Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993 Kálteg- undir (Brassica oleracea ssp) Síðari grein Blóm vikunnar Einar I. Siggeirsson 267. þáttur Hvítkál — Brassica oleracea capitata alba er auðræktað í heimil- isgörðum. Til eru tveir flokkar hvít- káls en þeir eru sumarhvítkál og vetrarhvítkál. Sumarhvítkál er fljótsprottnara. í heimilisgörðum er sjálfsagt að rækta nokkrar plöntur úr hvorum flokknum fyrir sig. Sjálfsagt er að velja til ræktun- ar afbrigði sem mynda þétta hausa. Hausinn situr á rótarhálsinum, er úr samarvöfðum blöðum sem eru hvít og þétt. Hvítkál vex vel í öllum fijóum jarðvegi, en þó er leirborinn jarðvegur bestur. Áburður má vera sá sami og á blómkáli og nægilegt að vökva með honum 2-3 sinnum yrfir vaxtartímann. Toppkál — Brassica oleracea capitata conica er keilulaga, breið- ast neðst en mjókkar upp. Blöðin vefjast laust saman og eru höfð til matar. Það er fljótvaxnara en hvít- kál, en geymist ekki vel. Það vex best í vel mundum jarðvegi. Topp- kál þarf töluverða vökvun, einkum í kuldatíð, og áburðarlög um vaxt- artímann. Áburðarþörf toppkáls er svipuð og blómkáls. Rauðkál — Brassica oieracea capitata rubra er mjög líkt hvítkáli í lögun, blöðin veflast fast saman í kúlu, blaðliturinn er rauður eða blárauður og oft með blárri vax- slikju. Rauðkál er seinvaxið og þarf gott skjól. Fræinu þarf að sá um miðjan mars og forrækta þar til plöntumar eru gróðursettar í garðinn. Eftir gróðursetningu er gott að setja plastgróðurhlífar yflr plöntumar til skjóls í fjórar til sex vikur. Blöðrukál — Brassica oleracea bullata sabauda myndar hnöttótt höfuð, blöðin eru dökkgræn eða blágræn, upphleypt með blöðrum og verður blaðholdið allt óslétt. Blöðrukál þykir bragðgott, sér- stætt og ljúffengt. Bragðgæðin koma vel fram eftir að það hefur frosið. Það þarf langan vaxtartima eins og rauðkálið. Fræinu er sáð í potta um miðjan mars og plöntum- ar gróðursettar í skjólgóðum stað í garðinum um miðjan júní. Gott er að skýla plöntunum um sinn eftir gróðursetningu. Áburðarþörf svipuð og hvítkál. Rósakál — Brassica oleracea gemifera er seinþroska og þarf gott skjól. Sáð í mars og plöntum- ar settar í garðinn um miðjan júní og þurfa skýii fyrstu 4-6 vikumar. Áburðarþörf svipuð og hjá hvít- káli. Rósakálið myndar smáhnúða í blaðöxlunum upp eftir stönglinum og nefnast rósettur. Rósettumar eru bestar á bragðið eftir að þær hafa frosið á plöntunni. Einnig má setja þær í frysti til að ná fram bragðgæðunum. Hnúðkál — Brassica oleracea gongylodes hefur lítið verið ræktað hér á landi en er þó auðvelt í rækt- un. Fræinu sáð í maí og plöntumar látnar í garðinn upp úr miðjum júní. Moldin þarf að vera vel mulin og áburðarþörf svipuð og hjá þeim tegundum sem áður hefur verið getið. Næringarforði hnúðkáls safnast í rótarhálsi plöntunnar. Hnúðurinn getur orðið 10 sm í þvermál og vegið allt að 300 gr. Hnúðkál er notað í súpur og við suðuna kemur sérkennilegt bragð sem eykur matarlystina. Hnúðana má geyma á sama hátt og gulræt- ur og gulrófur við hitastig 1-4 °C. Kínakál — Brassica pekinensis er nýverið farið að rækta hér á landi. Plantan myndar ljósgræn blöð í lausum vöndli. Kínakál er langdegisplanta og blómast fljótt þegar sólargangurinn er langur. Hér á landi þarf að skýla plöntun- um fyrir sól í 12 kls. á sólarhring yflr hásumarið, með svörtu plasti. Kínakál þroskast 8-10 vikum frá sáningu. Sáð í byijun maí og plönt- umar settar í garðinn eftir 10. júní. Kínakálið er bragðgott og mikið notað í grænmetissalöt. Um allar þessar káltegundir má fr'æðast nánar í Matjurtarbók Garðyrkjufélags íslands. ÁRNAÐ HEILLA Ljósm.stofan Nærmynd HJÓNABAND. — Gefín voru sam- an í hjónaband í Víðistaðakirkju þann 10. apríl sl. af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni, Kristín Pét- ursdóttir og Þröstur Harðarson. Heimili þeirra er á Norðurbraut 3, Hafnarfirði. Ljósm.stofa Sigríðar Bachmann. HJÓNABAND. — Gefín voru sam- an í hjónaband í Háteigskirkju þann 22. apríl sl. af sr. Pálma Matthías- syni, Ida Valsdóttir og Gunnar Bjömsson. Heimili þeirra er á Háa- leitisbraut 123. Ljósm. Jóhannes Long HJÓNABAND. — Gefin voru sam- an í hjónaband í Víðistaðakirkju þann 24. apríl sl. af sr. Ægi Fr. Sigurgeirssyni, Kristín Þorvalds- dóttir og Tryggvi Traustason. Heimili þeirra er í Birkibergi 3, Hafnarfírði. Ljósm.stofa Sigríðar Bachmann. HJÓNABAND. — Gefín voru sam- an í hjónaband í Hveragerðiskirkju þann 3. apríl sl. af sr. Tómasi Guð- mundssyni, Guðrún Hafsteinsdóttir og Davíð Jóhann Davíðsson. Heim- ili þeirra er í Hraunbæ 178. Við grillum svínakjöt á teini islendingar eru löngu farnir að grilla, þótt erfitt sé að gera það í köldu en þó einkum hvössu veðri. Enda eru flest grill úr þunnu blikki og kæling því mikil. En hvað eigum við að gera hér á okkar kalda og vindasama landi, getum við nokkum tíma vitað fyrirfram hvemig veðrið er? í fréttum í morgun, 12. maí, var sagt að eins stigs hiti væri á Egilsstöðum, en í gær og fyrradag var hitinn þar um tuttugu stig. Hvað eiga þeir að gera sem ákváðu í gær að bjóða gestum í grillmat í dag? Margir halda að í fomöld hafí íslendingar steikt yfír opnum eldi og jafnvel á teini. í bók Skúla V. Guðjónssonar, Manneldi og heilsufar í fomöld, kemur fram að íslendingar hafí alls ekki steikt. Hann sagðist aðeins hafa fundið einn stað, þar sem greinilega er rætt um steikingu kjöts við opinn eld. Er það í Sturlungasögu. Vitað er að menn suður í álfu steiktu við opinn eld, en ekki kemur fram hvort þeir steiktu við glóð og því má ætla að þeir hafi alls ekki vit- að að maturinn er bæði hollari og bragðbetri steiktur þannig. Að líkiiííum hefur veðráttan hér á norðlægum slóðum valdið því að forfeður okkar steiktu ekki kjöt heldur suðu, en þó voru matar- gerðarmenn almennt kallaðir steikarar. Nútímaheimilisfeður em ekki steikarar heldur grillarar heimil- anna. Ég raða mér í þann flokk þar sem ég sé alveg um grillelda- mennsku á mínu heimili. Forn- menn okkar héldu svín, en þó þeir hafí líklega ekki grillað svína- kjöt, gerum við nútímag- rillarar það. Svínakjöt á spjóti 1 kg svínakjöt í gull- ashbitum safi úr 'h sítrónu 2 dl sherry (má sleppa) 1 dl matarolía 3 msk. tómatþykkni (puré) 2 tsk. hunang 3 skvettur úr tabaskósósu- flösku 20 smálaukar 1 heildós ósykraður ananas í bitum 1 'h tsk. salt 1. Kreistið safann úr sítrón- unni, setjið í skál ásamt ananass- afa, sherry, matarolíu, tómat- þykkni, hunangi og tabaskósósu. Þeytið mjög vel. 2. Þerrið kjötbitana með eld- húspappír, setjið í plastpoka og hellið leginum með í pokann. Hristið örlítið svo að lögurinn þekji allt kjötið vel. Setjið í kæli- skáp í minnst 2 klst., má geyma yfír nótt. Hafið skál undir pokan- um. Snúið pokanum öðru hveiju. 3. Hellið ananasbitum á sigti, þerrið bitana síðan örlítið með eldhúspappír. 4. Afhýðið lauk, nota má stærri lauk, sem skorinn er í femt og sneiðarnar teknar í rif. 5. Hellið kjötbitunum á sigti og látið renna vel af þeim. 6. Þræðið kjötbita, lauk og an- anas á grillpijóna. 7. Hitið grillið. Hafíð mesta hita á gasgrilli, en staðsetjið grindina á miðri, á kolagrilli. 8. Grillið pijónana í 15 mínút- ur, snúið öðru hveiju. 9. Stráið salti yfír kjötbitana um leið og þið takið prjónana af grillinu. Athugið að svínakjöt þarf alltaf að vera vel gegnumsteikt. Meðlæti: Snittubrauð, sem er klofíð að endilöngu og smurt smjöri, sem steinselju eða gras- lauk er bætt í. Síðan er það vafið í álpappír og hitað á grillinu, hita má brauðið áður en kjötið er grillað, þar sem það helst lengi heitt í álpappír. Athugið: Fengist hafa ódýrir trégrillpijónar, þá þarf að leggja í bleyti í 20 mínútur fyrir notkun. ( i ( ( i ( ( ( ( ( ( ( <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.