Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993 29 Bandarísk vél skotin niður yfir Perú Reynt að hylma yfir málið í Líma og Washington New York. Reuter. SAMKVÆMT leynilegum skýrslum bandaríska sendiráðsins í Líma í Perú voru flugmenn orrustuflugvéla flughers Perú þess fyllilega meðvitaðir að þeir voru að skjóta á bandaríska flugvél er þeir gerðu árás á hana og neyddu til lendingar, að sögn vikuritsins Newsweek. Einn flugliði hennar beið bana og fjórir særðust. Atvikið átti sér 24. apríl í fyrra. Herkúles-flugvél bandaríska flug- hersins fór þá í njósnaflug og var tilgangurinn að ljósmynda kókain- verksmiðjur og lendingarstaði fíkniefnaflugvéla í Efri Huallage- dal í Perú. Flaug hún í 18.500 feta hæð er orrustuþotur birtust og skutu á hana. Gat kom á búk bandarísku flugvélarinnar og sog- aðist einn flugliðanna út um það og beið bana. Of mikið í húfi Bætur skertar Fjölskyldu flugliðans sem fórst missti ekki aðeins ástvin. í fyrstu hétu yfirmenn flughersins að börn hans tvö fengju 467 dollara bætur á mánuði en síðar úrskurðaði ráðu- neyti sem fer með málefni fyrrver- andi hermanna að þau ættu ekki rétt á nema 194 dollara bótum á mánuði. Segir í Newsweek að stjórnvöld í Perú hafi ekki sinnt áskorun bandaríska utanríkisráðu- neytisins um að fjölskyldu fluglið- ans verði greiddar bætur. Reuter Tóneyra kengúrunnar FIÐLULEIKARINN Vladímír Bríssev, sem er félagi í ríkissinfóniuhljómsveit Moskvuborgar, sést hér leika fyrir ástralska kengúru er virðist dolfallin yfir tónun- um. Hljómsveitin er á ferðalagi í Ástralíu en fjárhagur- inn er bágborinn og þess vegna tók hún með sér matvæli frá Rússlandi. Tollyfirvöld vildu gera matinn upptækan og gripu hljómsveitarmenn þá til þess ráðs að háma hann í sig. Að sögn Newsweek hafa bæði bandarísk og perúsk yfirvöld reynt að hylma yfir málið. Sömuleiðis segir tímaritið að bandarísk yfir- völd hafi ekki reynt að upplýsa hvað raunverulega gerðist. „Það var of mikið í húfi. Háttsettir embættismenn í Pentagon [varn- armálaráðuneytinu] voru þeirrar skoðunar að stríðið við fíkniefna- framleiðendur yrði að hafa for- gang. Þá vildi Fíkniefnaeftirlitið (DEA) ekki missa af bækistöð sinni á Santa Lucia og Perúmenn vildu ekki skaða gott samband við Bandaríkin,“ segir í blaðinu. Mikil þátttaka fyrsta dag þingkosninganna í Kambódíu Rauðir khmerar styðja framboð konungssinna Reuter Dæmd til að klæðast buxum ÍSRAELSKUR dómstóll hefur bannað þessa auglýsingu um sandala á þeirri forsendu að nekt konunnar misbjóði trúræknum gyðingum. Dóm- stóllinn úrskurðaði að ekki mætti nota auglýsinguna nema stúlkan klædd- ist buxum. Phnom Penh. The Daily Telegraph, Reuter. FYRSTU frjálsu þingkosningarnar í Kambódíu í meira en tvo áratugi hófust á sunnudag og þrátt fyrir mikið úrfelli og hótanir maóistahreyfingar Rauðu khmeranna um ofbeldi streymdu kjósendur á kjörstaði. Að sögn full- trúa Sameinuðu þjóðanna, sem hafa um 22.000 manna gæslulið í landinu, neyttu 42% kjósenda, um 2,1 milljón manna, atkvæðisréttar síns þegar á sunnudag en kosning- arnar munu taka sex daga. Blóðug borgarastyijöld hefur geisað í landinu með litlum hléum síðustu tvo áratugina. Rauðu khmerarnir eru sagðir hafa breytt áætlunum sínum er ljóst var að fólk hundsaði almennt hótanir þeirra. Þúsundir skæruliða mættu á kjörstað og er talið að þeir hafi stutt framboð konungssinna er keppa við flokk stjórnvalda í Phnom Penh. Sigri konungssinnar er talið víst að Norodom Sihanouk fursti, er var leiðtogi landsins ára- tugum saman, verði forseti. Rauðu khmerarnir myrtu a.m.k. milljón óbreyttra borgara á valda- tíma sínum á áttunda áratugnum. Hreyfing núverandi forsætisráð- herra, Hun Sen, tóí völdin með aðstoð Víetnama sem réðust inn í landið árið 1978 en Hun Sen var áður liðsmaður Rauðu khmeranna. Þeir eru nú taldir vera um 200.000 og hafast flestir við í skógivöxnum vesturhéruðum iandsins. Herafli þeirra er um 15.000 manns. Full- trúar þeirra mótmæltu kosningun- um, sem ákveðnar voru á sínum tíma með samningum allra deilu- aðila í París 1991, og fullyrtu að ekki væri búið að uppfylla skilyrði um að allir víetnamskir hermenn skyldu vera á brott fyrir kosning- arnar. Yfirleitt er búist er við að flokk- ur Hun Sen, Þjóðarflokkur Kambódíu, CPP, verði hlutskarp- astur. Þrátt fyrir yfirlýsingar tals- manna SÞ um að lítið liafi verið um kosningasvindl segja aðrir heimildarmenn að stjórnin hafi misnotað aðstöðu sína svo mjög að vart sé liægt að tala um fijáls- ar og lýðræðislegar kosningar. Sigur CPP gæti valdið því að stjórnin gerði úrslitatilraun til að ganga milli bols og höfuðs á Rauðu khmerunum sem einkum hafa not- ið stuðnings Kínveija. Ólíkar viðtökur Flestir núverandi ráðamenn er fyrrverandi félagar í hersveitum Rauðu khmeranna. Er forseti landsins, Chea Sim, sem talinn er vera harðlínukommúnisti inn við beinið, mætti á íþróttaleikvang Phnom Penh á sunnudag til að sýna skilríki sín á kjörstað, sló þögn á viðstaddan manngrúann. Á hinn bóginn var leiðtoga flokks konungssinna, Ranariddh, sem er sonur Sihanouks, tekið með kost- um og kynjum. Sýknaður RODNEY Peairs ásamt lögmanni sínum. Reuter Drap japanskan skipti- nema o g var sýknaður Baton Rouge í Louisiana. Reuter. ÞRITUGUR maður í Louisiana í Bandaríkjunum hefur verið sýknað- ur af ákærum um manndráp eftir að hafa skotið 16 ára japanskan skiptinema til bana. Dómurinn hefur valdið miklu uppnámi í Japan. Japanski skiptineminn var með vini sínum þegar hann bankaði upp á hjá manninum, en þeir ætluðu í „hrekkjavökuteiti“ sem haldið var í húsi á sömu götu kvöldið fyrir allra- heilagramessu. Piltarnir fóru húsav- ilt og gerðu eiginkonu mannsins bilt við þegar hún opnaði dymar. Hún hrópaði til mannsins og bað hann að ná í byssuna. Þegar maður- inn kom með vopnið hrópaði hann til piltanna að standa kjurrir en jap- anski skiptineminn skildi hann ekki og færði sig að dyrunum. Þá skaut maðurinn hann í bijóstið. Maðurinn var sýknaður á þeirri forsendu að hann hefði talið að fjölskylda hans væri í hættu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.