Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993 Rússar mótmæla ál- takmörkimum EB Segja verðlækkunina hafa verið komna fram að mestu leyti áður en Sovétríkin hrundu Moskvu. Reuter. ALÚMÍNÍJ, samband rúsSneskra álframleiðenda, mótmælti í gær takmörkunum Evrópubandalagsins, EB, við álinnflutningi frá Sam- veldisríkjunum, Sovétríkjunum fyrrverandi, og sagði það mundu bitna mest á því sjálfu. Þá var því haldið fram, að verðlækkunin á áli stafaði að minnstu leyti af samveldisáli þar sem hún hefði að mestu verið komin til áður en Sovétríkin hrundu. Samkvæmt ákvörð- un EB verður álinnflutningur frá Samveldisríkjunum takmarkaður við 60.000 tonn til nóvemberloka. Sergei Znamenskíj, yfirmaður er- lendra viðskipta hjá Alúmíníj, segir í yfirlýsingu sinni, að innflutnings- takmarkanir EB muni verða verstar fyrir bandalagið þar sem Rússar hafi keypt af því hráefni, matvæli og iðnaðarvörur fyrir um 300 millj. dollara á ári og greitt fyrir með áli. Úr þessum viðskiptum yrði nú veru- lega dregið. Znamenskíj bendir einn- ig á,' að árleg álþörf EB-ríkja sé tveimur milljónum tonna meiri en framleiðsla þeirra og því muni sam- dráttur í álinnflutningi frá Samveld- isríkjunum einfaldlega verða bættur upp með áli annars staðar frá. Orrustuþota ferst í miðborg Stokkhólms Skaut sér út í fallhlíf Jas 39 Gripen þotan hrapar til jarðar yfir miðborg Stokkhólms. Til vinstri sést flugmaðurinn sem skaut sér út úr flugvélinni og er myndin tekin rétt áður en fallhlíf hans opnast. unum um,“ segir Znamenskíj en frá 1991 hefur verðið lækkað um 391 dollara. Að sögn Znamenskíjs á efna- hagssamdrátturinn mikinn þátt í verðlækkun álsins auk þess sem ál- framleiðendur víða á Vesturlöndum, í Kanada, Frakklandi, Brazilíu, Ve- nesúela og Ástralíu einnig, hafi auk- ið framleiðslugetu sína verulega 1991-92 og þar með álframboðið í Vestur-Evrópu og Japan. Hálf milljón manna sá þot Lækkaði um 902 dollara fyrir hrun Sovétríkjanna I yfirlýsingu Znamenskíjs er mark- aðsþróuninni lýst með öðrum hætti en hjá EB. Hann segir, að mestur hluti verðlækkunarinnar, úr 2.546 dollurum tonnið 1988 í 1.254 dollara á síðasta ári, hafi orðið _ áður en Sovétríkin hrundu 1991. Á þessum tíma Iækkaði verðið um 902 dollara tonnið. „Þá kenndi engum Sovétríkj- una verða stjómlausa á flugi Stokkhólmi. Reuter. LARS Radeström, flugmaður sænsku Jas 39 Gripen orrustuþotunnar sem hrapaði í miðborg Stokkhólms á sunnudag, sagðist í gær hafa neyðst til þess að skjóta sér út úr flugvélinni og svífa til jarðar í fallhlíf. Kvað hann flugvélina fyrirvaralaust hafa orðið sljórnlausa og allar tilraunir hans til ná valdi á henni hefðu mistekist. Hræðsla greip um sig en hálf milljón manna fylgdist með þotunni sýna list- flug yfir Stokkhólmsborg. ÞU KEMUR TIL OKKAR í MÁNAÐARPRÓGRAM Við fitumælum þig og þú færð ítarlega tölvuútskriít sem segir þér í hversu góðu eða slæmu formi þú ert. Þú fyllir út matardagbók og færð ráðleggingar um skynsamlegra mataræði. Þú mætir eins oft og þú vilt í leikfimi og/eða tækjaþjálfun. Þú færð 10 skipti í sólbekkina - glænýjar perur. Þú kemur svo aftur í fitumælingu að mánuði liðnum og þá sérðu árangurinn svart á hvítu. Misstu ekki af þessu frábæra síðsumartilboði. Fullt verd: 9650.- Okkar tilboð: 4650. AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 689868 Radeström sagði að framan af fluginu hefði þotan látið eðlilega að stjórn. Er hann hefði verið að ljúka bakfallslykkju hefði hún skyndilega byijað að hegða sér óeðlilega. „Hún byrjaði að höggva og vagga hratt. Tilraunir til að ná stjórn á henni báru ekki árangur. Reisti hún sig allt í einu snöggt upp og var eins og hún stæði kyrr í loftinu á stélinu en byrjaði svo að hrapa,“ sagði Olof Forsberg, formaður flugslysanefndar, að Radeström hefði sagt nefndinni. Vonast er til að hægt verði að leiða í ljós á næstu dögum hvað úrskeið- is fór en flugriti þotunnar fannst strax á slysstað. Anders Björk varnarmálaráð- herra setti ótímabundið bann við frekara flugi þeirra fimm Jas 39 Gripen flugvéla sem sænski flug- herinn hefur fengið afhentar. Her- inn hefur pantað 140 þotur af þessu tagi en hver þeirra kostar 150 milljónir sænskra króna, jafn- virði 1,35 milljarða íslenskra króna. Þróun og srmði þotunnar hefur kostað sænska skattgreið- endur rúmlega 60 milljarða króna, jafnvirði 540 milljarða íslenska, til þessa. Andstæðingar smíðinnar héldu því fram að líklega mætti rekja orsakir slyssins til rafeindakerfis sem framkvæmir allar hreyfingar stjómflata. Frumgerð þotunnar fórst í lendingu í fyrsta tilrauna- flugi hennar í febrúar 1989 og hefur verið deilt um smíðina síðan. Flaug Radeström þeirri flugvél einnig. Lítið tjón í skjálfta Agana. Reuter. BILAR köstuðust til eins og leik- föng á sunnudag þegar Guam- eyja á Kyrrahafi skókst og hrist- ist í öflugasta jarðskjálfta, sem orðið hefur í heiminum sl. fjögur ár. Mældist hann 8,1 stig á Richt- er-kvarða en olli merkilega litlu tjóni. Er ekki vitað um neitt dauðsfall en eitthvað var um minniháttar meiðsl. Jarðskjálftafræðingar segja, að hefði skjálftinn orðið á stöðum eins og Manila, Tókýó eða Los Angeles, hefðu afleiðingarnar orðið skelfileg- ar en byggingar á Guam eru sér- staklega styrktar til að standast hamfarir af þessu tagi og fellibylji. íbúar á Guam eru 133.000 og er ferðaiðnaður helsti atvinnuvegur. Færeyingar flýja land ÍBÚAR Færeyja flytjast nú unn- vörpum burt frá eyjunum vegna efnahagsástandsins og aukins at- vinnuleysis. Yfirvöld búast við að 3000 manns flytjist á brott á þessu ári. 85% brottfluttra eru yngri en 35 ára og flestir á aldrinum 15 - 24 ára. A öllu síðasta ári fluttu 800 manns burt frá eyjunum, flestir tii Danmerkur. Volkswagen og GM HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, skoraði í gær á forsvars- menn Volkswagen-bílasmiðjanna og General Motors að útkljá deilu- mál fyrirtækjanna bakvið luktar dyr. Sagði hann forsvarsmennina veita of mörg viðtöl og eyða kröft- um sínum of mikið í skítkast. Þeir ættu heldur að sinna störfum sín- um, og þá færi hagur þeirra að vænkast. Jarðskjálfti í Pakistan ÖFLUGUR jarðskjálfti skók norð- urhluta Pakistan í gær, en engar fregnir hafa borist um manntjón eða skemmdir af þeim völdum. Skjálftinn mældist 6,6 stig á Ric- hter. Mismunað vegna kynferðis BRESKUR læknir sem meinaði konu nokkurri um ritarastarf á þeim forsendum að hún væri barnshafandi og að starfið gæti valdið fósturláti, var í gær dæmd- ur sekur um kynjamisrétti. Blóðbað í Suð- ur-Afríku AÐ minnsta kosti 220 manns hafa iátist í óeirðum í borgum blökku- manna í Suður-Afríku á undan- förnum 10 dögum. Um helgina var 51 myrtur í borgum og bæjum austan Jóhannesarborgar, þrátt fyrir nærveru hersveita sem veittu lögreglu lið. Vextir lækka í Frakklandi FRANSKI seðlabankinn lækkaði vexti á skammtímalánum í gær í 9,75%, og segja hagfræðingar að þar á bæ verði farið mjög varlega í allar vaxtalækkanir á meðan frankinn á í vök að veq'ast. Segja þeir bankann vera að leitast við að færa vaxtastigið hægt og ró- lega niður á við en halda um leið gengi frankans stöðugu gagnvart markinu. Lést úr hundaæði STAÐFEST hefur verið að ellefu ára gömul stúlka lést nýlega af völdum hundaæðis í New York-ríki í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta sinn í 40 ár sem uJpp kemur dánar- tilfelli af þessum sökum í landinu, og hefur vakið ugg vegna þeirrar hættu sem mönnum stendur af sjúkdómnum. Faraldur hefur að undanfömu geisað meðal villtra dýra í norðaustur hluta Bandaríkj- anna, og þá sérstaklega í New York-ríki, en tilkynnt var um 1761 tilfelli sýkingar í dýrum á síðasta ári. Aurskriður bana 99 Gífurlegar rigningar og aftaka- veður af völdum hitabeltisstorms ollu því aurskriður flæddu yfir fátækrahverfí og urðu við það 99 manns að bana og svipti um 400 heimilum sínum í og umhverfis Caracas, höfuðborg Venesúela, á sunnudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.