Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1993 ÁRSTÍÐIRNAR Gunnar Guðbjörnsson Úlrik Ólason Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Einsöngvararnir Inga Jónína Backman, Gunnar Guðbjörnsson, Bergþór Pálsson, hljómsveit undir forustu Szymons Kurans og Söng- sveitin Fílharmónía, undir stjórn Úlriks Ólasonar fluttu Árstíðirnar eftir Franz Joseph Haydn, sl. laugardag í Langholtskirkju. Haydn heyrði óratíur eftir Hándel er hann starfaði um tíma í Lundúnum og eftir heimkomuna samdi hann óratoríuna Sköpunina í samvinnu við Van Swieten og munu fá stórverk hafa hlotið jafn góðar móttökur. Van Swieten, sem var mikill aðdáandi Hándels og J.S. Bachs, og stóð að flutn- ingi ýmissa verka eftir þessa meistara, t.d. með aðstoð Moz- arts, lagði til að Haydn semdi nýja óratóríu og vann textann upp úr kvæðinu The Seasons eftir James Thomson. Árstíðimar eru ekki eins sam- felld „inspírasjón" eins og Sköp- unin, meira „niðri á jörðinni" og er textinn á köflum óraunsær lof- söngur borgarbúans um dýrðarlíf sveitafólksins. Þrátt fýrir þetta er tónlistin meistaraverk og ein- staka kaflar gulli slegnir. Bónd- ann Símon söng Bergþór Pálsson og var söngur hans út allt verkið glæsilegur. Til að nefna eitthvað sérstaklega var hin skemmtilega aría Schon eilet froh (í vorinu), með tilvitnunina í Surprice-sinfó- níuna, Seht auf die breiten Wiesen hin (í haustinu) og síðasta aría verksins, Erblicke hier, frábær- lega vel flutt, þó ekki skorti neitt á, þar sem hann tók þátt í ýmsum samsöngsatriðum. Gunnar Guðbjörnsson söng sveitapiltinn Lúkas og var athygl- isvert hversu vel hann flutti ka- vatínuna Dem Druck erlieget die Natur, er liggur á mjög lágu tón- sviði og á að túlka magnleysi manna og dýra í ofurhita sumar- sólarinnar. I ástardúettinum Ihr Schönen aus der Stadt var söngur Gunnars glæsilegur og auðheyrt að rödd hans er að fyllast af styrk og hljómdýpt. Sveitastúlkan Hanna var mjög vel sungin af Ingu J. Backman. Söngur hennar í ástardúettinum og aríunni Welc- he Labung fur die Sinne var glæsi- legur, svo og flutn- ingur hennar í því skemmtilega ljóði Ein Mádchen, das auf Ehre hielt. Samsöngsatriðin voru mjög vel flutt og þar átti kórinn oft skemmtileg stef og í stóru kórþáttunum var hann oft mjög góður, þó nokkuð megi finna að því hversu hraðar línur runnu saman, bæði hvað varðar tónskip- an og textafram- burð. Nokkuð ósam- ræmi var í samhljóm- an hljómsveitarinn- ar, svo mjög, að á köflum varð ekki greint vel hvað strengjasveitin lék. Þarna kemur að nokkru til reynslu- leysi stjórnandans í að stjórna hljómsveit, sérstaklega er varðar mótun blæbrigða í hljómsveitarþáttunum og að byggja upp þau leikrænu atriði, t.d. sólaruppkomuna, veiðimanna- kórinn og spunakórinn, sem var allt of gassafenginn, svo að spunaleikur hljómsveitarinnar týndist. Uppskerugleðin var besti kórþátturinn, ærslafullur og íjör- ugur eins og vera ber. í heild voru þetta skemmtilegir tónleikar enda er tónlist Haydns falleg og leikandi létt. Eftir tón- leikana var Guðmundur Jónsson óperusöngvari heiðraður en hann söng hlutverk Símonar í upp- færslu Árstíðanna fyrir réttum fimmtíu árum. Gunnar Reynir Sveinsson Kammerjazz íslenska hljómsveitin stóð fyrir jazztónleikum, sem útvarpað var beint frá Norræna húsinu sl. sunnudag. Á efnisskránni voru tvö verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Samstæður og Að leikslokum. Flytjendur voru auk Sigurðar Flosasonar, sem stjórnaði tónleik- unum, Reynir Sigurðsson, Þórður Högnason, Matthias Hemstock, Arnþór Jónsson, Hilmar Jensson og Martial Nardeau. Þegar jazz tók að festa rætur utan Ameríku, trúðu margir að þar væri að finna þá fersku tónlistar- iðkun, sem tónlist Vesturlanda ætti eftir að endurfæðast í og upp af þeim meiði vaxa ný list. Kom þar til nýtt tónmál, ný tegund af hrynskerpu og endurvakning fomr- ar listar, að leika af fingrum fram. Þetta gekk ekki eftir og þá reyndu tónhöfundar að blanda saman hefð- bundinni klassík en um leið að halda til haga því sem einkenndi jazzinn. Þessari listiðju var gefið nafnið „The third stream“. Gunnar Reynir er sá höfundur íslenskur sem haslað hefur sér völl á þessum vettvangi og er verkið Samstæður líklega hans þekktasta verk og hefur það verið flutt víða um heim. Samstæður er að hluta til kamm- erverk, hvað snertir hljóðfæraskip- an í hefðbundnum skilningi en einnig jazzverk. Þessu er faglega saman skipað og var mjög vel flutt. Seinna verkið heitir Að leikslokum og er það í þremur þáttum, þar sem Saxófónninn er í einleikshlutverki, sem Sigurður Flosason lék á af mikilli fimi. Að leikslokum er heil- steypt verk og hefst á einleiks- þætti, fúghettu fyrir alt-saxófón, sem Sigurður lék mjög vel. Annar þáttur nefnist Elegie og þar bætast í hópinn viprafónn, bassi og tromma. Elegian er fallega samin og heilsteypt sem tónsmíð. Gunnar notar oft þrástef sem undirleiks- þema en vinnur einnig úr þeim. Þriðji þátturinn heitir Etude og er fyrir kammerkvartett. Þar er leikið með sveifluna á mjög skemmtileg- an máta og var þessi kafli ákaflega vel fluttur. Gítarkonsert frumflutt- ur á Háskólatónleikum Norrænu kvikmyndahátíðinni lokið Börn náttúrunnar kosin besta mynd Norðurlanda Verðlaun úr hendi forsetans Friðrik Þór Friðriksson tekur við verðlaunum Norrænu kvik- myndahátíðarinnar úr hendi Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands. HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu á miðviku- Leikfélag Reykjavíkur hefur sýnt Ronu ræningjadóttur yfir 30 sinnum fyrir fullu húsi. 30 sýningar á Ronju ræn- ingjadóttur LEIKFÉLAG Reykjavíkur hefur sýnt Ronju ræningjadóttur yfir 30 sinnum fyrir fullu húsi. Sýningin fékk mjög góða dóma hjá gagnrýnendum og ekki síður hafa áhorfendur verið ánægðir. Áætlað er að sýningum ljúki um mánaðarmótin apríl-maí. (Fréttatilkynning) dag, 31. mars og hefjast klukk- an 12.30. Frumfluttur verður konsert fyrir tvo gítara og strengjakvartett eftir Martial Nardeau. Einnig er á efnis- skránni kvartett fyrir gítar, flautu, víólu og selló, eftir Franz Schubert. Flytjendur verða: Einar K. Ein- arsson og Kristinn H. Árnason gítarleikarar, Martial Nardeau flautuleikari, Szymon Kuran og Zbigniew Dubik fiðluleikarar, Guðmundur Kristmundsson lágf- iðluleikari og Bryndís Halla Gylfa- dóttir sellóleikari. Konsertinn fyrir tvo gítara og strengjakvartett var saminn árið 1990. Martial Nardeau segir klass- íska gítarleikara kvarta stundum undan því hve miklir einfarar þeir séu í listinni og að þá langi að deila tónlistarflutningi oftar með öðrum. Því hafi hann samið þetta verk fyrir tvo gítara og strengja- kvartett sem gæti jafnvel verið lít- il strengjasveit. Kvartettinn sem Schubert samdi (1814) er að stofni til Næt- urljóð fyrir gítar, flautu og víólu eftir Wenzel Matiegka (1773- 1830), en hann var tónskáld og gítarleikari frá Bæheimi. Schubert endursamdi tónverkið fyrir fjögur hljóðfæri og frumsamdi einn kafla. Kvikmyndin Börn náttúrunn- ar eftir Friðrik Þór Friðriksson var valin besta kvikmynd Norð- urlanda árið 1993 á 10. Nor- rænu kvikmyndahátíðinni sem slitið var á laugardag við hátíð- lega athöfn í Háskólabíói. Verð- launaféð er 150.000 danskar krónur. Dómnefnd áhorfenda taldi norsku myndina Loft- skeytamaðurinn eftir Erik Gustavsson vera bestu mynd hátíðarinnar, og besta stutt- mynd var valin Eitt ár í eyði- byggðum eftir Morten Skall- erud. Keppnin um bestu Kvikmynd Norðurlanda árið 1993 var aðal- hluti 10. Norrænu kvikmyndahá- tíðarinnar, og kepptu tuttugu kvikmyndir frá Norðurlöndunum fimm um hnossið. Til þess að myndirnar væru gjaldgengar þurftu þær að hafa verið frum- sýndar á síðustu tveimur árum. Alþjóðleg dómnefnd, skipuð þeim Árna Þórarinssyni, ritstjóra, sem var formaður nefndarinnar, breska leikstjóranum Christopher Lee, Jannike Áhlund, ritstjóra sænska kvikmyndatímaritsins Chaplin og Ulrich Gregor frá kvik- myndahátíðinni í Berlín, kusu mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar, bestu mynd Norðurlanda árið 1993. Börn náttúrunnar var tilnefnd til Ósk- arsverðlauna í fýrra sem besta erlenda kvikmynd, og er hún eina íslenska kvikmyndin sem hefur náð þeim alþjóðlega árangri. Vig- dís Finnbogadóttir, forseti Is- lands, afhenti Friðriki Þór Frið- rikssyni verðlaunin í lokaathöfn hátíðarinnar í Háskólabíói, og þakkaði hann meðal annars starfsfélögum sínum á Norður- löndum fyrir ánægjulega sam- vinnu og sagði að verðlaun þau sem Börnum náttúrunnar hefur áskotnast séu nú þijátíu talsins. Loftskeytamaðurinn (Telegraf- isten) er skandinavísk samfram- leiðsla, byggð á bókinni Drau- móramenn, eftir Knut Hamsun. Hún segir frá Rolandsen nokkr- um, sem er uppfínningamaður og eldhugi, og reynir ákaft að vinna ástir ungrar konu en með tak- mörkuðum árangri lengi vel. Leik- stjóri myndarinnar, Erik Gustavs- son, hefur starfað við kvikmynda- gerð í u.þ.b. tvo áratugi og var önnur mynd hans í fullri lengd, Herman, framlag Norðmanna til Óskarsverðlaunanna árið 1990. Markús Örn Antonsson, borgar- stjóri, afhenti Erik verðlaunin sem Reykjavíkurborg gaf til keppninn- ar. Eitt ár í eyðibyggðum (Áret gjennom Borfjord) sýnir hvernig eitt ár líður í hinum afskekkta Berufirði í Norður-Noregi á fimm- tíu þúsundföldum hraða, og tekur aðeins tólf mínútur að sýna at- burði ársins. Leikstjóri myndar- innar, Morten Skallerud, er jafn- framt tökumaður hennar, og tók hann við verðlaunafénu, 300 _þús- und krónum, úr höndum Ólafs G. Einarssonar, menntamálaráð- herra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.