Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 1
88 SIÐURB/C STOFNAÐ 1913 177. tbl. 81.árg. ÞRIÐJUDAGUR10. AGUST 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Yfirlýsingar ísraelskra ráðamanna Reuter Konungshjónum fagimð ALBERT II. nýkrýndur konungur Belgíu gengur ásamt Paolu drottningu sinni til hersýningar í Brussel eftir að hann hafði svarið embættiseið sinn í gær. Albert tekur við konungdómi eftir bróður sinn, Baldvin, sem lést þann 31. júlí og var borinn til grafar á laugardag. Sjá „Þykir lífsglaður ...“ á bls. 23. Verður samið beint við PLO? Rabin vísar því á bug en utanríkisráð- herra hans segir allt hafa sinn tíma Amman, Jerúsalem, Túnisborg. Reuter. HELSTI samningamaður Palestínumanna í viðræðunum um frið í Mið- austurlöndum kvaðst í gær telja hugsanlegt, að ísraelar tækju upp beinar viðræður við PLO, Freisissamtök Palestínumanna. ísraelsstjórn vísaði þessu á bug en Shimon Peres utanríkisráðherra gaf í skyn að ekki væri hægt að útiloka slíkar viðræður. Haidar Abdel-Shafi, helsti samn- ingamaður Palestínumanna í friðar- viðræðunum, kom í gær til Túnis til viðræðna við PLO en þrír félaga hans í sendinefndinni höfðu áður hótað að segja af sér vegna óánægju með ruglingslegar fyrirskipanir PLO- forystunnar og lítið samráð af henn- ar hálfu. Þá virtist í fyrsta sinn vera komin upp sú staða, að leiðtogar PLO vildu ganga lengra til móts við ísra- ela en sendinefndin. Þá er einnig um að ræða óánægju með Yasser Ara- fat, leiðtoga PLO, en hann er sagður þráast við að fá leiðtogum Palestínu- manna á Vesturbakkanum og Gaza meiri völd í hendur. í gærkvöld var tilkynnt, að samningamennirnir hefðu dregið uppsagnir sínartil baka. Ummæli stangast á Abdel-Shafi vitnaði í orð háttsetts embættismanns í Jerúsalem, máli sínu til stuðnings. Shimon Peres, utanríkisráðherra Israels, sagði að allt hefði sinn tíma, líka að ræða við PLO, en lagði áherslu á, að enn um sinn væri viðmælandinn sendinefnd- in. Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, sagði hins vegar í gær, að aðeins yrði rætt við palestínsku sendinefndina í friðarviðræðunum. Til varnar Fundur Atlantshafsbandalagsins um aðgerðir gegn Bosníu-Serbum ósónlagi Jóhannesarborg. Reuter. SUÐUR-afrísk skólastúlka, klædd hermannabúningi og vopnuð lásboga, tók í gær bekkjarfélaga sína í gíslingu og krafðist þess að fá að ræða við umhverfisverndarsinna um götin á ósónlaginu. Að sögn lögreglu tókst að lokum að telja stúikunni, sem er 16 ára, hughvarf og fá hana til að sleppa félögum sínum. Hún afhenti einnig skólastýru sinni vopnið eftir að hin síðar- nefnda hafði sannfært nemand- ann um að sér væri umhverfis- vernd alveg jafn hugleikin. Boutros-Ghali taki loka- ákvörðun um loftárásir Frá Sarajevo til London LÆKNIR á sjúkrahúsi í Sarajevo hugar að Irmu Hazimuratovic, fimm ára gamalli múslimskri telpu sem er lífshættulega slösuð eftir sprengju- árás Serba á borgina þann 30. júlí sl. Komið var með Irmu til London í gær þar sem læknar vilja freista þess að bjarga lífi hennar, eftir að læknir hennar hafði í nokkra daga lagt að skipuleggjendum hjálpar- starfs Sameinuðu þjóðanna í Bosníu að telpan yrði flutt til annars lands þar sem hún gæti fengið nauðsynlega meðferð. Hann sagðist í gær ekki vera bjartsýnn á að Irma ætti mikla möguleika á að halda lífi. Genf, Brussel, Sar^jevo, Bonn. The Daily Telegraph og Reuter. ALIJA Izetbegovic, forseti Bosníu, mætti ekki á samningafund deiluaðila í Genf í gær. Hann sagði að múslimar settu sem skil- yrði fyrir því að viðræður hæfust í dag að Bosníu-Serbar drægju herlið sitt frá tveim mikilvægum hæðum við Sarajevo. Fastafulltrú- ar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, samþykktu á fundi sínum í Brussel í gær að ekki yrði gripið til loftárása gegn Serbum nema Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, heimilaði þær. Radovan Karadzic, leiðtogi Bos- níu-Serba, tjáði fréttamönnum í gær að brottflutningur liðs Serba frá hæðunum væri hafinn en ekki var ljóst í gærkvöldi hvort svo væri í reynd. Veður var slæmt og torveld- aði eftirlitsflug, einnig er víða búið að koma fyrir jarðsprengjum. Sums staðar töfðu mótmælendur úr röðum almennings fyrir eftirliti. Talsmenn SÞ sögðu þó að Serbar væru búnir að fjarlægja fána sína og hermenn af Bjelasnica-hæð, erfiðara væri að meta stöðu mála á Igman-hæð. Izetbegovic hvetur Bill Clinton Bandaríkjaforseta til að láta gera loftárásir á stöðvar Serba ellegar láta múslimum í té vopn, annars séu þeir dauðadæmdir. Forsetinn ætti ekki að fást um það þótt bandamenn hans samþykktu ekki aðgerðir af þessu tagi, var haft eftir Izetbegovic í viðtali sem birtist í þýska tímarit- inu Stern, en láta sjálfur til skarar skríða. Fundur NATO-ríkjanna krafðist þess að Bosníu-Serbar afléttu tafar- laust umsátrinu um Sarajevo og létu SÞ-herlið taka yfír hæðirnar fyrr- nefndu. Ennfremur sagði í yfirlýs- ingu fundarmanna að samþykktar hefðu verið tillögur hermálanefndar Reuter Boutros-Ghali bandalagsins um tilhögun loft- árása ef til þeirra yrði gripið. Lögð var áhersla á að árásunum yrði aðeins ætlað tryggja hjálpar- starf og mætti ekki túlka þær sem beina íhlutun í átökin. Efasemdir um hátæknivopn Þótt rætt hafi verið um að beita hátæknivopnum með ieysimiðun, eins og Bandaríkjamenn gerðu í Persaflóastríðinu 1991, er ekki lík- legt að það verði gert fyrst í stað. Kannanir sýndu að nær 40% slíkra vopna misstu marks og hyggjast Bretar m.a. nota þess í stað eldri og reyndari gerðir árásarvopna. Tal- ið er að mjög erfitt verði að finna stórskotavopn Serba sem eiga mikið af slíkum vopnum og þar að auki er auðvelt að fela þau í fjöllum og skóglendi Bosníu. Um 500 friðarsinnum frá mörgum löndum tókst í gær að komast inn í borgina Mostar í Bosníu og dvelj- ast þar í þijár stundir. Fólkið stóð þögult fyrir framan dómkirkju borg- arinnar, hélst í hendur og vildi þann- ig hvetja til friðarsamninga en hundsaði hættuna af leyniskyttum og stórskotaliðsárásum. Stöðugir bardagar hafa verið í borginni milli Króata og múslima síðustu vikurn- ar. Bosníu-Króatar leyfðu fólkinu að aka inn í borgina á tíu strætis- vögnum en bönnuðu öllum frétta- mönnum að fara með; ítölskum ljós- myndara tókst þó að laumast inn í einn bílinn. Óþolandi rifrildi London. Rcutcr. BRESK hjón, sem þjakað höfðu nágranna sína ineð því að rífast hástöfum í allt að 12 stundir samfleytt, hafa nú verið dæmd til tveggja vikna fangelsisvistar. Fólk í rúmlega 500 metra fjar- lægð frá húsi hjónanna kvartaði undan hávaða. Um 160 km verða á milli fangelsanna þar sem þau afplána dóminn. Hjónin, Wiiliam og Elizabeth Greechan, eru á sjötugsaldri og höfðu áður hlotið áminningu dóm- ara en allt kom fyrir ekki. Eliza.- beth segist aðeins muna eftir því að þau hafi rifist lengst í stund- arfjórðung en viðurkennir að þau deili oft um íjármálin. Diykkja hafí alls ekki komið við sögu „við fengum okkur aðeins einn dósa- bjór“. Nágranni segir hjónin kunna öll blótsyrði enskrar tungu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.