Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1993 45 I I I I I I I I I I » Niður með kostnaðinn Frá Hallgrími Sveinssyni: ÞAÐ VAR nokkuð undarlegt að lesa það í Morgunblaðinu um dag- inn, haft eftir landbúnaðarráðherra, Halldóri Blöndal, að nú hljóti bænd- ur að íhuga, hvort ekki sé tími til kominn að þeir taki afurðastöðvarn- ar í sínar hendur, beri ábyrgð á rekstrinum og sýni fram á að unnt sé að koma framleiðslunni á markað ódýrar en gert hefur verið. Framangreind yfirlýsing gefur tilefni til að spyrja hvort okkar ágæti landbúnaðarráðherra sé að mælast til þess við bændur að þeir reki starfsfólk afurðastöðvanna út á gaddinn og hefji þar sjálfir störf til þess að lækka milliliðakostnað- inn. Væntanlega er ráðherrann ekki að tala um svo róttæka bændaupp- reisn og er því óhjákvæmilegt að benda á, að íslenskir bændur og fulltrúar þeirra hafa frá upphafi og allt til þessa dags meira og minna stjórnað afurðastöðvum í landbún- aði á íslandi gegnum fulltrúa sína í stjómum kaupfélaga og afurða- og vinnslustöðva. Það hljómar því eins og hver annar brandari hjá Blöndal þegar hann er að ráðleggja bændum að taka þessi mál í eigin hendur. Málið snýst ekki um að bændur taki sér völd sem þeir hafa sannanlega alltaf haft, heldur hitt, hvernig við getum lækkað verðið á okkar hollu og góðu landbúnaðar- vörum svo neytendur hafi efni á að kaupa þær, eins og ráðherrann bendir raunar á. Margir vilja óheftan innflutning á landbúnaðarvörum, eins og mörgu af því drasli sem mokað er enda- laust inn í landið undir yfírskini fijálsrar verslunar og þar með falli allt í ljúfa löð. Samt er það svo, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun, að meirhluti íslensku þjóðarinnar vill búa að sínu í þessum efnum ef mögulegt er og sleppa því að flytja inn grunn-landbúnaðarvörur eins og kjöt og mjólkurafurðir. Til þess að svo megi verða áfram verða bændur og fulltrúar þeirra í stjóm- um afurða- og vinnslustöðva land- búnaðarins, svo og allir sem nálægt þessum málum koma á annað borð, að þekkja sinn vitjunartíma. Ekki þarf vitnanna við um það, að verð á hinum hefðbundnu ísiensku land- búnaðarafurðum er of hátt í versl- unum í dag. Má í því efni benda á að nú þykir það eins og hver annar munaður hjá mörgum fjölskyldum að kaupa dilkakjöt. Margir hafa ekki efni á að kaupa þessa ágætu vöru nema á stórhátíðum og teljast jafnvel góðir ef þeir geta það þá. Ef vara er of hátt verðlögð, hver sem ástæðan er, þá einfaldlega selst hún ekki. Svo einfalt er málið. Þetta lögmál er þekkt alstaðar þar sem verslun er stunduð. Það er því blá- köld lífsnauðsyn fyrir íslenskan landbúnað að lagkka verð á fram- VELVAKANDI LEITAR PENNAVINKONU SÆNSK kona, Karin Skallsjo - að nafni, leitar að pennavinkonu sinni hér á landi. Karin, sem starfar sem læknir í Ósló, kveðst hafa í kringum 1950 óskað eftir að komast í samband við íslenska stúlku í auglýsingu í Morgun- blaðinu en þá var hún 10 ára gömul. Hún segist hafa fengið svar frá Hrefnu Þorsteinsdóttur. Karin langar nú til að hitta Hrefnu og hefur leitað eftir að- stoð Morgunblaðsins. Hún mun koma hingað til lands 15. apríl og dveljast á Hótel Sögu til 18. apríl. Heimilsfang hennar í Ósló er: Langgt. 30, 0566, Oslo og hún gefur upp eftirfarandi síma- númer: 2-356626 og 2-715042. GOTT FRAMTAK HJÁ RÍKIS S JÓNV ARPINU EINAR K. Guðfinnsson sér ástæðu til að hnýta í það í Bréfi til blaðsins sl. föstudag, að Ríkis- sjónvarpið sendi út barnaefni á morgnana, á sama tíma og Stöð 2. Mér fínnst það hins vegar mjög gott framtak hjá Sjónvarp- inu að taka upp þessa nýbreytni og koma þannig til móts við bamafólk, og fyrir mitt leyti verð ég að segja að ég vil frekar að barnið mitt horfí á barnaefnið á morgnana heldur en í matar- tímanum á kvöldin. Mér fínnst líka skína í það hjá Einar K. Guðfinnssyni að hann geri bein- línis ráð fyrir því að fólk sé áskrifendur að Stöð 2, en því miður er efnahagur fólks misjafn og sumum finnst alveg nóg að borga skylduáskriftina að Ríkis- sjónvarpinu. Hins vegar er það mjög gott og jákvætt hjá honum þegar hann segir að auka þurfí fjölbreytni bamaefnis, en ég sé ekki alveg samhengið á milli þess að það megi ekki vera á laugardags- og sunnudagsmorg- unum. Að lokum vildi ég leggja til að það verði sýnt meira af „lif- andi“ barnaefni í sjónvarpinu, til dæmis myndir af börnum við leik og störf, eða jafnvel atriði úr leikritum fyrir böm, en ekki bara teikni- eða brúðumyndir. Með vinsemd og virðingu, Hildur Svavarsdóttir. ENGIN AFBÖKUN GUÐRÚN Kristín spyr í Velvak- anda fyrir nokkm hvers vegna enginn hafí neitt að athuga við nafn þáttarins Upp, upp mín sál þegar „allt er á hvolfí“ út af Víst ávallt þeim vana halt. Henni og öðrum til fróleiks má geta þess að þessi þáttur heitir á ensku „I’ll fly away“, en það er heiti á sálmi eftir Albert E. Brumley. Þarna er í raun ekki verið að afbaka neitt og mér fínnst íslenska þýðingin á heiti þáttarins góð og vel til fundin. Hulda TAPAÐ/FUNDIÐ Hringur fannst á skurðdeild GIFTINGAR- eða trúlofunar- hringur fannst á skurðdeild kvennadeildar Landspítalans í grænum skurðstofuslopp fyrir u.þ.b. hálfum mánuði. Innan í hringnum er nokkuð sérstök áletmn. Eigandi getur haft sam- band í síma 601148. íþróttataska tapaðist SVÖRT og íjólublá íþróttataska með snyrtidóti og íþróttafötum hvarf úr Garðaskóla, Garðabæ, þann 5. febrúar sl. Finnandi vin- samlega hringi í síma 656405 eða skili henni aftur í skólann. íþróttataska tapaðist GRÆN og fjólublá íþróttataska tapaðist við Rofabæ í Árbæ sl. föstudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 688823. Viltu skila kaðlinum! MAÐURINN sem fór út af á Bláfjallaafleggjaranum sl. þriðjudagskvöld og fékk lánaðan kaðal hjá Helgu á Toyota-jeppa, vinsamlega gefi sig fram í síma 26399 eða 34454 sem fyrst. leiðsluvörum sínum, ef ekki á illa að fara. En hvernig má það gerast? Miðað við ástand og horfur í þessum efnum í dag virðist lækkun kostnaðar vera eina raunhæfa úr- ræðið, hvað sem tautar og raular. Nauðsynlegt er að skoða alla kostn- aðarliði ofan í kjölinn. Margar af- urða- og vinnslustöðvar era þar á fullu við að vinna sína heimavinnu. Að sjálfsögðu eru því takmörk sett hvað hægt er að lækka fram- leiðslukostnað í landbúnaði eins og öðmm atvinnugreinum. Gmnur margra er þó sá að í þeim efnum sé ýmislegt ógert í íslenskum land- búnaði. Og nú verða allir að taka á sem nálægt þessum málum koma. Kjörorðið verður að vera: Niður með kostnaðinn! HALLGRÍMUR SVEINSSON, framkvæmdastjóri , Sláturfélagsins Barða, Þingeyri. LEIÐRÉTTINGAR Röng mynd birtist Þau mistök urðu í vinnslu mynd- listargagnrýni um Bryndísi Jóns- dóttur að mynd af Rut Rebekku birtist í stað Bryndlsar. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Bryndís Jónsdóttir Framhaldsnám í Skógaskóla Sverrir Magnússon skólastjóri Skógaskóla hafði samband við blað- ið og bað um að leiðréttur yrði misskilningur sem fram kom í blað- inu síðastliðinn fímmtudag í frétt um skólamálafund sem haldinn var á Hellu. I Skógaskóla er boðið upp á tveggja ára framhaldsnám með heimavist í samvinnu við Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Suður- landi, en ekki fjarnám eins og fram kom í fréttinni. Á fundinum var spurt að því hvort skólinn hentaði sem menntaskóli með fjögurra ára námi, en ekki framhaldsskóli eins og fram kom í fréttinni, en skóla- stjórinn taldi menntaskóla varla koma til greina. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. Vlnningstöhjr Jaugardaginn Í3)(w) UtíG. 27. mars 1993. o (27) VIMJINGAB 1 FJÖU)I virvníHVUAH | VINNINGSHAFA UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA 1. Saf5 | 0 2.379.075 2. jsm o 413.331 3. 4af5 I 136 5.242 4. 3at5 | 4.270 389 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.166.348 kr. n i UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI91 -681511 lukkulIna991 002 820 fm Til sölu er nýtt og vandað iðnaðarhús- næði í Garðabæ. Allur frágangur er mjög góður, lofthæð 4,20 m og fjórar inn- keyrsluhurðir. Húsnæðið er nú tilbúið til notkunar. Verð 26,9 millj. (32,8 þús. á fm). Áhvílandi 14 millj. að mestu til 15 ára meðfyrstu afborgun 1995. Útborgun samkomulag. Upplýsingar í síma 812264 milli kl. 9 og 4 á daginn. SUMAR-MOKKASINUR Rauðbrúnt, blátt, rautt og svart rúskinn. Stærðir 36-41. Verð3.300,- Póstsendum. Staðgreiðsluafsláttur. fÓBÖö/ SKÆÐI MÍLANÓ KRINGLUNNI 8-12 S. 689345 LAUGAVEGI 61-63. SÍMI 10655 Ættfræðinámskeið Námskeið í ættfræði hefjast um mánaðamótin, bæði kvöldnámskeið (5 vikur) og námskeið um tvær helgar, Notið þetta síðasta tækifæri vetrarins og verðlækkun að auki! Kennsla, þjálfun og leiðsögn í ættarleit og uppsetn- ingu á ættarskrám, með rannsóknaaðstöðu í heimilda- safni um þorra íslendinga fyrr og nú. Einnig helgarnámskeið úti á landi og framhaldsnám- skeið. Athugið: Eldri nemendur geta nú fengið einstök rannsóknakvöld á vægu verði og notað sér stóraukið heimildasafn. Upplýsingar í símum 27100 og 22275 kl. 10.00-18.00. Til sölu Bergsætt l-lll, Almanak Ól. S. Thorgeirss. 1895-1954 (ýtarl. um V-íslendinga), Keflvíkingar l-lll (lækkað verð), V-Skaftfellingar II & IV, Rangvellingabók o.m.fl. ættfræði- og átthagarit, manntöl og stéttatöl. Ættfræðiþjónustan tekur að sér að semja ættartölur o.fl. rannsóknaverkefni. ■I2L* Ættfræðiþjónustan, sími 27100 CE CD Hornsófi Hannaður af Inga ÞórJakobssyni. Stærð: 217 X 217 cm. Afgreiðuin eftir málum í ýmsum stærðum Verð: 122.900 kr. stgr. Öfalwífi kúftjöý* SuðurlanBjbraut 54 • Bltíu bú.nn vfFaxafen • S: 682866

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.