Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.05.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAI 1993 27 Haförninn á Ólafsvík drapst á leið til Reykjavíkur Fannst illa á sig kominn HAFÖRNINN, sem flækti sig í vír við Ólafsvík í apríl, drapst í gær. Greinilegt var að hann hafði ekki getað veitt sér til matar um hríð. Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í apríl var gert að sárum arnarins á heilsugæslustöðinni í Olafs- vík. í gær fannst örninn skammt sunnan Ólafsvíkur og var þá mjög af honum dregið. „Við skutum handa honum sílamáv, en hann leit ekki við honum. Þá tók- um við til þess ráðs að biðja flugmenn, sem voru hér með ferðamenn, fyrir hann til Reykjavíkur,“ sagði Adolf Steinsson lögreglumaður. Reyna átti að hlynna að hafeminum í Húsdýragarð- inum, en þegar flugvélin kom suður var hann dauður. Morgunblaðið/Alfons Fluttur suður HAFSTEINN Óskarsson, lögreglumaður, býr örn- inn fyrir ferðina suður. Hjördís Guðlaugsdóttir og Steinunn Friðriksdóttir fylgjast með. Lífeyrissjóðirnir um vaxtayfirlýsingu í kj arasamningum Margt sem þarf að ganga upp áður en komið er að þætti lífeyrissjóðanna FORSVARSMENN lífeyrissjóðanna vilja lítið segja um þátt lífeyrissjóð- anna í vaxtalækkun samkvæmt yfirlýsingu sem aðilar vinnumarkaðar- ins gáfu út í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Þar er m.a. gert ráð fyrir því að lífeyrissjóðirnir auki kaup á skammtímabréfum ríkis- sjóðs með það að markmiði að raunvextir lækki um amk. 1% næsta hálfa árið. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna segjast ekki hafa séð hvern- ig eigi að útfæra það sem að lífeyrissjóðunum snýr og benda á að margt þurfi að ganga upp áður en að þeirra þætti komi. Sumir for- svarsmenn lífeyrissjóða segjast ekki sjá hvernig mögulegt sé að lækka raunvexti við núverandi aðstæður á fjármagnsmarkaðnum, einkum vegna mikillar eftirspurnar ríkissjóðs eftir fjármagni, raunhæfara sé að stefna að því að koma í veg fyrir hækkun raunvaxta. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Líf- eyrissjóðs verslunarmanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að mikil- vægt væri að skoða vaxtayfirlýsingu ■ aðila vinnumarkaðarins í heild. Þar væri talað um að draga úr lánsfjár- eftirspurn ríkissjóðs, tímabundnar takmarkanir á útgáfu húsbréfa, að framboð lánsfjár verði aukið með ýmsum aðgerðum og boðin verði gengistryggð ríkisverðbréf á innlend- um og erlendum markaði. Þetta þyrfti fram að ganga áður en lífeyris- sjóðirnir færu að auka kaup á ríkis- verðþréfum til skemmri tíma. „Ég held að margir misskilji það sem þarna er á ferðinni. Það er ekki á dagskrá að lífeyrissjóðimir fari að lána ríkissjóði fé á lægri vöxtum en fást á markaðnum," sagði Þorgeir. Jóhannes Siggeirsson, fram- kvæmdastjóri Sameinaða lífeyris- sjóðsins, sagðist ekkert geta tjáð sig um yfirlýsingu aðila vinnumarkaðar- ins og þátt lífeyrissjóðanna í vaxta- lækkun fyrr en fyrir lægju upplýs- ingar um það hvernig ætti að útfæra hana. Engin boð komið Gísli Marteinsson, framkvæmda- sijóri Lífeyrissjóðs Austurlands, sagðist ekki hafa fengið nein boð frá aðilum vinnumarkaðarins og hefði því ekki áttað sig á því hvemig hægt væri að láta iífeyrissjóðina ganga á undan í vaxtalækkun. Gísli rifjaði það upp að Lífeyris- sjóður Austurlands hefði haft frum- kvæðið að því í janúar 1991 að lækka vexti af sjóðfélagalánum, lækkað hefði verið úr vegnum meðalvöxtum niður í 6,9%. „Við vorum svo bama- legir að telja að þetta gæti haft áhrif á meðalvexti í landinu. En í ljós kom að þetta breytti engu. Þótt lífeyris- heimi m.v. vexti á ríkisverðbréf- um,“ segir ASÍ. Alþýðusambandið svarar yfirlýs- ingu Sverris Hermannssonar bankastjóra Landsbankans, þannig: .... við þessum viðbrögðum bjuggust aðilar vinnumarkaðarins. Framferði bankanna undanfarin misseri er með þeim hætti að þá virðist ekkert varða um þjóðarhag. Það virðist sama hvaða samkomu- lag við gerum við þá eða hvernig ávöxtunarkrafa á markaði þróast, þeir eru staðráðnir í því að halda uppi mjög háu vaxtastigi til þess að bæta sér upp mistök í lánveiting- um á undanförnum árum. Með þessu eru þeir þó að vinna gegn eigin hagsmunum, því að með þessu vaxtaokri eru þeir að tryggja það að afskriftir bankanna á næsta og þarnæsta ári verði örugglega ekki minni en á þessu og síðasta ári. Það ætlar að reynast ákaflega erf- itt að opna augu þessara manna fyrir því að langtímahagsmunum bankanna er bezt borgið með lækk- un vaxta en ekki öfugt.“ Valur Valsson, bankastjóri ís- landsbanka, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þegar áhrif kjarasamninganna væru skoðuð, sýndist sér ljóst að þeir myndu hafa í för með sér lækkun verðbólgu. „Lægri verðbólga gefur færi á lækkandi nafnvöxtum. Það er hins vegar líka ljóst að þessir kjarasamn- ingar hafa í för með sér aukinn halla ríkissjóðs. Að óbreyttu ætti það að hafa í för með sér hærri raunvexti, en á hinn bóginn eru í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og yfirlýsingu VSÍ og ASÍ nefnd ýmis atriði, sem gætu breytt þessari mynd. Þar er fjallað um hugsanleg- ar breytingar á bindiskyldu, um takmörkun á útgáfu húsbréfa, hugsanlega lánsfjáröflun ríkisins á erlendum markaði og aukna þátt- töku lífeyrissjóða í fjármögnun á ríkissjóðshallanum. Gangi þessar breytingar eftir, getur það haft áhrif á raunvexti til lækkunar, en það mun jafnframt taka nokkurn tíma að undirbúa aðgerðir af þessu tagi og þess vegna er óvíst hvenær og hvernig þetta yrði gert. Þess vegna er ótímabært að spá um þró- un raunvaxta á næstu mánuðum," sagði Valur. Hann sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um lækkun nafn- vaxta í íslandsbanka, en gengið yrði frá þeim málum í vikunni. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að nafnvextir hlytu að lækka með minnkandi verðbólgu. Minna mætti á að bankarnir hefðu enn ekki lækkað vexti til samræmis við lækkun vaxta á ríkisbréfum. Hann sagði jafnframt að aukinn ríkis- sjóðirnir séu stórir iánveitendur eru þeir ekki teknir með við útreikning veginna meðalvaxta í Seðlabankan- um, þar eru einungis bankastofnan- irnar,“ sagði Gísli. Hann sagði að ýmsir aðrir sjóðir hefðu fylgt á eftir og lækkað vextina en æði margir þeirra hefðu hækkað sig aftur upp í meðalvexti eða aðra viðmiðun og hafí síðan verið á hlaupum. Lífeyris- sjóður Austurlands hefði hins vegar haldið þessum vöxtum og væri með lægri vexti en flestir almennir lífeyr- issjóðir. Sagði Gísli að sjóðfélagar sæktust mikið eftir lánum í sjóðnum. „Stjómum lífeyrissjóða ber skylda til að ávaxta fé sjóðanna á sem best- an hátt til að tryggja sjóðfélögum sínum sem mest réttindi þegar þeir þurfa á því að halda. Þeir nýta kjör- in eins og þau eru á hveijum tíma en ég hef ekki trú á því að þeir haldi uppi vöxtunum," sagði Gísli þegar leitað var svara hans við fullyrðing- um um að lífeyrissjóðirnir héldu uppi vöxtum í landinu. „Við vitum það hins vegar að á meðan fjárlagagatið er svona stórt hafa þeir tekið hærri tilboðum og eftir því sem ríkið fer hærra taka menn hærri vexti af öðr- um aðilum og ótryggari," sagði hann. Gísli sagði að þó allir sæu nauðsyn vaxtalækkunar væri greinilegt að þeir sem héldu því fram að ekki væru aðstæður til vaxtalækkunar hefðu mikið til síns máls. sjóðshalli, sem leiði af kjarasamn- ingunum, auki Iánsfjárþörf ríkisins. „Það sem skiptir máli er hvort fjár- munanna er aflað á innlendum eða erlendum markaði. Ef við reynum að ná sem mestu á innlendum mark- aði er ljóst að hin aukna lánsfjár- þörf leiðir ekki til lækkunar vaxta nema allir aðilar séu tilbúnir að leggja hönd á plóginr. Þá á ég við að lífeyrissjóðirnir, sem hafa lýst yfir að þeir séu tilbúnir í slaginn, geri sér að góðu lægri vexti fyrir þau skuldabréf, sem þeir kaupa á markaðinum. Gerist það, finnst mér ekki óeðlilegt að bankarnir geti lækkað raunvexti á út- og innlánum til samræmis við það, enda hafa raunvextir verið að lækka á erlend- um mörkuðum," sagði Friðrik. Hann sagði að ef hins vegar sú leið yrði farin að taka fé að láni erlendis, sem sennilega yrði gert að meira marki en áður hefði verið gert ráð fyrir, ykjust líkur á vaxta- lækkun innanlands. „Sú leið býr hins vegar til ný framtíðarvanda- mál, því að að því kemur að borga verði lánin til baka í beinhörðum gjaldeyri,“ sagði Friðrik. „Ég vil þó undirstrika að á sama tíma og lánsfjárþörf ríkisins eykst vegna vaxandi skulda, hefur enginn jafnmikla þörf fyrir vaxtalækkun en ríkissjóður, sem borgar nú 10 milljarða í vexti á ári.“ BiLL ARSINS 1993 VERÐ AÐEINS STGR. Kr. 822.000 Ingvar Helgason hf. Sævarhöföi 2,112 Reykjavík P.O. Box 8036, Sími 674000 NISSAN Sextán ventla tæknin og ný hönnun sprengirýmis tryggir jafna sprengingu, höggfría vinnslu, hreinan bruna og bætta eldsneytisnýtingu. Háþróuð tölvustýrð kveikja og innspýting gera MICRU að einum spameytnásta bílnum á markaðnum MICRA M CRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.