Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1993 21 Bjarni Guðjón Jónas Karl Steinar Áhersla á bílgreinar í skólanum í Borgarholti Félag fijálslyndra jafnaðarmanna Er ný siðbót tíma- bær í stjórnmálum? MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: „Nú stendur yfír mikil vorhrein- gerning í ítölskum stjórnmálum, þar sem flett er ofan af hverju spillingar- málinu á fætur öðru. Með hliðsjón af því, og almennum breytingum á íslensku þjóðfélagi undanfarinn ára- tug í átt til opnunar og nútímalegri stjórnarhátta, má spyija hvort röðin sé komin að nýrri siðbót í íslenskum stjórnmálum. Þarf ekki að móta skýrari reglur og hefðir um ábyrgð stjórnmála- manna og opinberra embættis- manna? Stjómmálamönnum er nauð- synlegt að vita hver staða þeirra er og kjósendur vilja vita hvernig stjórn- málamenn fara með það umboð sem þeim er veitt í kosningum. Hver ber ábyrgðina ef eitthvað fer úrskeiðis? Hvers vegna eru reikningar ís- lenskra stjórnmálaflokka ekki opnir almenningi? Er tímabært að setja reglur um fjármögnun og fram- kvæmd flokksstarfs og kosningabar- áttu, eins og þekkist í ýmsum öðrum löndum? Er ekki ástæða til þess hjá stjórnmálaflokki sem vill verðskulda traust kjósenda að setja sér siðaregl- ur og skipa valdamikla siðanefnd, eins og tíðkast hjá ýmsum fagfélög- um? Eða er það óhjákvæmilegt lög- mál að valdi fylgi spilling? Á fundi FFJ á þriðjudagskvöld verða þessar spurningar ræddar auk annarra atriða varðandi siðferði og stjórnmál hérlendis og erlendis. Allir frummælendur þekkja þessi mál vel úr námi og starfi og er ástæða til að ætla að umræður verði bæði fróð- legar og skemmtilegar. Frummælendur verða: Bjarni Vestmann, stjórnmálafræð- ingur. Bjarni skrifað BA-ritgerð um siðferði og siðareglur í stjórnmálum hérlendis og erlendis. Guðjón Frið- riksson, sagnfræðingur. Guðjón rit- aði nýlega grein í tímaritið Heims- mynd um þróun siðferðishefða í ís- lenskum stjómmálum. Jónas Krist- jánsson, ritstjóri. Jónas hefur í ræðu og riti gagnrýnt siðferðisstig ís- lenskra stjórnmálamanna og -flokka og krafíst umbóta. Kari Steinar Guðnason, alþingismaður og formað- ur fjárlaganefndar. Karl Steinar hef- ur margra ára reynslu af félags- mála- og stjómmálastarfí og þekkir gjörla innviði íslenskra stjómmála. Fundarstjóri verður Vilhjálmur Þor- steinsson, stjómarmaður í FFJ.“ Menntamálaráðherra, Bíl- greinasambandið, Bíliðnaðar- sambandið og Eftirmenntunar- nefnd bílgreina hafa undirritað yfirlýsingu um samstarf í mennt- unarmálum bílgreina. Þegar hef- ur verið gerður samningur milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Mos- fellsbæjar um byggingu nýs framhaldsskóla í Borgarholts- hverfi í Grafarvogi, þar sem áhersla verður lögð á kennslu í bílgreinum. I frétt frá menntamálaráðuneyt- inu kemur fram, að framhaldsskól- inn verður byggður í áföngum og að fyrsti áfangi sé sérstaklega ætl- aður kennsiu í bílgreinum. Verður húsnæðið nýtt til grunnnáms, end- urmenntunar og námskeiðahalds af skólayfirvöldum og aðilum í at- vinnulífinu. Aðilar í bílgreinum munu áfram verða með í ráðum um skipulag húsnæðis fyrir kennslu í bílgreinum og einnig í skipulagningu kennsl- unnar þegar það að kemur. Þá seg- ir: „Þessir aðilar leggja skólanum til sem stofnframlag ýmis tæki, búnað og kennslugögn og munu framvegis taka þátt í viðhaldi þeirra hluta.“ Morgunblaðið/Kristinn Yfirlýsing undirrituð FRÁ undirritun yfirlýsingar um samstarf í menntunarmálum bíl- greina, talið frá vinstri Guðmundur Hilmarsson frá Bíliðnaðarsam- bandinu, Björn Ómar Jónsson frá Eftirmenntunarnefnd bílgreina, Sigfús Sigfússon, formaður Bílgreinasambandsins, og Ólafur G. Ein- arsson menntamálaráðherra. Sérstakur samningur verður gerður um stjómun, rekstur og nýt- ingu húsnæðisins sem sérstaklega er ætlað bílgreinum til þess að tryggja enn frekar samvinnu skóla og atvinnulífs um þróun og fram- kvæmd kennslunnar og stefnumörk- un á þessu tiltekna sviði. Fjárstoð hf. Endurskipulagning fjármála, greiðsluáætlanir, | skuldbreytingar, samningaumleitanir við kröfuhafa o.fl. Franz Jezorski, lögfr. Borgartúni 18, sími 629091. Helga Þórdís Guðmundsdóttir píanóleikari. Tónlistarskól- inn í Reykjavík Píanótón- l^ikarí Operunni TÓNLISTARSKÓLINN í Reykja- vík heldur tónleika í Islensku óperunni miðvikudaginn 31. mars nk. og hefjast þeir kl. 20.30. Tónleikarnir eru burtfararpróf Helgu Þórdísar Guðmundsdótt- ur, píanóleikara, frá skólanum. Á efnisskránni eru Prelúdía og fúga í e-moll nr. 10 (W.Kl.I) eftir J.S. Bach, Sónata op. 2 nr. 2 eftir Beethoven, Tvær etýður op. 10 nr. 1 og 12 eftir Chopin, Tvær prelúdíur op. 32 nr. 5 og 12 eftir Rachmanin- off, Suggeston diabolique eftir Pro- kofíeff og Rapsodie in blue eftir Gershwin. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. (Fréttatilkynning) Við kynnum Canon„Prima Qölskylduna Canon Prima Junior Hi með sjálfvirku flassi og sjálftakara. Tilboðsverð: 5.990 kr. Canon Prima 5 með þriggja geisla fókuskerfi og fáanleg með dagsetningu. Tilboðsverð: 8.990 kr. Canon Prima Twin S með 38 mm/76 mm linsu og fáanleg með dagsetningu. Tilboðsverð: I_. ; rV-Ji-í Skynsamleg fermingargjöf fyrir skynsamt ungt fólk HfiNS PETERSEN HF BANKASTRÆTI, GLÆSIBÆ, AUSTURVERI, LAUGAVEGI 1 78, KRINGLUNNI, LYNGHÁLSI, HÓLAGARÐI, SKEIFUNNI 8 OG GRAFARVOGI Menntamálaráðherra hefur þegar lagt fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á framhaldsskólalögum sem tryggja fulltrúum atvinnulífsins aðild að stjórnun iðnmenntaskóla og auka ábyrgð þeirra og áhrif á uppbyggingu, skipulag og fram- kvæmd náms í greininni. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 671800 Chevrolet Blazer Thao ’87, blár, sjálfsk., ek. 64 þ. milur, rafm. i rúðum, álfelgur •fl. Toppeintak. V. 1170 þús. Nissan Bluebird SLXI ’88, 5 g., ek. 93 þ., sóllúga, rafm. í rúðum, fjarst.læsingar o.fl. V. 870 þús., sk. á ód. Subaru 1800 GL Station '89, blásans, 5 g., ek. 45 þ. Toppeintak. V. 930 þús. - í .' ■V'l- Ford Econoline 350 4 x 4 6.9 diesel, '87, grásans, sjálfsk., ek. 116 þ., upphækkað- ur, 35“ dekk, No Spin aftan o.fl. Úrvals- bíll. V. 1980 þús., sk. á ód. Mazda 626 GTi Coupé ’88, rauöur, 5 g., ek. 40 þ. á vél, álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 830 þús., sk. á ód. Honda Civic GL Sedan 16v '88, sjálfsk., ek. 70 þ. Fallegur bíll. V. 650 þús. Range Rover 4 dyra ’85, hvítur, 5 g., ek. 86 þ. V. 1150 þús., sk. á ód. Volvo 740 GL ’87, gullsans, sjálfsk., ek. 113 þ. V. 950 þús., sk. á ód. Subaru 1800 GL Sedan 4x4 ’87, rauður, sjálfsk., ek. 116 þ., álfelgur, sóllúga o.fl. V. 670 þús. Toyota Corolla XL '88, 5 dyra, blásans, 5 g., ek. 65 þ. Gott eintak. V. 540 þús. stgr. Mazda 626 GTi Coupé '88, rauður, 5 g., ek. 40 þ. á vél, álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 830 þús., sk. á ód. Daihatsu Feroza SX 4x4 ’91, 5 g., ek. 11 þ. Veltigrind o.fl. Sem nýr V. 1.180 þ. Honda Civic GL '86, sjálfsk., ek. aðeins Toyota 4 Runner V-6 ’91, rauður, sjálfsk., ek. 22 þ., sóllúga, rafm. í rúðum,. álfelg- ur, 33“ dekk o.fl. V. 2,4 millj. Toyota Tercel Station 4x4 ’88, hvítur, 5 g., ek. 86 þ. Fallegur bíll. V. 680 þús., sk. á ód. OcJýrir bílar: Dalhatsu Charmant LE '82, ný skoð. (94) V. 110 þús. stgr. Volvo 244 GL '79. Góður bíli. V. 110 þús. Seat Ibiza 1200 '86, 3 dyra, ek. 75 þ. V. 140 þús. stgr. V.W. bjalla '71, þokkalegt eintak. V. 12( þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.