Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993 Fyrstu laxarnir áland FYRSTU laxarnir eru komnir á land, en þeir flæktu sig í hrogn- kelsanetum skammt frá ósum Laxár í Aðaldal í lok síðustu viku. „Þetta voru gullfallegar 12 punda hrygnur og gott að fá svona vísbend- ingu,“ sagði Orri Vigfússon formað- ur Laxárfélagsins. Reikna má með því að lax sé farinn að ganga í Hvítá í Borgarfirði, Norðurá og Þverá. Fyrstu laxveiðiárnar verða opnað- ar 1. júní og eru það Norðurá, Þverá og Laxá á Ásum. Mikið vatn hefur verið í ánum að undanfömu. Norð- urá hefur mtt burtu kláf við svokall- aðan Stokkhyl og er nú lögð nótt við dag að koma upp nýjum kláf fyrir þriðjudaginn. Sérfræðingar telja horfur með veiði í sumar vera afburða góðar, en júnímánuður geti orðið veiði- mönnum erfiður þar sem mikill snjór er enn á hálendinu og hætt við að árnar verði venju fremur kaldar og skolaðar framan af veiðitíma. MARÍA Rún og Heiðrún Anna. Maríaí 11. sæti - Heið- rún vann MARÍA Rún Hafliðadóttir, fegurðardrottning Islands 1992, komst ekki í úrslit í keppninni Miss Universe í Mexíkóborg á föstudag. Heið- rún Anna Björnsdóttir varð hlutskörpust í keppninni Miss International Tourism á Kýp- ur fyrir nokkru. Að sögn Estherar Finnboga- dóttur, framkvæmdastjóra Feg- urðarsamkeppni íslands tóku 79 stúlkur þátt í keppninni í Mex- íkó. Stúlka frá Puerto Rico varð hlutskörpust, en María Rún varð í 11. sæti miðað við stigafjölda. Heiðrún Anna Bjömsdóttir varð hlutskörpust í keppninni Miss International Tourism á Kýpur fyrir nokkra. Esther sagði að Heiðrún hefði keppt við stúlkur frá 19 öðram þjóð- um. Heiðrún Anna varð í 2. sæti í Fegurðarsamkeppni ís- lands í fyrra. í dag Áhríf kjarasamninga____________ Skiptar skoðanir um forsendur fyr- ir vaxtalækkun vegna kjarasamn- inga og viðtal við fjármálaráð- herra26-27 Nautakjöt lækkar_______________ Nautgripabændur bjóða nautakjöt á allt að 30% lægra verði25 Smyglmál á Siglufirði__________ Sýslumaðurinn á Siglufírði er grun- aður um aðild að tollalagabroti sem kom upp vegna innflutnings á hestakerru 4 Leiðarí________________________ Togstreita um vexti30 Humarvinnsla hófst í frystihúsum í Eyjum í gær 13tonn af hölum Vcstmannaeyjum. HUMARVINNSLA hófst í frysti- húsunum í Eyjum í gær; en veið- ar hófust á föstudag. I gær og á sunnudag lönduðu bátarnir fyrsta aflanum og bárust 11 tonn af hölurn í Vinnslustöðina og 2 tonn í Isfélagið. 9 bátar leggja upp hjá Vinnslu- stöðinni og er kvóti þeirra 100 tonn af hölum. Viðar Elíasson fram- leiðslustjóri segir, að þeir muni vinna bæði heilan humar og hala, en talsverð verðlækkun hefur orðið á heila humrinum. 140 unglingar fá vinnu við humarinn í Vinnslu- stöðinni í sumar og verður unnið á tvískiptum vöktum, klukkan 6-12 og frá 12-18. Hjá ísfélaginu leggja tveir bátar upp í sumar og er kvóti þeirra um 30 tonn. 20 tiT 30 unglingar fá vinnu við humarinn hjá ísfélaginu og sagði Sigurður Einarsson fram- kvæmdastjóri, að þeir myndu ein- ungis vinna hala þar sem sæmilegt verð fengist fyrir þá. Grímur Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Humartíminn hafinn ÞÓRDÍS Sigurðardóttir og Matthildur Halldórsdóttir voru glað- beittar þegar þær voru við humarvinnsluna í gær. Léklistir á 5. hæð MAÐUR sem talinn er hafa verið undir áhrifum fíkniefna braust út um glugga á 5. hæð húss skemmtistaðarins Tunglsins við Lækjargötu aðfaranótt sl. sunnu- dag og hafði í frammi jafnvægis- þrautir og stökk á milli húsþaka á flótta undan Iögreglu. Lögregla og íjöldi fólks fylgdist með manninum þar sem hann lék jafnvægislistir á svalahandriði en féll niður af því og 4-5 metra þar til hann staðnæmdist ómeiddur á vinnupalii. Að sögn lögreglu mátti afar litlu muna að maðurinn félli til jarðar en þá er talið líklegt að hann hefði hlotið örkuml eða beðið bana. Lögreglumenn fóra út á þak á eftir manninum út um glugga á skrifstofuhúsnæði sem hann hafði brotist inn í og síðan út um glugga á til að komast á þakið. Þegar maðurinn sá að lögregla vildi ræða við hann lagði hann á flótta og fór þak af þaki. Lögregla náði manninum, barðist við hann og yfirvann mikinn mótþróa hans og færði hann í handjám. EB staðfestir tolla- lækkanir á saltfiski Ovíst hvað töf á afgreiðslu málsins hefur kostað íslenska saltfiskútflyij endur Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaösins. INNFLUTNINGSTOLLAR á saltfíski sem fluttur er til Evrópubandalagsins lækka úr 13 í 4% um næstu helgi, samkvæmt ákvörðun ráðherrafundar aðildarríkja EB sem haldinn var í Brussel í gær. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, segir að þetta séu mjög ánægjuleg tíðindi en hins vegar valdi það vonbrigðum að tollalækkunin er ekki afturvirk til 1. apríl. magn. Frakkar ákváðu hins vegar að tefja málið ekki frekar þar sem Útflytjendur saltfisks hafa beðið þessarar ákvörðunar í tvo mánuði og sagði Magnús að nú þegar væri búið að flytja út talsvert magn af saltfiski sem búið væri að tollafgreiða en hluti væri enn í tollvörugeymslu og því ætti eftir að koma endanlega í ljós hvað þessi töf kostaði framleiðendur. Samkvæmt venju hefðu tolla- ívilnanirnar átt að taka gildi 1. apríl sl. en ágreiningur um heimild- ir fyrir ferskan og frosinn fisk hefur valdið tveggja mánaða töf. Franski landbúnaðarráðherrann sat hjá við afgreiðsluna á fundinum vegna andstöðu Frakka við tolla- lækkanir' á ferskum og frystum þorski og ufsa. í yfirlýsingum sem franska stjórnin birti segir að þarf- ir fiskvinnslunnar innan EB rétt- læti engan veginn þetta mikla framkvæmdastjómin hefur heitið því að nákvæmlega verði fylgst með þessum innflutningi og lagðar fram tillögur um breytta skipan um leið og tilefni gefst til. Til framkvæmda eftir tvær vikur Tollalækkunin á saltfiski og sölt- uðum flökum tekur gildi þremur dögum eftir að samþykktin hefur birst í stjórnartíðindum EB, aðrir kvótar bíða til 1. júlí. Breytingin kemur ekki til framkvæmda fyrr en búið er að birta hana á tungu- máli hvers lands fyrir sig. Því geta liðið tvær vikur þar til hægt verður að tollafgreiða fiskinn inn í hvert land fyrir sig, samkvæmt upplýs- ingum Magnúsar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda. Tilraunir eigenda til skuldbreytinga gengu ekki upp Veðhafar leysa til sín hús Borgarlmngluimar Iþróttir ► Geir Sveinsson og Júlíus Jón- asson báðir á leið til spænska félagsins Avidesa. Skagamenn hófu titilvömina með glæsibrag á knattspyrnuvellinum HELSTU lánveitendur Borgarkringlunnar hf. munu að öllum lík- indum leysa húseignina til sín á nauðungaruppboði í dag. Víglund- ur Þorsteinsson, stjórnarformaður Borgarkringlunnar hf., sagði í gær að ekki hefði tekist að mæta að fullu þeim skilyrðum sem sett voru fyrir því að skuldbreytingar gætu gengið fram. Margrét Rögnvaldsdóttir, formaður markaðsnefndar Borgarkringlunnar, segir að eigendaskipti á húseigninni breyti engu um áframhald- andi starfsemi fyrirtækja í húsinu. Víglundur Þorsteinsson sagði að stjórn Borgarkringlunnar hf. hefði komist að þeirri niðurstöðu, eftir viðræður við helstu lánveit- endur fyrirtækisins, að uppboðinu kl. 14 í dag yrði ekki frestað. „Niðurstaðan verður því sú að helstu lánveitendur Borgarkringl- unnar hf., sem eiga samtals 95% af veðkröfum, munu væntanlega leysa eignina til sín á nauðungar- uppboðinu og um leið taka við forræði hússins og sjá um rekstur þess,“ sagði Víglundur. Einn milljarður Heildarskuldir Borgarkringl- unnar hf. nema um einum millj- arði króna. Veðskuldir eru 960 milljónir, þar af eru kröfur helstu veðhafanna, sem að öllum líkind- um leysa húsið til sín í dag, um 930 milljónir króna. Brunabóta- mat hússins er 1.600 milljónir króna. Stærstu veðhafar eru Bún- Knattspyrna ► Liðin tíu í 1. deild karla í knatt- spyrnu vegin og metin eftir fyrstu umferð deildarkeppninnar á sunnudaginn. Listi yfír alla Ieiki sumarsins í 1. deildinni. aðarbankinn, Landsbankinn, Iðn- lánasjóður, Iðnþróunarsjóður, Fjárfestingarfélagið, Kaupþing og lífeyrissjóðir. Víglundur sagði að aðrar eignir Borgarkringlunnar hf. væru úti- standandi leigukröfur, bygginga- réttur að 8.-9. hæð í Kringlunni 6 og eitt verslunarrými á 1. hæð í Kringlunni 6. Úr þessum eignum yrði reynt að vinna til að ljúka skuldaskilum í fyrirtækinu án þess að til gjaldþrots þurfi að koma. „Það er ljóst að allt hlutafé hlut- hafa, samtals um 440 milljónir króna, er tapað,“ sagði Víglundur. „Skuldaskilin að öðru leyti ráðast af þvi hvernig til tekst með sölu annarra eigna fyrirtækisins, sem ekki verða seldar á uppboðinu.11 Óbreytt starfsemi Margrét Rögnvaldsdóttir, for- maður markaðsnefndar Borgar- kringlunnar, sagði að verslunar- eigendur og aðrir rekstraraðilar > húsinu hefðu orðið varir við að viðskiptavinir rugluðu saman erf- iðri stöðu eigenda hússins og starf- seminni sjálfri. „Rekstur í húsinu á framtíðina fyrir sér, enda hefur hann gengið að óskum,“ sagð' hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.