Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1993 Kínverska efnahags- svæðið og okkar hlutur eftír Hjörleif Sveinbjörnsson Uppúrstandandi menn hafa étið það hver eftir öðrum undanfarin ár og þóst spakir að næsta efna- hagslega stórveldi heimsins verði kínverskt. Heldur finnst manni það fáfengileg iðja að spá fyrir um orð- inn hlut; ef það skyldi hafa farið fram hjá einhveijum eru Kínveijar þegar komnir í fremstu röð að þessu leyti. Litlu efnahagsrisamir í Suð-Austur Asíu, drekarnir fjórir sem svo eru nefndir: Hong Kong, Taiwan, Singapore og Suður- Kórea, eru kínverskir í öllum grein- um sem máli skipta. Aldagamalt veganesti drekafólksins Fólk það sem síðasttalda landið byggir myndi að sönnu ekki skrifa upp á að það sé af nákvæmlega sama kynþætti og granninn fjöl- menni í vestri, en er þó ekki ókín- verskara en svo að þeirra helsti þjóðfélags- og menningararkítekt í gegnum aldirnar er sá hinn sami Konfúsíus og mótað hefur kín- verskan hugsunarhátt umfram aðra menn. En það er hafið yfir allan efa að siðaspeki og áherslur þessa gamla lærimeistara hafi reynst drekafólkinu dijúgt vega- nesti í efnahagsundri liðinna ára og áratuga. Af sömu ástæðum hef- ur Konfúsíus raunar líka lagt dijúgan skerf til japanskrar vel- gengni í veraldlegum efnum en það er önnur saga. Stóra stökkið inn í heim bætts efnahags hefur að vísu vafist mjög fyrir íbúum kínverska alþýðulýð- veldisins sjálfs allt fram á síðustu ár, á sama tíma og þeirra minnstu bræður, litlu drekamir, hafa plum- að sig svo vel. Meðan hin dauða hönd miðstýringar og skrifræðis hélt efnahagslífmu í heljargreipum einkenndist það af deyfð og stöðn- un, en eftir að alráðir ellibelgir Flokksins hafa séð sér þann kost vænstan að lina nokkuð tökin hefur þessi stöðnun nú vikið fyrir örari hagvexti en annars staðar þekkist á byggðu bóli. KES: Sprækur litlibróðir EES Hluti af þessari deiglu er nú á góðri leið með að umbreytast I Kín- verskt efnahagssvæði - KES - sem farið er að kalla svo í höfuðuð á stórabróður í Evrópu: EES. Með Kínverska efnahagssvæðinu er átt við Taiwan, Hong Kong og Kín- verska alþýðulýðveldið, einkum strandfylkin fyrir sunnan: Guang- dong með Kanton fyrir höfuðborg og Fujian, en það er meginlands- megin við Taiwan-sundið. Með öll- um þeim einföldunum sem hæfa stuttri blaðagrein stendur það upp úr að Taiwan leggur til fjármagn og þekkingu á sviði tækni og stjórn- unar, Kína ódýrt vinnuafl og hrá- efni, en ósmár hlutur Hong Kong í þessu mikla samvinnuverkefni er einkum að annast milligöngu um margvíslega þjónustu í nýlegri skýrslu frá OECD kem- ur fram að Kínverska efnahags- svæðið sé þegar orðið mjög umsvif- amikið í milliríkjaviðskiptum og eiga aðeins Bandaríkin, Þýskaland, Japan, Frakkland og Bretland stærri hlut í heimsversluninni. Hlutfall KES í verslun innan OECD hefur aukist á öllum sviðum, mest þó í dýra- og jurtaolíum og margs- konar smáiðnaði, einkum fatnaði. Fataiðnaður, skósmíði og leik- fangagerð standa með blóma og munu þessar greinar fyrirsjáanlega pluma sig vel út þessa öld að minnsta kosti. Þá er þess að vænta að útflutningur á rafmagnsvörum, lyfjum, handverkfærum og smíða- vélum margfaldist á næstunni. Drekinn skiptir um ham Ef svo fer fram sem horfir, segir í sömu heimild, eru engin ljón fyrirsjáanleg á vegi þess að hag- vöxtur haldi áfram að aukast hratt á svæðinu, og það svo mjög að um aldamótin fari hlutur KES í heims- versluninni fram úr umsvifum Jap- ana. Kínversk framleiðsla mun þá eftirÞórarin Eldjárn Á haustdögum 1992 lyftist held- ur brúnin á velunnurum Þjóðminja- safnsins þegar ljóst varð við undir- búning fjárlaga, að verulegum fjár- munum yrði loks veitt til viðgerða og endurbóta á húsi safnsins við Suðurgötu. Að tillögu forsætisráð- herra voru 100 milljónir ætlaðar til verksins undir fjárlagalið um at- vinnuskapandi framkvæmdir (urðu 90 milljónir við Iokagerð §árlaga). Vönduð frumáætlun var til staðar sem áður hafði verið byijað að vinna eftir fyrir smáar fjárveitingar fyrri ára. Vösk byggingamefnd beið í startholunum, engum virtist neitt að vanbúnaði. Skemmst er þó frá því að segja að síðan hafa engar fregnir borist af neinum framkvæmdum, en þeim mun fleiri véfréttir af nýrri stefnu, án þess að hún fengist þó nokkum tíma upp gefin svo óyggjandi væri. Á innsíðum Morgunblaðsins 15. maí sl. tók þó loks að rofa til. Þar gat að líta tveggja dálka fyrirsögn: „Full samstaða á Þjóðminjasafni". Var stefnan kannski fundin? Þarna var á ferðinni fréttatil- kynning frá safninu og tilefnið það að tveimur dögum fyrr hafði æðsta ráð þjóðminjavörslunnar, þjóð- minjaráð, verið kvatt saman til „Meira en líklegt að fyrir bragðið opnist þarna markaður með tíð og tíma fyrir fisk frá Islandi, ef ekki í eigin persónu þá altént þá miklu þekkingu sem hér er til staðar um hvaðeina sem lýtur að veiðum og vinnslu.“ einkum keppa við vaming frá þeim löndum suðursins sem em hvorki rík né fátæk heldur á gráa svæðinu þar á milli, sem og ódýrari hlutann af útflutningsframleiðslu OECD- ríkjanna. OECD-ríkin munu á móti njóta góðs af því að Kínveijar þurfa að auka innflutning sinn á hátækniframleiðslu og margs kon- ar fjárfestingarvörum sem svo má kalla, en það eru vélar og annar útbúnaður sem notaður er til að framleiða aðrar vörur. Ég nefni þessa vöruflokka til „Stefna þjóðminjaráðs í húsnæðis- og bygging- armálum safnsins felst í eftirfarandi atriðum — einum rómi: 1. Viðgerð safnahússins við Suðurgötu. 2. Kannaðar verði leiðir til nýbyggingar nálægt Suðurgötuhúsinu. 3. Húsnæðisþörf tækni- minja-, sjóminja- og læknaminjasafns verði leyst annars staðar.“ skyndifundar vegna umfjöllunar fréttastofu Bylgjunnar um málefni Þjóðminjasafnsins. Á Bylgjunni hafði m.a. verið spurt um áform og áætlanir í hús- næðismálum og ástæður þess að fyrri byggingamefnd Þjóðminja- safnsins var skyndilega leyst frá störfum í nóvember á fyrra ári. Þessu svaraði settur þjóðminja- vörður í viðtali eftir bestu getu, en formaður fyrri byggingarnefndar leiðrétti svo og lagaði í næsta að gefa mönnum gleggri hug- myndir um deigluna fyrir austan en almennari orð hefðu gert. í þessu sambandi er líka sjálfsagt að halda til haga fróðleik sem kann að vera athyglisverðari fyrir ís- lendinga en ýmsa aðra: Ef kín- verskt efnahagslíf með allan sinn manngrúa innanborðs þróast á svipaða lund og Taiwan - meiri áhersla á iðnaðarframleiðslu og smáiðnað og þá á kostnað landbún- aðarins - fer ekki hjá því að lands- menn verða að auka innflutning á ýmiss konar matvælum. Meira en líklegt að fyrir bragðið opnist þama markaður með tíð og tíma fyrir fisk frá íslandi, ef ekki í eig- in persónu þá altént þá miklu þekk- ingu sem hér er til staðar um hvað- eina sem lýtur að veiðum og vinnslu. Fiskur er í hávegum hafð- ur á þessum slóðum - veislumatur reyndar og eftir því dýr - og með aukinni velmegun og auknum kaupmætti ætti verðið að geta orð- ið viðunandi fyrr en seinna. Hitt er satt að fyrir okkur ís- lendinga er ólíku saman að jafna hve viðskiptin við Evrópu - hvort sem EES verður að vemleika eða ekki - eru mikilvægari kostur en fréttatíma ýmislegt sem aflaga hafði farið í málflutningi hins setta. í framhaldi af þessu var sem sé fyrmefndum skyndifundi skotið á og samþykktur einróma stuðningur við störf og stefnu setts þjóðminja- varðar í húsnæðis- og byggingar- málum safnsins. En hver er hún þá þessi stefna og hvers vegna þarf um hana sér- staka fréttatilkynningu þegar stefnan kemur svo ekki einu sinni fram í sjálfri fréttatilkynningunni? Hún var þó bókuð sérstaklega á fundinum og telst því vart launung- armál. Öllu fremur ætti að flokka hana með fagnaðarefnum. Stefna þjóðminjaráðs í húsnæðis- og byggingarmálum safnsins felst í eftirfarandi atriðum — einum rómi: 1. Viðgerð safnahússins við Suður- götu. 2. Kannaðar verði leiðir til nýbygg- ingar nálægt Suðurgötuhúsinu. 3. Húsnæðisþörf tækniminja-, sjó- minja- og læknaminjasafns verði leyst annars staðar. Það er engin furða að samþykkt þessi skuli gerð einróma. Undir hana geta allir tekið sem unnið hafa að húsnæðismálum safnsins mörg undanfarin ár, eða velt þeim fyrir sér. Hér eru á ferðinni ná- kvæmlega sömu stefnumið og fram koma í „Frumáætlun um endurbæt- ur á húsi Þjóðminjasafnsins", sem fyrri byggingarnefnd lét vinna og gaf út í júní 1990. Sama byggingar- nefnd og vikið var frá í nóvember 1992, af því „leita átti annarra leiða í húsnæðismálum safnsins", en ein- hvern veginn þannig var það orðað í uppsagnarbréfí menntamálaráðu- neytis. í þeirri leit hefur víða verið kom- C4VEgI65-S- h > I I Hjörleifur Sveinbjörnsson i I I Allt með feldi í Kínaveldi? Vitaskuld er skissan sú arna af Kínverska efnahagssvæðinu öðr- um þræði mynd af óheftu markaðs- KES. Evrópa er nú einu sinni okk- ar samastaður í veröldinni, verslun okkar og viðskipti eru að meiri- hluta við aðrar Evrópuþjóðir og ekkert annað en barnaskapur eða óskhyggja að halda að við getum hlaupið léttilega frá því. Samt er ljóslega nauðsynlegt að svipast um eftir viðskiptatengslum víðar þar sem þess er kostur, og er KES einn slíkur. ið við, — einn áfanginn var í „ið- andi mannlífí miðbæjarins", sem var dulnefni sem settur þjóðminja- vörður notaði um Faxaskála, — annar var einhvers staðar í „þessum tvö hundruð þúsund fermetrum af atvinnuhúsnæði, sem nú eru á lausu“, svo vitnað sé eftir minni til orða menntamálaráðherra. Lengi var einnig sveimað fyrir utan kjöt- iðnaðarhús SS á Kirkjusandi, jafn- vel þó annað nafn væri komið á dymar, og m.a. gerð ný úttekt á dýrðinni þar þó ein lægi þegar fyr- ir frá fyrri byggingarnefnd. Mánuðum saman hefur þessi skollaleikur nú verið leikinn af sett- um þjóðminjaverði um hvert skuli stefnt í húsnæðismálum safnsins. Það er því sérstakt fagnaðarefni að leiðin skuli loks fundin og stefn- an mörkuð og sannarlega ærin og skiljanleg ástæða til að kalla saman skyndifund af því tilefni. Þess vegna skulum við ekki sýta það þó a.m.k. hálft ár sé farið í súginn s'em nýta hefði mátt til að undirbúa framkvæmdir og talsverð- um fjármunum hafi verið sóað í húsnæðisleit. og endurtekningar á fyrri athugunum. Það er fyrir öllu að stefnan fannst. Hún hefur mótast af nálægðinni við Melatorgið: Hún er komin í hring. Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um mityavörslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.