Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993 Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar um gagnrýni á skyndilokanir Of stórir kvótar mið- að við ástand stofnsins JAKOB Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, segir að það sé aðallega ein iokun sem sjómenn hafi gagnrýnt á þeim forsendum að aðeins ein mæiing hafi legið til grundvallar henni. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu eru togarasjómenn afar ósáttir við tíðar lokanir á veiðisvæðinu vestur af landinu að undanförnu og segja afrakstur af veiðum ekki standa undir kostnaði við að stíma á milli hólfa. Jakob segir að vandamálið sem við blasi sé það að of miklum fiskveiðiheimildum hafi verið útdeilt miðað við ástand þorskstofnsins. Erlendsína Helga- dóttir 104 ára Vogum. Vatnsleysuströnd. ERLENDSÍNA Helgadóttir, elsti íbúi Vatnsleysustrandar- hrepps, átti 104 ára afmæli á sunnudaginn. Hún er fædd 8. ágúst 1889. Erlendsína býr nú á dvalarheimilinu Garðvangi. Nokkrir ættingjar heimsóttu Erlendsínu á Garðvang á afmælis- daginn og drukku kaffí með henni og vistfólkinu. Á borði hennar var fáni og kertaljós. Starfsfólk Garð- vangs söng afmælissönginn og að því loknu sagði Erlendsína: „Virðingin sem mér er sýnd.“ E.G. Erlendsína Helgadóttir „Það hefur oft verið lokað á grundvelli einnar mælingar þegar menn vilja koma í veg fyrir smá- fiskadráp. Það er kannski nýtt í þessu að haft var samráð við skip- herra á varðskipi, enda hafði það annast mælinguna. Þegar starfs- menn Fiskistofu gera þetta eru þeir yfirleitt um borð í togurum og hafa samráð við togaraskipstjórana um svæðið sem lokað er. Það má í sjálfu sér deila um það hvort svæð- ið hafi verið of stórt,“ sagði Jakob. Hann sagði að togarasjómenn hefðu einmitt hvatt Hafrannsóknar- stofnun til nánara samstarfs við Landhelgisgæsluna og verið ánægðir með störf hennar. „Þarna var tekið tillit til þess. Einnig höfum við legið undir ámæli um að vera of svifaseinir til að loka en nú var bara drifið í þessu. Ég sé ekki að þarna hafi verið staðið svo rangt að þessu, en ég viðurkenni að það má deila um hvort svæðið mætti vera minna sem lokað var,“ sagði Jakob. Hann sagði að aðalvandamálið væri það að miðað við ástand þorsk- stofnsins hefði verið útdeilt alltof stórum kvótum. „Menn eru í vand- ræðum með að ná þeim. Það er bara of lítill fiskur í sjónum miðað við fiskveiðiheimildirnar og þess vegna gengur illa,“ sagði Jakob. Morgunblaðið/Þorkell Bandarískir hermenn leggja hönd á plóginn ÞESSIR bandarísku hermenn frá Keflavíkurflugvelli eru tveir af fjölmörgum hermönnum, sem eyða frítímum sínum í að aðstoða við uppbyggingu í kringum vist- og meðferðarheimili Krísuvíkur- samtakanna, en þar fer fram langtíma meðferð fyrir vímuefnaneyt- endur. Að sögn Snorra F. Weldings, framkvæmdastjóra Krísuvíkur- samtakanna, hafa hermennirnir leyfi yfirmanna sinna til að eyða frítímum sínum til að hjálpa m.a. við landgræðslu, byggingu gróður- húsa fyrir lífræna ræktun og fleira. Á myndinni eru mennirnir að se^ja niður girðingastaura til að girða ræktunarland samtakanna af. Spergilkál lækkar UPPSKERA útiræktaðs grænmet- is er að nálgast hámark og mikið berst á markaðinn þessa dagana. í dag lækkar verð á nokkrum teg- undum grænmetis hjá Sölufélagi garðyrkjumanna um 16 til 50%. Mesta verðlækkunin er á spergilk- áli, heildsöluverðið lækkar úr 395 í 195 kr. kílóið eða um rúm 50%. Heildsöluverð á blómkáli fer í 249 kr. sem er 16% verðlækkun, kínakál- ið lækkar úr 139 í 98 kr., eða um 30%, og gulrófur sem hafa verið for- ræktaðar í pottum úr 195 í 140 kr., eða um 28%. í dag lækkar einnig heildsöluverð á rauðri papriku. Kílóið kostar 429 í heildsölu og er það 22% lækkun frá því verði sem gilt hefur að undanfömu. Úrskurðarnefnd samkvæmt lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit Sölubann heilbrigðisfulltrúa á heimabakstur fellt úr gildi Aðgerðir heilbrigðisyfirvalda taldar andstæðar stjórnarskrá SÖLUBANN sem heilbrigðisfulltrúar Reykjavíkur lögðu á svo- nefndar „Stjörnu-kleinur" er kona nokkur í Reykjavík, Aðalheið- ur Jónsdóttir, hafði framleitt og dreift til sölu í öllum Bónus- verslunum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, hefur verið fellt úr gildi af úrskurðarnefnd sem starfar skv. lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit. Úrskurðarnefndin hefur einnig ómerkt úrskurð sem stjórn Hollustuverndar ríkisins kvað upp á síðasta ári þar sem kröfu lögmanns konunnar um að fella bann Heilbrigðiseftirlitsins úr gildi var hafnað. 32. þing Sambands ungra sjálfstæðismanna um næstu helgi Stærsta SUS-þing frá upphafí ÞING Sambands ungra sjálfstæðismanna verður haldið í 32. sinn á Selfossi og í Hveragerði dagana 13.-15. ágúst. Þingið verður sett á Hótel Órk í Hveragerði klukkan átján á föstudaginn. Þrett- án málefnahópar, sem starfað hafa síðastliðin tvö ár, munu kynna drög að ályktunum fundarins í öllum stærstu málaflokkum ís- lenskra stjórnmála. Þá fer fram kjör formanns og stjórnar SUS á síðasta degi þingsins. Þingið verður hið stærsta frá upphafi en 463 fulltrúar hafa verið valdir til að sitja þingið. Að sögn Amars Jónssonar framkvæmdastjóra SUS eru öllum velkomið að fylgjast með umræð- um á þingi SUS, sem haldið er annað hvert ár. Rétt til þátttöku í málefnastarfi þingsins með mál- frelsi og tillögurétt hafa aftur á móti allir flokksbundnir sjálfstæð- ismenn á aldrinum 15-35 ára og eru í félögum ungra sjálfstæðis- manna. Þingfulltrúar verða 463 en þeir hafa einir atkvæðisrétt á þinginu. Hvert aðildarfélag SUS má senda einn þingfulltrúa fyrir hverja tutt- ugu félagsmenn sína en fulltrúar félaganna 38 verða 419 að þessu sinni. Stjórnarmenn SUS, 24 tals- ins, eru sjálfkjömir en auk þess eru þeim tveimur félögum ungra sjálfstæðismanna á Selfossi og í Hveragerði, sem halda þingið, út- hlutað tuttugu þingsætum til við- bótar við þau 15, sem félögin eiga rétt á. Flestir þingfulltrúa koma úr Heimdalli FUS í Reykjavík eða 144. Málefnahópar Þingið hefst á opnum stjórn- málafundi rneð ráðherrum Sjálf- stæðisflokksins á Hótel Örk á föstudagskvöldið og munu ráð- herrarnir hafa framsögu og svara fyrirspumum. Á laugardaginn flyst þinghald yfir á Hótel Selfoss og þar munu þingfulltrúar starfa í tólf hópum á málefnasviðum ráðuneytanna auk þess sem sér- stakur hópur mun taka á sveitar- stjórnarmálum. Hóparnir, sem hafa starfað hver á sínu sviði síð- astliðin tvö ár, munu kynna drög að ályktunum fundarins og leggja þær undir þingfulltrúa til af- greiðslu á sameiginlegum fundi síðar um daginn og á sunnudags- morgun. Boðið verður til hátíðar- kvöldverðar á laugardagskvöldið en hátíðargestur verður sjávarút- vegs- og dóms- og kirkjumálaráð- herra og jafnframt 1. þingmaður Suðurlandskjördæmis, Þorsteinn Pálsson. Formannskjör Arnar segir áð formanns- og stjórnarkjör sambandsins muni eflaust setja sterkan svip á þingið en niðurstaða annarra þingstarfa séu ekki síður mikilvæg. Tveir eru í kjöri til formanns; sitjandi for- maður sambandsins Guðlaugur Þór Þórðarson og Jónas Friðrik Jónsson stjórnarmaður í SUS. Ný stjórn verður kjörin á þinginu og nái lagabreytingartillaga fram að ganga verða 25 kjörnir í hana í stað 24 áður. , Þá telur úrskurðarnefndin að Að- alheiði sé ekki skylt að sækja um leyfi heilbrigðisnefndar eða heil- brigðiseftirlits til þess að stunda heimabakstur, þó að framleiðslan sé ætluð til sölu í smáum stíl. Telur Úrskurðarnefndin að aðgerðir heil- brigðiseftirlits gegn konunni stand- ist ekki gagnvart 69. grein stjómar- skrárinnar um atvinnufrelsi. Aðalheiður hefur stundað köku-, kleinu- og skonsubakstur til sölu í smáum stíl frá 1979 eða 1980 að því er fram kemur í úrskurði nefnd- arinnar. Hafði hún útbúið sér að- stöðu til heimabakstursins í nýju einbýlishúsi í Reykjavík og seldi fyrst baksturinn í verslun sinni og eiginmanns hennar, en eftir að þau hjón hættu verslunarrekstri var var- an seld í Bónusverslunum. Aðalheið- ur sótti aldrei um leyfí til heima- bakstursins þar sem hún leit svo á að um heimilisiðnað væri að ræða, er ekki þyrfti leyfi til að stunda. Heilbrigðisfulltrúar komu nokkrum sinnum á heimili hennar til eftirlits en höfðu ekkert út á hreiniæti og þrifnað að athuga. Hætta á aukinni heimilisframleiðslu 10. mars á síðasta ári lögðu heil- brigðisfulltrúar Reykjavíkur sölu- bann á „Stjörnu-kleinur" Aðalheiðar og var ástæðan sú, að hún hefði ekki aflað sér tilskilinna leyfa. Þrátt fyrir mótmæli þeirra hjóna úrskurð- uðu heilbrigðisnefnd, Heilbrigðiseft- irlit Reykjavíkur og stjórn Hollustu- verndar ríkisins að bannið stæði þar sem óheimilt væri að hefja matvæla- framleiðslu án leyfis og bent var á að framleiðsla á neysluvörum á heimilum til sölu sé óheimil nema í sérstökum tilvikum og með leyfi heilbrigðisnefndar. Jón Sveinsson, lögmaður Aðal- heiðar, kærði málið til Úrskurðar- nefndar skv. lögum um hollustu- hætti og heilbrigðiseftirlit í maí sl. Benti hann m.a. á í greinargerð að mál þetta snúist um rétt einstaklings til þess að stunda heimilisiðnað og hvort unnt sé með tilliti til mannrétt- indaákvæða stjórnarskrár um frið- helgi heimilisins og atvinnufrelsi að banna og takmarka með óljósum almennum lagaákvæðum rétt kon- unnar til að starfrækja heimabakst- ur á heimili sínu, sem hún hafi stund- að um árabil, jafnvel þó hann sé ætlaður til sölu. í greinargerð Hollustuverndar ríkisins vegna kærunnar er m.a. bent á að úrskurður í málinu geti verið afdrifaríkur. Ef fallist verði á kröfur lögmanns konunnar og ef afleiðingin verði aukin heimilisfram- leiðsla matvæla án eftirlits, geti heilsu neytenda verið stofnað í hættu vegna matareitrana og matarsýk- inga. Með slíkri aðgerð væri einnig verið að bijóta niður mikilvægar forsendur matvælaeftirlits. Bönd á atvinnufrelsi Úrskurðarnefndin kvað upp úr- skurð sinn 28. júlí og vísaði til 69. greinar stjórnarskrárinnar sem seg- ir: „Engin bönd má leggja á atvinnu- frelsi manna, nema almenningsheill krelji, enda þarf lagaboð til.“ Taldi Úrskurðarnefndin að með aðgerðum heilbrigðisyfirvalda hefðu verið lögð bönd á atvinnufrelsi Aðalheiðar. I gildandi lögum sé ekki að finna skýr og ótvíræð lagaboð er heimili þessar aðgerðir gegn Aðalheiði enda nægi ekki, gagnvart ákvæði stjórnarskrár, að réttlæta þessa takmörkun með visan til markmiða laganna. Laga- stoð hafi því brostið fyrir téðum aðgerðum heilbrigðisyfírvalda. Fulltrúi Hollustuverndar ríkisins vildi ekki tjá sig um úrskurðinn að sinni, þegar Morgunblaðið leitaði til stofnunarinnar vegna þessa máls í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.