Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1993 17 mælsku hans og rökfimi þótt á önd- verðum meiði væri. Þótti mér Fram- sóknarflokkurinn ekki eiga skilið að hafa slíkan mann í forystusveit sinni. En stjórnmál urðu ekki starfs- vettvangur hans þótt hann hefði án efa notið sín þar vel. Hann tók embættisstörf fram yfir stjórnmál og var farsæll í þeim störfum. Til dómarastarfa hans þekki ég minna en skyldi. Hins vegar sat ég nokkr- um sinnum í dómi og hlýddi á hann flytja mál sem ríkissaksóknari. Þar nýttist honum vel sá hæfileiki sem ég hafði fyrst veitt eftirtekt þótt nú væri öðru vísi á málum haldið: rökræða málflytjandans komin í stað kappræðu stjómmálamannsins. Vissulega var Þórður mikill mál- flutningsmaður, og því snjallari sem mál vora erfiðari. Sókn hans í svo- kölluðu Geirfínnsmáli mun lengi í minnum höfð, enda mjög rómuð. Hann var einkar áheyrilegur, flutti mál sitt skipulega, kunni rækileg skil á öllum málavöxtum og brást hvergi fræðileg þekking. Þótt hann flytti mál af festu gætti hann ávallt fyllstu sanngirni. Þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mjög það léttir dómarastarfíð þegar mál era lögð skilmerkilega fyrir og þetta hefur honum verið ljósara en öðrum vegna langrar dómarareynslu. Þórður hafi ýmisleg tengsl við Lagadeild Háskólans. Hann annað- ist þar stundakennslu öðra hvetju frá 1971 og hélt því áfram eftir að hann lét af embætti ríkissaksókn- ara. Kennsla hans var aðallega á sviði opinbers réttarfars. Það leyndi sér ekki að hann náði athygli stúd- enta ekki síður en dómara, enda voru fyrirlestrar hans ávallt vel sótt- ir. Hann sameinaði svo sem best má vera fræðilega þekkingu og hag- nýt viðhorf. Er mikill fengur að því þegar menn sem búa yfir slíkum fróðleik miðla honum til stúdenta — þeirra sem við eiga að taka — og veiti þeim þannig hlutdeild í reynslu sinni og þekkingu. Auk þessa var hann prófdómari í réttarsögu og áttum við þar ágætt samstarf. Að öðrum ólöstuðum tel ég Þórð hafa verið bezta prófdómara sem ég hef kynnst. Lokaritgerðir stúdenta las hann af mikilli kostgæfni, fór síðan yfír þær að mér viðstöddum þannig að úr varð dálítill fyrirlestur og sagði á þeim kost og löst. Ég þagði og punktaði niður það helzta og gerði síðan grein fyrir mati mínu. Eftir nokkur skoðanaskipti var einkunn svo ákveðin. I munnlegum prófum fór hann líkt að. Þegar prófi var lokið reifaði hann í stuttu máli svör prófmanns og lét jafnframt álit sitt í ljós. Hann var afar sanngjarn í garð stúdenta, lagði sig fram um að fínna þeim málsbætur og færa svör þeirra og aðrar úrlausnir til betri vegar ef kostur var. En nokk- uð þótti honum almennri söguþekk- ingu hafa hrakað. Ef ætt Þórðar hefði verið rakin frekar en gert er hér í upphafi hefði komið betur í ljós hversu margir fræðimenn og skáld eru meðal ætt- menna hans. Björn, faðir hans, var mikilvirkur höfundur rita um lög- fræði og sagnfræði auk þess sem hann gegndi umfangsmiklum emb- ættum. Svipað má segja um bróður Björns, Matthías skipstjóra Þórðar- son, sem ritaði margt um sjávarút- veg auk sjálfsævisögu sinnar. Ekki er mér kunnugt um að Þórður hafí fengizt við skáldskap, en hins vegar hafði hann ríka hneigð til fræði- starfa. Eins og fyrr sagði var hann hinn lærðasti maður í refsirétti og sakamálaréttarfari. Hafði hann rækilega kynnt sér réttarfar er- lendra þjóða, einkum engilsax- neskra sem er um margt sérstætt ef miðað er við réttarfar Norður- landa- og meginlandsþjóða. Fræði- áhuga sinn tengdi hann framar öðru starfí sínu, en ritaði einnig margt I tímarit um lögfræðileg efni, einkum framangreind fræðasvið og að auki réttarsögu, en utan lögfræði hans voru tvær á sviði réttarsögu — önn- ur um vígsakir á 14. öld, en hin um deilur þær sem urðu um Hæstarétt á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar. Þá var hann tvívegis fram- sögumaður á norrænu lögfræðinga- þingunum sem haldin hafa verið nokkurn veginn reglulega síðan 1872. Um Þórð Björnsson má almennt segja að hann hafi verið mikill menningarmaður í víðtækasta skiln- ingi þess orðs og sýndi hvers konar fræða- og bókmenntastarfi í landinu mikinn áhuga. Eins og fyrr er tekið fram var hann í stjórn Sögufélags um langt skeið og hann lét sér mjög annt um vöxt og viðfang Bók- menntafélagsins. Hitti ég hann tæp- ast svo að hann spyrði mig ekki um hvernig gengi á þeim bæ. Híbýli hans voru vegleg og yfir þeim sveif andi liðinna tíma. Þar var eitt hið mesta bókasafn í einkaeign hér á landi, en uppistaða þess ferðabækur erlendra manna um Island frá fyrri tíð. Hann ferðaðist mikið, fór víða um heim og tók þátt í alþjóðlegu samstarfi lögfræðinga, einkum dómara. Kunni hann frá mörgu að segja um framandi lönd og þjóðir. En umfram allt var hann mikill ís- lendingur sem stóð djúpum rótum í íslenzkri menningararfleifð — hann var rammíslenskur heimsborgari. Þórður var að ég bezt veit heilsu- hraustur og svo vel var hann á sig kominn að flestir hugðu hann að minnsta kosti tíu árum yngri en hann var í reynd, enda hafði hann verið íþróttamaður á yngri árum. Andlát hans kom mér mjög á óvart, svo mjög að rúmum klukkutíma áður en kona hans sagði mér hvern- ig komið var, hafði ég gert ráðstaf- anir til að leitað yrði eftir því að hann gæfí áfram kost á sér til próf- dómarastarfa, en skipunartími hans var út runninn. Ég á vissulega eftir að sakna samstarfsins og við allir kennarar lagadeildar að njóta ekki lengur líflegra samræðna við hann í kennarastofu Lögbergs. En við geymum góðar minningar og flytj- um Guðfínnu, konu hans, og öðrum vandamönnum einlægar samúðar- kveðjur. Sigurður Líndal. SJÁ BLS. 37 Ökuskóli íslands hf., Dugguvogi 2, 104 Reykjavík Námskeið til undirbúnings aukinna ökurétt- inda (meirapróf og/eða rútupróf) verður haldið í Reykjavík og annars staðar á land- inu þar sem næg þátttaka fæst. Umsóknir berist fyrir 15. apríl nk. Nánari upplýsingar í síma 683841. Ökuskóli fslands hf. míLgónimai’ ámnmmf’ „Égersvo „/ Vikingalottói siðast fengu tveir, sem spila með mér, bestu vinir mínir i Finnlandi og Noregi, um 14,2 milljónir króna hvor. Getiði hugsað ykkur það betra? Og bónusvinningurinn hérna heima, sem verður dreginn út á morgun, er þrefaldur. ímyndið ykkur: ÞREFALDUR!" Náðu þér í Víkingalottóseðil og framvísaðu honum á næsta sölustað Islenskrar getspár fyrir kl. 16 á morgun. Röðin kostar aðeins 20 krónur. Dregið verður í þríðja sinn í Víkingalottói, stærsta lottópotti á Norðurlöndum, í sameiginlegri útsendingu á báðum sjónvarpsstöðvunum kl. 19.50 annað kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.