Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1993 Minning Þórður Björnsson fv. ríkissaksóknari Fæddur 14. júní 1916 Dáinn 21. mars 1993 Þórður Björnsson kom mjög við sögu í borgarmálum Reykjavíkur á árum áður, en hann var kjörinn bæjarfulltrúi, eins og það hét þá, fyrir Framsóknarflokkinn árið 1950 og sat þar óslitið til ársins 1962, eða þijú kjörtímabil. Sá sem þessar línur ritar heyrði oft á eldri embættismönnum Reykjavíkurborgar, að þeim þotti mikið til rökfestu og nákvæmni Þórðar koma, sem kom sér vel í hörðum umræðum á bæjarstjómar- fundum. Þórður Bjömsson sat í Hafnar- stjórn Reykjavíkur 1958-62. Hann var varaformaður Sambands ungra framsóknarmanna 1938-41 og sat í miðstjóm Framsóknarflokksins 1953-63. Þá var hann formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur 1953-55. Um leið og Þórði Bjömssyni eru þökkuð mikilvæg störf fyrir Fram- sóknarflokkinn í Reykjavík, er fjöl- skyldu hans vottuð samúð við frá- fall hans. Alfreð Þorsteinsson, formaður FR. Þórður Bjömsson starfaði nær 32 ár í Sakadómi. Minniháttar málum sóttist hann lítið eftir að sinna, en mál með stómm staf, sem hann nefndi svo, réð enginn betur við. Þórður vildi sjálfur sannreyna málsatvik öll, ekki síður þau, sem til sýknu horfðu, og hann treysti lögreglugögnum ekki í blindni. Yfír- heyrslur hans þóttu einkar rækileg- ar og vandaðar. Verður það talin gæfa Þórðar, að hann starfaði ekki við fjölskipaðan dóm, Hæstarétt, svo sem hugur hans stóð til um tíma. Þá hefði þessi skapríki mað- ur, eins og Þórður vissulega var, ekki einn og óháður getað stjórnað ferli sinna mála og ráðið þeim til lykta. Afskipti Þórðar af stjórnmálum voru honum nokkur hespa um háls í dómstörfunum, ‘ en aldrei höfðu þau áhrif á úrlausn mála. Dómstörf Þórðar fólu í sér, að hann hiaut einatt að semja dóma um flókin úrlausnarefni. Slík dóma- smíð er í eðli sínu fræðimennska. Enda fór ekki hjá því, að Þórður hóf að rannsaka margvísleg hugð- arefni á sviði réttarfars, refsiréttar og réttarsögu. Vandvirkni, þekking og glöggskyggni mótuðu ritstörf Þórðar, og munu þau geyma nafn hans til framtíðar. í einkakynnum var Þórður glað- beittur og góðstríðinn, þótt fráleitt væri hann ætíð allra. Þórður var mikill bókasafnari, átti einkum frábært safn ferðabóka. Hann lagði og ríka rækt við að kynnast fjarlægum löndum og framandi þjóðum. Á góðri stund gat Þórður dregið fram margrétta mat- seðla frá öllum álfum, sem hann hafði heimsótt. Ekki þurfti þó Þórður að hugsa mikið um matseld eftir að Guðfinna eiginkona hans settist í húsmóður- sætið á gamalgrónu og hugþekku menningarheimili Þórðar við Hring- braut. Með fyrstu störfum Guðfínnu þar var þó að hlynna að ellimóðum föður Þórðar, svo að hann mætti sem lengst heima vera. Sagan end- urtók sig, þegar Guðfínna við enda- dægur Þórðar hjúkraði honum af þeirri natni, að hann þurfti ekki að dvelja á sjúkrahúsi nema örfáa daga, en þá flutti hún og verustað sinn þangað. Stoðir heimilisins við Hringbraut styrktust við komu Guðfínnu. Þar var ávallt Ijúft að una, elida þau hjónin veitul vel. Úr fjarlægð eru Guðfinnu og Dóru, systur Þórðar, sendar hlýjar kveðjur. Ármann Kristinsson. 21. þ.m. lést Þórður Björnsson fyrrum ríkissaksóknari. Með Þórði er genginn mikilhæfur maður, sem um langt árabil hafði með höndum erfið og vandasöm störf á sviði opinberrar réttarvörslu. Þórður var fæddur 14. júní 1916 í Reykjavík, sonur dr. juris Björns Þórðarsonar, fv. forsætisráðherra Og konu hans Ingibjargar Ólafsdótt- ur Briem. Að loknu glæsilegu laga- prófí 1940 varð hann fulltrúi við embætti lögmanns í Reykjavík, full- trúi hjá sakadómaranum í Reykja- vík 1941, sakadómari í Reykjavík 1961, skipaður yfírsakadómari í Reykjavík 1964, uns hann var skip- aður ríkissaksóknari frá 1. júlí 1973. Embætti ríkissaksóknara gegndi hann svo allt til þess, að hann lét af störfum fyrir aldurssak- ir 30. júní 1986. Margvísleg önnur störf hafði Þórður með höndum um daga sína og kom víða við sögu enda áhugamálin mörg. Meðal slíkra starfa hans og hugðarefna má m.a. nefna störf hans að bæjar- málefnum Reykavíkur á árunum 1950-1962, störf að flugmálum, félagsmálum lögfræðinga og dóm- ara svo og störf í ýmsum stjómskip- uðum nefndum og ráðum, sem fjöll- uðu um margháttuð efni, einkum á sviði refsi- og réttarfarslöggjafar. Aðalstörf hans voru þó sem fyrr segir lengst af dómarastörf, en síð- ustu starfsár hans hvíldu embættis- skyldur ríkissaksóknara á herðum hans. Það er sannfæring mín, að þau störf hafí Þórður rækt af mik- illi eljusemi og nákvæmni. Munum við, sem unnum með honum á þess- um vettvangi, lengi minnast þeirra starfa hans. Er Þórður lét af störf- um í lok júní 1986, lýsti hann nokk- uð viðhorfi sínu til þessara starfs- skyldna í blaðagrein, og veit ég, að margir lagamenn minnast nú við fráfall Þórðar þeirra orða, er hann lét þá falla um þetta efni, þ. á m. um þær embættisskyldur, sem að hans dómi hvíla á herðum ríkissak- sóknara. Orð hans þá voru merk hugvekja til allra þeirra, sem um þessi málefni fjalla. Ætla ég, að sagan muni síðar meir leiða í ljós, hversu trúr Þórður var þessum við- horfum sínum sem ríkissaksóknari. Þórður er og öllum minnisstæður fyrir frábæran flutning mála fyrir dómstólum. Kom þar margt til, svo sem traust þekking á málum og lagagrundvelli þeirra, svo og til- þrifamikill flutningur málanna og af slíkri íþrótt ræðumennsku, að eftirminnileg er öllum, er á hlýddu. Við fráfall Þórðar er margs að minnast frá samskiptum okkar á starfsferli hans, sem náðu yfir röska þrjá áratugi. Minnist ég með þakk- læti margra ráða hans og hvatning- arorða, m.a. á fyrstu árum rann- sóknarlögreglu ríkisins, er unnið var að skipulagi og mótun þeirrar stofnunar. Náin samráð voru og oft milli okkar, er veigamikil mál eða álitaefni komu upp. 5. apríl 1960 gekk Þórður að eiga Guðfinnu Guðmundsdóttur, hina mætustu konu, og var Guð- finna sannarlega gæfa hans. Við Erla heiðrum minningu Þórð- ar Björnssonar og sendum Guðfinnu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hallvarður Einvarðsson. Heiftarlegar deilur, sem urðu á ráðherraárum Jónasar frá Hriflu vegna meðferðar hans á ákæruvald- inu, urðu til þess, að kröfur risu um, að þetta vald yrði fengið óháð- um, sjálfstæðum embættismanni, og skilið frá hinu pólitíska valdi. Það var þó ekki fyrr en 30 árum síðar, að embætti saksóknara ríkis- ins var stofnað. Gegndi því emb- ætti fyrstur Valdimar Stefánsson, en hann var áður yfirsakadómari í Reykjavík. Þórður Bjömsson var skipaður yfirsakadómari eftir Valdimar og varð ríkissaksóknari, þegar Valdimar féll frá. Miklu skipti, að svo hæfír menn mörkuðu stefnuna um beitingu ákæruvalds. Því hefur verið haldið fram, að dómarastörfin hafí svo markað stefnu þeirra Valdimars og Þórðar í embætti ríkissaksóknara, að þeir hafí í raun dæmt málin áður en til ákæru kom, og ekki viljað ákæra, nema yfirgnæfandi líkur bentu til sektar og lagatúlkun væri ágrein- ingslítil. Framkvæmd ákæruvalds- ins hafí því mótast af persónulegum viðhorfum þessara mætu manna, fyrri dómsúrlausnum fremur en lagatextum, lagahefðum fremur en bókstaf laganna. Þórður dró aldrei á það dul, að hann var varkár í að beita því mikla valdi sem hann hafði. Hann sagði, að útgáfa ákæru væri mikið alvörumál, og það væri alltaf áfall fyrir menn að vera ákærðir, og þótt sýknudómur væri kveðinn upp, þá vildi ákæran fylgja viðkomandi. Því yrði að beita ákæruvaldinu af mikilli varúð, og honum féll ekki sú aðferð að láta dómstóla skera úr um alla skapaða hluti. Hann sagði, að ríkissaksókn- ari mótaði í starfi sínu reglur, sem farið væri eftir innan embættísins, og þannig skapaðist hefð fyrir því, hvérnig ákæruvaldinu væri beitt. Þessi aðferð væri ekkert síðri þeirri reglu að vísa öllum vafaatriðum til dómstóla, og hefði þann kost, að ákærum væri haldið í lágmarki. Hann sagði einu sinni við mig, að ríkissaksóknari yrði að vera sann- færður um sekt mannsins til þess að gefa út ákæru, - þó gætu kom- ið upp atvik, þar sem nauðsynlegt væri að ákæra mann, þótt gögn bentu frekar til sýknu en sektar, einfaldlega til þess að hreinsa mannorð hans, og þar gætu þjóðfé- lagshagsmunir skipt máli. Nefndi Þórður mér dæmi um slíkt úr ís- lenzkri réttarsögu. Opinbert réttarfar var honum hugleikið. Honum féll vel rannsókn- arréttarfar, og var einlægur tals- maður þess. Það er mikill misskiln- ingur að slíkt réttarfar sé andstætt nútímasjónarmiðum í réttarfari. Slíkt réttarfar er notað í rómönsk- um löndum, t.d. bæði í Frakklandi og á Ítalíu, þar sem dómarar stjórna herferðinni gegn ítölsku mafíunni. Þórður taldi, að rannsókn brota- mála færi betur fram undir stjórn dómara, heldur en eingöngu í hönd- um lögreglu, og hann var þeirrar skoðunar, að öryggi sakaðra manna væri þá betur tryggt. Þórður var þess vegna síður en svo sannfærður um nytsemi hins nýja réttarfars í opinberum málum, ekki vegna íhaldssemi, heldur vegna þess, að hann taldi meiri hættu á mistökum í hinu nýja kerfi. í hans huga var ekki síður mikilvægt að tryggja öryggi sakaðs manns meðan á rann- sókn stendur, heldur en eftir að ákæra er gefín út. Hann benti gjarnan á, að sakamálin væru flutt og varin af löglærðum mönnum, og dæmd af hlutlausum dómara, en byltingarmenn hins nýja réttar- fars hefðu náð því fram, að lögregl- an gerði nú rannsóknir sínar án eftirlits dómara meðan á þeim stæði. Með því var hann þó ekki að varpa rýrð á störf lögreglu- manna, heldur einungis að benda á, að eftirlit væri nauðsynlegt með störfum þeirra vegna þýðingar og sérstöðu lögregluvaldsins. Einhver þarf að geta tekið í taumana, ef kappið verður forsjánni yfírsterk- ara. Þórður var mjög sögufróður mað- ur. Eftir að hann lét af störfum stundaði hann nokkuð rannsóknir á sögu landsins. Faðir hans var for- sætisráðherra utanþingsstjórnar- innar, og var Þórði eðlilega hugleik- ið það tímabil. Sagði Þórður mér, að faðir sinn hefði verið mjög hik- andi við að taka forsætisráðherra- starfið að sér, en ekki treyst sér til að neita svo eindreginni bón ríkis- stjóra. Hið sama kemur fram í óbirt- um endurminningum Sveins Björns- sonar, en Sveinn óttaðist mjög' af- leiðingar stjómarkreppunnar, sem hann taldi að stafaði aðallega af gagnkvæmri andúð Ólafs Thors og Hermanns Jónassonar, aðallega þó Hermanns, en ekki vegna raunveru- legs ágreinings um lausn mála. Því má ekki gleyma, að Sveinn var fyrsti maðurj sem fer með þjóðhöfð- ingjavald á Islandi eftir Gizur jarl, ög hann varð að sýna stórveldunum, að íslendingur gæti farið með slíkt vald og myndað ríkisstjórn, þegar Alþingi brást þeirri skyldu sinni. Annars gat svo farið eftir lok ófrið- arins, þegar stórveldin skiptu með sér heiminum af nýju, að íslending- um yrði einfaldlega ekki treyst til að hafa innlendan þjóðhöfðingja. Utanþingsstjórnin var auk þess ekki óþingræðisleg, hún var þoluð af Alþingi, og Alþingi gat hvenær sem var komið stjórninni af sér með því, að flokkamir kæmu sér saman um ríkisstjórn. Dr. Björn Þórðarson hefur verið gagnrýndur fyrir þessa stjórn og var Þórði mjög í mun að halda uppi merki föður síns í þessu máli, og koma sjónarmiðum hans á framfæri, m.a. því, að honum hefði ekki gengið til vilji til þess að fresta lýðveldisstofnun, eins og stundum hefur verið haldið fram. Þórður Björnsson var afburða málflutningsmaður. Ég hlýddi nokkrum sinnum á málflutning Þórðar fyrir Hæstarétti, þótt ég væri ekki einn veijenda, og flutti nokkur mál á móti honum. Það var unun að sjá hann og heyra flytja málin. Hann talaði snjallt, var rök- fastur og flutningurinn leikrænn og sannfærandi. Hann henti óðar á lofti skeyti andstæðinga sinna og sendi þau aftur með afli mælsku- mannsins. Um hann áttu við orðin: „Hið bezta var ræðan flutt.“ Óefað var hann einn fremsti málflutnings- maður landsins. Blessuð sé minning Þórðar Bjömssonar. Haraldur Blöndal. Þórður Björnsson fyrrverandi ríkissaksóknari lést 21. þessa mán- aðar á sjötugasta og sjöunda ald- ursári. Andlát hans kom venslafólki hans ekki á óvart, því að hann hafði átt við erfið veikindi að stríða und- anfarið misseri. Við kynntumst Þórði seint á sjötta árautugnum eða skömmu áður en hann kvæntist Guðfinnu systur okkar. Hann var vænn mað- ur í viðkynningu og urðum við bræður aldrei varir við neitt kyn- slóðabil, þótt hann væri nokkm eldri en við. Þórður var maður skemmti- legur í viðræðu, fróður vel og skop- skyn hans var gott. Á góðum stund- um var frásögnin slík, að hún var bæði lifandi og myndræn. Þessir eiginleikar Þórður nýttust honum bæði fyrr á árum við störf hans sem bæjarfulltrúi og í réttar- sal síðar á starfsferli hans. Hann var gæddur meðfæddri ræðusnilld og oft var hrynjandi i ræðum hans sem í tónverki og framganga hans í réttarsal eins og á leiksviði. Þó að Þórður væri alla jafna glað- sinna, var hann þó öðrum þræði alvörugefínn maður, enda þurfti hann einatt að fást við erfið mál og alvarleg. Hann var ráðhollur þeim, sem til hans leituðu í erfiðleik- um og gerði sér far um að leysa vanda þeirra af nærgætni og vand- virkni. Þórður lét af störfum ríkissak- sóknara um mitt ár 1986 fyrir ald- urs sakir, en starfsþrek hans var óskert næstu sex árin. Þessi ár nýtti hann til ritstarfa og til að sinna ýmsum hugðarefnum sínum svo sem til ferðalaga erlendis og til að huga að bókasafni sínu, en hann safnaði einkum bókum, sem ritaðar voru af erlendum ferða- mönnum fyrri tíma um Island. Einnig fékkst hann við kennslu- og prófdómarastörf við lagadeild Há- skóla íslands og var hann vinsæll af nemendum sínum. Við kveðjum kæran vin, Þórð Bjömsson. Megi hann vera á Guðs vegum. Fyrir hönd systkina okkar og fjöl- skyldna vottum við Guðfinnu og Dóm systur Þórðar innilega samúð. Helgi Guðmundsson, Kristján Pétur Guðmundsson. Látinn er í Reykjavík Þórður Bjömsson, fyrrverandi ríkissak- sóknari, á 77. aldursári. Ég kynnt- ist honum sumarið 1976 þegar hann réð mig fulltrúa sinn við það emb- ætti. Samstarf okkar stóð í níu ár, var náið og bar þar aldrei skugga á. Ég tel það hafa verið mikið lán mitt að hafa fengið að starfa undir stjóm hans og kynnast honum per- sónulega. Þórður Björnsson var svipmikil persóna, mikils háttar lögfræðingur og glæsilegur málflytjandi. Rök- festa hans og gáfur em mér ógleymanlegar og það var gríðar- lega lærdómsríkt að fá að fylgjast með því þegar hann undirbjó mál fyrir áfrýjun og málflutning í Hæstaréttir. Einbeiting hans og leiftrandi greind ásamt langri dóm- arareynslu úr Sakadómi Reykjavík- ur naut sín þá til fulls. Þórður var í ýmsu tilliti maður 19. aldar, jafnt í skoðunum sem framgöngu og er það sagt honum til lofs. Hann var einn af þessum „gömlu stóru" í opinbem lífí sem nú er óðum að hverfa af sjónarsvið- inu. Að leiðarlokum em mér þó efst í huga persónuleg kynni okk- ar, spaugsemi hans, hlýja og velvild sem ég fæ aldrei fullþakkað. Pétur Guðgeirsson. Þórður Björnsson fæddist í Reykjavík 14. júní 1916. Foreldrar hans vom Bjöm Þórðarson lögmað- ur (embætti lögmanns ætti sér nú hliðstæðu í embætti dómstjóra Hér- aðsdóms Reykjavíkur) og síðar for- sætisráðherra og Ingibjörg Ólafs- dóttir Briem. Bjöm Þórðarson var sonur Þórðar Runólfssonar hrepp- stjóra að Móum á Kjalarnesi og konu hans Ástríðar Rochumsdóttur frá Skógum í Þorskafirði, systur Matthíasar skálds. Ingibjörg, móðir Þórðar, var dóttir Ólafs Briem bónda að Álfgeirsvöllum í Skagafírði og alþingismanns og konu hans, Hall- dóru Pétursdóttur. Þórður varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1935 og lauk prófí í lögfræði frá Háskóla íslands í janúar 1940. Hann varð fulltrúi hjá lögmanninum í Reykja- vík 1940-1941, síðan hjá sakadóm- aranum í Reykjavík 1941-1961, sakadómari 1961-1964 og yfir- sakadómari frá 1964 þar til hann var-skipaður ríkissaksóknari 1973 og því embætti gegndi hann unz hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1986. Þetta yfirlit sýnir að embættisferill Þórðar Björnssonar er upphaflega bundinn við dómara- störf í sakamálum og síðar saksókn. En að auki gegndi hann ljölda ann- arra trúnaðarstarfa. Hann hafði á yngri árum talsverð afskipti af stjórnmálum; sat meðal annars í bæjarstjórn Reykjavíkur 1950- 1962 sem fulltrúi Framsóknar- flokksins og gegndi ýmsum trúnað- arstörfum fyrir flokkinn, en eftir 1963 virðist hann hafa horfíð af þeim vettvangi. Þá sat hann í mörg- um nefndum, einkum á sviði flug- mála og refsimálefna og átti hlut að samningu ýmissa lagafrumvarpa. Auk þess sat hann um langan eða skamman tíma í stjóm Lögfræð- ingafélags íslands, Dómarafélags íslands og Sögufélagsins. Ekki skal starfsferill hans rakinn frekar hér, en vísað til Lögfræðingatals 1976 og þess jafnframt getið að ný út- gáfa er vel á veg komin. Árið 1960 kvæntist hann Guðfinnu Helgadótt- ur. Hún er dóttir Guðmundar Helga- sonar trésmiðs frá Hvítanesi í Kjós og konu hans Guðrúnar Sigríðar Benediktsdóttur. Þetta er í stuttu máli ytra lífshlaup Þórðar, en slík upptalning segir sjaldan nema hálfa sögu og sú er raunin hér. Fyrst man ég eftir Þórði sem bæjarfulltrúa og dáðist mjög að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.