júlíus Jónsson, einn af eigendum Nóa- túns, sagði einnig að fyrirtæki hans ætti engan þátt í tilboðinu. Kaupfélögin hafa sett á laggirn- ar starfshóp kaupfélagsstjóra og starfsmanna, sem skoða á mögu- leika á að stofna nýtt fyrirtæki um innflutningsþáttinn í starfsemi Miklagarðs. Magnús Gauti Gauta- son, kaupfélagsstjóri hjá Kaupfé- lagi Eyfírðinga, sagði að of snemmt væri að segja til um hvaða form yrði á slíkum rekstri, það væri hlutverk starfshópsins að skoða alla möguleika. Pósti og síma verði breytt í j hlutafélag j HALLDÓR Blöndal samgöngu- ráðherra mun á næstunni leggja j fram frumvarp í ríkisstjórn sem felur í sér að Pósti og síma verði breytt í hlutafélag. „Frumvarpið gengur út á að breyta stofnuninni í hlutafélag. Á bak við það er sú hugsun að til þess að Póstur og sími geti staðist þá samkeppni sem orðin er erlendis frá sé nauðsynlegt að geta brugðist fljótt við breyttum markaðsaðstæð- um og markaðskröfum, en opinberar stofnanir eru oft seinar í svifum," sagði Halldór. „Þetta frumvarp hefur verið í vinnslu og ég vonast til að niðurstöð- ur geti legið fyrir öðru hvoru megin við páskana," sagði hann. „Þá liggur fyrir að kynna það í ríkisstjóm og fyrir starfsmönnum áður en lengra er haldið,“ sagði Halldór. -----» ♦ ♦ Slegist með stólfótum TIL átaka kom á ísafirði í fyrrinótt, milli heimamanna og hljómsveitar, sem hafði verið að skemmta í Sjallanum fyrr um kvöldið. Einn piltur skarst nokkuð á höfði og kinnbeins- brotnaði. Þrír ölvaðir menn voru með ólæti við Sjallann, spörkuðu, lömdu og hentu gijóti í hurðina, en hljómsveit- armeðlimir gistu á 2. hæð. Heima- maður kastaði gijóti í glugga á efri hæðinni, svo rúða brotnaði. í frétt frá lögreglunni á ísafírði segir að hljómsveitin og aðstoðar- menn hennar hafi þust út úr húsinu, vopnaðir stólum sem þeir mölvuðu og notuðu sem barefli. Með þessum bareflum hafi þeir ráðist á mennina þrjá fyrir utan. Lögreglumaður brá á það ráð að úða táragasi á hópinn. Einn heimamanna lá þá sár eftir, með stórt skurðsár á enni og kinn- beinsbrotinn. Einn meðlimur hljómsveitarinnar var handtekinn, ásamt umboðs- manni hennar, grunaðir um að vera valdir að áðumefndum áverkum. Óskað var eftir því við hina í hljóm- sveitinni að þeir færu ekki suður fyrr en með seinna flugi, en málið er enn í rannsókn. Hörður Gurniarsson um íslandsferðir á vegum Úrvals-Útsýnar Stefnir í 10% aukningu erlendra ferðamanna AÐ SÖGN Harðar Gunnarssonar, framkvæmdasljóra Úr- vals-Útsýnar, stefnir í að markmið þau sem fyrirtækið setti sér um 10% fjölgun erlendra ferðamanna í Islandsferðum muni nást í sumar. Hann segist telja að fjölgunina megi ekki skýra með því að fyrirtækið hafi náð til sín viðskipta- vinum keppinauta hér á landi eða erlendis, heldur sé um að ræða hreina fjölgun. í ákveðnum tegundum ferða stefnir í að dvalartími ferðamanna verði þó skemmri en áður. í dag Ársreikningur LÍ______________ Vaxtamunur Landsbankans lækk- aði frá fyrra ári úr 3,9% í 3,5% 20 Hóta hryöjuverkum_____________ Yfir 150 liðsmenn „Fimmtu her- deildar Frelsishersins“ eru sagðir tilbúnir til sjálfsmorðsárása 23 18 mánuði á hestbaki__________ Löng leið og strangir dagar eru framundan hjá Dönunum, sem ætla á hestum frá Danmörku til Kína 29 Leiöari ______________________ Út fyrir 200 mílumar 24 íþróttir ► Keflvíkingar frábærir og stefna hraðbyri að íslands- meistaratitli í körfuknattleik. Stjömustúlkar komnar í úrslit Islandsmótsins í handknatt- leik. • Hörður sagði að í föstum ferðum, hringferðum um landið, væru styttri ferðir vinsælli en áður og virtist hátt verðlag ráða þar mestu. „Við höfum aukið framboð af styttri hringferðum um landið. Síðan er okkar stærsti markaður í ráðstefn- um og viðurkennjngarferðum, þar sem hópar starfsmanna erlendra fyrirtækja koma hingað í stuttar ferðir, og þar eru horfur á að við bætum allt að 10% við farþegafjöld- ann í fyrra,“ sagði hann. Hörður sagðist telja að almennt byggjust aðilar í ferðaþjónustu hér á landi við að sumarið yrði ekki óhagstætt. Hann sagði að Úrval-Útsýn hefði lagt áherslu á að halda svipuðu verði milli ára og hafí verðlagi ver- ið haldið niðri með því að breyta þeim ferðaáætlunum sem í boði væru og stytta ferðir. Að sögn Harðar er greinileg fjölgun ferða- manna frá Italíu og Spáni og einn- ig muni stofnun ferðaskrifstofu í Danmörku skila sér. Nóg framboð af íslensk- um gúrkum FRAMBOÐ á íslenskum gúrk- um er nú orðið það mikið að lokað hefur verið fyrir allan innflutning á erlendum gúrk- um. Heildsöluverðið er svipað og var í fyrravor, eða rúmlega 300 kr. kílóið. Að sögn Kolbeins Ágústssonar sölustjóra hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna er uppskeran á gúrk- um í ár um einni viku á eftir því sem verið hefur í meðalári, en þar er fyrst og fremst um að kenna dimmviðrinu sem var í febrúar. Þá er uppskeran á blaða- salati einnig viku á eftir meðalári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.